Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 36

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 ■ Það segir ekki alla söguna um José Diaz, fjórtán ára Puertóríkana í Bronx, að stundum fer hann eftir skóla og selur sig kynvillingum. Það gerði hann fyrst ellefu ára gamall. Hann hefur alist upp í umhverfi, þar sem neyðin gerir fólk að söluvöru. Hví skyldu börn þá ekki vera til sölu líka. Einhver í götunni er byrjaður á þessu. Hann leggur upp með vini sínum. Hann fer með neðanjarðarlestinni út á Times Square á Manhattan og þegar hann kemur aftur er hann með einn eða tvo tíudollaraseðla í vasanum. Auðteknir peningar? Hreint ekki,- því hér þarf að fara að með gát, rétt eins og ef menn ætla að stela eða stunda eiturlyfjasölu. Af tuttugu drengjum í blokkinni þar sem José býr (Hann er kallaður JoeJoe) stunda þetta fimmtán drengir, eða hafa prófað þetta. Þeir kalla þetta „hustle“, - því orðið „vændi“ er bannorð. í orðabókinni er „hustler“ þýtt sem sá er „sveimar um fullur orku“ eða „sá sem aflar sér fjár og er ekki vandur að meðulunum til þess að ná því.“ Nei, það sem lýsir Jósé litla miklu betur er sú furðulega staðreynd að hann skuli ekki fyrir löngu vera kominn í hundana. Að hann skuli ekki fyrir ■ Listin að bjarga sér. Barnavændi úti fyrir dyrum spilatækjasalar. Ekkert — ekkert getur orðið þeim til bjargar löngu vera niðurbrotinn, eins og öll hans fjölskylda, húsið sem hann býr í, gatan hans og allt hverfið. Vopn hans í lífsbaráttunni eru þrjóska og slægð, - og persónutöfrar, þegar á þarf að halda. H.október 1981 í fyrstu spurt meinleysislegra spuminga: „Veistu hvað klukkan er?“ eða „Viltu lána mér 25 sent í spilakassann?" Viðskiptaumræðurnar heyrast lítt. vegná skarkalans í spilatækjunum. Stundum eru viðskiptin rædd á skyndi- bitastöðum; - „Viltu gefa mér eitthvað Að ósk Jósé förum við inn á veitingahús McDonalds við hið fjöl- menna Fordham Street. Hann situr fyrir framan mig og gaumgæfir mig vandlega. „Kók?“ spyr ég. „Nei, takk.“ En ham- borgara? „Nei takk.“ Hann tekur ljós- myndaranum, Steve, með minni fyrirvara en mér, því Steve hefur búið í þessu umhverfi í hálft ár og lætur ekkert á sig fá. Ég er hins vegar ný á þessum slóðum. Þessi 14 ára drengur var fljótur að sjá það á mér í leigubílnum að ég mundi vera evrópsk menntakona. Áður en hann hefur fengið neinar upplýsingar um mig með spurningum, fer hann að segja mér frá heimsókn sinni í Frick safnið á Manhattan. Þessi samviskulausi skrópari í skóla sínum, sem ekki getur skrifað nafnið á götunni þar sem hann býr, virðist skyndilega orðinn að einlægum aðdáanda gömlu meistaranna. Nei, ekki leikur þú á mig, karlinn. En það kemur raunar síðar í Ijós að hann hefur verið þarna á safninu. „Hvað langar þig til að verða, Joe? „Verksmiðjueigandi. Eða þá klúbb- eigandi, Playboy-klúbbeigandi, þar sem allar stelpurnar eru." Hann brosir út undir eyru. Hvers langar þig mcst til núna? „Til þess að fá mér sæti.“ Hann dregur sig inn í sjálfan sig. Þögn. Hann skiptir sögðugt um skap. Áhugi hans á málum er fljótur að dvína. Honum fer fljótt að leiðast. Steve segir frá JoeJoe: „Hann gat verið óþolandi ókurteis. Hann sagði mér að „fara til fjandans," þegar ég tók nokkrar myndir af honum og kunningjum hans á Times Square í febrúar 1981. Þá var hann 13 ára. Þegar menn vita ekki hvað um er að vera, taka menn ekki svo auðveldlega eftir barna- vændinu. Það tók mig tvo daga að komast að því hvar viðskiptin voru gerð. Á vetrum eru þau einkum fjörleg við innganginn í neðanjarðarjárnbrautina við 8. stræti og við 42. stræti. Einnig í spilahöllinni „Playland" við 7. sæti. Þama eru á ferðinni fimmtán til tutt- ugu drengir í leit að viðskiptamönnum. Aðferðirnar bcra merki óttans við að vekja eftirtekt lögreglumanna og því er að borða?“ Þegar Ijóst er hvað á spýtunni hangir spyr hinn tilvonandi viðskiptavinur: „What do you do?“ Drengurinn útlistar hvað hann hafi að bjóða og hvað hann vilji fá fyrir. Lítt reynd börn sættast á fimm eða sjö dollara. Þeir reyndari vilja fá 25 dollara. Ég man eftir mjög laglegum kúbönskum dreng, sem heimtaði 50 dollara. Þá fékk hann. JoeJoe segir sinn prfs vera 30 dollara. Svo segir hann að minnsta kosti.“ 10. nóvember 1981 Ekki líður á löngu þar til JoeJoe býður okkur með sér heim til sín. Hann hefur aldrei minnst á það einu orði hve aðslæður hans eru hörmulegar. Honum finnst ekkert athugavert við móður sína, systkinin né skólann. En hvað um föður hans? Hann hristir höfuðið. „Hann ber mig.“ Það er gamla sagan. Vinnur faðir hans? „Nei, hann fékk flugnaeitur í augun og annað er brúnt og hitt er blátt.“ Við komumst að'því annars staðar frá að faðir hans, sem er 45 ára er kominn í hóp uppflosnaðra gamal- menna sem á vetrum ylja sér við kolaofna á strætum úti og flissa að börnunum, drukknir dag hvern. . Webster Avenue/Tremont Avenue eru þvergötur í útjaðri Suður-Bronx. Fátækrahverfin færast æ norðar, svo sem um tíu blokkir á ári hverju. Á árunum eftir 1950 var Suður-Bronx (12 km. að flatarmáli og hálfrar milljón manna byggð) hreinlegt verkamannahverfi, þar sem einnig var mikið um Gyðinga úr millistétt. Svo háðulega tókst til að hrörnunin hófst með því að sett var bann við hækkun á húsaleigu, til þess að vernda hag þeirra fátækustu. Það kom af stað keðjuverkun: Húseigendur hættu að halda hinum gömlu byggingum við og stöndugri leigjendur fluttu í skárri hverfi. Ýmsa minnihlutahópa dreif nú að, einkum frá Puertó Rico. Þarna ríkti gífurlegt atvinnuleysi. Iðnfyrirtæki og bankar fluttu á brott og „brunar" gamalla bygginga gerðust æ tíðari hjá ýmsum húseigendum, sem svíkja vildu fé út úr tryggingafélögum. Björgunarleiðir hafa verið ræddar. Á húsarústum í Charlotte Street stóð Carter forseti árið 1977 og lýsti yfir framkvæmd nýrrar byggingaáætlunar í Suður-Bronx, sem borgarstjórn New York Iagði síðar á hilluna sem hverja aðra vitleysu. Á sama stað stóð Ronald Reagan árið 1980 og þrumaði yfir fylliröftunum: „Ég get lítið fyrir ykkur gert, nema ég fái atkvæðin ykkar.“ Hann er enn með bjargráð í handraðan- um, sem ganga út á það að þarna skuli koma upp nýjum iðnaðarhverfum með skattaívilnunum. Á húsi Diaz fjölskyldunnar er engin dyrabjalla. Við berjum að dyrum. Fjölradda óp heyrast innifyrir. Bróðirog systir eru að fljúgast á. Mickey hefur Joe Joe er greindur piltur, en hann getur gleymt öllum framtíðarvonum. Hvers vegna? Hann er drengur frá Puerto Rico og vex upp í röngu hverfi. Það er fátækrahverfið Suður-Bronx í New York. Blaðakonan Ewa Windmoeller og ljósmyndarinn Stephen Shames fylgdust með ári í lífi José Biaz, sem leiðst hefur ut í barnavændi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.