Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 ■ í síðustu viku var maður nokkur handtekinn í Búlgaríu að beiðni ítölsku lögreglunnar sem vill hafa tal af honum vegna banatilræðisins við Jóhannes Pál páfa í maí í fyrra. Eftir þessa handtöku hefur netið umhverfis tyrknesku vopnasmyglarana sem ítalir telja viðriðna málið mjög þrengst. Af þeim fimm mönnum sem við málið hafa verið bendlaðir eru fjórir í varðhaldi: Tveir á Ítalíu, einn í Búlgaríu, einn bíður framsals í Vestur-Þýskalandi og sá fimmti er á flótta einhvers staðar. Annar mannanna sem situr í varðhaldi á Ítalíu er tilræðismaðurinn sjálfur, Mehmet Ali Agca. ítalski innanríkisráðherrann var að því spurður á dögunum hverjar líkurnar væru á því að samsæri hefði búið að baki tilræðisins við páfa. Hann sagði: „Frá upphafi renndi okkur í grun að Acga gæti ekki hafa verið einn að verki. Augljóslega hafði hann einhvejra samstarfsmenn. Daginn áður en hann skaut á páfa hafði hann ferðast yfir hálfa Evrópu.“ Hitt er aftur á móti óljóst hve umfangsmikið samsæri hér var um að ræða. Voru tyrknesku vopnasalarnir einir að verki eða voru þeir kannski aðeins lítilfjörleg peð í stærra og flóknara tafli sem búlgarska leyniþjónustan DS og ef til vill KGB í Sovétríkjunum léku? Hugleiðingum af þessu tagi hefur verið gefið undir fótinn eftir að þrír búlgarskir sendifulltrúar í Róm hafa verið ákærðir fyrir að tengjast : ' .'■'■' ■.■ ■:-i"' Skotið á Jóhannes Pál páfa á Péturstorgi í maí 1981 Banatilræðið við Jóhannes Pál páfa í fyrra: Böndin berast að búlg- örsku leyniþjónustunni Náið samstarf búlgarskra kommúnista og tyrkneskra glæpamanna samsærismönnunum. Lögregluyfirvöld telja tengsl þar á milli, en fulltrúar í innanríkisráðuneytinu kjósa varfærnara orðalag. „Á þessu stigi málsins vitum við þetta einfaldlega ekki“ sagði einn stjórnarráðsfulltrúinn á dögunum. Búlgarar hafa sjálfir brugðist reiðir við getgátum af þessu tagi og kallað þær „fjarstæðukenndar" eða „kjaftæði". Þeir hafa gefið í skyn að ef ítölsk yfirvöld hyggist halda til streitu að saksækja búlgörsku sendifulltrúana kunni tveir ítalskir ferðamenn sem handteknir voru í Búlgaríu í ágúst s.l. að lenda í vanda. Vandi ítalskra lögregluyfirvalda er sá að einu raunverulegu sannanirnar fyrir tengslum samsærismanna við búlgarska aðila eru yfirlýsingar Agca sjálfs. í fyrstu kvaðst hann hafa unnið verkið einn og af eigin hvötum. En síðan hefur hann breytt framburði sínum í grundvallaratriðum. Við fjölda yfirheyrslna hjá rannsóknardómaranum Ilario Martella hefur hann staðhæft að annar Tyrki, Beyir Celenk, alræmdur smyglari og vopnasali sem handtekinn var í Búlgaríu í síðustu viku, hafi kynnt hann fyrir búlgörsku sendifulltrúunum þremur í Róm: Sergei Ivanov Antonov sem þá var yfirmaður búlgörsku flugskrifstofunnar í Róm, Yelio Kolev Vassilev ritara hermálaráðgjafans í búlgarska sendiráðinu í Róm og Teodorov Stoyanov Ayvazov, bókhaldara sendiráðsins. Agca kveðst hafa þekkt mennina undir dulnefnum, sem hafi síðar þekkt þá á Ijósmyndum sem ítalska lögreglan lét hann skoða. Samkvæmt lögregluheimildum gat Agca greint nákvæmlega frá heimilum mannanna, húsbúnaði þar og bílaeign. Agca sagði lögreglunni að dáginn sem hann skaut á páfa hefði hann hitt Antonov og Ayvazov í bílaleigubíl. Þeir fór með hann á heimili Ayvazovs til að sækja þar tösku með tveimur byssum og handsprengju. Þeir óku að Vatíkaninu, lögðu bifreiðinni fyrir framan kanadíska sendiráðið þar og fór hver í sína áttina Lögreglan segir að eina gagnið til viðbótar sem tengi Búlgarana beint við tilræðið við páfa sé ljósmynd sem tekin var á Péturstorgi þegar skotárásin var gerð. Myndin sýnir mann sem líkist mjög Antonov. Búlgarar hafa aftur á móti leitt fram vitni sem heldur því fram að Antonov hafi setið við skrifborð sitt allan daginn. Lögreglunni hefur orðið betur ágengt að tengja Agca við neðanjarðarsamtök tyrkneskra hægrisinnaðra vopnasala og vopnasmyglara, sem þótt ótrúlegt megi virðast, hafa góð sambönd við búlgörsku leyniþjónustuna. Einn helsti tengiliður þessara aðila við fyrmefndan Bekir Celenk, öðru nafni Kenter Albayraktar, 49 ára gamall. Agca segir að Celenk, sem handtekinn var á dögunum af búlgörskum yfirvöldum, hafi greitt sér þrjár milljónir þýskra marka fyrit að myrða Jóhannes Pái páfa. Tyrkneska lögreglan þekkir Celenk sem smyglara og vopnasala og veit að hann hefur staðið í viðskiptum við fjölmörg lönd í Austur-Evrópu, þar á meðal Búlgaríu. Hann forðast sviðsljósið. Fyrir tveimur árum þegar tyrkneskur blaðamaður reyndi að ná af honum ljósmynd á hóteli í Sofia í Búlgaríu var hann stunginn með hnífum af lífvörðum Celenks. Það var á sama hóteli sem Celenk og Agca dvöldu í nærri tvo mánuði nokkru áður en til banatilræðisins við páfa kom. Það er þetta atriði sem kann að reynast Búlgörum óþægilegast. Því betur sem ítölsk lögregluyfirvöld kanna Agca málið því meira læra þeir um hina ólöglegu eiturlyfja- og vopnasölu milli Tyrklands og Búlgaríu, viðskipti sem búlgarska leyniþjónustan virðist vera mjög flækt í. Tyrkneska lögreglan segir að búlgarska leyniþjónustan hafi stofnað gervi útflutnings- og innflutningsfyrirtæki í því skyni að aðstoða smyglara og vopnasala, og að hún hafi haft náið samstarf við Abuzer Ugurlu sem, þar til hann var handtekinn fyrir einu ári síðan, var álitinn guðfaðir tyrknesku mafíunnar. Ugurlu er fæddur í Kúrdistan en hefur haft búlgarskt vegabréf, og haft aðstöðu í Sofiu. Ýmislegt bendir til þess að mafíusamtök hans hafi útvegað Agca fölsuð skilríki til að komast til Ítalíu. BÁTAFÓLKIÐ ÆTLAR AÐ KOLLVARPA KOMMtfNISTA- STJÓRNINNI Meðal hinna 16 þúsund flóttamanna frá Víetnam sem nú dveljast í Bretlandi er hópur manna sem hefur í hyggju að snúa aftur til heimalands síns og hefja skæruhernað gegn kommúnistastjórninni. í Hanoi. Þetta kemur fram í nýlegri grein Anthony Grey í Lundúnablaðinu The Observer. Samkvæmt heimild blaðsins hafa hinir víetnömsku stjórnarandstæðingar í Bretlandi með sér samtök og halda fundi. Þeir safna einnig fé meðal Vfetnama f landinu til að styrkja þá skæruliða sem þegar eru komnir til Víetnam og hafa hafið þar baráttu. Margir Víetnamanna í Bretlandi sem hyggja á hemað gegn Hanoi-stjórninni em fyrrverandi hermenn í sveitum Suður-Víetnama. Þeir ætla sér að læra þá hemaðarlist sem Þjóðfrelsisfylkingin notaði gegn þeim með eftirminnilegum árangri fyrir nokkrum árum. Sumir formælendur Víetnama í Bretlandi tala um almenna óánægju í Víetnam með kommúnistastjórnina, og segja að þegar hafi komið til uppþota gegn henni. Þeir trúa því að Hanoi- stjórnin kunni að verða fyrsta kommúnistastjórnin sem takist að velta af stalli. The Observer segir að ekki sé að undra þótt skæruliðabarátta freisti víetnamskra flóttamanna í Bretlandi. Nú þegar liðin eru fleiri en þrjú ár frá því „bátafólkið" fékk hæli þar í landi eru 8 af hverjum 10 enn atvinnulausir; margir eiga nána ættingja í Víetnam; og margs kyns erfiðleikar, basl og fátækt hefur mætt þeim í hinum nýju heimkynnum. Tugumálaerfiðleikar eru líka allnokkrir. Breskt efnahagsástand er þó ekki eitt um að kynda hernaðaranda í víetnömsku flóttafólki. Meðal flóttamanna í öðrum löndum, svo sem Ástralíu, Kanada, Bandaríkjunum, Japan og víða í Evrópu, eru svipaðar hugmyndir á kreiki og vitað er að skæruliðasveitir hafa verið myndaðar. Stærstu skæruliðasamtökin sem Víetnamar erlendis hafa myndað með sér njóta forystu hins 52 ára Hoang Co Minh, fyrrverandi aðstoðarherforingja í her Suður-Víetnam. Minh segir að meiri en helmingur allra flóttamannanna styðji samtökin og að tíu þúsund manns séu undir vopnum í Víetnam á þeirra vegum nú þegar. Það er mjög erfitt fyrir óháða fréttamenn að ganga úr skugga um hvað hæft er í þessum staðhæfingum útlaganna. Stjórnin í Hanoi hefur hins vegar gefið slíkum sögum undir fótinn með því að viðurkenna fyrir nokkrum dögum að „óvinveitt samtök“, þjálfuð erlendis, hefði reynt að gera uppreisn í Suður-Víetnam en mistekist. Andúðin á kommúnistastjórninni er hvergi útbreiddari en einmitt í suðurhlutum landsins. Hvað sem líður núverandi hernaðarstyrk skæruliðanna þá er það ljóst að þeir eru að styrkja sig með því að ráða nýliða til starfa, og eins halda þeir orðið opinbera fundi til að styrkja baráttuna. Einkum fara slíkir fjáröflunarfundir fram í Bandaríkjunum. Tvö helstu samtök stjórnarandstæðinga hyggjast efna til umfangsmikilla samkoma í Lundúnum og Birmingham innan skamms samkvæmt heimildum The Observer og munu þar forystumenn skæruliða frá Bandaríkjunum koma fram. Sá maður sem margir víetnamskir flóttamenn horfa vonaraugum til hvað varðar forystu í framtíðinni er fyrrverandi forseti í Suður-Víetnam Nguyen Van Thieu. Eftir að Saigon féll flúði hann til Englands og hefur undanfarin sjö ár búið í kyrrþey í glæsilegu húsi í Wimbeldon-hverfi í suðvestur Lundúnum. Hann er 59 ára að aldri og kýs að hafa sig ekki mikið í frammi opinberlega. Hann hefur t.d. ekki látið frá sér fara neinar opinberar yfirlýsingar síðan hann kom til landsins, og neitað blöðum um viðtöl. Samkvæmt heimildum The Observer hefur forsetinn fyrrverandi þó fylgst náið með því sem er að gerast og hefur með leynd haft samband við fyrrverandi herforingja frá Suður-Víetnam. „Hann er enn metnaðarsamur maður" segja heimildir blaðsins, „og sennilega kýs hann að taka við forystu andspyrnuhreyfingarinnar þegar hann telur að sá tími sé í rauninni runninn upp“ ■ „Við munum snúa aftur“. Frá fundi víetnamskra útlaga í Lundúnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.