Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 72
40 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR M ig langaði að gera verk sem g e n g i a l l a leið,“ útskýrir Ástrós á kaffi- húsi á Skóla- vörðustígnum eftir að hafa lokið kennslu í pilates-tíma í Kram- húsinu. „Fólk er svo gjarnt á að veigra sér við hlutunum hér á Íslandi. Er hrætt og með tepru- skap. Ég hafði engan áhuga á því.“ Ástrós samdi verkið ásamt Láru Stefánsdóttur dansara við texta Hrafnhildar Hagalín og þær stöll- ur nutu listrænnar ráðgjafar Þór- hildar Þorleifsdóttur. „Upphaf- lega hugmyndin var að láta verkið fjalla um hugaróra og veruleika tveggja kvenna. Við komum inn á ýmis atriði sem tengjast konum eins og sambönd þeirra við karla og konur, losta, munúð, sektar- kennd, trú og ást. Ég notast einnig við myndbandsverk sem ég gerði um limi karlmanna en þar sjást alls kyns limir af mismunandi stærðum og gerðum og í ýmiss konar ástandi.“ Hefur myndskeið- ið, dansinn og nektin sem birtist í verkinu hneykslað áhorfendur? „Viðbrögð hafa verið afar ólík,“ segir Ástrós og hlær. „Sumum er mjög brugðið og aðrir stór- hrifnir. En við vildum gera eitt- hvað sem snerti fólk og innihéldi bæði alvarleika lífsins og vænan skammt af húmor. Ég hefði aldrei getað sett svona verk á svið fyrir fimmtán árum. Með aldrinum öðlast maður sjálfstraust og meiri dirfsku.“ Ekkert kynþokkafyllra en kona sem veit hvað hún vill Búningar í verkinu eru í kyn- þokkafyllri kantinum því þar eru á ferð undirföt frá búðinni Systr- um á Laugavegi ásamt flíkum frá tískuversluninni Kron. „Dýrleif Örlygsdóttir sá um búningana og við erum himinlifandi með þá og hvernig þeir falla að verkinu. Tengingin við búðina Systur er ekki alfarið tilviljun því þegar við sáum nafnið á búðinni fannst okkur það einmitt algjörlega við- eigandi við verkið okkar. Orðið er svo margþátta, systur geta verið blóðsystur, vinkonur eða systur í klaustri, sumsé alls kyns möguleg sambönd milli kvenna.“ Einnig er sterkur kynferðislegur undirtónn í verkinu en þess má geta að sam- býlismaður Ástrósar, Þorfinnur Ómarsson, kemur þar fram nak- inn á sviði. Finnst henni sú kenn- ing rétt að konur nái kynferðis- legum hátindi sínum á miðjum aldri? „Já, eflaust, en það hefur örugglega mikið með sjálfstraust- ið að gera. Þá þekkja konur sjálf- ar sig og líkama sinn. Það er ekk- ert kynþokkafyllra en kona sem veit hvað hún vill.“ Sjálf segist Ástrós vera heppin að eiga í mjög hamingjuríku sambandi. „Það er mjög mikilvægt, og þá sérstak- lega á þessum síðustu og verstu tímum, að hlúa að þeim sem maður elskar og njóta samveru- stunda og nándar með þeim. Ég á yndislegar stundir með mínum manni og hann dekrar óspart við mig. Við erum jafnvel að huga um að flytja okkur um set og ég er að skoða atvinnutilboð erlendis, þannig að hver veit hvað framtíð- in ber í skauti sér.“ Systur eru sýndar hjá Leikfélagi Akureyrar um næstu helgi ogí Iðnó í febrúar Hugarórar og veruleiki kvenna Dansverkið Systur, sem hlaut lofsamlega dóma í fyrra, er væntanlegt aftur á leiksvið um næstu helgi. Anna Margrét Björnsson ræddi við Ástrósu Gunn- arsdóttur, annan höfund verksins, um kynþokka, hamingju og heilbrigði. VERK SEM HRÍFUR EÐA HNEYKSLAR „Mig langaði að skapa verk sem gengur alla leið,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir um dansverkið Systur. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA „Sauna, sund, heitir pottar undir beru lofti, kampavín … svo myndi ég gjarn- an vilja kíkja á listaopnun, fá mér vínglas eða kampavín og enda daginn á dásamlegum málsverði.“ Þrjú heilræði Ástrósar að lífshamingju og heilbrigði: ■ Að njóta ásta reglulega ■ Að njóta samverustunda með þeim sem þér þykir vænt um, njóta þess að rækta líkamann sem þú hefur og gera það besta úr honum, eins og til dæmis með Pilates! ■ Að njóta þess að rækta andlegu hlið líkamans með því að upplifa nýja hluti í lífinu, listinni og menningunni, njóta þess að drekka gott vín og borða góðan mat sem þér líður vel af. Fullkominn dekurdagur Ástrósar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.