Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Eiríkur St. Eiríksson, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Sigurður Helgason (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdottir, Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 11.00, en 15.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 150.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Þjóðnýtt verðkerfi og verðbólga ■ Illa gengur að hafa erindi sem erfiði í hinni þreytandi viðureign við verðbólguna. Gripið er til margskyns ráða og ráðstafana til að hafa hemil á henni en dýrtíðin hefur ávallt betur. Sannleikurinn er sá að verðbólgan er nánast innbyggð í það efnahagskerfi sem þjóðin hefur skapað sér og erfitt ætlar að reynast að brjótast út úr. Stefán Jónsson skrifaði athyglisverða grein um fyrirbær- ið í Tímann í vikunni. Þar segir m.a.: „Um alllangt skeið hafa opinberar nefndir eða ráð ákveðið verð á flestum eða öllum innlendum nauðsynjum nema vinnunni. Þar má nefna: Opinber nefnd ákveður verð á allri landbúnaðarfram- leiðslu. Önnur opinber nefnd ákveður verð á öllum sjávarafurðum. Þriðja opinbera nefndin ákveður verð á flestri /Vöru og þjónustu er hið opinbera lætur í té og sú fjórða (Verðlagsráð)\á því nær öllu öðru. Ákvarðanir eða tillögur þessara nefnda eða ráða eru háðar samþykki viðkomandi ráðuneyta eða ríkisstjórnarinnar í heild. Til viðbótar framangreindum nefndum og ráðum ákveða opinberir bankar verð á erlendum gjaldeyri og ákveða leigugjald fyrir lánsfé. Þetta gera bankarnir með gengisskráningu og, eða verðbótum og vöxtum sem hvorttveggja er oft ranglega kallaðir vextir, þótt raunveru- legir vextir séu litlir eða engir. Samþykki ríkisstjórnarinn- ar þarf fyrir þessari ákvörðun bankanna að því leyti sem hún er ekki ákveðin með lögum. Ef sú opinber verðákvörðun í heild, sem greind er hér að framan, tilheyrir ekki þjóðnýtingu í þingræðisþjóðfé- lagi, þá veit ég ekki hvað þingræðisleg þjóðnýting er.“ Og Stefán víkur að öðrum þætti verðmyndunar sem ekki er þjóðnýttur og bendir á að laun og launatengd gjöld séu stærsti kostnaðarliðurinn við flesta framleiðslu og þjónustu, en þau nema milli 70 og 80% af þjóðartekjum. en launin eru að mestu frjáls og ber þeim er ákveða verð, á innlendri framleiðslu og þjónustu að taka fullt tillit til launaliðarins við framangreindar verðlagsákvarðanir.“ Greinarhöfundur telur sjálfsagt að frjálsir samningar séu um kjarasamninga en það sé fráleitt að aðilar vinnumarkaðarins semji um verðbótaþáttinn og vill banna slíkt athæfi með lögum, en verðbæturnar skili sér yfirleitt ekki í öðru en aukinni verðbólgu. Það sem endurbæta þarf við kröfugerð er: „Kröfurnar þarf vitanlega að rökstyðja með því að þær séu framkvæmanlegar. Annað er ekki sæmandi nú til dags. En því miður eru launakröfur oft gerðar nú í svipuðu formi og þær voru gerðar í gamla daga, er atvinnurekendur voru vald, vinnandi menn valdlausir og engir þjóðhags- reikningar til. Um langt skeið hefur aðalgallinn á kjarasamningum verið sá, að krónutölufjölgunin sem í þeim felst hefur ekki bætt launakjörin.“ Bráðabirgðalögin hægja nokkuð á verðbólgunni, en fyrir nokkru kom upp ágreiningur um gildistíma um helmingsskerðingu verðbóta. Um það segir Stefán Jónsson: „Sennilega hafa flestir gert sér ljóst að litlar líkur væru til að aukin kjaraskerðing ætti sér stað þótt vísitöluskerðingin gilti í t.d. 13 mánuði í stað 3ja því ríkisstjórnin hafði í hendi sér með hinu þjóðnýtta verðkerfi að hlutfallslega minni hækkun ætti sér stað á nauðsynjum manna. Máski er sá skoðanamunur sem hér hefur skotið upp kollinum óvænt ábending um að rétt væri að fram færi rannsókn á því hvort framlenging 1. gr. nefndra laga þýddi nokkra kjaraskerðingu. Hitt mun öllum ljóst að slíkt þýddi skerðingu á okkar heimagerðu óðaverðbólgu. Raunar má nú segja að þegar sé sannað með sams konar tilraun að slíkt skerðir hvorki kjör né kaupmátt launa, heldur eru það aðrar ástæður sem það gera, og það jafnt hvort verðbólgustig eru skert eða ekki, enda sannleikurinn þessi: Heimagerðu verðbólguleikirnir okkar eru ljótir og skaðlegir leikir í okkar efnahagskerfi og eiga enga sámleið með farsælli og raunhæfri stjórn efnahagsmala.“ OO „Heillaður af tengslum blaðamennsku og bokmennta” — gripið ofan í viðtal við Nóbelsverðlaunahafann Gabriel Garcia Márquez, sem hyggst stofna dagblað í fæðingarlandi sínu Kolumbíu Cxabriel garcia márquez tók við bók- MENNTAVERÐLAUNUM NÓBELS í STOKKHÓLMI FYRR í ÞESSUM MÁNUÐI. í tilefni af verðlaunaveiting- unni hafa birst fjölmörg viðtöl við þennan kólumbíska rithöfund í erlendum dagblöðum og tímaritum. í mörgum þeirra hefur einkum verið fjallað um afstöðu rithöfundarins til stjórnmála, sérstaklega þó pólitískra átaka í rómönsku Ameríku, en Garcia er mikill stuðningsmaður, og persón- ulegur vinur, kúbanska einræðisherrans Fidel Castros. En í sumum viðtalanna hefur þó frekar verið rætt um ævi og ritstörf Nóbelsverðlaunahafans. Við skulum grípa ofan í kafla í einu slíku viðtali, sem birt var nokkrum dögum áður en verðlaunin voru afhent. Viðtalið var tekið í smábænum San Luis Potosi í Mexikó, en þangað hafði Garcia Márquez haldið til þess að fá frið til að semja ræðu sína, sem hann flutti í Stokkhólmi. Hann var einna fyrst spurður að því, hvers vegna hann teldi, að honum hefði verið veitt Nóbelsverðlaunin. „Fyrir bækur rnínar", svaraði hann þegar og vísaði frá öllum hugmyndum, um að stjórnmálaskoðanir hans eða heimkynni hefðu þar haft úrslitaáhrif. „En ég vissi einnig að ég átti áhrifamikinn guðföður þarna, skáldið Artur Lundkvist. Hann er eini félaginn í Sænsku akademíunni sem ber ákafa umhyggju fyrir bókmenntum rómönsku Ameríku. í augum okkar rómansk-amerísku rithöfundanna hefur hann alltaf verið ógnvekjandi og fjarlægt goð, sem ákvarðaði örlög okkar. En þegar ég hitti hann, þá reyndist þetta vera gamansamur öldungur með ungt hjarta. Hann sagði eitt sinn við mig: Ég neita að deyja fyrr en þeir háfa látið þig fá þessi verðlaun,,. * I VIÐTÖLUM SÍNUM ER GARCIA MÁRQUEZ GJARN Á AÐ TALA UM FORTÍÐ SÍNA, SEM HANN HEFUR AUSIÐ AF í BÆKUR SÍNAR. Honum verður tíðrætt um Aracataca, bernskubæinn heita og rykuga í Kolumbíu, sem varð að Macondo í Hundrað ára einsemd. Sömuleiðis húsið þar sem hann óx úr grasi sem eina barnið á meðal aldraðra ættingja, sem allir urðu að persónum í frásögnum rithöfundarins. Þegar Gabriel var smábarn fluttu foreldrar hans, sem áttu 16 börn, til annarrar borgar, þar sem faðir hans fékk vinnu við skeytasendingar, og Gabríel var skilinn eftir í umsjá afa og ömmu. Garcia Márquez skýrir frá því, að afi hans hafi verið „fyrrum ofursti sem sagði endalaust sögur um borgarastyrjöldina, sem háð var á æskuárum hans, fór með mig í hringleikahús og kvikmyndahús og varð eins konar naflastrengur minn við söguna og raunveruleikann". Amma hans var „að segja okkur dæmisögur og goðsagnir ættarinnar, og hún skipulagði líf okkar eftir þeim skilaboðum, sem henni bárust í draumi“. Hún var „uppspretta hinnar yfirnáttúrulegu, hjátrúarkenndu túlkunar á raunveruleikán- um.“ En sá tími, sem hann varði síðar sem blaðamaður í strandbænum Barranquilla, var ekki síður mikilvægur fyrir verk hans. Þá var hann um tvítugt og skrifaði, las og rökræddi sérhvern dag við þrjá aðra unga blaðamenn, sem höfðu bókmenntalegan metnað. Þessi óaðskiljanlegi kvartett hittist á hverju kvöldi í bókaverslun og hélt síðan á kaffihúsin, þar sem þeir drukku bjór og romm þar til áliðið var nætur. „Við deildum hástöfum um bókmenntir“, segir einn fjórmenning- anna, German Vargas, en Garcia Márquez tileinkaði honum fyrstu bók sína. Þeir lásu auðvitað verk hvors annars, en sökktu sér jafnan ofan í verk annarra rithöfunda, svo sem Defoe, Dos Passos, Camus, Virginiu Woolf og William Faulkner, en hann er reyndar sá bandarískra rithöfunda, sem talið er að hafi haft mest áhrif á verk nútímahöfunda í rómönsku Ameríku. Fjórmenningarnir birtast allir sem vinir - German, Alvaro, Alfonso og Gabriel - í Hundrað ára einsemd. „Ég vann mig í gegnum bókmenntimar, las, skrifaði, las og skrifaði - það er eina leiðin", segir Garcia Márquez. Hann las rússneska höfunda, enska og ameríska. „Ég lærði mikið af James Joyce og Erskine Caldwell og auðvitað af Hemingway", segir hann. En þá tækni „sem er nauðsynleg til að breyta einhverju, sem virðist fáránlegt, ótrúlegt, í eitthvað sennilegt. trúverðugt, lærði ég í blaðamennskunni", heldur hann áfrarn. „Lykilatriðið er að segja beint frá. Það gera blaðamenn og almúgafólk". Á 20-30 ára aldrinum (hann er 54 ára) gekk Garcia Márquez á milli útgefenda, fékk nokkur verka sinna útgefin, hlaut góða gagnrýni fyrir bækur sínar, sem hins vegar seldust lítt í þá daga. Þrjú þessara ára dvaldi hann í Evrópu, þar á meðal í París og Róm. Eftir-dvölina í París.þar sem hann ■ Nóvelsverðlaunaskáldið Gabriel Garcia Márquez. Myndin var tekin á Kastrupflugvelli, þar sem skáldið staðnæmdist á leið sinni til Stokkhólms að taka við Nóbelsverðlaununum. skrifaði sögur um lífið í rómönsku Ameríku og reyndi að ' bjarga sér, er sú borg honum bæði aðlaðandi og fráhrindandi. En enn heimsækir hann París á hverju ári. HvAÐ FINNST GARCIA MÁRQUEZ UM EVR- ÓPSKAR BÓKMENNTIR? Satt að segja teiur hann fátt spennandi á seyði í vestur-evrópskum bókmenntum um þessar mundir. Undantekningarnar eru að hans sögn þýsku rithöfundarnir Heinrich Böll og Gúnter Grass. „Frönsku rithöfundarnir skrifa á hverju ári sams konar bækur fyrir Goncourt-verðlaunin", segir hann og dylur engan veginn andúð sína á frönskum menntamönnum og „heilaleikfimi" þeirra. Hins vegar telur hann að bókmenntir rómönsku Ameríku séu „mjög lifandi“.Hann telur Pablo Neruda, sem nú er látinn, eitt mesta skáld þeirrar heimsálfu, og hann dáist mjög að mexíkanska rithöfundinum Juan Rulof og vini sínum Carlos Fuentes. Það eru að hans sögn 30-40 ungir rithöfundar í rómönsku Ameríku, sem eru að skrifa athyglisverð verk, og hann kvaðst hafa reynt að beita áhrifum sínum til þess að auðvelda þeim útgáfu verka sinna. Og öldunginn í Argentínu, Jorge Luis Borges, telur hann alls góðs maklegan, því hann hafi „gert meira fyrir spænska tungu en nokkur annar síðan Cervantes leið“. Síðustu tvo áratugina hefur Garcia Márquez búið Mexikóborg. En hann fullyrðir að honum líði alitaf best i strandhéruðum fæðingarlands síns, Kólumbíu. / HvAÐ BÍÐUR SVO AÐ VERÐLAUNAAFHEND- INGUNNI AFSTAÐINNI? Hann kveðst vonast til þess að geta fljótiega farið að skrifa nýja skáldsögu, sem hann hefur haft í gerjun nokkum tíma. „Það er hamingjusön ástarsaga“, segir hann, en vill lítið meira um málið segja. Og svo ætlar hann að stofna dagblað. Peningarnir, sem Nóbelsverðlaununum fylgja, gera honum kleift að láta þann langþráða draum sinn rætast að stofna og reka eigið dagblað í Kolumbíu. Þetta á að vera „alþýðlegt morgunblað sem á að sýna löndum mínum að það er til veröld utan rómönsku Ameríku sem er bæði stærri og réttlátari en við eigum að venjast. Ég ætla sjálfur að annast daglega stjórn, en mun þó nota um helming ársins til þess að skrifa nýjar skáldsögur“. Hann kveðst ætla að ráða til sín unga blaðamenn og þjálfa þá. „Ég hef alltaf dregist að heimi blaðamennskunnar", segir hann. „Og er enn mjög heillaður af tengslunum á milli blaðamennsku og bókmennta". ■ Elías Snæland Jónsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.