Fréttablaðið - 31.12.2008, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 31.12.2008, Qupperneq 38
34 31. desember 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er annað óþarfa símtal, á ég að segja mömmu þinni að hringja seinna? Lyftingarnar og hlaupin eru eitt, það sem er verst er apatónlistin sem er spiluð þarna inni! Láttu mig þekkja það! Teknótaktur og skrækar raddir. Hversu heilaskaðaður þarftu að vera til að fíla þetta umhverfi? Um það bil svona? Jess! Þú þekkir þá alla á tóma augnaráðinu! Þú finnur þá í næsta líkams- ræktarsal! Hvað finnst þér? Ég er ánægð með þetta. Fullkomið! Þú ert flott með stutt hár! Og það besta er að þú veist að þú varst að gera góðverk með því að gefa hárið. Já... En það næstbesta er að ég er flott með stutt hár! Þetta var bara flott! Mjög flott. Hafðu þetta! Gerum snjó- karl! Ókei.Hvernig gerum við það? Sko, þið gerið stóran snjó- bolta, meðalstóran snjó- bolta og lítinn snjóbolta... ... síðan setjið þið með- alstóra boltann ofan á þann stóra og þann litla efst... Hmmm... Hvað? Þetta hljómar eins og betra væri að gera þetta á Netinu. Er hægt að fá þetta á geisladiski? Hvern hefði grunað um síðustu áramót að árið 2008 myndu Íslendingar bæði hreppa annað sætið á Ólympíuleikun- um og vera dæmdir hryðjuverkamenn af breskum vinum okkar? Hvort tveggja er eitthvað svo óraunverulegt að maður hefði bara hlegið hefði einhver sagt þetta í sömu setningunni. En svona var það nú samt. Eftir ótrúlega margt jákvætt og gott kom kreppan eins og þungt óveðurský sem lagðist yfir allt, og enn veit enginn hvenær mun létta til. Af þeim sökum þarf maður að hafa sig allan við til að muna allt það góða sem gerðist á árinu og endurupplifa þá atburði í huganum. Það er ótalmargt jákvætt sem einkenndi þetta ár framan af. Ótrúleg gróska í íslensku sjónvarpsefni, íslenskri tónlist, já og svo þegar strákarnir hrepptu silfrið á Ólympíu- leikunum urðum við „stórasta land í heimi!“. En eitthvað fór það svo minnkandi í hugum flestra þegar bankahrunið átti sér stað. Miðað við hvað margt óútreiknanlegt og óviðbúið gerðist á þessu ári, þorir maður engu að spá fyrir um hvað koma skal árið 2009. Vissulega verður það erfitt að svo mörgu leyti að listinn er of langur til að telja upp. Ég neita samt að trúa því að árið fram undan verði alslæmt – eitthvað jákvætt og spennandi hlýtur að gerast þrátt fyrir erfiða tíma. Atburðir haustmánaða mega ekki verða til þess að við gleymum öllu því góða sem gerðist árið 2008 og leyfum okkur að sjá skoplegu hliðina á því yfir skaupinu í kvöld. Útlitið er ekki bara svart – minnumst þess þegar við skjótum upp marglitum flugeldum í kvöld og sprengjum í burt þetta ár sem breytti sögu okkar. Ótrúlegt ár á enda NOKKUR ORÐ Alma Guð- mundsdóttir

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.