Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 4
4
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982
■ Uppi á brúnni yfir Kocheral í
Þýskalandi, sem er 180 metrar á hæð,
hímir Klaus Heller og er órólegur. Hann
óttast að lögreglan komi og lögreglu-
þjónarnir hindri hann í að stökkva fram
af þessari hæstu brú í Þýskalandi. Hann
er margsinnis búinn að æfa sig á því sem
hann ætlar að segja við lögregluna og er
því tilbúinn að stökkva á hverju augna-
bliki: „Sé ykkur fyrir neðan hercar
mínir,“ ætlar hann sér að, .segja ef. til
kemur. En það koma engir lögreglu-
menn.
Meira að segja fólkið í bílum þeim
sem fram hjá fara gefur honum engan
gaum þcgar hann stöðvar bílinn við
vegarbrún á hraðbrautinni, klifrar yfir
handriðið og festir þar krók. Hann
dregur djúpt andann og gerir fernt í
einu: Hann stingur sér fram af brúnni,
opnar fyrir sjálfvirka myndavél, sem fest
er undir vinstri öxl hans og tendrar blys,
sem fast er við vinstri fótinn. Loks orgar
hann eins og berserkur. Að sekúndu-
broti liðnu er hann horfinn f reykjar-
mekki niður fyrir brúna. Þá heyrist hár
■ Búist til stökksins fram af brúnni
■ Blysið er kveikt og línan hrekkur í sundur, -
hafa opnast.
að sekúndu liðinni mun fallhlífin
Þelr opna fallhlífina
á síðustu stundu
smellur, líkt og þegar blaðra springur.
Fallhlífin hefur opnast þegar tognaði á
slit-línunni, sem fest var við brúna.
Heller líður nú niður í dalinn. Fótgang-
endur fyrir neðan, sem ekki virðast láta
sér neitt koma á óvart lengur, virðast
segja: „Var þetta nú allt?“ eða þá „Er
von á öðrum í viðbót?"
Ekki strax. Það er næstum víst. Klaus
Heller ríður á vaðið í hópi sem er orðinn
gagntekinn af íþrótt sem breiðist út með
miklum hraða í Bandaríkjunum. Hér er
um að ræða nýja tegund af fallhlífar-
stökki, sem er að því leyti nýstárlegt að
hér byrjar gamanið þar sem þar hætti
áður. Fallhlífarstökksunnendur af gamla
skólanum voru vanir að varpa sér útúr
flugvélum og opna fallhlífina svo í 300
metra hæð. En þessir nýju menn stökkva
í 300 metra hæð og opna ekki fallhlífina,
fyrr en bílarnir niðri virðast orðnir á
stærð við mannslófa, - eða á síðasta
andartaki.
Þessi hópur hefur engan áhuga á
flugvélum. Þeir steypa sér fram af
klettum, skýjakljúfum, brúm, útvarps-
turnum. Ameríkanar nefna hina nýju
íþrótt „Base“ stökk eftir upphafsstöfum
„stökkpallanna.“ B stendur fyrir „build-
ings“ eða byggingar. A stendur fyrir
„antenna towers" eða útvarpsturna, S
stendur fyrir „spans“ eða brýr og loks
stendur E fyrir „earth“, þ.e. jörð, sem
í þessu sambandi merkir kletta og
hamra.
Menn deila um hvað það er sem gerir
þessa íþrótt svo eftirsóknarverða.
„Base“ stökkvarasambandið í Banda-
ríkjunum hefur tekið sér kjörorðið
„Mönnum til gagnsemdar og engum til
skaðsemdar." Þeir segja að þetta sé liður
í því að mennirnir nái þeim rétti sínum
að gera sér jörðina undirgefna. í blaði
samtakanna, sem tók sér fyrir hendur að
rannsaka hvað hvatir lægju að baki segir
ónafngreindur stökkvari að hann fái
kynferðislega fullnægingu af tiltækinu
(!) þegar hann er að falla til jarðar í
lausu lofti.
Ekki hefur Klaus Heller af slíku að
segja. Hann hefur opinberlega hlotið
löggildingu sem kennari í fallhlífarstökki
og Ijósmyndar í fallhlífarstökki...
Kannske er það því að þakka að hann
hafði uppi á fagurri ungmær meðal
fallhlífarmanna í Bandaríkjunum, þegar
hann var þar á ferð. Hún var einmitt
meðal þessara „base“ stökkvara.
Hann horfði á hana stökkva fram af
klettinum E1 Capitan, sem er 900 metra
hár drangur rétt hjá San Fransisco.
Kletturinn er orðinn svo vinsæll af
fallhlífarstökkvurum að það nálgast æði.
Sumir hafa tekið stökkið standandi á
höndum, eða þá að þeir hafa engið fram
á brúnina á stultum.
Það hefur meira að segja fengist
opinbert leyfi til þess að stökkva fram
af E1 Capitan. En stundum hefur það þó
verið bannað, - „til þess að ónáða ekki
fuglana,“ segir Hellger.
Þeir snjöllustu í listinni stökkva hik-
laust fram af skýjakljúfum. Skýjaklúf-
arnir eru eftirsóknarverðir af þeirri
ástæðu að þaðan er harðbannað að
stökkva og þannig bætist feluleikur við
lögregluna ofan á annað gaman.
Sá sem tekur of seint við sér
lendir á 40 km. hraða
Heller lærði listina af atvinnu-
mönnum. Einkum af Jim Tyler frá Los
Angeles. Hann byrjaði „base“ fallhlífar-
stökk úr flugvél. Fór hann þannig að að
hann henti fallhlífinni út fyrst, náði svo
í hana í loftinu og spennti hana á sig.
Þar sem æ fleiri flugmenn veigruðu sér
við að fljúga upp með Tyler, þá réði
hann sig sem gluggapússara í skýjakljúf-
um, til þess að geta stokkið óhindraður.
Það var af honum sem Klaus Heller
lærði að brjóta fallhlífina þannig saman
að hún opnast á augabragði. Fleira gat
Tyler ekki kennt honum, því hinn 2.
júní 1981, þegar hann var að stökkva
fram af kletti í Kaliforníu opnaði hann
fallhlífina of snemma, slóst utan í
klettavegginn og lést.
En fallhlífarstökkvarinn frá Múnchen
fann sér nýjan læriföður sem var Frank
Donnellan. Hann hafði 16 sinnum
stokkið ofan af Treller Tower Center í
London. Þegar hann ætlaði að stökkva
í 17. sinn stóð Heller fyrir neðan og bjóst
til að mynda stökkið nákvæmlega. Hann
myndaði dauða Donnellans, sem gleymt
hafði að losa reim sem bundin var utan
um falhlífina. Heller var „mjög miður
sín.“ Þeir hjá Scotland Yard, - en þar
varð hann að dúsa nóttina á eftir, trúðu
því loks að hann ætti hér engan hluta að
máli, en báðu hann að leggja „svona
heimskupör“ á hilluna í framtíðinni.
Dauði þessara tveggja vina hans og
auk þess dauði náins kunningja sem dó
er hann var að stökkva í Dólómítunum,
ollu því að Heller hafði lengi ekki áhuga
á þessari listgrein. En svo ákvað hann
að verða fyrstur manna til þess að iðka
„base“ fallhlífarstökk í Þýskalandi.
Ástæðan: „Þetta hlaut að koma þang-
að og hann hafði þá kost á að verða hinn
fyrsti.“
Þessar fallhlífar líkjast ekki þeim
gömlu. Þær líta út eins og áklæði á sófa,
sem spennt er niður með snúrum. Þetta
eru ferhyrnar fallhlífar, sem gera mögu-
legt að stjórna ferðinni afar nákvæm-
lega, - er það ekki síst mikilvægt ef
vindur er óhagstæður.
Þessar fallhlífar falla með 40 kíló-
Ný grein fall-
hlífarstökks
gerist æ
útbreiddari, —
fallhlífarstökk
ofan af klett
um, útvarps-
turnum og
stórum brúm
metra hraða og það gerir þær mjög
hættulegar fyrir byrjendur.
„Menn verða að láta sig falla í þeim í
svo sem eins metra hæð, en þá er kippt
bremsu,“ segir Heller, „Þá fellur fallhlíf-
in saman líkt og stöðvast í loftinu. Segja
má að menn hoppi niður á jörðina úr
eins metra hæð. Það er lendingin."
■ Klukkan þrjú að nóttu stökk Amerikaninn Frank Donnellan niður af
skýjakljúfnum Crocker-Center í Los Angeles. Hann hefur nú fornað lífinu fyrir þessa
íþrótt.
og betra að vera snar í snúningum!