Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 37

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 37 I JoeJoe hefur hafist til meiri metorða. Hann útvegar nú viðskiptavini - handa öðrum! fengið sár á ennið og það er Nancy eldri systir hans, sem hefur veitt honum það. Plástur; Hvar er plástur? Hann er ekki til. Fómardýrið brosir bara og systirin lætur frá sér kústinn. Móðirin getur farið út til innkaupa. JoeJoe hefur látið hana fá pening. íbúðin er fjórar kytrur og leigð á okurverði, - 250 dollara á mánuði. Hún lítur út eins og heilbrigðiseftirlitið hafi rýmt hana með hraði, vegna hættu á hruni hússins. Tómleikinn þarna er enn átakanlegri en hitt, - hve allt er hrörlegt. Húsmunir og innrétting, - allt hefur verið selt smátt og smátt. í dagstofunni er bekkur, sóffi með púða í, sjónvarp, útvarpsplötuspilari. í svefnherbergjun- um þremur, sem hýsa eiga móðurina, föðurinn (láti hann sjá sig) og börnin sjö, eru aðeins dýnur á gólfunum. Félagsmálahjálpin greiðir til fjölskyld- unnar 308 dollara hálfsmánaðarlega og enn fær Diaz fjölskyldan seðla sem leysa má út fyrir olíu og leigu, auk afsláttar af sjúkratryggingu og styrks til matar- kaupa. En hvar er baðherbergið með leyfi? Börnin flissa. Þau lyfta upp hurð, sem hangir aðeins á efri hjörinni. í galtómu eldhúsinu rennur sjóðandi vatn í sífellu úr biluðum krana á vatnshitara. Úti í garði stendur blár og hvítur lögreglubíll. Honum var stolið fyrir mörgum árum, segir JoeJoe, og orðið „Police" skrapað af honum. Á vegg hangir seðill; „Lokið gluggum og læsið dyrum, - nú er Diazarnir á ferðinni." Þetta er aðvörun, sem minnir á slagorð óaldarflokks. Pað ömurlega er þó að það mætti ráða niðurlögum allra hér með berum höndum. Móðirin Efig- enia á lagleg og skemmtileg börn með heiðarleg andlit, heilbrigðan líkama og skynsemi í ágætu lagi. Hvað skyldi verða úr þeim...? Ekkert. Það getur ekkert orðið úr þeim. Pau eiga engan föður sem þau geta litið upp til. Enga trausta móður. Þau þekkja enga reglu, engan aga. Enginn segir við þau: „Látið þið ískápinn vera.“ eða „Þið verðið að vera komin heim klukkan tíu.“ Enginn morgunverður. Ekkert matborð, - aðeins snætt af diski á knjám sér. Engin bók. Engin hirsla fyrir persónulega muni. Engin tækifæri til þess að vera einn með sjálfum sér. Hvernig ætti barn að geta einbeitt sér í kæfandi heitri íbúð innan um barnagrát og stöðugan eril? Hver getur lært lexíurnar sínar, án þess að hafa borð? Að Davíð, sem er sex ára, undan- skildum, eru öll Diazbörnin orðin á eftir í skóla sínum og í Júnior-Highschool hafa þau hætt 14-16 ára án nokkurs árangurs, en þetta minnkar atvinnu- möguleika þeirra stórlega. lil þessa hefur Mickey fallið einu sinni í bekk, en hann er nú 11 ára. Einnig Danny 12 ára, og Nancy 13 ára. Joe Joe hefur tvívegis orðið að sitja aftur í sama bekk. Jesus („Bubbio") hefur verið bundinn við uppeldis og unglingarefsihæli í stað skólans. Það hve óstöðugur hann-er í rásinni er að kenna slysi sem hann lenti í á stolnum bíl, - undir áhrifum af gufum upp úr dós með ódýru límefni. Hve oft hefur hann verið handtekinn? Bubbio hugsar sig um „48 sinnum,- ef til vill 49 sinnurn." Hann horfir framan í okkur og allt það vonleysi sem hvílir yfir lífi hans endurspeglast í augnaráðinu: „Mig vantar vinnu, skilurðu. „45 prósent puertorikanskra ungmenna í New York eru atvinnulaus. Við vildum gjarna geta hjálpað upp á sakirnar en hvernig? Hann trúir okkur ekki: „Mig vatnar vinnu, skilurðu. Mig vantar hana.“ Miguel er 19 ára, en hann er elstur. Hann á konu og hefur vinnu. Hann er farinn að heiman. Miriam, 16 ára og Eva, 17 ára, hættu báðar í skóla, er þær urðu óléttar. Miriam býr með barns- föður sínum, puertoríkönskum slátr- ara, þarna í grenndinni. Eva, sem er of stolt til þess að segja barnsföður sínum hverning komið er situr hins vegar heima og hefur engar framtíðaráætlanir. „Jæja, farið þið nú að koma,“ segir Joe Joe,“ og er orðinn órólegur. Hann þolir ekki við inni lengur. Hann kann betur við sig úti á götunni. Þar fæst það sem ekki er fáanlegt innandyra: Frelsi, ævintýri. Sú tilfinning að vera einhver. Hann er oft á flandri með hópi kunningja eða einsamall í þrjá eða fjóra daga. Heim kemur hann aðeins til þess að þvo sér og skipta um föt. Hann sefur í neðanjarðarlestunum, í biðskýlum, í stigagöngum, úti í görðum. Stundum lætur hann læsa sig inni í billjardherbergi á bak við kramvöruverslanir til morguns. Þá sefur hann stundum í yfirgefnum húsum þar sem þær klíkur sem hann umgengst koma saman. Síðasti klúbb- staður þessarar tegundar var brenndur til ösku af öðrum unglingahópi, sem var þeim óvinveittur. Þegar hann hungrar fer hann í skólann. Þar fá þurfandi nemendur ókeypis máltíð. Á vetrum sækir hann skólann oftar. Joe Joe spyr okkur hvort við höldum að Ronald Reagan fari í stríð? Nei, hvers vegna? „Æ, við skulum ekki tala um það, „segir hann og fer sína leið. Steve segir frá: „Ég veit nú deili á mörgum þessara manna á Times Square. Fæstir eru raunverulegir kynvillingar. Sameigin- legur sálarkvilli þeirra virðist vera sá að þeim er ómögulegt að vera í sambandi við fullorðna. Hegðun þeirra er barna- leg, ef til vill kvenhræðsla frá unglingsár- um, eða þá að sjálfstraust þeirra er svo lítið að þeir verða að kaupa sér þá pastursminnstu til fylgilags. Sextugur verksmiðjuverkamaður, sem sjá má hér á mynd ásamt Joe Joe, hefur öfugsnúna ást á sakleysi barnanna. Þau skipta engu máli, eru aðeins númer. Þessi maður hefur alla ævi búið hjá móður sinni, sem er dæmigert. Börnunum finnst þau ekki stunda vændi, og síst telja þau sig kynvillinga. Þau eiga ekkert og geta ekkert og geta ekkert gert og selja þannig líkama sinn á svo tilfinningalaus- an hátt sem hugsast má. Þeir segjast eiga vinstúlkur En þrátt fyrir að þeir geri þetta án- þess að blikna né blána vita þeir að athæfi þetta er viðurstyggilegt. En „mórallinn" er sá að þeir láta sér fæst fyrir brjósti brcnna, meðan þeir telja aðstæðurnar tryggar: Káf í kvikmynda- húsum, fyrirsætustörf hjá klámmynda- smiðum, fitl í bíl, þjónusta á hótelher- bergjum, - allt nema bein kynvillinga- kynmök. Enginn drengjanna vill kannast við að hafa látið hafa sig til slíks, - ekki einu sinni í vinahópi. En þegar hætta er á ferðum ei glæpurinn skammt undan. Svartur ung- lingur skaut einn viðskiptavinanna, þeg- ar hann ætlaði að nauðga hvítum vini hans. Viðskiptavinurinn var einn, en þeir félagar þrír. í stað þess að hafa fyrirlitningu á sjálfum sér, beinist hún að kynvillingunum. Sá öfugi? Best að hann fái það sem hann hefur unnið til Þrátt fyrir barnsandlit sitt er Joe Joe furðu slyngur eftir aldri.Hann setur viðskipavinum sínum það að skiiyrði að hann megi hafa einhvern með sér, helst vin sinn „Kid Baretta,“ sem er sterkur. Hann situr þá nærri í herberginu og lítur undan Joe Joe segir stoltur:„Það er ég sem ræð hvað það gengur langt.“ Kann að vera rétt. Hann hefur marga mann- anna í hendi sér, einkum þá sem mest veikgeðja eru. Lögreglan framkvæmir sjaldan hand- tökur. Þá kynni að koma upp úr kafinu að hér væri um stórviðskipti að ræða og ekki væri það efnilegt. Hvað getur svo sem komið fyrir börnin? Aðvörun frá yfirvöldum er látin nægja og börnin svo send heim. Ársvist á uppeldisheimili kostar skattborgarana 25 þúsund doll- ara. Fyrir þá upphæð mætti senda einhver önnur börn í Harward háskóla. 29.12 1981 Diaz fjölskyldan situr í kuldanum um jólin. Sköllótti húseigandinn sem kom að innheimta leiguna var froðufellandi af bræði vegna rakans, kakkalakkanna og rispanna á veggjunum. Við fréttum af þessu og ákveðum að þetta verði einn þeirra daga er fjölskyldan fær að borða. Það skeði líka þegar við fórum með þá Joe Joe og vin hans „Kid Baretta" á kaffihús á Columbus Avenue og gáfum þeim að borða. Þá létu þeir í fyrsta sinn grímuna falla, ærsluðust eins og ungl- ingum er gjarnt og fóru oft fram snyrtiherbergið. Ráða mátti í hvernig síðasta helgi hafði liðið hjá þeim: Tveir drengir, tveir menn, Cadillac Sedan ’79 með rafmagnsrúðum á þakinu, tvö hús í Connecticut, sauna, arinn, allt afar glæsilegt. Tveir atburðir voru Joe Joe minnisstæð- astir: Hann hafði fengið að prófa að saga við með rafmagnssög og svo hafði hann farið í fyrsta sinn á hestbak og ekki dottið af baki. Joe Joe er það mesta angursefni að bræður hans skuli masa svo mikið og þeir skuli fá að koma með á kínverska matsölustaðinn. Þeir rífast stanslaust. Ógæfumaðurinn Bubbio kúffyllir disk- inn og fær sér hann þrívegis fullan: „Aldrei að vita hvenær maður kemst í mat næst.“ Joe Joe siðar þjóninn: „Dömurnar fyrst.“ Hann athugar mig gaumgæfilega: „Þú ættir að fara úr kápunni. Þá líður þér betur.“ Utan dyra gengur nú mikið á. Bubbio þykist ætla að stjórna umferðinni og spyrnir í sendiferðabíl. Barnaleg krafta- della. Fúkyrði heyrast út um bílglugg- ann. Bubbio fær ekki hamið einhverja innri reiði. Hvað ef blaðran springur, - nú er nóg komið! Hingað og ekki lengral? Hversvegna er stöðugt verið að áreita mann? Öll Diaz börnin bera ör. Á andliti og á handleggjum og höndum. Þau segja: „Ég datt þegar ég var lítill. Nú er haldið aftur heim í íbúðina. Undir verndandi hlíf þess að hún skilur lítið býr móðirin Efigenia. Hún talar bara spönsku og dæturnar túlka fyrir okkur. Hve gömul? 39 ára. Fædd í San Sebastian í Puerto Rico. Hún var elst af sex systkinum. 15 ára rakst hún á öskubílstjórann Jesus, 24 ára. Hún vann í tómataniðursuðuverksmiðju og nú giftist hún Jesus, þau eignuðust fimm börn og hún hjálpaði manni sínum í verslun sem þau settu á stofn. Bara að þau hefðu verið þar áfram. En hví seldu þau allt og fóru? Það var þjóðsagan um auðsældina í New York. ÍSIÆNSKAR BÆKUR ERLENDAR RÆKUR MVTvrrmrwn JLVJL JL■& Bókaverslun Snæbjarnai- , Hafnarstræti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.