Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 4
4 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á Hotel Hesperia í 2 nætur með morgunverði, sigling á Oceanic með fullu fæði í 6 daga, hafnargjöld, akstur erlendis og íslensk fararstjórn. Páskasigling um Miðjarðarhafið 4.–11. apríl 2009 Verð á mann í tvíbýli: 219.900 kr.Fararstjóri: Sigríður Heiðar SJÁVARÚTVEGUR „Ég harma það, og er eiginlega miður mín yfir því, að kerfið skuli ekki opnað og heimild- irnar settar á markað. Í því ástandi sem nú ríkir hefði það verið sér- staklega mikilvægt,“ segir Karl V. Matthíasson, varaformaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis og þing- maður Samfylkingarinnar. Einar K. Guð- finnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, gaf í gær út út reglu- gerð þar sem hámarksafli í þorski er auk- inn um 30 þús- und tonn. Heild- araflamark verður því 160 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári, í stað þeirra 130 þúsund tonna sem áður hafði verið ákveðið. Friðrik Arn- grímsson, fram- kvæmdarstjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir stjórn sambandsins fagna ákvörð- uninni. „Þetta eru mikil verðmæti, líklega um tíu milljarðar, og skipt- ir miklu máli. Þetta er ákvörðun til tveggja ára og það skapar mögu- leika á betri nýtingu og skipulagn- ingu. 30.000 tonn er hæfileg tala sem liðkar fyrir öðrum veiðum, til dæmis á ýsu, en felur ekki í sér áhættu fyrir stofninn,“ segir Frið- rik. Karl segist mjög ánægður með að bætt hafi verið við fiskveiði- heimildum. Hann sé hins vegar afar ósáttur við hvernig að því verður staðið. „Fleiri þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og þetta hefði getað gefið ýmsum tækifæri til að fara á sjó. Kerfið er allt of lokað eins og það er og ekkert pláss fyrir fleiri. Þá erum við með úrskurð frá mannrétt- indanefnd Evrópu um að kvóta- kerfið brjóti mannréttindi. Því hefði verið eðlilegt að setja þetta á markað.“ Að sögn Karls ræddi ráðherra úthlutunina ekki við sjávarútvegsnefnd, og sé það enn eitt dæmið um þá óvirðingu sem Alþingi sé sýnd. Þingmaður Samfylkingar, Gunn- ar Svavarsson sem situr í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd, seg- ist hafa heyrt af kvótaaukningunni í fjölmiðlum. Hann geri ráð fyrir að nefndin verði kölluð saman eftir helgi til frekari kynningar á þess- um málum. „Karl er talsmaður Samfylkingarinnar í sjávarútvegs- málum og nýtur sem slíkur fyllsta trausts flokksins,“ segir Gunnar. Einar K. Guðfinnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra, segir úthlutunina lið í því að hægja á uppbyggingu viðmið- unarstofns og hrygningarstofns, miðað við það sem áður hafði verið áformað. Ákvörðunin sé í samræmi við yfirlýst markmið um sjálfbærar veiðar á þorski sem og öðrum nytjastofnum hér við land. Spurður hvort rétt hefði verið að setja heimildirnar á markað neitar hann því. „Ég tel einsýnt að þeir sem taka á sig skerðingu núna njóti ávaxtanna síðar meir,“ segir Einar. kjartan@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Gagnrýnir að aukinn kvóti fari ekki á frjálsan markað Hámarksafli þorsks verður aukinn um 30.000 tonn. Varaformaður sjávarútvegsnefndar harmar að heimild- ir séu ekki settar á markað. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðunina í samræmi við yfirlýst markmið. KARL V. MATTHÍASSON EINAR K. GUÐFINNSSON BANDARÍKIN Flugstjórinn Chesley Sullenberger var í gær hylltur sem hetja í Bandaríkjunum eftir að hann nauðlenti þotu á Hudson- ánni við New York á fimmtudag. „Nafnið Sullenberger kemur frá Lancaster í Pennsylvania, þar sem faðir minn og afi eru fædd- ir,“ segir Jón Gerald Sullenberger athafnamaður, sem býr í Banda- ríkjunum. „Hálfbróðir minn er að kanna þetta, en það fer ekki milli mála að við erum skyldir. Það eru ekki margir í Bandaríkjunum sem heita Sullenberger. Við erum kannski á bilinu 30 til 40 talsins, allir frá Lancaster í Pennsylvaníu.“ Chesley Sullenberger þykir hafa brugðist við á algerlega réttan hátt eftir að hópur fugla sogaðist inn í hreyfla Airbus A320-flugvélar flugfélagsins U.S. Airways þegar hún var nýtekin á loft. Farþegar og áhöfn, alls 155 manns, komust allir lífs af úr slysinu þótt nokkrir hafi slasast. „Hann sagði okkur að búa okkur undir nauðlendingu, sem gæti orðið frekar hörð,“ segir Jeff Kol- odjay, einn farþeganna, í samtali við CNN. „Hann stóð sig ótrúlega vel og á allt hrós skilið fyrir þessa nauðlendingu.“ Þá hrósaði Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, flugmann- inum fyrir að fara ekki frá borði sjálfur fyrr en hann hafði persónu- lega gengið úr skugga um að allir farþegar hefðu komist út. - bj Frændi Jóns Geralds nauðlenti Airbus farþegaþotu í Hudson-ánni í New York: Sullenberger hetja í Bandaríkjunum BJARGAÐ Flugstjóri vélarinnar er sagður hafa gengið í tvígang vélina á enda til að tryggja að allir farþegar væru komnir frá borði áður en hann yfirgaf vélina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUKINN KVÓTI Varaformaður Sjávarútvegsnefndar segir að kerfið sé of lokað í núverandi mynd. Eðlilegt hefði verið að setja heimildir á markað. AUKNING KVÓTANS VONBRIGÐI „Þó svo að aflaaukning sem þessi á yfirstandandi fiskveiðiári stefni ekki þorsk- stofninum í hættu ein og sér, þá felur hún í sér að beygt er frá frá þeirri metnaðar- fullu langtímastefnu sem stjórnvöld mörkuðu árið 2007 sem miðaði að því að stækka hrygningarstofn- inn og auka líkur á góðri nýliðun í framtíðinni. Með þessu er hætta á að líkurnar á að þessi langtímamarkmið náist minnki. Því er þessi ákvörðun um aukningu kvótans vonbrigði. Það er mikilvægt að við horfum á nýtingu þorskstofns- ins með langtímasjónarmið í huga. þótt það sé að sjálfsögðu ákvörðun og á ábyrgð stjórn- valda og hvernig stefnan er mörkuð og framkvæmd,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unar, um 30.000 tonna aukningu þorskkvótans. Að sögn Jóhanns hefði mátt bíða með slíka ákvörð- un þar til frekari upplýsingar lægju fyrir, meðal annars úr stofnmælingum botnfiska sem kunngjörðar verða í mars. „Gott hefði verið að bíða eftir þeim niður- stöðum áður en stigin yrðu stór skref í þessum málum,“ segir Jóhann Sigurjónsson. JÓHANN SIGURJÓNSSON LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögreglu á pókermóti sem fram fór í júní 2007 er lokið, og verður málið sent ríkissaksóknara. Hann mun taka ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu, eða það látið niður falla, segir Karl Ingi Vilbergsson, lögfræðingur hjá Lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan stöðvaði mótið og gerði verðlaunafé og spilabúnað upptækan. Um 150 manns tóku þátt. Veðmálavefurinn Betsson held- ur pókermót á skemmtistaðnum Rúbín í dag. Ekki fengust upp- lýsingar frá lögreglu um hvort mótið verði stöðvað. - bj Pókermót til ríkissaksóknara: Tekur ákvörð- un um ákæru SPILAÐ Um 150 spilarar lögðu 4.000 krónur hver í pott sem deila átti á sigur- vegarana á mótinu í júní 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI EFNAHAGSMÁL Verið er að skoða hvort Glitnir muni selja erlendum ferðamönnum gjaldeyri séu þeir sannarlega á leið úr landi. Í dag geta aðeins viðskiptavinir bank- ans keypt gjaldeyri, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabanka- sviði Glitnis. Erlendir ferðamenn hafa hing- að til þurft að skipta gjaldeyri í banka í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar þar sem þeir eru ekki með kennitölu, og eru ekki viðskipta- vinir íslensku bankanna. Viðskiptavinir bankanna geta tekið út samtals 500 þúsund krón- ur í gjaldeyri í hverjum mánuði. Hámark á erlenda ferðamenn yrði væntanlega mun lægra, sam- kvæmt upplýsingum frá Glitni. - bj Kaup ferðamanna á gjaldeyri: Rýmri reglur Stofna félag um fasteignir Nýja Kaupþing hefur stofnað dóttur- félag sem ætlað er að eiga og reka atvinnuhúsnæði sem bankinn á og kann að eignast. Nýja félagið heitir Landfestar og er stjórn þess skipuð fólki sem sagt er óháð bankanum. Hulda Dóra Styrmisdóttir er formaður stjórnar Landfesta. BANKAR GENGIÐ 16.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,389 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,82 127,42 89,46 190,38 168,22 169,16 22,573 22,705 18,314 18,422 15,628 15,720 1,3983 1,4065 191,88 193,02 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Rétt er að geta þess að í tilvitnuðum orðum Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra á fundi Viðskiptaráðs í nóvember 2008 í Fréttablaðinu í gær var hann að vitna í eigin ræðu á árs- fundi Seðlabankans í mars 2008, fyrir hrun bankanna, þar sem hann varaði við stöðu mála í bankakerfinu. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 15° 6° 4° 0° 1° 6° 3° 3° 1° 1° 19° 8° -7° 16° -2° 7° 12° 0° Á MORGUN 5-13 m/s hvassast við austurströndina 50 MÁNUDAGUR Breytileg átt, 5-10 m/s. -2 -3 0 -3 3 2 3 1 1 -7 5 5 5 5 5 5 5 6 8 8 -1 -1 2 -1 -1 0 -2 0 0 1 RYSJÓTT TÍÐARFAR Það liggur úrkomuloft yfi r meginhluta landsins í dag, síst reyndar norðanlands. Það er það svalt að ég á von á að þetta verði yfi rleitt snjó- eða slydduél í fremur hægum vindi. Á morgun gengur lægð upp að austanverðu landinu með stífa norðanátt allra austast ásamt snjókomu eða slyddu á austurhluta landsins. Við strend- urnar gæti þetta orðið rigning. Þurrt í borginni. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.