Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 12
12 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: ESB og sjávarútvegur 3. hluti Írska hólfið ■ Við inngöngu Spánverja og Portúgala í ESB árið 1986 tók gildi sérstök takmörk- un á veiðum þeirra í svo- kölluðu írsku hólfi, sem afmarkast af 50 mílna svæði út frá ströndum Írlands eða 100 þúsund ferkílómetra svæði. ■ Hólfið var skilgreint sem sérstakt verndar- svæði þar sem takmörkuðum fjölda skipa frá Spáni og Portúgal er heimilt að veiða. ■ Breytingar sem tóku gildi um mitt ár 2004 eru eftirfarandi: ■ írska hólfið minnkaði í um 25% af fyrri stærð og er nú skilgreint sem sérstakt viðkvæmt verndarsvæði. ■ aðgangstakmarkanir munu gilda jafnt fyrir öll ESB ríkin og taka til allra skipa 10 metra og lengri. Hjaltlandseyjahólfið Um Hjaltlandseyjahólfið hafa ávallt gilt sérstakar reglur og verður svo áfram með óbreyttum hætti næstu árin. Innan þessa svæðis eru mjög takmarkaðar fiskveiðar fyrir skip 26 metra og lengri. Þess er krafist að leyfi til veiða séu gefin út sérstaklega fyrirfram og einungis nokkrar þjóðir eiga veiðirétt í hólfinu. Lettland ■ Lettland samdi eins og Malta um sérstakt stjórnunarsvæði fyrir fiskveiðar í Riga-flóa á grundvelli verndunarsjónarmiða. Þar er ekki heldur um að ræða undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang, heldur er miðað við vélar- stærð fiskibáta og má vélarstærð báta sem veiða þar ekki vera yfir 221 kW. ■ Að auki er sérstakur listi yfir fiskibáta sem leyfi hafa til að veiða í Riga-flóa til að tryggja að heildarfiskveiðigeta þeirra, mæld í vélarstærð, verði ekki meiri en árin 2000- 2001. Heimild: Evrópuskýrsla forsætisráðuneytisins, 2007 Malta ■ Í aðildarsamningi Möltu er að finna ákvæði um sérstakt stjórnunarsvæði fyrir fiskveiðar innan 25 mílna lögsögu. Sú lausn byggir á verndunarsjónarmiðum og felur ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang heldur er byggt á stærð báta. ■ Ákvæðið felur í sér að einungis fiskibátar sem eru innan við 12 metrar að lengd mega veiða innan 12-25 mílna, en sú útfærsla tryggir að sjómenn frá Möltu fá allan kvótann því vegna fjarlægðar frá miðunum er ekki hagkvæmt að sigla þangað frá öðrum löndum. Sérstakt leyfi þurfti til að veiða innan 25 mílna áður en Malta gekk í ESB og í aðildarsamningnum er kveðið á um að einungis þeir fiskimenn sem hafa slíkt leyfi geti veitt á svæðinu, að engin ný leyfi verði gefin út og ekki verði hægt að auka veiðar nema á grundvelli ráðgjafar vísindamanna. ■ Nýir aðilar sem vilja hefja veiðar þurfa því að kaupa leyfi af núverandi leyfishöfum og á það við hvort sem viðkomandi aðilar eru frá Möltu eða öðru ESB-ríki. ■ Heildarafli ársins 2005 á Íslandi var rúmlega 1.667.000 tonn, en heildarafli síðastliðin ár á Möltu hefur verið á bilinu 850–1.050 tonn og helstu fiskitegundir sem þar eru veiddar eru túnfiskur, gull- makríll og sverðfiskur. Heimild: Evrópuskýrsla forsætisráðuneytisins, 2007 Noregur ■ Noregur hefur tvisvar sótt um aðild að Evrópusambandinu og í báðum tilvik- um hefur aðildarsamningurinn verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ Seinni aðildarviðræður Noregs hófust í apríl 1993, en EES-samningurinn var þá frágenginn. ■ Norðmenn lögðu áherslu á að ná sérsamningum á sviði sjávarútvegs, einkum til að tryggja áframhaldandi ábyrga fiskveiðistjórnun og markaðsaðgang Norð- manna og veiðimöguleika þeirra innan lögsögu ESB og í lögsögu einstakra þriðju ríkja. ■ Niðurstaða aðildarsamningsins varð sú að Norðmenn samþykktu og gengust undir reglur sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar. ■ Þeir leituðu hins vegar ýmissa sérlausna og fengu eins til þriggja ára aðlög- unartíma vegna ákveðinna atriða. Þar voru helst stjórnun veiða norðan 62° norðlægrar breiddar, þ.m.t. lokun viðkvæmra svæða (3 ár), en norskar reglur um veiðar áttu að gilda í eitt ár sunnan 62°. ■ Þeir héldu fyrirsvari í samningum við Rússa um deilistofna sem Noregur átti sameiginlega með þeim í þrjú ár og bann við brottkasti innan norskrar lögsögu var einnig til þriggja ára. ■ Eftir að tímabundnar aðlaganir hefðu runnið sitt skeið skyldu stofnanir ESB taka yfir úthlutun kvóta og aðgang að hafsvæðum en ætlunin var að fiskveiðistjórnkerfi Norðmanna yrði hluti af fiskveiðistjórnkerfi ESB, en ekki var nákvæmlega útfært á hvern hátt það ætti að gerast. ■ Norðmenn fengu því engar varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni, einungis undanþágur til skamms tíma. ■ Markaðsaðgangur eykst ■ Tollfrelsi fyrir afurðir sjávarútvegs og fiskeld- is. (Tollar voru 440 milljónir árið 2007). ■ Markaður fyrir virðismeiri afurðir opnast. (karfa- og steinbítsflök. Fersk keila og skötuselur. ■ Tollkvótar hverfa sem koma í veg fyrir fullvinnslu hér á landi. Engin fullvinnsla er á síld vegna tollamála. ■ Aðgangur fæst að styrkjum í sjávarútvegi og fiskeldi. (Sjóðurinn hefur 550 milljónum úr að spila árlega). ■ Þátttaka í mótun sjávarútvegsstefnu ESB. ■ Mögulegur aðgangur að fiskveiðiheimildum samkvæmt samningum ESB við ríki utan sambandsins. ■ Ef meginreglan um hlutfallsegan stöðug- leika helst óbreytt tryggir hún í raun að Ísland heldur hefðbundnum fiskveiðirétt- indum sínum. ■ Yfirráð á sjávarauðlindinn færist til ESB við inngöngu. ■ Kostnaður af skrifræði fylgir Evrópusam- bandsaðild. (Miðað við reglu um að slíkur kostnaður sé 1,27% af landsframleiðslu yrði framlag Íslands um 10 milljarðar. Ávinningur fyrirtækja og einstaklinga skal reiknast á móti, en það hefur ekki verið gert. Nái Ísland hagstæðum samningum vegna legu landsins yrði sá kostnaður mun lægri.) ■ Óljóst hvort Ísland muni njóta mikilla styrkja frá ESB. Ástæðan: flotinn er hóf- lega stór, Ísland er efnahagslega sterkt. ■ Hætta á atvinnuleysi sem kæmi í stað sveifla á gjaldeyri. (Ekki regla eins og dæmi sanna). ■ Samningur við Kína er úr sögunni við und- irskrift, en hann lofar góðu fyrir Ísland þar sem viðskipti myndu aukast mjög. ■ Ísland glatar yfirráðum yfir sjávarauðlind- inni. ■ Ákvarðanataka flyst frá Íslandi. ■ Hætta á kvótahoppi og að minna hráefni berist til vinnslu hér. Erlend fyrirtæki geta tekið yfir fiskvinnslufyr- irtæki og kvóta þeirra. ■ Brottkast. Bannað að landa undirmálsfiski. ■ Engin trygging er fyrir því að Íslendingar haldi rétti til að veiða á Íslandsmiðum. ■ ESB er í sífelldri þróun. Dæmi er „írska hólfið“. ■ Efnahagslífið verður opnara með óskil- greindum tækifærum. ■ Íslensk fyrirtæki geta gert út frá ESB-lönd- um. ■ Markaðsaðgangur verður öruggari. ■ Tækifæri í matvælaiðnaði. Setja upp fram- haldsvinnslur nær markaði í Evrópu. ■ ESB hefði líklega jákvæð áhrif á fiskeldi og ýmsa framleiðslu fiskafurða. ■ Útgerð og fiskvinnslu gefst kostur á marg- víslegum styrkjum. ■ Tollfrelsi útilokar þörf á tollkvótum. ■ Óhindraður aðgangur að 500 milljóna manna markaði gefur mikil tækifæri. Einnig við lönd sem ESB hefur gert samninga við. ■ EES samningurinn tryggir mörg ofantalinna tækifæra en með takmörkunum. Tækifæri Ógnanir KOSTIR OG GALLAR Styrkleikar Veikleikar Þriðji hluti af fimm Á þriðjudag: Íslendingar í Evrópu FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is A llmörg dæmi eru fyrir því að aðildarríki Evrópusambands- ins (ESB) hafi fengið undanþág- ur eða sérlausnir frá reglugerð- arverki sambandsins samhliða aðildarviðræðum. Þeir sem vilja sækja um aðild að Evrópusambandinu benda á þessi dæmi sem rök fyrir því að sérlausnir gætu fengist frá sameiginlegu sjávarútvegsstefn- unni. Andstæðingar aðildar benda á að for- dæmin séu ekki einu sinni nothæf í rökræðu um hugsanlegar aðildarviðræður Íslands. Það jaðri reyndar á mörkum fáránleikans, svo ólíkar séu aðstæður þeirra aðildarríkja sem fengið hafa „sérmeðferð“, og Íslands. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, hefur sett fram hugmyndir um sameiginlegt fiskveiðistjórnarsvæði Norð- manna og Íslendinga í Evrópu. Íslensk lausn „Ég er þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að skilgreina hinar sérstöku aðstæður varð- andi íslenska fiskveiðilandhelgi innan sam- eiginlegu fiskveiðistefnunnar og þá sem sérstaka tegund landhelgi. Þetta væri ekki frávik frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni heldur sérstök framkvæmd stefnunnar sem löguð yrði að nýjum aðstæðum til þess að ákvarðanir yrðu teknar á Íslandi um nýt- ingu náttúruauðlinda okkar sem önnur ríki í Evrópusambandinu deila ekki með okkur.“ Þetta er kjarninn í hugmynd Hall- dórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætis- og utanríkisráðherra, um ásættanlega lausn fyrir Ísland í sjávarútvegsmálum komi upp sú staða að sótt væri um aðild að Evrópu- sambandinu. Tilvitnunin hér í byrjun er úr svokallaðri Berlínarræðu sem Halldór hélt við hina virtu stofnun Deutsche Gesellschaft für Auswärtige Politik, í opinberri heimsókn sinni til Þýskalands í mars 2002. Halldór skýrði í ræðu sinni sérstöðu Íslands í tilliti til sjávarútvegs og tjáði fund- armönnum þá skoðun sína að samkvæmt reglum um framkvæmd sjávarútvegsstefn- unnar gæti íslenska efnahagssvæðið verið sérstakt stjórnunarsvæði og kvótum yrði úthlutað í ljósi veiðireynslu, og yrði þar með í höndum Íslendinga. En það væri einfald- lega ekki nóg. Hann viðurkenndi að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggði í raun að Ísland héldi hefðbundnum fiskveiðirétt- indum sínum en reglan dyggði Íslendingum ekki. „Sá fræðilegi möguleiki væri alltaf fyrir hendi að meirihluti ríkja gæti reynt að fá fram með þrýstingi breytingar á hlut- fallslegri eign Íslands. Þótt þetta sé ólíklegt getum við ekki byggt efnahagslega framtíð okkar á slíkri óvissu.“ „Hvað þýðir sameiginleg“? Til frekari rökstuðnings sýndi Halldór fram á að í orði kveðnu gæti sameiginleg sjávarútvegsstefna ekki átt við um Ísland. Augljóst væri að ESB þyrfti að hafa sam- eiginlega stefnu í sjávarútvegi. Landfræði- lega væri annað útilokað. En athyglisvert væri að orðið „sameiginlegur“ væri notað um aðrar auðlindir en sjávarútveg í reglu- gerðarverki ESB á ólíkan hátt. Innan sam- einuðu landbúnaðarstefnunnar vísaði orðið ekki til auðlindarinnar sem um ræddi. Ekk- ert væri til sem héti sameiginlegt eignar- hald á búpeningi eða landi. Finnar ættu sína skóga og Bretar sína olíu. Orðið vísaði til þess markaðar þar sem afurðir auðlindanna eru seldar. Honum þyrfti að stjórna sameig- inlega, öllum til hagsbóta. Undir rökfærslu sína undirstrikaði Halldór með eftirfarandi: „Höfundar fiskveiðistefnunnar gerðu aldrei ráð fyrir þeim möguleika að til væru fiski- stofnar sem tilheyrðu einungis einu landi. En ég spyr: er það sanngjarnt að ætlast til þess að Ísland eða raunar nokkur önnur þjóð í Norður-Atlantshafi lagi sig að stefnu þar sem aldrei hafði verið gert ráð fyrir mál- efnum þeirra?“ Hugmynd Halldórs útilokar í raun þá leið sem Norðmenn fóru og skýr lína er dregin: Án sérákvæðis um að Ísland sjái sjálft um að ákveða stórt sem smátt á Íslandsmiðum mun þjóðin aldrei samþykkja aðildarsamn- ing og standa utan ESB. Án fordæmis Olle Rehn, framkvæmdastjóri stækkunar- mála hjá ESB, sagðist í nóvember síðast- liðnum búast við að sjávarútvegur verði erfiðasta úrlausnarefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann telur ólíklegt að Ísland nái fram meiri háttar undanþágum frá sjávarútvegsstefnu ESB, þótt að tilslakanir komi til greina að hans mati. Að mati ESB eiga öll aðildarríkin að sitja við sama borð og setur fram þá meg- inkröfu í viðræðum að ríki gangi að öllum reglum sambandsins óbreyttum. Þetta geng- ur reyndar þvert á orð annarra háttsettra manna innan stjórnkerfis ESB, til dæmis Franz Fischler, fyrrverandi sjávarútvegs- málaráðherra ESB, sem taldi mögulegt að finna viðunandi lausn fyrir alla aðila í Íslandsheimsókn sinni árið 2003. Reynsla Norðmanna, sem mjög er litið til hér á landi þar sem samningsmarkmið okkar verða að miklu leyti þau sömu, er að aðeins séu gefnar tímabundnar undanþág- ur frá því megin sjónarmiði að ríki gangi að öllum reglum sambandsins óbreyttum, hugs- aðar sem aðlögunartími fyrir nýtt aðildar- ríki. Stífnin var mikil í þeirra viðræðum þar sem þeir fengu aðeins tímabundna undan- þágu frá því að henda fiski, en það er eitt af yfirlýstum markmiðum ESB í endurskoð- un sjávarútvegsstefnunnar, sem nú stendur fyrir dyrum, að breyta reglum til að minnka brottkast. Malta fékk samþykkt sérstakt stjórnun- arsvæði fyrir fiskveiðar innan 25 sjómílna sem byggir á verndunarsjónarmiðum. Þeir sem æskja aðildar að ESB hafa tekið Möltu sem dæmi um að möguleikar eru fyrir hendi í samningum við ESB. Lettar náðu einnig sérlausn varðandi veiðar á Riga-flóa. Ótald- ar eru fjölmargar undanþágur og sérlausnir í landbúnaði og fleiru. Á móti er bent á að það geti ekki talist gild rök að benda á aðildarsamninga Möltu og Lettlands sem fordæmi um möguleika Íslendinga til að fá full yfirráð yfir 758 þús- und ferkílómetra lögsögu og afla sem nemur í kringum 1,5 milljónum tonna árlega. Heild- arafli Möltu hefur verið í kringum þúsund tonn á síðustu árum. Lettar veiddu um 140 þúsund tonn árið 2006, mest síld. Innan úr ESB Halldór setti ýmsa fyrirvara í ræðu sinni. Hann, eins og aðrir, er fullkomlega með- vitaður um að hugmynd hans er ekki sjálf- sögð og hljómar misvel í eyrum aðildarríkj- anna. En kannski hafði hann á bak við eyrað að hugmyndin var ekki hans að öllu leyti. Háttsettir embættismenn innan stjórnkerfis ESB, þar á meðal John Maddison, fyrrver- andi sendiherra ESB í Noregi og á Íslandi, og Luc Dehane, fyrrverandi forsætisráð- herra Belgíu, höfðu viðrað hugmyndir um að gera íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið að hluta að sjávarútvegsstefnu ESB og að sérstök skilgreining yrði gerð á íslenskum sjávarútvegi innan sjávarútvegsstefnu ESB. Eins er fullvíst að Halldór hefði ekki viðrað þessa hugmynd sína á þessum vettvangi án mikillar yfirvegunar og samráðs við máls- metandi menn á þeim sjö árum sem hann hafði gegnt starfi utanríkisráðherra þegar ræðan var flutt. Er hjáleið hugsanleg? Er hugsanlegt að Ísland geti fengið að sneiða hjá sjávarútvegsstefnu ESB að miklu eða einhverju leyti? Sérlausnir hafi verið veittar ríkjum samhliða aðildarviðræðum. Íslensk lausn hefur verið reifuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.