Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 74
42 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR Góð vika … ... Fyrir sjávarút- veginn. Útgerðar- menn fá að veiða 30 þúsund tonn- um meira en í síðustu viku! … Friðrik Þór Friðriksson. Heimildarmynd- in hans Sólskins- drengurinn hefur fengið góða dóma og mikla aðsókn og þykir besta mynd leikstjórans í háa herrans tíð. Leikstjórinn, sem hefur margoft þótt sýna besta takta með umfjöllun um hópa sem tilheyra jaðrinum, gefur í myndinni einstaka sýn inn í heim ein- hverfra. … fyrir Framsókn- arflokkinn. Það fjölgar í flokkn- um og her manns er í framboði til for- manns flokksins sem hlýtur bara að vera jákvætt fyrir flokk sem sumir töldu í andaslit- runum. Í dag kemur svo í ljós hvaða karl tekur við af Valgerði Sverr- isdóttur, sem hefur tíma- bundið setið við stjórnvöl- inn í flokkn- um, en það er kannski ekki svo góð frétt fyrir áhugafólk um aukinn hlut kvenna í stjórnmál- um. … fyrir Loga Geirsson. Handboltakappinn hefur verið í sviðs- ljósinu undanfarið og var til umfjöll- unar í þættinum Atvinnumenn- irnir okkar á Stöð tvö sporti í v i k u n n i . Ekki leiddist Loga það því hann leigði sal í Smárabíói til þess að hann og fjöl- skylda hans og vinir nytu betur þáttarins. Slæm vika … ...fyrir Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræð- ing. Sigurbjörg byrjaði sem hálfgerð hetja í byrjun vikunnar þegar hún talaði gegn Guðlaugi heil- brigðisráðherra og lét í veðri vaka að „ónefnur ráðherra“ hefði hótað henni fyrir mótmælafund. En þegar kom í ljós að ráðherrann sem hafði hótað henni var vinkona að gefa henni góð ráð kom Sigur- björg ekki sérlega vel út. …fyrir Simma í Kast- ljósinu. Brotist var inn í bíl Sigmars Guð- mundssonar sjónvarps- manns í vikunni og ekki einfölduðust málin þegar kollegi hans Helgi Seljan játaði verknaðinn á Facebook síðunni sinni. Ekki er þó ljóst hvort um sanna játningu er að ræða. … fyrir Sinfóníuhljóm- sveitina. Fjármála- kreppan bitnar á Melabandinu eins og mörgum öðru í menningarlífinu en ljóst er að Sinfón- ían hefur úr minni peningum að spila en áður eftir að styrktaraðilar fóru á hausinn og verð- ur því að fækka tón- leikum. … fyrir leigu- sala. Stöðugar fréttir af því að leiga fari lækkandi gera líklega ekki annað en að lækka leiguverð enn frekar leigu- sölum til lít- illar ánægju. Þetta hlýt- ur að velgja þeim einkum undir uggum sem eru að leigja út íbúðir sínar í von um að þær standi undir afborgunum á lánum sem gera ekkert annað en að hækka. Leigjendur gleðjast hins vegar á meðan … X GÓÐ VIKA / SLÆM VIKA Ímyndum okkur í augnablik að erlendar fréttir sem hingað berast væru allar skrifaðar af sómakærum og hlutlausum fréttariturum sem hefðu engra sérstakra hagsmuna að gæta, til dæmis í Palestínu. Sérstaklega fréttariturum frá ríkjum sem ekki setja „öryggi Ísraels“ ofar réttlæti og mannréttindum. Einhverjum lesandanum brygði líklega í brún að lesa slíka frétt: „Herskáar vígasveitir Zíonista réðust í gær á þá fáu innfæddu íbúa Palestínu sem enn neita að flýja heimkynni sín, þrátt fyrir sex áratuga helför gegn þeim. Meðal skotmarka að þessu sinni voru skólar, kirkjur, spítalar og slökkvistöðvar. Þungvopnaðir Zíonistarnir segjast ætla að vega alla þá sem hafa reynt að stýra samfélagi, og þar með mótspyrnu, hinna fátæku Palestínumanna á svæðinu. Sérstaklega skuli gera höfðinu styttri þá sem hafa verið lýðræðislega kjörnir til forystu. Því miður ættu þessir leiðtogar börn og byggju í íbúðarhverfum. En þetta væri fórnarkostnaður heilags stríðs. Zíonistar hafa lengi haft það að markmiði að sölsa allt landið undir þann hóp manna sem „guð reiði og hefndar“ á að hafa valið til að eiga staðinn fyrir mörg þúsund árum. Ríkið er skilgreint sem ríki gyðinga. Í því samfé- lagi skiptir trúhneigð einstaklinganna meira máli en annað, svo sem ríkisborgara- réttur. Hernaðarráðherra Zíonista segir að aðrar þjóðir en öfgakristnar eigi ekkert með að skipta sér af því sem gerist í Pal- estínu. Aðrar þjóðir geti ekki skilið hlutskipti gyðinga og séu yfirleitt andsnúnar þeim. Þetta hafi sannast fyrir fullt og allt í seinni heimsstyrjöldinni. Ráðherrann bendir jafnframt á að heimavarnarsveitir Palestínumanna hafi síðustu ár með frumstæðum flugskeytum drepið hátt í tuttugu öfga- menn Zíonista, sem fá frítt húsnæði og ríkisstyrki fyrir að búa upp við aðskilnaðarmúrinn. Palestínskir íbúar og frelsisherir þeirra geri þess- um „landnemum Jahve“ erfitt fyrir. Samkvæmt heimildum blaðsins telja stjórnvöld að engin þjóð muni gera nokkuð fyrr en Obama tekur við völd- um og því sé nú lag að hreinsa til.“ Svona einhvern veginn hefðu fréttir vikunnar getað hljómað, ef mál- stað Palestínumanna væri sýnd sama virðing og málstað Ísraelsmanna er sýndur. En í hinum raunverulega heimi sýna áróðursmeistarar Ísra- els allt aðra hlið á málunum, og sú hlið er á ýmsum bæjum talin sönn. Þeir segjast vera að verja land „sitt“ en taka hvorki fram að fólk bjó á þessu landi áður en Zíonistar komu þangað né að landtökubyggðir gyð- inga eru ólöglegar. Og það er óneitanlega hægt að ylja sér við þá draumsýn, ef við hefðum flokka í stjórnarráðinu sem gætu séð að ein hlið mála getur verið réttari en hin. Þá þyrfti utanríkisráðherra vor ekki alltaf að fordæma þá jafnt; rasíska hernámsliðið og ofsótta smælingja. En hvers vegna var á sínum tíma lýst yfir stuðningi við árásarstríð Bandaríkjamanna á Írak, en ekki við Saddam og ekki heldur við and- spyrnusveitir súnníta og sjíta? Ef fréttin kæmi hinum megin frá HORFT ÚT Í HEIM Klemens Ólafur ÞrastarsonVELJUM ÍSLENSKT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.