Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 38

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 38
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Ekkert — ekkert Hillingar. Að hálfu ári liðnu voru þau komin á vonarvöl. Joe Joe og þrjú yngstu börnin eru fædd í New York. Frá árinu 1966 hafa þau öll verið á fátrækraframfæri. Veit móðirin hvað Joe Joe hefur fyrir stafni? Ekki með vissu. En þegar lögreglan kemur með hann heim, þá er það oftast vegna þjófnaðar. Á þriðjudag á Joe Joe að fara aftur til lögreglunnar. Það er vegna rúðubrots í verslun. Hann segir að það hafi ekki verið hann. Kemur börnunum vel saman við móður sína? Stúlkurnar kveða já við þvt' en Miriam segir háðslega að dreng- irnir líti niður á hana, vegna þess að hún hefur ekki ráð á að gefa þeim Jordache- gallabuxur, eins og þeir auglýsa í sjónvarpinu. Joe Joe truflar umræðurnar: Hann beygir sig yfir barnið í örmum Miriam: „Sefur það, eða er það dautt? „spyr hann. Konumar stjaka honum burtu. Að mínútu liðinni er hann kominn aftur: „Hér er 20 dollara tölvuúr. Þið fáið það fyrir 15 dollara, af því að þið eruð systur mínar.“ Snáfaðu burtu.,, Svar: „Ég skal skjóta af ykkur hausinn!,, Drengur úr næstu íbúð lítur inn:„Gefið mér síga- rettu, eða ég skýt ykkur.“ Þeir segjast ætlaað skjótahvern þann sem þeir líkar ekki við andlitið á. í þeim dúr er umræðuefnið lon og don. Bubbio talar um sprengjugerð: „Það er hægt að nota leir. Það þarf að láta hann þoma.“ Kid Baretta: „Vörubíllinn keyrði á sendibíl- inn við gatnamótin. Sendibíllinn valt yfir fæturna á konunni. Hún æpti: „Töskuna mín! Töskuna mína;“ Ég lét hana fá töskuna. Það voru heilmiklir peningar í henni. Hugsaður þér, - hún var búin að missa báða fæturna;' og vildi bara fá töskuna sína?!“ En er nú ekki nóg komið. Hvað erum við eiginlega að vilja hér? Erum við hér til þess að sanna að Ronald Reagan sé fjandmaður allra þeirra sem velferðar- ríkið hefur afskrifað? Það væri einföld- un. Það eru fleiri en ríkir repúblikanar sem efast um blessun hins ameríska „velferðarríkis." Birtustu athugasemd- irnar koma frá þeim sem varla hafa til hnífs og skeiðar, fjöldanum sem er er rétt ofan við það mark sem opinberlega eru viðurkennd „fátækt" í Bandaríkjun- um og miðast við 774 dollara mánaðar- tekjur fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Þetta fólk er of stolt til þess að standa í biðröðinni framan við hinar opinberu skrifstofur, en ræðir þess meira um fjölskyldufeður sem látast vera hlaupnir að heiman, til þess að geta kríað meðlag út úr því opinbera. Einnig tala þeir um mæður sem setja sér að eignast barn á ári hverju, til þess að fá sem hæstan barnalífeyri. Einnig er rætt um kynslóð unglinga sem aldrei hefur þurft að vinna, en lifir á styrkjum einum saman. í Diaz fjölskyldunni er það aðeins Joe Joe einn sem dregur einhverja peninga til búsins fyrir eigin fyrirhöfn. En hér læt ég staðar numið. Það er engin ástæða til að dvelja lengur í þessu húsi. JoeJoe ber á bílrúðuna, þegar við leggjum af stað: „Kemur þú aftur?" Ég segi nei. „Ef þú vilt, þá skal ég sýna þér nýja manninn hennar mömmu.“ Frásögn Steve „Börnin á Times Square eru engir kjánar og það sem þau eru að leita að er ekki eitthvert gaman með fullorðnum mönnum inni í bílum eða á hótelher- bergi. Þeir leita að manni sem vill taka þá að sér yfir helgi og leyfir þeim að búa hjá sér. Það er hvíld frá „gettóinu," og það skiptir þá mestu. Ef til vill skiptir það meira máli en peningarnir. Kynlíf í staðinn fyrir félagsskap er það gjald sem greitt er af þeirra hálfu, líkt og kvenfólk gerir svo oft og iðulega. En karlarnir verða líka að greiða sitt gjald, því drengirnir þvinga þá til að leika einhver- skonar föður þeirra. Joe Joe hefur tekist þetta með mann nokkurn í New Jersey, sem er efnafræð- ingur. Hann er um 35 ára aldur og er augljóslega sakbitinn sem sést af því að hann kaupir föt utan á drenginn og fer með honum í sirkus og á söfn. Joe Joe segist hafa kynnst honum ellefu ára gamall, en nú kveðst hann hættur að sofa hjá honum. Miggrunar að hann sé búinn að kynna yngri bróður sinn Mickey fyrir honum. Mickey er furðumikið breyttur og bældur nú í seinni tíð.“ 16.2.1982 Merkilegir viðburðir hafa átt sér stað. Móðirin Efigenía hefur loksins rekið hinn brokkgengna eiginmann sinn á dyr. “Hún sýndi jafnframt þá rögg af sér að tína saman þær fáu eigur sem hún átti og flytja með þær til vinar síns á 182 stræti og i betri blokk. Þennan vin sinn, sem talar spönsku og er á eftirlaunum, 64 ára gamall, hitti hún hjá spilaspákerl- ingu. Sjálfur spáir hann í framtíðina í hjáverkum. Hann er fjórkvæntur og á 28 börn.Hann er fótaveikur og hefur því gert hjólastólinn sinn að miðju alheims- ins, þar sem hann situr í íbúð fullri af hverskyns dóti. Hann hefur mikinn myndugleika og útdeilir kossum og fyrirmælum á víxl. Börnin eru mjög hænd að honum. Umsókn um nýja íbúð fellur um sjálfa sig vegna niðurskurðar Reagans til félagsmála úr 28,8 milljörðum í 18.1 milljarð árið 1981. 3000 húsnæðislausir sóttu um 236 íbúðir sem byggðar voru á vegum kirkjufélaga í Suður Bronx. Sem nærri má geta eru þrengsli mikil í hinni nýju íbúð sem Diaz-fólkið er kontið í, 1 : HM i^ ■ í neðanjarðarlestinni er margt gert sér til gamans. ANDVARI 1982. Aðalgrein ritsins er ævisöguþáttur Ásmundar Guðmundssonar biskups. ALMANAK ÞJÓÐVINA- FÉLAGSINS 1983, með árbók íslands 1981. BÆKUR OG LESENDUR. Rit um lestrarvenjur íslendinga. Studia Islandica 40. Bökaúígáfa /VIENNING/1RSJÓÐS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík NÆTURFERÐ ný Ijóðabók eftir Jón Óskar NÆTURFERÐ, Ijóð Jóns Óskars um frelsi. en þarna er aðeins bað, eldhús, dagstofa og svefnherbergi. En það léttir á hinum að Bubbio er rétt eina ferðina kominn í tugthúsið og Joe Joe er nær aldrei heima. 2.3.1982 Nú er komið að mörkum þess sem heyrt getur undir starf blaðamanns. Óviljandi höfum við breytt um hlutverk, -höfum hætt að vera áhorfendur og erum orðin þátttakendur. Við verðum að segja stopp. Héðan í frá verður endi bundinn á gjafir, föt og matarboð í botnlausa hít Diaz fólksins. Aðeins viljum við leita Joe Joe aðstoðar, - helst í sambandi við skólann. Barnaskólinn sem hann er í og er við Washington Avenue er næstum einvörð- ungu skipaður börnum af portoríkön- skum ættum, en þetta er alls ekki slæmur skóli. Væru heimilin beysnari en þau eru, gæti hann meira að segja talist góður. Stephen Ortiz, skólastjóri, 34 ára gamall, ólst sjálfur upp á götunni. Hann þekkir því sjálfshatrið sem börnin eru gagntekin af og reynir að innprenta þeim aga og stolt. „Þegar ég lít út um gluggann, „segir hann og bendir á rústimar," sé ég fyrir mér blóm og græna reiti. Þannig veit ég að það verður einhvern tímann, þótt ef til vill eigi ég ekki eftir að lifa það.“ Hann segir okkur að JoeJoe sé þremur til fjórum árum á eftir jafnöldrum sínum í réttritun. „En á götunni er hann fremstur," segir Ortiz og brosir. „Hann hefur ýmsar gáfur. Hver veit nema hann komi til okkar síðar og noti sér eftir- menntunina hjá okkur.“ Til þess þyrfti hann að fá aðstoð sálfræðings. Þar sem Efigenia hefur ekki sinnt boði skólasálfræðings um að taka hann í tíma, þá fáum við hverfisstjórnina til þess að útvega honum aðstoð sem stendur til boða í byggingum hennar. 17.3.1982 Auðveldara væri að draga ólman bola á hornunum inn fyrir veggi þeirra stofnana en strák af götunni, en hann kemur þó með okkur, þó ekki væri til annars en tapa ekki af okkur. Hann er nýbúinn.að gefa okkurfögurloforð: „Ég stel ekki framar. Ég fer ekki aftur upp á Times Square.“ Ef til vill er þetta að þakka góðum áhrifum stjúpföðurins. Sálfræðingurinn er Puertórikani um fertugt, sem horfir beiskum raunsæis- augum á lífið. Fyrst ræðir hann við okkur og þá við JoeJoe einan. Brátt kemur á daginn að þetta fyrirtæki hefur misheppnast. „Eruð þið viss um þetta sé rétti drengurinn," spyr sálfræðingurinn. Astæðan er ekki sú að JoeJoe hafi logið að honum. En hann skilur bara ekki baun í hvaða vandamál það eru sem á að Iosa hann við. 24.4.1982 JoeJoe er í besta skapi. Hann situr uppi á þaki milli loftræstikerfisinntaksins og vatnstanksins og þeir „Kid Ba- retta“hafa gert sér ástarbeð úr gömlum rúmdýnum og nota ameríska fánann fyrir sængurhiminn. Hér hafa þeir sofið heila nótt ásamt tveimur stelpum. „Kid Baretta" spurði sína spúsu: „Á ég að draga þig úr gallabuxunum, eða ætlar þú að gera það? „Stúlkan svaraði: „Nei betra að þú gerir það.“ Við förum í skólann. JoeJoe hefur látið klippa sig og það full stutt. „Nei, er þá ekki herra„Playboy“ að heiðra okkur með návist sinni," segir kennar- inm , Erick Irizarry, háðskur. Hann er 29 ára, kominn frá spánska Harlem. Fyrrum sjóliðsdáti. Nemendurnir sitja beinir í baki. Það er verið að kenna stafsetningu. Ekkert sérstakt ber við í þessum tíma. í síðasta tímanum er reikningur. Ólæti, pústrar - allt mein- laust. Ekki er Irizarry þeirrar skoðunar: „Hvaðgengur á!“ hrópar hann. „Hvað var þetta. Hver hefur hrækt ástílabókina hans José? í refsingarskyni verður hann að éta blaðið.. Á morgun mætið þið sæmilega þvegin og ekki eins og þið hafið verið á fylliríi á einhverjum barnum.“ Síðar viðurkennir hann að þetta hafi verið óþarflega gróft orðbragð. Það gerir vaninn. Áður en Ortiz tók við skólastjóminni var skólinn eins og vitfirringahæli, vígvöllur. Það er ekki ráðlegt að ætla sér að halda uppi járnaga í Bronx. Kennarinn álítur að Joe Joe hafi lítið búið í haginn fyrir sjálfan sig í lífinu. Á síðasta vetri mætti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.