Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 2
1 fólk í listum SUNNUDAGÚR 19. DESEMBER 1982 „Knáir krakkar” fyrsta bók Iðunnar Steinsdóttur: „Vona að bókin sé spennandi” ■ „Mig hefur lengi langað til þess að skrifa bók handa börnum, einkum vegna þess að ég er ístarfí míu svo mikið innan um börn, en ég er kcnnari,“ sagði Iðunn Steinsdóttir, þegar blaðamaður Tímans spyr hana um orsakir þess að hún skrifaði barnabókina „Knáir krakkar“, sem Bókhlaðan gefur út, en þetta er fyrsta bók Iðunnar. Aðspurð um hvað bókin fjallaði sagði Iðunn: „Þetta er spennandi bók, vona ég - sem er ætluð til að létta krökkunum lund í skammdeginu . Hún segir frá krökkum sem búa í sveit, og lenda í ýmsum ævintýrum þar, en ég held ég reki nú ekki söguþráðinn að þessu sinni.“ Iðunn hefur kennt krökkum í barna- skólum, með hléum frá því 1969. Hún kenndi fyrst á Húsavík og í Mývatns- sveit, en síðuStu árin hefur hún kennt hér í Reykjavík. Blaðamaður spyr hvort henni finnist mikill munur á því að kenna úti á landi og í Reykjavík. „Já, ég finn mikinn mun. Hér í Reykjavík er kennslan einnig mikið' uppeldishlutverk, en úti á landi a.m.k. þar sem ég þekkti til, gegna heimilin miklu stærra hlutverki í lífi barnsins, en þau gera hér, þar sem allir eru að vinna alla daga. Nú getur það vel verið að þetta hafi breyst úti á landi, s.s. á ■ Iðunn Steinsdóttir Húsavík, en þetta var svona þegar ég var þar." . Iðunn ei að því spurð hvort það hafi verið skemmtilegt að skrifa þessa bók: „Já, mér fannst það mjög skemmtilegt. Ég skrifaði bókina í fyrravetur, á svona tveimur til þremur mánuðum, og hafði mikla ánægju af. Ég kenni átta ára börnum, og ég get ekki neitað því, að leynt nota ég þau stundum sem fyrir- myndir, eða fæ a.m.k. hugmyndir að ýmsu með því að umgangast þau.“ Iðunn er jafnframt að því spurð hvort hún hyggist halda áfram á rithöfundar- brautinni: „Já, það vona ég. Ef þessi selst vel þá skrifa ég örugglega aðra bók, er reyndar komin með ýmsar hugmyndir að henni." -AB ■ Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Tímamynd GE 99Sæki til Egils ljóðform jólahald Jólasöngvar við kertaljós í Háteigskirkju ■ Á sunnudagskvöld kl. 22.30 verður samvera í Háteigskirkju, svo sem undanfarin ár, sem nefnist „jólasöngvar við kertaljós". Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ræðu. Sungnir verða almennum söng sálmar og tónverk flutt af organista og kór Háteigs- kirkju sem tengjast aðventu og jólum. Þá mun kórinn, einsöngvarar og hljómsveit flytja kantötu no. 61 „Nú kemur heiðinna hjálparráð", eftir J.S. Bach. Einsöngvarar eru Sigrún Gestsdóttir, Sigurður Bragason og Árni Sighvatsson. Á fiðlur leika Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur á lágfiðlur Guð- rún Þórarinsdóttir og Svava Bernharðsdóttir, á celló Bryndís Gylfadóttir og á fagot Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Orgelcontinuo leikur Elías Davíðsson, Stjórnandi er organisti kirkjunnar dr. Orthulf Prunner og mun hann frá kl. 22.00 leika á orgelið, sem nú hefur verið flutt í hliðarskip kirkjunnar að norðan. Jólasöngvar í Bústaðakirkju ■ Síðasta sunnudag í aðventu er allri fjölskyldunni að venju boðið til kirkju kl. 2.00, þar sem helgihaldið ber sterkan svip af nálægð jóla. Telpur úr Breiðagerðisskóla syngja og Kór Fossvogsskóla syngur og aðstoðar skólasystkini sín við flutning helgi- leiks. Þá verður lesin saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestsbakka og er þetta í tólfta skiptið sem Ingólfur semur jólasögu fyrir Bústaða- sókn til flutnings síðasta sunnudag aðventu. Klukkan fimm endurtekur kór Bústaða- kirkju ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleik- urum Jólaoratoríu eftir Saint Saéns, sem | frumflutt var s.l. sunnudag. Er forsala i aðgöngumiða þegar mikil, en annars fást miðar við innganginn. Þá má og geta þess, að nú hafa bæst við 6 rúður af listaverki Leifs Breiðfjörðs í kórglugga kirkjunnar. Kveikt á jólatré í Hafnarfirði ■ Frederiksberg, vinabær Hafnarfjarðar í Danmörku, hefur fyrir hver jól í rúman , aldarfjórðung sent Hafnfirðingum veglegt jólatré. Jólatrénu frá Frederiksberg hefur verið komið upp á Thorsplani við Strandgötu og Ijós verða kveikt á því n.k. laugardag, þann 18. desember, kl. 16:00 Við höfnina leikur Lúðrasveit Hafnar- fjarðarogKarlakórinnÞrestirsyngurjólalög. Sendifulltrúi Danmerkur, frú Kersti Marcus, afhendir tréð og drengur af dönskum ættum tendrar Ijósin á jólatrénu. Einar I. Halldórsson,bæjarstjóri,veitirtrénuviðtöku fyrir hönd Hafnfirðinga. Jólasveinar verða á ferð um bæinn á laugardaginn frá kl. 13:00 og enda ferð sína við jólatréð á Thorsplani um kl. 16:30, þar sem þeir hoppa og dansa kringum tréð með börnum og fullorðnum. Skálholtsprcstakall 19. des. aðventukvöld í Skálholtskirkju. Ungt heimafólk flytur helgileik, frásagnir og tónlist. Bjarni Harðarson: Frásögn, ísraelsdvöl. Helga Sighvatsdóttir, flauta, Elín Gunn- laugsdóttir, sónetta eftir Bach. Hanna i Lundsester leikur á orgel. Messur í Hveragerðisprestakalli 19. des Hveragerðiskirkja: Barnamessa kl. 11. For- eldrar sérstaklega boðnir með. Sóknarprest- ur. Þorlákskirkja: Bamamessa kl. 14. Foreldrar sérstaklega boðnir með. Sóknarprestur. FQadelfíukirkja: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumenn: Frímann Ásmundsson og Einar J. Gíslason. en ekki lífsskoðun” — Rætt við Ragnar Inga Aðalsteinsson nm nýja ljóðabók Ljósmyndaperlur að norðan ■ Sagt hefur verið að í stað góðrar ljósmyndar geti engin frásögn komið, hversu haganlega orðuð sem hún er. Sjálfsagt er undirrót þessa sú að ljós- myndin getur ekki logið, þótt sumir segi að hún geti hagrætt sannleikanum dálítið, og þá vanalega til hins betra. Ljósmyndararnir í gamla daga gerðu sér vel grein fyrir báðum þessum kostum listar sinnar og gott dæmi um snilling ljósmyndunar var Hallgrímur Einars- son, ljósmyndari á Akureyri, en nú er komin út bók með úrvali at myndum hans, sem nefnist „Akureyri 1895-1930“.. í bókinni eru myndir frá gömlu Akureyri sem nú er horfin eða þá óðum að hverfa. Hún er því einstök heimild um staðhætti á fyrri tíð, en þó ekki síður vegna svipmynda úr mannlífi, sem margar hverjar eru einstakar. Á mynd- inni hér með má til dæmis næstum heyra orgeltónana hjá Áskeli, þar sem hann Ieikur fyrir sjúklinga á spítalanum og allir hlusta hugfangnir. Þá er auðvelt að verða allt að því þátttakandi í athöfn v!ð niðurdýfingarskírn hjá Sjónarhæðar- söfnuðinum sem einnig má líta í bókinni. Hallgrímur Einarsson sigldi til náms í Danmörku 16 ára gamall og nam iðn sína af færustu meisturum Dana. Hann rak stofu á Akureyri frá 1905-1948. Bókin er gefin út í samvinnu afkom- enda Hallgríms Einarssonar og Bókaút- gáfunnar Hagall í Reykjavík. Öll ljós- myndavinna fyrir útgáfuna er unnin af Leifi Þorsteinssyni, ljósmyndara, en útlitsteiknari var Hafsteinn Guðmunds- son. 9 Áskell Snorrason, tónskáld og söngstjóri, leikur á orgel spítalans. Læknarair Steingrimur Matthíasson og Jónas Rafnar sjást fjær ásamt sjúklingum og starfsliði. 9 Skíra í Sjónarhæðarsöfnuði Arthurs Gook trúboða í gamla sundpollinum. hans, DALAVISUR 9„Ljóðin í miðhluta bókarinnar eru ort undir kviðhætti, bragarhættinum á Sonatorreki Egils Skallagrímssonar. En það er eingöngu Ijóðformið sem ég sæki til Egils, ekki lífsskoðun. Viðhorf mín til lífsins eru öll önnur en hans. Ég trúi á hið góða í mannfólkinu og finnst að við séum miklu skárra fólk en ég hafði ímyndað mér. Og það er sannfæring mín að það séum við sjálf sem berum ábyrgð á líðan okkar.“ Það er Ragnar Ingi Aðalsteinsson sem þannig kemst að orði í stuttu spjalli við Helgar-Tímann í tilefni af því að ljóðabók hans Dalavísur var að koma út á forlagi Ljóðhúsa. Þetta er fjórða ljóðabók hans. Sú fyrsta kom út 1974, það var Hrafnkela.Þremur árum síðar . kom Undir Hólmatindi og í fyrra Ég er alkohólisti. Bragform sækir Ragnar Ingi oftar en ekki til eldri skálda og gætir þess í öllum bókum hans. Við spurðum um nafn bókarinnr. „Nafnið vísar til þess að ljóðin hef ég ort í Dölunum. Ég bý á Staðarfelli þar sem ég starfa sem áfengisvarnarráðu- nautar hjá SÁÁ og nota tómstundir til að yrkja. Það hefur verið mikið skáldakyn í Dölunum og ég anda að mér þessu lýríska lofti. Það var t.d. alveg sérstak- lega gott andrúmsloft út í Skáleyjum þar sem ég lauk við að setja þessi ljóð saman á liðnu sumri. Annars hafa ljóðin orðið til á s.l. fimm árum sem eru mikið breytingarskeið í lífi mínu og þessara breytinga sem verða á viðhorfum mínum og högum gætir mjög í Ijóðunum." Áhrif frá hverjum? „Það væri hægt að nefna svo mörg nöfn. Mér kemur Kristján vinur minn frá Djúpalæk fyrst í hug. Ég hélt að ég hefði orðið fyrir áhrifum frá honum af því að ég met svo mikils skáldskap hans. En mér er sagt að slíkra áhrifa verði samt ekki vart í ljóðum mínum. Ég met líka mikils skáld eins og Þorstein Valdimars- son, útgefanda minn Sigfús Daðason og Hannes Pétursson. Eins eldri skáld: Kristján Fjallaskáld, Matthías, Jónas Hallgrímsson og fleiri og fleiri mætti nefna. En það er til elstu skáldanna sem ég sæki bragformið. Ég fékk mikið dálæti á Agli Skallagrímssyni í mennta- skóla og lærði kveðskap hans untanað og bý enn að því.“ „Ragnar Ingi Aðalsteinsson yrkir öðru- vísi en flest önnur skáld" segir útgefandi hans, Sigfús Daðason. „Það er gaman að gefa út bækur eftir hann." Við spurðum hvort ljóðabækur ættu ekki erfitt uppdráttar á bókamarkaði. „Jú, þær eiga erfitt uppdráttar" segja Sigfús og Ragnar Ingi. En báðir eru sammála um að betur sé nú tekið við Ijóðabókum en var um tíma. Vonandi að Dalavísur Ragnars Inga njóti þess. Þær sýnast eiga það skilið. GM.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.