Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 68
36 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR var sorgin því nánast hvar sem komið var hafði fjölskyldan misst einn, tvo eða jafnvel fleiri meðlimi.“ Hann verður hugsi en mælir svo: „Nú þegar mér berast fregnirnar frá Gasa síðustu daga verður ekki hjá því komist að hugurinn dragi aftur fram myndir frá þessari óhuggulegu reynslu.“ Á fundi með leiðtoga Hamas Á ferðalagi sínu um þessar slóðir síð- sumars árið 2003 hélt Sveinn Rúnar á fund Sheikh Ahmed Yassin, andlegs leiðtoga Hamas-samtakanna en hann var myrtur í eldflaugaárás ísraelskra herþyrlna í marsmánuði árið 2004. „Þessu var stillt upp sem blaða- mannaviðtali þannig að hann átti að sitja fyrir svörum en hann snéri dæminu við hvað eftir annað og fór að spyrja mig um mína afstöðu. Spurn- ingarnar voru sumar hverjar af erfið- ara taginu, mér er til dæmis minnis- stætt þegar hann sagði: „Alvopnaður maður kemur inn á heimili þitt og drepur konu þína og börnin þín. Hvað gerir þú þá? Ferð þú ekki heim til hans og hefnir harmanna?“ Ég svar- aði neitandi en það er nú kannski auð- veldara að segja nei í svona viðtali en í veruleikanum. Ég veit satt að segja ekki hvernig ég myndi bregðast við ef maður stæði frammi fyrir þessu í raunveruleikanum. Ég tala nú ekki um ef umræddur morðingi fer húsa á milli með þessi ódæði sín.“ Geðsýkin, reglusemin og trúin Það má heita djarft hjá Sveini Rún- ari að leggja í hættuferðir til Palest- ínu ekki síst í ljósi þess að hann hefur átt við geðröskun að stríða og þurfti þá oftsinnis að leita aðstoðar. „Ég hef reynslu af geðhvörfum en hef gæfu- samlega haldið heilsu í meira en 20 ár. En til þess hef ég líka þurft að huga að geðheilsunni. Það þýðir að ég verð að vera reglusamur, ekki aðeins á áfengi og slík efni, heldur verð ég einnig að hafa reglur í mínu daglega lífi og tryggja að ég fái nægan svefn og slíkt. Ég neita því ekki að eins og ástandið er núna þá hættir mér til að vaka yfir Al-Jaseera-sjónvarpsstöð- inni lengur en hollt er og kannski er þráðurinn styttri en ella á álagstím- um sem þessum og það er náttúrlega ekki gott. Auðvitað hafa vinir og nánir ættingjar ráðlagt mér frá því, vegna þessarar forsögu, að fara til Palestínu. En sem betur fer er kona mín þannig eðli farin að hún styður mig í því sem mér þykir mikilvægt að ég geri.“ Kona hans er Björk Vilhelmsdóttir borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar. Trúin hefur einnig hjálpað honum að halda hugarró en jafnvel þótt hann fari oftar í messu en flestir hverj- ir segist hann vera lélegur trúmað- ur. „Ég gleymi oft guði en verð allt- af jafn feginn þegar hann lætur mig vita að hann gleymir mér ekki.“ En flækir það ekki samskiptin við fólkið í Palestínu sem er annarrar trúar? „Ég lít svo á að við séum sömu trúar. Við trúum öll á guðlegt vald sem hefur skapað þessa tilveru sem við fáum aldrei skilið til fulls. Svo hef ég líka séð það, bæði á átakasvæðum og svo í starfi mínu sem læknir, að þegar fólk stendur frammi fyrir hörmung- um þá er því veitt einhver óskiljanleg- ur styrkur sem hjálpar því að takast á við hlutina. Það kemur mér allt- af jafn mikið á óvart að sjá fólk sem lent hefur í hörmungum en er síðan svo viðkunnanlegt í viðmóti að það er engin leið að merkja nokkra beiskju í fari þess. Þessi styrkur er kominn frá sama ósi og úr honum geta allir drukkið sama í hvaða trúarfylkingu menn standa.“ S veinn Rúnar er að sjóða hafragraut þegar blaða- maður bankar upp á að heimili hans í Efra-Breið- holtinu eldsnemma morg- uns. „Þetta er enginn venjulegur hafragrautur,“ segir heim- ilislæknirinn og sýnir ofan í pottinn þar sem bláber og epli malla í grautn- um. Því næst kemur hann með flösku úr geymslunni með bláberjasafti sem hann lofar í hástert og svo er hellt í staupin. Það er nóg að gera og blaðamaður fylgir Sveini Rúnari þegar hann fer út í bílskúrinn að hafa til mótmælaskilti sem hafin verða til lofts á mómæla- fundinum sem félagið Ísland Palest- ína stendur fyrir á morgun í Háskóla- bíói. „Þegar líður að mótmælum lít ég yfir spjöldin og huga að því hvort það þurfi að uppfæra þau eitthvað,“ segir hann meðan hann lítur yfir spjöldin. „Það er í rauninni afskaplega þægi- legt en um leið sorglegra en tárum tekur að meira að segja gömlu spjöld- in eiga alveg jafn vel við í dag eins og þegar þau voru skrifuð fyrir nokkr- um árum. Það er til marks um að það breytist ekki svo margt; það er alltaf sama ástandið. Nema hvað það er jafn- vel með verra móti nú en oft áður.“ Höfðingjabragur í hreysi Það þarf ekki eðalveigar til að taka rausnarlega á móti gestum, að sögn gestgjafans. Hann rifjar upp sína fyrstu heimsókn til Palestínu en þar í landi hefur hann mætt mikilli gest- risni, jafnvel hjá þjáðu fólki í húsa- kynnum sem seint teldust mannsæm- andi. „Ég gleymi því aldrei þegar ég fór í fyrsta sinn í heimsókn í flóttamanna- búðunum á Gasa þar sem fólkið hafðist við í mannabústöðum sem í raun gætu varla talist húsnæði. Þar voru veggir gerðir eingöngu úr bárujárnsplötum og síðan tjaldað yfir. Þarna voru engin skólpræsi eins og við þekkjum held- ur rann skólpið þarna í rauf eða fornu fari meðfram vegum. Þarna voru held- ur engar vatnslagnir svo vatnið varð fólkið að sækja í krana sem stóð við götuna. Það kom mér því á óvart að þegar ég kem þarna, vestrænn maðurinn og heimilisfólki alveg ókunnur, að þá er mér tekið opnum örmum og mér boðn- ar veitingar meðan spjallað var. Fólk- ið var glaðvært, þrátt fyrir allt og veitti mér ekkert annað en velvild og vináttu.“ Grafið með berum höndum eftir ætt- ingjum Sveinn Rúnar hefur oftsinnis síðan farið til Palestínu en ferðin sem hann fór í apríl 2002 rennur honum seint úr minni. Þá fór hann til flóttamanna- búðanna í Jenín á Vesturbakkanum skömmu eftir grimmúðlegar árás- ir sem skipta má niður í fjórar lotur. „Þeir byrja þetta með loftárásum á þéttbýlustu svæðin. Því næst gera þeir árásir úr þyrlum og þegar þegar því er lokið koma þeir á jarðýtum og ryðja öllu sem fyrir verður til þess að breikka göturnar svo þeir eigi hægar um vik að athafna sig á skriðdrekun- um sem síðan koma í kjölfarið. Svo loks koma hermennirnir að leita uppi unga menn og handtaka þá en þeir sem eldri eru fá að þola niðurlægingu af ýmsum toga. Þegar ég kom þarna sá ég að heilu hverfin höfðu verið jöfnuð við jörðu svo víðast gaf að líta einungis grjót- hrúgur þar sem áður voru heimili fólksins. Þar innan um sáust einstaka leikfang, skór eða fataleifar. Þetta er ekki stríð heldur aftökur,“ segir Sveinn Rúnar og það er greinilegt að þungbærar hugsanir sækja á hann. „Einnig mátti sjá fólk sem í örvænt- ingu reyndi að grafa eftir ættingjum í rústunum, sumir hverjir með berum höndum.“ Hann fór ásamt palestínskum kol- lega sínum í læknavitjun á þessum slóðum. „Ég áttaði mig fljótt á því að fólkið hafði ekki einungis þörf fyrir lækni og því var þessi kollegi minn oftar en ekki í hlutverki prests. Vissu- lega þurfti að búa um sár og það var gert en það sem fór verst með fólkið Styrkurinn kemur frá sama ósi Fréttir af átökunum á Gasasvæðinu snerta fólk misjafnlega mikið. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland Palest- ína, þekkir af reynslu hvað er að gerast. Hann sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni frá reynslunni á átakasvæðum sem flestir myndu reyna að halda sér frá, sérstaklega ef þeir hefðu glímt við geðsýki. ENGIN ÞÖRF Á AÐ BREYTA MÓTMÆLASPJÖLDUNUM Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland Palestína, undirbýr mótmælafundinn sem haldinn verður í Háskólabíói á morgun. Fréttirnar síðustu daga draga fram hrikalegar myndir úr reynsluheimi Sveins Rúnars. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SHEIKH AHMED YASSIN Sveinn Rúnar fundaði með Yassin, stofnanda og andlegum leiðtoga Hamas-samtakanna, sem kom honum verulega á óvart með spurningu sem erfitt er að svara. Einnig mátti sjá fólk sem í örvænt- ingu reyndi að grafa eft- ir ættingj- um í rústun- um, sumir hverjir með berum höndum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.