Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 88
56 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
Varnarmaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson hefur tekið nokkuð
óvænta stefnu því hann mun skrifa undir eins og hálfs árs samn-
ing við kýpverska félagið Apollon Limassol í dag. Eftir fjögurra ára
veru hjá norska félaginu Aalesund ákvað Haraldur Freyr að
stökkva á tækifærið þegar það gafst.
„Þetta kom vægast sagt fljótt upp þar sem umboðs-
maður minn lét mig vita af áhuga Apollon Limassol á
mánudaginn og á þriðjudag var Aalesund búið að
samþykkja kauptilboð og ég fór til Kýpur á fimmtu-
dag og skoðaði aðstæður og fór svo í gegnum
læknisskoðun. Ég mun skrifa undir eins og hálfs
árs samning á morgun [í dag] með möguleikann
á einu ári í viðbót ef báðir aðilar ná sáttum með
það. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og það er
fjölskyldan mín líka en við flytjum fjögur þangað út,“
segir Haraldur Freyr.
Kýpverskur fótbolti komst rækilega á landakortið
þegar Anorthosis Famagusta komst inn í Meistara-
deild Evrópu á yfirstandandi keppnistímabili og var
meira að segja nálægt því að komast áfram í 16-liða úrslitin.
Apollon Limassol, tilvonandi félag Haraldar Freys, er með stærri
félögum í Kýpur og varð síðast meistari þar í landi keppnistíma-
bilið 2005-2006 og komst þá í fréttirnar fyrir að vera eina félag-
ið í Evrópu sem fór þá taplaust í gegnum keppnistímabilið.
„Ég veit ekki hve mikið stökk þetta er hjá mér frá Noregi
og því að spila í norsku deildinni en þetta er náttúrulega
allt öðruvísi fótbolti sem er spilaður þarna. Í Noregi er spil-
aður mjög mikill kraftafótbolti en ég held að þetta byggist
meira upp á taktík þarna í kýpversku deildinni og miklu
rólegri fótbolti spilaður. Apollon er með stærstu félögum
deildarinnar og heimavöllur þess tekur rúmlega fjórtán
þúsund í sæti,“ segir Haraldur Freyr.
„Ég hitti þjálfara félagsins aðeins í gær og hann lagði
mikla áherslu á að gengið yrði hratt frá öllum félagaskipta-
pappírum þar sem Apollon mætir Anorthosis í bikarnum á
miðvikudag eftir helgi þannig að ég er bara vongóður um að
fá að spila.“
HARALDUR FREYR GUÐMUNDSSON: SKRIFAR UNDIR SAMNING VIÐ KÝPVERSKA FÉLAGIÐ APOLLON LIMASSOL
Veit ekki hve mikið stökk þetta er frá Noregi
Iceland Express deild karla
Keflavík-KR 88-97 (36-50)
Stig Keflavíkur: Sigurður Þorsteins. 27, Hörður
Vilhjálms. 17, Sverrir Sverris. 14, Jón Hafsteins. 14,
Gunnar Stef. 6, Gunnar Einars. 5, Þröstur Jóh. 5.
Stig KR: Jón A. Stefáns. 28, Jakob Sigurðars. 21,
Jason Dourisseau 13, Fannar Ólafs. 10, Pálmi
Sigurgeirs. 7, Skarphéðinn Ingas. 7, Helgi M.
Magnús. 7, Darri Hilmars. 4.
Grindavík-Njarðvík 113-85 (69-48)
Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 22, Páll
A. Vilbergs. 21, Nick Bradford 18, Páll Kristins. 15,
Þorleifur Ólafs. 13, Guðlaugur Eyjólfs. 6, Davíð
Hermanns. 6, Björn Brynjólfs. 4, Nökkvi Jóns. 4,
Arnar F. Jóns. 2, Helgi J. Guðfinns. 2.
Stig Njarðvíkur: Logi Gunnars. 34, Magnús Þ.
Gunnars. 21, Hjörtur Einars. 7,Hilmar Hafsteins. 6,
Ágúst Dearborn 5, Grétar Garðars. 4, Friðrik E.
Stefáns. 3, Óli Alexanders. 3, Ólafur Jóns. 2.
Snæfell-Skallagrímur 104-62 (43-34)
Stig Snæfells: Sigurður Þorvalds. 20, Slobodan
Subasic 17, Atli Hreins. 17, Hlynur Bærings. 14,
Egill Egils. 11, Gunnlaugur Smáras. 11, Jón Jóns.
8, Daníel Kazmi 3, Arnór Hermunds. 3.
Stig Skallagríms: Landon Quick 20, Sveinn
Davíðsson 12, Sigurður Þórarins. 11, Trausti Eiríks.
6, Hermann Hermanns. 4, Egill Egils. 3, Igor
Beljanski 3, Björgvin Ríkharðs. 1
Breiðablik-Þór Ak. 87-81 (42-42)
Stig Breiðabliks: Nemanja Sovic 18, Þorsteinn
Gunnlaugs. 17, Kristján Sigurðs. 16, Halldór
Halldórs. 15, Emil Jóhanns. 9, Daníel Guðmunds.
6, Rúnar Erlings. 6.
Stig Þórs: Konrad Tota 26, Guðmundur Jóns. 18,
Óðinn Ásgeirs. 12, Jón Kristjáns. 9, Hrafn
Jóhannes. 7, Baldur Stefáns. 6, Baldur Jónas. 3.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Sögunni um möguleg
vistaskipti Brasilíumannsins Kaká
er hvergi nærri lokið því nú hefur
knattspyrnustjóri AC Milan, Carlo
Ancelotti, viðurkennt að Kaká gæti
farið til Manchester City eftir allt
saman.
„Von mín er að þjálfa Kaká
í mörg ár í viðbót en við verð-
um að vera meðvitaðir um stað-
reyndir og hvernig félagið metur
tilboðið. Það sem skiptir mestu
máli í þessu er að markmið liðs-
ins breytast ekki hvort sem Kaká
verður áfram eða fari eitthvert
annað,“ sagði Ancelotti í gær.
City er talið hafa boðið 100
milljónir punda í Kaká og taki
AC Milan tilboðinu verður Kaká
langdýrasti leikmaður allra tíma.
Frakkinn Zinedine Zidane er
sem stendur dýrasti leikmaður
í sögunni en hann kostaði Real
Madrid litlar 46 milljónir punda
þegar hann kom til félagsins frá
Juventus árið 2001.
Faðir og umboðsmaður Kaká,
Bosco Leite, kemur til Ítalíu á
mánudag til að ræða framtíð
Kaká.
Kaká lýsti því yfir í viðtali við
Mediaset í vikunni að svo fram-
arlega sem AC Milan vildi halda
sér og félagið hefði háleit fram-
tíðarmarkmið þá vildi hann vera
áfram í Mílanó. Það gæti þó allt
saman breyst ef kauptilboð City
verður samþykkt. - hbg
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, í gær:
Kaká gæti enn farið
KAKÁ Gæti farið til Man. City þó svo að
hann hafi lýst því yfir að hann vilji það
ekki. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Rafa Benítez, stjóri
Liverpool, hefur hafnað nýju til-
boði frá félaginu. Ástæðan er sú
að hann vill hafa meiri áhrif hjá
félaginu.
„Eigendunum finnst að fót-
boltalegar ákvarðanir mínar eigi
að bera undir aðra hæstráðend-
ur. Ég veit sem er að staða mín
veltur á úrslitum og stuðnings-
mennirnir eru bestu dómararnir
á mínum verkum,“ sagði Benítez
sem hefur samt náð samkomulagi
um fjárhæð og lengd samnings-
ins. - hbg
Rafael Benítez, Liverpool:
Vill meiri völd
RAFA Vill hafa meira að segja um hvaða
leikmenn eru keyptir.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
> Bjarni Fritzson í raðir FH
Landsliðsmaðurinn Bjarni Fritzson skrifaði í gær
undir samning við nýliða FH. Samningur-
inn við Hafnarfjarðarfélagið gildir út yfir-
standandi keppnistímabil í N1-deildinni
og Eimskipsbikarnum en hornamaður-
inn knái fékk sig nýlega lausan frá samn-
ingi sínum við franska félagið St.
Raphael. Fyrsti deildarleikur Bjarna
með FH verður því að öllu óbreyttu
gegn toppliði Fram næstkomandi
fimmtudag en FH er sem stendur í sjötta
sæti deildarinnar, þrátt fyrir að vera aðeins
fjórum stigum á eftir Fram þegar ellefu
umferðum er lokið.
HANDBOLTI Heimsmeistara-
mót karla í handbolta hófst í
gær með opnunarleik Króa-
tíu og Suður-Kóreu í B-riðli í
Spaladium-höllinni í Split en
þar fóru heimamenn, Króat-
ar, með sigur af hólmi 27-26 í
hörkuleik. Mótið stendur til 1.
febrúar.
Króatar leiddu 14-13 í hálf-
leik en Suður-Kóreumenn bitu
vel frá sér í síðari hálfleik og
voru með forystu, 25-
26, þegar skammt
var til leiksloka.
Króatinn Petar
Metlicic reynd-
ist hins vegar
betri en enginn
á lokakaflanum
og skoraði tvö
síðustu mörkin
og tryggði 27-26
sigur. - óþ
HM í handbolta í Króatíu:
Heimamenn
byrja á sigri
BALIC Lék með
Króötum í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI KR-ingar stóðust enn
eitt prófið þegar þeir sóttu níu
stiga sigur í Keflavík, 88-97, í Ice-
land Express deild karla í gær. KR-
ingar hafa nú unnið þrettán fyrstu
deildarleiki tímabilsins. Jón Arnór
Stefánsson átti stórleik í liði KR og
skoraði 28 stig þar af 19 þeirra í
fyrri hálfleik.
Keflvíkingar reyndu að klippa
þá Jón Arnór og Jakob Örn Sig-
urðsson úr út leiknum en KR-ingar
leystu það ágætlega, hittu frá-
bærlega úr þriggja stiga
skotum (9 af 17 í fyrri
hálfleik) auk þess sem
þeir Jón Arnór og
Jakob voru klókir
að sækja góð skot í
hraðaupphlaupum.
KR náði mest 17
stiga forskoti og
var fjórtán stigum
yfir í hálfleik. 36-
50. Keflvíking-
ar gáfust hins
vegar ekki upp
og með gríðar-
legri baráttu
og góðum leik
Harðar Axels
Vilhjálmssonar
(15 af 17 stigum
í seinni) unnu
þeir sig inn í leik-
inn en náðu þó
aldrei að minnka
muninn meira en í níu stig.
KR hélt út en þurftu oft að
hafa mikið fyrir hlutunum
gegn hörðum leik heima-
manna.
Jón Arnór Stefánsson átti
enn einn stórleikinn gegn
Keflavík og hann og Jakob hittu
saman úr 7 af 10 þriggja stiga
skotum sínum.
„Þeir breyttu um varnartaktík
og reyndu að klippa mig og Kobba
út. Við reyndum að láta boltann
ganga og vorum síðan að sækja á
þá í hraðaupphlaup-
unum,“ sagði
Jón Arnór
en h a n n
og Jakon
skoruðu
saman 49 stig í gær. „Þeir tóku
vel á okkur og það var hart barist
eins og við var að búast. Við vorum
búnir að búa okkur undir það. Við
héldum nokkurn veginn haus allan
leikinn, vörnin hefði mátt vera
betri en annars er ég mjög sáttur,“
sagði Jón sem hefur skorað 26,5
stig að meðaltali í fjórum leikjum
á móti Keflavík í vetur.
„Það er ekki erfitt að ná upp ein-
beitingu fyrir leikina á móti Suð-
urnesjaliðunum og ég var ánægð-
ur með mig í kvöld,“ sagði Jón.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
var öflugur í liði Keflavíkur í gær
með 27 stig og 11 frákast.
„Þetta eru mun betri tölur en
í síðasta leik en það er samt allt-
of mikið að fá á sig 97 stig. Við
áttum að tala betur saman í
vörninni því þeir voru að fá
alltof mörg opin skot fyrir
utan. Þeir skora mikið úr
hraðaupphlaupum og það
er þeirra leikur,“ sagði
Sigurður sem var KR-
ingum erfiður við að eiga.
„Ég geri eins mikið og ég
get og reyni að skila mínu.
Ég gerði eitthvað gott í dag en
hefði átt að spila betur varnar-
megin,“ sagði hann að lokum.
KR vantar nú aðeins einn
sigur til viðbótar til að jafna
metið yfir bestu byrjun sögunn-
ar í úrvalsdeild en næsti leikur
er gegn Blikum á heimavelli á
morgun. ooj@frettabladid.is
KR stóðst prófið í Keflavík
Keflvíkingar reyndu að klippa Jón Arnór og Jakob Örn út en þeir svöruðu því
með því að skora 49 stig saman og hitta úr 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum.
JÓN ARNÓR Átti sannkallaðan
stórleik í sigri KR gegn Keflavík
í gær og skoraði 28 stig.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN