Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 28

Fréttablaðið - 17.01.2009, Síða 28
28 17. janúar 2009 LAUGARDAGUR F áir efast um að einhverra breyt- inga sé að vænta í bandarísk- um stjórnmálum strax á næstu dögum og vikum. Á þriðjudaginn verður demó- kratinn Barack Obama orðinn forseti og á nýju þingi, sem kom saman í fyrstu viku ársins, er Demókrataflokkurinn kominn með meirihluta í báðum deildum. Sextán ár eru síðan bandarískir demókratar stóðu síðast jafn sterkt að vígi. Þeir hugsa sér gott til glóðarinnar, en verkefnin sem bíða verða að teljast fáránlega erfið. George W. Bush skilur eftir sig stórskuld- ugan ríkissjóð og efnahag þjóðarinnar í verra ástandi en Bandaríkjamenn hafa áratugum saman átt að venjast. Ímynd Bandaríkjanna erlendis hefur beðið alvarlegan hnekki og enginn hægðarleikur verður að komast, til að mynda, út úr kviksyndinu í Írak eða loka Guantanamo-fangabúðunum svo vel fari. Heillandi Væntingarnar sem bundnar eru við Obama eru reyndar svo miklar að vandséð er hvern- ig hann ætlar að standa undir þeim. Hann hefur átt auðvelt með að heilla almenning, bæði í Bandaríkjunum og um heim allan. Meira að segja andstæðingar hans í Rep- úblikanaflokknum, þar á meðal Bush for- seti og mótframbjóðandinn John McCain, gátu ekki annað en hrifist með þegar Obama hrósaði sigri kosninganóttina í byrjun nóv- ember. Í kveðjuræðu sinni á fimmtudag sagði Bush að arftaki sinn hljóti að vekja bæði vonir og stolt í brjóstum allra Bandaríkjamanna. Skrautsýning Innsetingarathöfnin á þriðjudag verður mikil skrautsýning og um leið mikill viðburður í bandarísku þjóðlífi. Reiknað er með því að tvær milljónir manna mæti í göngugarðinn mikla í miðri Washingtonborg, þar sem hægt verður að fylgjast með athöfninni á stórum sjónvarpsskjám. Færri komast þó að en vilja, því gríðarleg eftirspurn hefur verið eftir aðgöngumiðum á athöfnina. Alla leið frá Kenía kemur amma forsetans til Washington og fræga fólkið frá Hollywood lætur sig ekki vanta á svona viðburð. Farið verður í mikla skrúðgöngu um götur borgar- innar og um kvöldið er svo reiknað með því að Obama og Michelle mæti á eina tíu dans- leiki sem haldnir eru í tilefni af innsetning- arhátíðinni. Hátíð blökkumanna Dagurinn verður ekki síst hátíðardagur húð- dökkra Bandaríkjamanna, sem ætla margir að taka sér frí í vinnunni til að fylgjast með þessum sögulega viðburði þegar Bandarík- in eignast fyrsta þeldökka forsetann. Sumir ætla að hittast í heimahúsum en aðrir safnast saman í veitingahúsum eða kirkjum. Stundin verður tvímælalaust tilfinninga- þrungin og ekki dregur úr áhrifunum að dag- inn áður, á mánudaginn kemur, verður dagur Martins Luther King haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Réttindabarátta svartra hefur loksins skil- að sér í því sem fáir ef nokkrir hefðu talið mögulegt fyrir aðeins örfáum áratugum. Alvaran Síðan tekur alvaran við. Í vikunni sagði Bush, á síðasta blaðamannafundi sínum, að fljót- lega eftir að Obama tekur við muni hreinlega þyrma yfir hann, þar sem hann situr einn á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu og áttar sig loks almennilega á því að hann situr einn uppi með ábyrgðina sem fylgir embættinu. Obama ætlar greinilega að mæta til leiks vel undirbúinn og taka strax til hendinni. Hann hefur valið sér samstarfsfólk af kost- gæfni og leggur áherslu á að fá til liðs við sig fólk sem hefur meiri reynslu en hann sjálf- ur og nýtur ekki aðeins trausts innsta kjarna Demókrataflokksins heldur þvert á móti and- stæðinganna líka. Hann vill sætta ólík sjón- armið og fá sem flesta til liðs við sig. Hann hefur boðað grundvallarbreytingar á stefnu Bandaríkjanna jafnt innanlands sem utan og heimsbyggðin bíður eftir því hvern- ig til tekst. Forsetaskipti í Bandaríkjunum Á þriðjudaginn verða mikil hátíðarhöld í Bandaríkjunum þegar Barack Obama tekur við forsetaembætti af George W. Bush. Sigurganga hans hefur verið ævintýri líkust en nú þarf að standa við stóru loforðin um gagngerar breytingar í bandarískum stjórnmálum. Guðsteinn Bjarnason skoðar tímamótin í stjórnmálum vestra. MIÐPUNKTUR ATHYGLINNAR Allra augu hvíla nú á Barack Obama sem tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þriðjudaginn 20. janúar. Heimsbyggðin bíður eftir því hvernig honum tekst til að standa við stóru orðin. NORDICPHOTOS/AFP Á SPJÖLD SÖGUNNAR Barack Obama ásamt núver- andi og fyrrverandi forsetum Bandaríkjanna, þeim sem enn eru á lífi. Frá vinstri: George H. W. Bush, forseti 1989-93, Obama, tekur við 2009, George W. Bush, forseti 2001-2009, Bill Clinton, forseti 1993- 2001, og Jimmy Carter, forseti 1977-81. NORDICPHOTOS/AFP LEIÐTOGAR BANDARÍKJANNA NÆSTU ÁRIN Í ársbyrjun kom nýtt þing saman í Washington. Þau Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar, og Harry Reid, leiðtogi þingmeirihluta öldungadeildarinnar, sitja þarna hvort sínu megin við verðandi forseta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Utanríkisráðherra: Hillary Clinton, forsetafrú 1993-2001, síðan öldungadeildarþingmaður. Varnarmálaráðherra: Robert Gates, repúblik- ani, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, hefur verið varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Bush síðan 2006. Fjármálaráðherra: Timothy Geithner, yfirmaður seðlabankans í New York, starfaði þar áður hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Heilbrigðisráðherra: Tom Daschle, var leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild 2001- 2003. Dómsmálaráðherra: Eric Holder, var næst- æðsti yfirmaður dómsmálaráðuneytisins í valdatíð Bills Clinton. Heimavarnaráðherra: Janet Napolitano, ríkis- stjóri Arizona. Sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum: Susan Rice. Yfirmaður leyniþjónustunnar CIA: Leon Panetta, var skrifstofustjóri Hvíta hússins í valdatíð Bills Clinton. Orkumálaráðherra: Steven Chu, Nóbelsverð- launahafi í eðlisfræði. Umhverfisráðherra: Lisa Jackson. Húsnæðismálaráðherra: Shaun Donovan. Menntamálaráðherra: Arne Duncan. Innanríkisráðherra: Ken Salazar. Landbúnaðarráðherra: Tom Vilsack. Þjóðaröryggisráðgjafi: James Jones herforingi, var um hríð æðsti yfirmaður herliðs Bandaríkj- anna og Atlantshafsbandalagsins í Evrópu. Starfsmannastjóri Hvíta hússins: Rahm Emanuel, var ráðgjafi Bills Clinton 1992-1998. Fjölmiðlafulltrúi: Robert Gibbs. Yfirmaður stjórnarskiptanefndar: John Podesta. HELSTU VALDASTÖÐUR Engum dylst að arftaka George W. Bush bíða erfið verkefni. Hér eru nefnd nokkur þau helstu. Efnahagslífið Brýnasta verkefnið fyrst í stað, í það minnsta innanlands, er að takast á við kreppuna miklu. Obama vonast til að geta strax eftir innsetn- inguna undirritað lög um 775 milljarða dala fjárveitingu, innspýtingu í efnahagslífið, sem nýja þingið hefur strax fengið til umfjöllunar. Íraksstríðið Á erlendum vettvangi hefur Obama einsett sér að ljúka Íraksstríðinu sem allra fyrst. Hvernig til tekst með það ræður væntanlega miklu um framtíðarálit jafnt Bandaríkjamanna sem annarra til stjórnar Obama. Afganistan Í staðinn fyrir að beita hernaðarmætti Banda- ríkjanna af fullum þunga í Írak ætlar Obama að beina kröftum hersins meira að Afganistan, þar sem árangur af jafnt stríðsrekstri sem upp- byggingarstarfi Vesturlanda virðist hafa verið af skornum skammti. Guantanamo Eitt af forgangsmálum Obama er að loka fangabúðunum í herstöð Bandaríkjanna við Guantanamo-flóa á Kúbu, þar sem hundruð fanga hafa mátt þola ótrúlegt harðræði árum saman án dóms og laga. Meira en 500 hefur reyndar þegar verið sleppt og eru nú um 250 eftir. Mið-Austurlönd Áratugalangar deilur Ísraela og Palestínumanna hafa enn náð hámarki með grimmilegum árásum Ísraelshers á íbúa Gazasvæðisins. Nýr forseti Bandaríkjanna gæti haft úrslitaáhrif á framvindu mála þar. Ímynd Bandaríkjanna Á átta árum hefur George W. Bush eyðilagt ímynd Bandaríkjanna erlendis svo gersam- lega að varla verður neinn hægðarleikur fyrir Obama að bæta þar úr. BRÝNUSTU VERKEFNIN FRAM UNDAN Fjölskylduhagir Obama-fjölskyldunnar breytast mikið við flutninginn til Washington. Barack og Michelle Obama, ásamt dætrum sínum Söshu, sem er sjö ára, og Malíu, sem er 10 ára, dvöldust yfir jólin á Havaí, þar sem Barack fæddist, en héldu til Washington strax eftir áramótin. Þau flytja þó ekki inn í Hvíta húsið fyrr en eftir innsetningarathöfnina 20. janúar. Venjan hefur verið sú að nýr forseti kemur sér fyrst fyrir í Blair-húsinu svonefnda, sem er rétt handan Pennsylvania Avenue-götunnar sem Hvíta húsið stendur við í Washington. Í ár stóð hins vegar svo á að Blair-húsið var upptekið til 15. janúar þannig að fjölskyldan þurfti til bráðabirgða að dvelja í tæpar tvær vikur á lúxushótelinu Hay Adams sem er, eins og Blair-húsið, í næsta nágrenni Hvíta hússins. Dæturnar tvær eru þegar komnar í nýjan skóla en eftir að fjölskyldan er flutt í Hvíta húsið verð- ur eitt fyrsta verkefni hennar að finna verðugan hund, sem stendur undir þeim væntingum sem gerðar eru til hunds bandarísku forsetafjölskyldunnar. ➜ FJÖLSKYLDA FLYTUR Í HVÍTA HÚSIÐ FYRSTI SKÓLADAGURINN Fljótlega eftir komuna til Washington bjuggu dæturnar Sasha og Malía sig undir fyrsta skóladag- inn í nýjum skóla. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.