Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 84
52 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is > EKKI AÐ SKILJA Jennifer Lopez segir skilnað ekki vera í vændum. Söng- og leikkonan hefur lengi mátt þola orðróm um að fjög- urra ára hjónaband hennar og tón- listarmannsins Marcs Anthony sé á enda, en hún segir það fjarri sanni. Í viðtali við tímaritið Touch Weekly segir Lopez sögusagnirnar fyrst og fremst fara af stað þegar hún er ekki með giftingahringinn. Hvað er að frétta? Það er mikið um góðar fréttir á Hönn- unarmiðstöðinni, erum að kynna hönnunarsamkeppni í næstu viku í samstarfi við Kraum og Listasafn Reykjavíkur. Auk annarra spennandi verkefna sem eru atvinnuskapandi fyrir hönnuði og vekja athygli á þeirri miklu grósku sem er í íslenskri hönnun. Augnlitur: Gráblár. Starf: Framkvæmdarstjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Fjölskylduhagir: Sambúð og tvö börn. Hvaðan ertu? Reykjavík. Ertu hjátrúarfull? Já frekar. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Fréttir. Uppáhaldsmaturinn: Indverskur matur og grænt te, þó ekki saman. Fallegasti staðurinn: Get ekki gert upp á milli útsýnisins frá Sveinstindi og Vesturvatns í Hangzou í Kína. iPod eða geislaspilari: ipod. Hvað er skemmtilegast? Vilhjálmur og Ragn- heiður eru skemmtilegust. Hvað er leiðinlegast? Að skúra og þrífa klósett. Helsti veikleiki: Óþolinmæði. Helsti kostur: Framkvæmdagleði. Helsta afrek: V-dagur. Mestu vonbrigðin? Gamla Ísland. Hver er draumurinn? Nýja Ísland. Hver er fyndnastur/fyndnust? Ragnheið- ur. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Leti. Hvað er mikilvægast? Íslensk hönnun. HIN HLIÐIN ÞÓREY VILHJÁLMSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI. Finnst íslensk hönnun mikilvægust. Tónlistarmaðurinn George O‘Dowd, betur þekkur sem Boy George, var í gær dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi, en hann var fundinn sekur um að hafa hand- járnað norskan fylgdarpilt við vegg og barið hann með járnkeðju í apríl 2007. George, sem er 47 ára og fylgd- arpilturinn, Audun Carlsen, kynnt- ust í gegnum vefsíðu Gaydar, en atvikið átti sér stað í íbúð George eftir að hann ásakaði hinn 29 ára Carlsen um að hafa stolið myndum úr fartölvu sinni þegar þeir hittust þremur mánuðum fyrr. Söngvar- inn mun þá hafa handjárnað Carls- en við járnkrók sem var festur í vegg í íbúðinni og barið hann með keðju. Carlsen náði hins vegar að losa sig með því að skrúfa krók- inn lausan með handjárnunum og hljóp út úr íbúð George og kallaði á hjálp. George neitar ásökununum og segir Carlsen eingöngu hafa lagt fram kæru peninganna vegna. Dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi BREYTT ÚTLIT Boy George er nánast óþekkjanlegur þessa dagana og hefur nú verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Madonna og Guy Ritchie hafa eytt dágóðum tíma saman upp á síð- kastið eftir að Lourdes, tólf ára dóttir Madonnu, bað þau um að vera „ekki vond við hvort annað“. Samkvæmt heimildum dagblaðs- ins New York Daily News sást Guy fara inn í íbúð söngkonunnar þar í borg á þriðjudaginn og ýtti það undir sögusagnir þess efnis að parið ætli að taka aftur saman, en heimsókn Guy mun einungis hafa verið í því skyni að gleðja Lour- des. Madonna og Guy, sem tilkynntu um skilnað sinn í október í fyrra, eru sögð vera staðráðin í því að gera skilnaðinn eins auðveldan og á verður kosið, barna sinna vegna, en auk Lourdes eiga þau soninn Rocco sem er átta ára og David, þriggja ára. Poppdrottningin hefur leit- að eftir stuðningi vina sinna sem aðhyllast kabbalah-lífsspekina og eru þeir einnig sagðir hafa ýtt undir góð samskipti hennar og Guy. Skilnaður er ekki vel liðinn í söfnuðinum og því hafa vinir henn- ar þar reynt að ýta undir að þau taki aftur saman, eða haldi góðum vinskap í það minnsta. Madonna og Guy saman í New York ALLT Í GÓÐU Madonna, Guy og börnin. Rokkarinn Ryan Adams hefur ákveðið að hætta tónlistariðkun um óákveðinn tíma. „Kannski spil- um við aftur saman einhvern tím- ann og kannski fikra ég mig aftur inn í tónlistina,“ skrifaði hann á bloggsíðu sína. „En núna ætla ég að draga mig í hlé og ég óska öllum friðar og hamingju.“ Adams hefur á ferli sínum gefið út ellefu plötur á átta árum, þá síð- ustu í fyrra með The Cardinals. Núna ætlar hann að snúa sér að rithöfundar- ferli sínum og hygg- ur á útgáfu þriggja bóka á næstunni. Hættur í tónlistinni RYAN ADAMS Rokkarinn kveður tónlistarbrans- ann. 18.08.1972 K E F L A V Í K U R F L U G V E L L I - S Í M I : 5 7 8 4 0 0 0 - W W W . K E I L I R . N E T HÁSKÓLABRÚ Háskólabrú er samstarfsverkefni Keilis og Háskóla Íslands og býður deildin upp á aðfararnám á vegum HÍ fyrir einstaklinga sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Að loknu námi uppfylla nemendur almenn inntökuskilyrði innlendra háskóla og telst námið almennt sambærilegt stúdentsprófi samkvæmt samningi Keilis, HÍ og menntamálaráðuneytisins. Námið er lánshæft hjá LÍN og má stunda jafnt í staðnámi sem fjarnámi. Nánari upplýsingar á www.keilir.net. Umsóknarfrestur er til 20. janúar. Markviss og góður undirbúningur fyrir háskólanám
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.