Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 17.01.2009, Blaðsíða 79
LAUGARDAGUR 17. janúar 2009 VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn – VITAferðir.is Ferðaklúbbur VITA fyrir 60 ára og eldri Stofnfundur á morgun kl. 14:30 í Víkingasal ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 46 76 0 1. 20 09 Fyrir marga er skemmtilegasta skeið ævinnar eftir sextugt. Ein af ástæðunum fyrir því er að fáir ferðast jafnmikið og fólk á þessum aldri en ferðalög eru ein af forsendum þess að geta notið lífsins til fulls. Þess vegna stofnar VITA ferða- klúbbinn Gott fólk 60+ með það að markmiði að bjóða lífsglöðum ferðalöngum á allra besta aldri hagstæðar ferðir og góða þjónustu. Gott fólk 60+ stofnfundur og ferðakynning á morgun, sunnudaginn 18. janúar, kl. 14.30 –17.00 í Víkingasal Hótels Loftleiða. • Kaffi og léttar veitingar. • Birgir Ottósson og félagar leika fyrir dansi og Kári litli og Lappi bregða á leik. • Kynning á vorferðum fyrir Gott fólk 60+ – Kanarí 18. febrúar. – Mallorca og sigling um Miðjarðarhafið 4. maí. – Írland 9.–13. apríl, páskaferð. • Ferðavinningar í boði. • Skráning í klúbbinn. Félagar í klúbbnum Gott fólk 60+ fá 5.000 kr. afslátt af öllum ferðum á vegum klúbbsins og áskrift að ársfjórðungslegu fréttabréfi. VITA er ný ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. GROUP Dagskrá 21. janúar kl. 15:00 til 17:00 Opinn fundur um vísindamál 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Guðrún Nordal, formaður vísindanefndar - Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands - Þórarinn Guðjónsson, varaforseti Vísindafélagsins - Einar Stefánsson, prófessor og yfi rlæknir Landspítala og frumkvöðull hjá Oxymap - Þórdís Ingadóttir, dósent lagadeild Háskólans í Reykjavík 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 28. janúar kl. 15:00 til 17:00 Opinn fundur um tækniþróun og nýsköpun 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris - Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun Listaháskóla Íslands - Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir á sviði upplýsingatækni 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 4. mars kl. 15:00 til 17:00 Kynning og umræður um drög að nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs Vísindanefnd og tækninefnd boða til opinna funda um mótun nýrrar vísinda- og tæknistefnu í Nýja Kaupþing banka hf, Borgartúni 19, Reykjavík 2009-2012 VÍSINDA & TÆKNISTEFNA Slumdog Millionare, eða Viltu vinna milljarð eins og heitið hefur verið íslenskað, fjallar um mun- aðarleysingjann unga Jamal sem hefur alist upp í mikilli fátækt í Mumbai á Indlandi. Hann kemst í indversku útgáfuna af spurn- ingaþættinum Viltu vinna millj- ón og stendur sig það vel að hann er aðeins einni spurningu frá stærstu peningaverðlaunun- um. En þáttastjórnandinn grun- ar hann um svindl og sigar lög- reglunni á hann, svo til að sanna mál sitt segir Jamal sögu sína um hvernig hann, ómenntaður, hefur lært svörin við öllum spurning- unum fyrir tilviljun á sinni erf- iðu lífsleið, og að lokum hvers vegna hann hafi í raun tekið þátt í keppninni. Um er að ræða nýjustu mynd Bretans Danny Boyle sem hefur sannað sig sem einn fjölhæfasti leikstjórinn í dag með myndum á borð við vísindaskáldskapinn Sunshine, uppvakningahrollinn 28 Days Later og fíkniefnamynd- ina Trainspotting. Enn fer hann í óvæntar áttir með sögu um harð- neskju og ástir úr fátækrahverf- um Indlands, en myndin er byggð á skáldsögu Vikas Swarup sem var aðlöguð af handritshöfund- inum Simon Beaufoy (The Full Monty). Slumdog Millionare er byggð á ótrúlegri sögu sem flakkar þannig af einskærri færni á milli spenn- unnar í sjónvarpsþættinum og erfiðra uppvaxtarára Jamals, þar sem bróðir hans og ástin koma við sögu. Þetta er mjög upplífg- andi saga, um leitina að glataðri ást og fantasían um að komast frá botninum upp á stjörnuhimininn. En snilldin við myndina er hvern- ig hún gengur upp með þessa for- múlu, sem gæti virkað klisjukennd í öðrum myndum, í köldum veru- leika og ljótleika; hvernig það er að lifa af í skugga fátæktar og heimil- isleysi, eiga enga fjölskyldu að og hrærast í undirheimunum. Þegar hlutir ganga upp hjá honum verður sælan því þeim mun sterkari. Myndin er frábærlega tekin upp, á líflegan og kraftmikinn hátt í anda City of God, og nýtur góðs af oft hröðum klippingum sem halda keyrslunni gangandi. Aðalleikarar eru að mestu óþekktir á heimsvísu, þótt það bregði fyrir Bollywood- leikurum á borð við Anil Kapoor og Irrfan Khan, en þrátt fyrir það er leikur óaðfinnanlegur. Slumdog Millionare er þannig mikið afrek, og þótt Boyle eigi margar frábærar myndir að baki er þetta líklega hans besta; þetta er einhvern veginn mynd sem höfðar til allra. Hún er þegar farin að raka inn verðlaunum, og er ég handviss um að hún verði tilnefnd sem besta myndin og taki jafnvel styttuna á Óskarnum í ár. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Og Óskarinn hlýtur... KVIKMYNDIR Slumdog Millionaire Leikstjóri: Danny Boyle. ★★★★★ Upplífgandi saga gerð að frábærri bíómynd, bestu mynd Dannys Boyle og líklegum sigurvegara á Óskars- verðlaununum. „Við bjuggumst fastlega við því að bílstjórinn sem ferjaði okkur út á flugvöll New York-borgar hefði ekki hugmynd um hvað Ísland væri. Hann bað okkur þó um að stafa nafnið á landinu. Ó, sagði hann, gjaldþrota-landið.“ Svona hefst frásögn blaðamanns AP- fréttastofunnar, David Bauder, af ferð sinni til Íslands sem birt er á vef MSNBC.com. Ísland sé ekki lengur eldfjallaeyjan sem er svo þekkt fyrir náttúrufegurð. Mönn- um dettur heldur ekki í hug líflegt næturlíf Reykjavíkur, Björk eða Sigur Rós þegar þeir heyra minnst á landið, Ísland er gjaldþrotaland- ið. Að minnsta kosti í huga leigu- bílstjóra í New York. Ferðasaga Bauder er ansi skemmtileg. Hann sest niður á kaffihús og hlustar á Íslendinga ræða við blaðamann The New Yorker sem er að vinna að stórri umfjöllun um efnahagshrunið. Bauder fer jafn- framt á mótmæl- in við Austur- völl og þegar hann útskýr- ir fyrir einum mótmælend- anna að hann ætli í Bláa lónið þá er hann varað- ur við. „Ekki fara, þetta er túristagildra,“ eru við- brögð Íslendingsins. Bauder segist vera túristi og fer því í Bláa lónið. Og sér ekki eftir því. Hann dásam- ar jafnframt allar sundlaugarnar sem finna má í Reykjavík og ráð- leggur ferðalöngum að taka með sér mörg pör af sundfötum. Þá nefnir blaðamaðurinn einnig þann fjölda af hálfkláruðum byggingum sem beri vott um framkvæmda- gleði Íslendinga. Bauder segir að öryggi á vinsæl- um ferðamannastöðum sé ábóta- vant, slíkum stöðum yrði bara lokað í Bandaríkjunum. „En ekki á Íslandi, þar tryggir þú þitt eigið öryggi. Ég sá konu renna á göngu- stíg við Gullfoss. Ef hún hefði ekki gripið í kaðal þá hefði hún steypst niður í gilið,“ skrifar Bauder. Að endingu fer blaðamaðurinn á hestbak og íslenskur leið- sögumaður útskýrir fyrir honum að íslenski hestur- inn njóti sömu virðing- ar og kýrin á Indlandi. „Nema að einu leyti – við borðum hestinn líka,“ bætir leiðsögu- maðurinn við. Bauder greinir síðan frá því að sala á hrossakjöti hafi aukist mikið síðan kreppan hófst enda sé það miklu ódýr- ara en nautakjöt. - fgg Ísland ekki lengur eyja Bjarkar og Sigur Rósar ER EKKI LENGUR ÍSLAND Hvorki Björk né Sigur Rós eða eldfjöll eru þekktustu kenni- leiti Íslands heldur er það gjaldþrotalandið sem einkennir íslenska þjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.