Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 15
15
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982
bækur
Desmond Bagley:
Arfurinn
■ Bókaútgáfan SUÐRI í Reykjavík gefur
út skáldsöguna Arfurinn eftir Desmond
Bagley. Björn Gíslason íslenskaði bókina.
Áður hafa komið út hjá sama fyrirtæki 14
bækur eftir Desmond Bagley, sem þekktur
er fyrir að skrifa spennandi sögur. Þessi bók
gerist að mestu leyti í Kenya og fjallar um
framkvæmd á erfðaskrá. þar sem mikil
auðæfi eru til skipta. Það sem í fyrstu virðist
ekki annað en innantóm græðgi snýst upp í
leyndardómsfullt og ógnvekjandi mál, sem
gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kenya.
Rúmið brennur
■ Hjá MÁLI OG MENNINGU er komin
út bókin Rúmið brennur eftir Faith McNulty
í íslenskri þýðingu Elísabetar Gunnarsdótt-
ur.
Rúmið brennur er saga Francine Hughes,
bandarískrar konu, sem árið 1977 var ákærð
fyrir að brenna mann sinn ti! bana. Þá var
Francine Hughes 29 ára gömul og hafði búið
við sívaxandi ofbeldi í hjónabandi sínu i
þrettán ár. Tilraunir hennar til að losna
höfðu allar mistekist: lögreglan, dómstólam-
ir, félagmálastofnanir, nágrannar, vinir, fjöl-
skylda hennar og eiginmanns hennar - allir
stóðu ráðþrota gagnvart þessu vandamáli
eða vildu ekkert skipta sér af því.
Rúmið brennur er 315 bls. að stærð, unnin
í Prentsmiðjunni Odda hf. Auglýsingaþjón-
ustan hf. gerði kápuna.
Banakommga
áögttr
Nýtt bindi af íslenskum fornritum komið út
Menýk fornrít
Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar
Austurstræti 18, Reykjavík
Sími18880
Ég undirritaöur óska eftir aö fá ofantalin fornrit
send í póstkröfu
Nafn ........................................
Heimili
PÖNTUN ARSEÐILL
VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI
□ íslendingabók, Landnámabók ................ kr. 370.50
□ Egilssaga Skallagrímssonar ................ kr. 370.50
□ Borgfirðingasögur ......................... kr. 370.50
□ Eyrbyggjasaga ............................. kr. 370.50
□ Laxdælasaga ............................... kr. 370.50
□ Vestfiröingasögur ......................... kr. 370.50
□ Grettissaga ............................... kr. 370.50
□ Vatnsdælasaga ............................. kr. 370.50
□ Eyfirðingasögur .......................... kr. 370.50
□ Ljósvetningasaga .......................... kr. 370.50
□ Austfirðingasögur ....................... kr. 370.50
□ Brennunjálssaga ......................... kr. 370.50
□ Kjalnesingasaga ......................... kr. 370.50
□ Heimskringia I ............................ kr. 370.50
□ Heimskringla II ......................... kr. 370.50
□ Heimskringla III .......................... kr. 370.50
□ Orkneyingasaga ............................ kr. 370.50
□ Danakonungasögur .......................... kr. 790.40
Allskr.---------
Félagi OKD ÍS&m**
MATTHIASAR JOHANNESSEN
í þessari bók, Félagi orö, eru greinar, samtöl og Ijóö frá vmsum
tímum sem höfundur hefur nú safnaö saman í eina bók. Sumt af
þessu efni hefur áður birst á prenti, en annað ekki. I bókinni eru
greinar um bókmenntir og stjórnmál, og m.a. áóur óbirtar frásagnir
af sovésku andófsmönnunum Brodský, Búkovský og Rostropovits,
sem allir hafa komið hingað til lands, en eru heimsþekktir hver á sinu
sviði. Fjölmargir íslenskir og erlendir menningar- og stjórnmálamenn
koma við sögu í bókinni. Kaflaheitin gefa nokkra hugmynd um
verkið: Af mönnum og málefnum, Undir „smásjá hugans“ (af
Buckminster Fuller), Rispur, Bréf til Gils (Guðmundssonar fvrrum
alþingismanns sem vöktu mikla athygli á sinum tima), Andóf og
öryggi og Vetur á næstu grösum, en þar eru áður óbirt ljóð Matthías-
ar sem tengjast efni bókarinnar með sérstökum hætti.
SA'
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTR/ETI 27 — SÍMI 13510