Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Að skrifa sig frá blaðamennsku - „Erlend andlit”eftir Ingólf Margeirsson Ingólfur Margeirsson: Erlend andlit Iðunn 1982 ■ Ingólfur Margeirsson sagði í blaða- viðtali fyrir nokkru eitthvað á þá leið að mcð þessari bók væri hann að „skrifa sig frá blaðamennskunni". Hann hefur ver- ið blaðamaður í áratug eða svo, og úr því hann vill nú leggja fyrir sig „alvar- legri“ ritstörf þá er þetta sjálfsagt mjög skynsamlegt tiltæki. í bókinni eru sex þættir eða greinar um fólk sem Ingólfur kveðst hafa kynnst á ferðum sínum erlendis; flestir eru töluvert kynlegir kvistir, og Ingólfur reynir að ná tökum á þeim með aðferðum sem eru einhvers staðar mitt á milli blaðamannsins og rithöfundarins. Fyrsti þátturinn segir frá vændiskonu í Varsjá sem Ingólfur flýtir sér að taka fram að hann hafi ekki haft efni á; hún er að stúdcra frönsk áhrif á ensku skáldin Shellcy, Byron, Wordsworth, Coleridge og Southey; Næst kemur þáttur um sundurkraminn enskan skólakennara hvers hefndaræði fékk útrás á ncmcndum; þá sagt frá Svíanum Hasse sem vildi allt til vinna að verða ríkur; þar næst frá grískum námsmanni er líkist einna helst sjálfum Díónýsosi, og síðan fer Ingólfur austur yfir járntjald og spjallar við ung, austur-þýsk hjón og ungverskan lestar- stjóra, nokkuð kosmópólitanskan. Síðasti þátturinn er um fólk í dal nokkrum í Bandaríkjunum þar sem er heitt. Endursköpun mannfólks Allir þessir þættir eru afar læsilegir. Fað var nú einmitt ein stærsta rósin í hnappagati Ingólfs Margeirssonar með- an hann var blaöamaður á Þjóðviljanum að hann átti yfirleitt auðvelt með að ná sambandi við fólk, og viðtöl hans voru oft skemmtileg. í þessari bók er þessi hæfileiki allsráðandi og ég hygg að margir geti haft hiö besta gaman af þáttunum. Hins vcgar fer svo að þaö er hinn besti þeirra, sá síðasti, sem leiðir skýrast í Ijós gallana á bókinni, eða öllu heldur þeirri aðferð sem Ingólfur vill nota til að lýsa fólki sínu. Ingólfur læst vel áð merkja ekki vera að skrifa beinharðan sannleikann um þetta fólk; fremur er hér um að ræða „endursköpun". Ég á til að mynda ákaflega bágt mcð að trúa því að pólska vændiskonan hafi haldið þær löngu og ýtarlcgu ræður um sögu Póllands sem Ingólfur lætur hana gera. Það skiptir að vísu ekki máli, hvort hún hefurgert það eður ei, heldur hitt að öll þessi mælgi - svo fróðleg sem hún er í sjálfu sér - skyggir algerlega á þau ágætu drög að persónu sem Ingólfur hafði dregið upp á fyrstu blaðsíöum þáttarins. Hér hefur blaðamaðurinn sem sé orðið rit- höfundinum yfirsterkari; vill koma á framfæri hreinum og klárum upplýsing- um þcgar rithöfundurinn hefði átt að einbeita sér að persónunni og í mesta lagi látið nauðsynlegar upplýsingar síast þar í gegn. Síðasti þátturinn - „Byr undir báða vængi (Ellcn í Sæludal)" - ber á hinn bóginn í sér frækorn smásögu scm hefði getað orðið mjög góð; það eru allskonar bældar ástríður á ferli undir kyrrlátu yfirborðinu í Sæludal og frásögn Ingólfs er býsna listilega gerð og það munar ekki nema því sem munar að þessi þáttur verði með eftirminnilegustu smásögum íslensk'um hin síðustu ár. Hefði átt að stíga skrefíð til fulls Ég er nefninlega þeirrar skoðunar að Ingólfur Margeirsson hefði átt að skrifa sig frá blaðamanninum heima hjá sér, en síðan stíga skrefið til fulls og breyta þessu fólki sem hann lýsir hér í smásögur. Hann hefur getu og - sýnist mér - þörf til að lýsa fólki og hér skortir ekki nema öguð vinnubrögð rithöf- undarins til að fólkið í bókinni rísii upp, endurskapað að fullu í skáldskap. Og af því þessir þættir eru góðir sem blaða- greinar held ég þeir hefðu getað orðið enn betri sem sögur þar sem blaðamaður- inn þvælist ekki fyrir. Svipað má segja um stílinn. Ingólfur sýnir ogt of mikið kæruleysi í meðferð lýsingarorða og líkinga og sumt er svo skrautlegt að nær ■ Mörður Arnason, Svavar Sigmundsson og Örnólfur Thorsson - „má vel hvetja þann sama almenning til að „kýla á eintak“ eins og amman segir í sjónvarpsauglýsingunni. Alger súrefnis- blómapottur! — „Orðabók um slangur” eftir Mörð, Svavar og Ornólf ■ Ingólfur Margeirsson - „reglulega læsileg og í bókinni margir góðir sprettir“ ekki tilgangi sínum. Örfá dæmi af fyrstu blaðsíðum bókarinnar sem ég kann illa við: verkföll í Póllandi höfðu „tekið á sig víðtæka, pólitíska mynd“, talað er um „stórtækar uppsagnir verkamanna", dagarnir voru „biðtími mikilla alda- hvarfa“ - í sumum köflum er varla nokkru nafnorði hlíft við lýsingarorði. Síðar í bókinni segir að „Ellen og Helen voru álíka sjálfbjarga í Stokkhólmi og blindar mýs í katakombunum í Róm“. Hér er ofhlaðið. Einu sinni var sagt í bókaganrýni að framtíð tiltekins höfund- ar ylti ekki a því hvort hann hefði nógu sterkt höfuð, heldur hinu hvort hann hcfði nógu sterkan rass. En aðfinnslur breyta því ckki að þessi bók Ingólfs er, sem fyrr segir, reglulega læsilcg og í henni margir góðir sprettir. Hafi hún náð því að losa höfund sinn við blaðamanninn í sjálfum sér er öðrum tilgangi náð. Illugi Jökulsson. Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson: Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangprðsmál. Svart á hvítu 1982. ■ Það eru, hyggég, ekki nema um það bil þrjú ár síðan kom fram á sjónarsviðið poppstjarna nokkur sem kallaði sig Bubbi Morthens. Nú er komið í íslenska orðabók lýsingarorðið „búbbískur“ og skýrt svo: „10, sém dregur dám af Bubba Morthens og tónlist hans.“ Einnig er tekið dæmið „bubbískir pönktónar". Sú orðabók sem hér um ræðir er að sjálfsögðu slangurorðabókin sem þrír ungir fræðimenn hafa tekið saman, og er nýjung í íslenskum fræðum sem full ástæða er til að taka með fögnuði - en um leið nokkurri varúð. Ég er svolítið efins um tilgang þessarar bókar. Höfundar segja í formála að hún sé samin „öllum almenningi til fróðleiks og skemmtunar", en að mér læðist sá grunur að hún sé fremur samin höfund- unum til fróðleiks og skemmtunar. Petta getur náttúrlega farið saman - og gerir það - en ég er ekki frá því að þeir þremenningar hefðu mátt taka sér ögn lengri tíma: samkvæmt formálanum virðist bókin hafa verið unnin á miklum hraða, tekið til við hana eftir síðustu áramót og hér er hún komin. Fyrir vikið eru nú komin á bók allskonar tískuorð sem vinsæl hafa verið meðal þeirra er nota slangur síðustu mánuði en hefðu ella gleymst alveg eftir jafn rnarga mánuði. Það er auðvitað olræt en hvers eiga þá tískuorðin sem gengu fyrir tveimur árum, þremur árum etc. að gjalda? Þau eru fæst í þessari bók. Það meikar kannski engan diff, en ætli geti verið að orðabók eins og þessi hafi einhver áhrif á þróun slangursmálsins? Líta má á slangur sem einn vaxtarbrodd hvers tungumáls því mörg orð af þessari tegund finna sér smátt og smátt leið inn í hið „viðurkennda“ mál, en meirihlut- inn er hvers kyns tilrauna- tísku- og utangarðsmál sem engin ástæða er til að festist í sessi, sem þau gera hcldur ekki undir eðlilegum kringumstæðum. Ég vil taka fram að ég er mjög langt frá því að vera nokkur sérfræðingur á þessu sviði - ég er bara að velta þessu fyrir mér - en hefur verið kannað hver áhrif útkoma slangurorðabóka í öðrum löndum hefur haft? Kannski engin? Eða má vera að svona bækur geti leitt til þess að sum orð festast heldur í sessi en önnur, eða jafnvel að það slangur sem kemst á orðabækur missi gildi sitt sem safaríkt einkamál ýmissa þjóðfélagshópa? Spyr sá sem ekki veit. Geta verður þess að höfundar sjálfir segja að bókin sé fyrst og fremst tilraunaútgáfa og að þeir þiggi með þökkum ailar ábendingar frá lesendum. Það er ágætt. En hvernig er þá íslenskt slangur? I bókinni eru einkum dæmi um slangur sem tengjast máli sjómanna, afbrota- manna, íþróttamanna og rokkara. Fleiri deildir hefði nú sjálfsagt mátt finna en höfundar segja að aðstæður verksins hafi ekki leyft slíkt. Ég þykist vita að fjölmargt í bókinni muni koma öllum almenningi fjarska ókunnuglega fyrir sjónir, og því má vel hvetja þann sama almenning til að „kýla á eintak" eins og amman segir í sjónvarpsauglýsingunni. Að sjálfsögðu er skemmtilegt að glugga í þessa bók, annaðhvort væri nú. Hún er því kjörin fyrir alla þá er hafa áhuga á því hvernig íslenskt mál er að þróast, þóft sfor hiuti orðanna og orðasamband- anna verði væntanlega ekki til frambúð- ar í málinu. Höfundar hafa unnið sitt verk samviskusamlega innan þess ramma er þeir settu sér. Ég hef aðeins eina athugasemd að lokum: Hvernig í ósköpunum stendur á því að eitt gagnmerkt orðasamband hefur orðið útundan? „Alger súrefnis- blómapottur!" Illugi Jökulsson. Óttinn étur sálina — „Af manna völdum” eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur Álfrún Gunnlaugsdóttir Af manna völdum Mál og menning 1982 Þetta er fyrsta bók höfundar, sem er dósent í bókmenntum við Háskóla íslands; níu smásögursem saman mynda eina og órofa heild. Undirtitill bókarinn- ar er „Tilbrigði um stef“ og hafa gagnrýnendur farið í gátuleik til að finna ' stefið og ýmsar tilgátur settar fram. Ég er að vísu á því að umrætt stef sé heldur að finna í sjálfu andrúmslofti eða blæ þessara sagna en einu lausnarorði, en nafn bókarinnar gefur vitanlega ákveðna vísbendingu. Oftast er með einum eða öðrum hætti fjallað um valdið, eða öllu heldur um óhjákvæmilegan fylgifisk valdsins: óttann - og þá ótta af manna völdum. Það er athyglisvert að margar sögurnar eru sagðar frá sjónarhóli barna, eða þá ungs fólks, og þar er gjarnan fjallað um innrætingu, meðvit- aða eða ómeðvitaða. Eitt lítið dæmi: „Pabbi sagði mér að máfar væru bæði Ijótir og leiðinlegir. Það væri rétt af hermönnunum að skjóta á þá. Þeir þurftu hvort sem var að æfa sig til að geta skotið á óvini sína.“ (11) Barninu er hér sem annars staðar sagt hvað sé rétt, hvað rangt og hvernig skuli hugsa; afleiðingar þess konar innrætingar koma víða í Ijós. í einni sögunni stendur ung stúlka andspænis þýskri stöllu sinni: „Ég fitjaði upp á ncfið. Að vísu var langt síðan stríðinu lauk, það tilheyrði fortíð- inni, bernskunni. Og þó... Mérvarekki um Þjóðverja gefið.“ (17) Og í annarri sögu gerir enn ein stúlkan sér grein fyrir því að auðveldara er að skipa sér í þá breiðfylkingu sem léttilega skiptir mann- eskjum í góðar og vondar, heldur en að dæma engan fyrirfram: „Og hver var þessi stúlka sem stóð með krepptan hnefa og hrækti á einkennisbúning? Sem misþyrmdi öðrum, þó ekki hefði það verið nema í huganum? Hvar var hún?“ (45) Ojá. Fólkið, það er eins Frásagnaraðferðin er nokkuð óvenju- leg hér uppi á íslandi; sögurnar eru brotnar upp og síðan raðað saman á nýjan leik eins og höfundi þykir áhrifa- ríkast, enda segir í einni sögunni um fólk sem ritar sjálfsævisögur: „Það horfir bara á líf sitt eins og sögu. Það lýtur sögulögmálum. Það vil ég ekki gera.“ (110) Undirtitill bókarinnar er auðvitað oftast notaður um tónlist og frásagnar- mátinn minnir líka stundum mest á tónverk, þar sem stef og blæbrigði skiptast á en raða sér ekki niður í það hefðbundna söguform sem við þekkjum best hér á landi. Fyrsta sagan - en þær eru allar nafnlausar - byrjar á endi sínum, þegar flóttatilraun undan raun- verulegum eða ímynduðum óvini hefur heppnast; þá lætur sársaukinn loks að sér kveða eftir að hamslaus ótti lítillar stúlku hefur yfirgnæft hann: „Nú fyrst fann hún hvað hana sveið í handlegginn og hvað hún var aum í enninu og kinninni. Handarbakið var alblóðugt." (9) Óttinn, sem móðirin hefur komið inn hjá stúlkunni, verður sterkari en allar aðrar tilfinningar; svipað er uppi á teningnum í fleiri sögum þessarar býsna athyglisverðu bókar. Fyrrnefnd saga gerist raunar hér á íslandi, en sú er ekki raunin nema um nokkrar sagnanna. Annars gerast þær hér og hvar í Evrópu og segja frá ýmissa þjóða kvikindum - ein er frá París, tvær úr Spáni, ein heldur sig við Svissland og svo er ein saga sem gerist í Túnis. En fólkið, það er eins. Það er enginn griðastaður til Vissulega eru sögurnar misjafnar, mér þykir hin síðasta vera einna veiga- mest, en þar má segja að birtist í einu lagi allir þeir drættir sem hinar sögurnar eru búnar til úr. Þar segir kona nokkur frá þremur vinum sínum sem hún kynntist í Sviss: Rakel, Pálínu og Vladek. Pálína og Vladek voru bjartsýnt hugsjónafólk úr Brasilíu; þau trúðu á drauminn um betri heim en biðu síðan hræðilegt skipbrot af manna völdum. Pálína fellur í skotbardaga við lögreglu en Vladek sýnist dæmdur til að eyða ævi sinni á flótta, h undeltur og þjakaður. Rakel er pólskur Gyðingur sem komst naumlega undan helförinni miklu; Hún var barn á flótta og man enn hjálp rússneska fólksins sem hún skildi ekki: „Þetta handtak var eins og von í miðjum hörmungunum." (120) Seinna sest hún að í Sviss því landið minnir hana á Pólland og sennilega vonast hún til að finna þar frið og áhyggjuleysi bernskunnar. „Þetta er land fyrir gamalt fólk sem þráir frið og öryggi," segir Vladek, en Rakel ansar þá: „Það er einmitt það sem ég vil... Ég

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.