Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 6
6 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR BANDARÍKIN, AP „Hugsanlega eruð þið ekki sammála öllum þeim erf- iðu ákvörðunum sem ég tók, en ég vona að þið getið verið sammála því að ég var fús til að taka erfiðar ákvarðanir,“ sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í síðasta ávarpi sínu til þjóðarinnar á fimmtudag. Hann sagði atburðina 11. sept- ember 2001 hafa mótað forsetatíð sína, og þótt flestir Bandaríkja- menn hafi smám saman getað snúið aftur til fyrra lífs, þá hafi hann ekki getað það. Hann segir að deila megi um þær ákvarðanir sem hann tók, en árangurinn sé þó óumdeildur: í heil sjö ár hafi engin hryðjuverkaárás verið gerð á Bandaríkin. Engu að síður sagði hann að mesta hættan sem enn steðjar að Bandaríkjun- um sé önnur hryðjuverkaárás. Eftir árásirnar haustið 2001 juk- ust vinsældir Bush upp í 90 pró- sent, en smám saman féll hann í áliti hjá þjóðinni og mældist ekki með nema 25 prósenta stuðning fyrir kosningarnar í nóvember síðastliðnum. Nú eru vinsældirn- ar komnar upp í 34 prósent, en algengt er að vinsældir forseta taki kipp upp á við um það leyti sem hann er að hætta í embætti. Á þriðjudaginn kemur tekur Barack Obama við af honum. Bush sagðist óska honum velfarnaðar í starfi og bætti því við að það fyllti Bandaríkjamenn bæði von og stolti að fyrsti þeldökki forsetinn taki við embættinu. - gb Bush kveður Bandaríkjamenn í síðasta sjónvarpsávarpi sínu: Segir árangurinn óumdeildan SÍÐASTA SJÓNVARPSÁVARPIÐ Bush Bandaríkjaforseti segist hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUNI „Það var ýmislegt sem rann í gegnum hugann á þessum sek- úndubrotum en það voru einhverj- ir englar sem vöktu yfir okkur.“ segir Ásgeir Halldórsson reyk- kafari sem ásamt Sigurjóni Ólafs- syni lenti í sjálfheldu í brennandi húsi við Klapparstíg í fyrrinótt. Mildi þykir að enginn slasaðist í eldsvoðanum. Slökkviliði var tilkynnt um eld- inn um klukkan hálf fjögur og fór allt tiltækt lið á vettvang. Húsið var þá alelda en tólf íbúar þess höfðu komist út af sjálfsdáðum. Í fyrstu var óttast að ein stúlka væri enn í húsinu. Tveir reyk- kafarar slökkviliðsins, þeir Ásgeir og Sigurjón, fóru því inn í húsið. „Um leið og við komum upp á þriðju hæðina var hún mettuð af reyk við sáum ekki handa okkar skil,“ segir Ásgeir. Sigurjón fór niður á aðra hæð til að toga brunaslöngu upp til Ásgeirs þar sem þeir ætluðu að sækja inn á hæðina og leita stúlk- unnar. Skömmu síðar var önnur hæðin alelda svo Sigurjón verð- ur að forða sér, með eldtungurn- ar á eftir sér, upp til Ásgeirs. Eld- urinn magnaðist hratt. „Við sáum að útgönguleið okkar var brostin,“ segir Ásgeir. Sigurjón fann glugga og kýldi í gegnum hann. „Hann hrópaði til mín að þetta væru svalir,“ segir Ásgeir. Þeir stukku út á svalirnar en við það að opna dyrnar varð svokölluð yfirtendrun þegar eldurinn í húsinu fékk aukið súrefni. Eldsúla fylgdi þeim því út á svalirnar. Lögreglumaður, sem staddur var á vettvangi reisti stiga upp að svölunum. Sigurjón greip með sér gaskút sem var á svölunum og steig í stigann áður en hann féll ofan á lögreglumanninn fyrir neðan. Ásgeir náði hins vegar að krækja fótunum utan um súlu sem heldur uppi svölunum og renna sér niður. Þeir félagar eru nokkuð lemstr- aðir eftir átökin og lögreglumaður- inn einnig. Þeim félögum fannst þó mikilvægast að í ljós skyldi koma að enginn væri í húsinu. Þeir þakka líka góðri þjálfun að ekki fór verr. Sjötíu slökkviliðsmenn lögðu allt kapp á að verja nærliggjandi hús og segir Höskuldur Einars- son, deildarstjóri slökkviliðsins, að fljótlega hafi verið tekin ákvörðun um að rýma húsin. Eldtungur, sem um tíma náðu yfir götuna og hiti frá eldinum náðu að sprengja vel á annað hundrað rúður í húsunum. Starfsfólk Rauða krossins veitti íbúunum aðhlynningu Þá voru þrír íbúar fluttir á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. „Það var mikill eldsmatur í þessu húsi og því fór sem fór,“ segir Höskuldur. Það tók slökkvi- liðið um fjórar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Skúli Helgason, íbúi við Klapp- arstíg, segist næstum öruggur um að kveikt hafi verið í húsinu. Hann segir myndir, sem hann tók áður en slökkvilið kom á vettvang, sýna að kveikt hafi verið í eldfim- um vökva sem slett hafi verið á úti- dyr hússins. Rannsókn lögreglu stendur yfir. Eldsupptök eru ókunn en íkveikja þykir ekki útilokuð. olav@frettabladid.is Hætt komnir í skíð- logandi sjálfheldu Reykkafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru hætt komnir þegar eldur króaði þá inni í logandi húsi við Klapparstíg í fyrrinótt. Íbúar hússins komust út af sjálfsdáðum en óttast var að enn væri einn íbúinn inni. Húsið er gjörónýtt. ELDSUPPTÖK Af myndum sem Skúli Helgason tók, áður en slökkviliðið kom á vettvang má sjá að eldurinn er mestur við útidyr hússins sem þykir renna stoðum undir að eldur hafi verið borinn að húsinu. MYND/SKÚLI HELGASON REYKKAFARAR SLÖKKVILIÐSINS Ásgeir Halldórsson og Sigurjón Ólafsson við svalirnar þaðan sem þeir björguðu sér út. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda Association of Icelandic Film Producers SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda auglýsir eftir umsóknum um greiðslur úr IHM sjóði félagsins. Rétt til umsókna eiga sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur sem framleitt hafa kvikmyndir sem sýndar hafa verið í sjónvarpi á tímabilinu frá 1986 – 2007. Umsóknir berist fyrir 15. febrúar til: SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Túngötu 14, P.O. Box 5367, 125 Reykjavík eða með tölvupósti á sik@producers.is Nánari upplýsingar, reglur og umsóknareyðublöð eru á vefsíðu SÍK – www.producers.is Greiðslur úr IHM sjóði SÍK Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli í 7 nætur með morgunverðar- hlaðborði, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Páskaferð til Berlínar 6.–13. apríl 2009 Verð á mann í tvíbýli: 119.900 kr.Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir www.floridafri.is // rurik@floridafri.is // 618-2596 HÚS TIL LEIGU Í FLORIDA GOLF – STRÖND – SVEITASÆLA ST. AUGUSTINE - NATION’S OLDEST CITY - VIÐSKIPTI „Það hefur ekki verið gengið endanlega frá öllum formsatriðum varðandi kaup- in, en mér finnst allar líkur á því að þetta klárist,“ segir Róbert Wessman, stjórnarformaður Salt Investment. Félagið verður að öllum líkindum stærsti hlut- hafinn í Myllusetri, nýstofnuðu útgáfufélagi Viðskiptablaðsins. Félag Róberts kemur til með að eiga 40 prósent í Myllusetri. Aðspurður sagðist Róbert hvorki geta, vilja né mega tjá sig um aðra væntanlega eigendur. Leynd hefur ríkt yfir hluthafa- hópnum frá því að félagið var stofnað í lok nóvember. - kg Wessman í Viðskiptablaðið: Róbert eignast meirihlutann Þjáist þú af skammdegisþung- lyndi? Já 30% Nei 70% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú lesið bók eftir Arnald Indriðason? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.