Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Sá sem togar of snemma í bremsuna hlýtur að falla, en sá sem gerir það af seint skellur á jörðina með 40 km. hraða. Klaus Heller er engin hetja. Hann lítur heldur ekki út fyrir að vera það. Hann er fremur smávaxinn og fremur feitur en grannur. Hann reykir of mikið og er mjög stressaður. Þegar hann var að leita að heppilegum stað til þess að stökkva og kom að gamaldags viðarbrú, fór hann út úr bílnum og hoppaði á brúnni, til þess að prófa hvort hún væri nógu traust. Loks þá ók hann yfir og hlustaði vel eftir hverjum bresti. Jafn vandlega undirbjó hann stökkið, fram að nýtísku hengibrú. Það tók margar vikur að finna réttu brúna. En víðast höfðu sjálfsmorðingjar stokkið út af brúnni á þeim stað sem Heller vildi stökkva og því var búið að setja þar upp ókleif vírnet. Þannig var það einnig hvað Olympíuturninn í Munchen snerti, en hann kvað Heller hafa verið alveg upplagðan. Loks rakst hann á Kochertal-brúna. Svifdrekamenn höfðu sagt honum að þetta væri upplagð- ur staður. Að tveimur mínútum liðnum er það afstaðið Nú taka við fallprófanir. Til þess eru notaðir 75 kg. sandpokar, sem hanga neðan úr fallhlífinni í stað Heller. Heller og myndatökumenn hans höfðu farið út á margar brýr í landinu og kastað sandpoka út yfir handriðið. Nákvæmar myndavélar mældu tímann á fallinu, rek fallhlífarinnar í loftinu, opnunaraugna- blikið og ailt annað. Aðferð Tylers við að brjóta fallhlífina saman var æfð í smáatriðum, til þess að ná sem skemmstum opnunartíma. Enn var myndavélabúnaðurinn sem nota átti á fluginu vandlega yfirfarinn, svo og hugsanlegur flótti frá lögreglunni. Heller hafði kynnt sér hvort tiltæki hans kynni að kalla yfir hann þunga refsingu, en hann fékk engin skýr svör. Hann studdist því við gömul sannindi: Það sem ekki er augljóslega leyfilegt í Þýskalandi, það hlýtur að vera bannað. En lögreglan lét aldrei sjá sig, meðan verið var að gera tilraunimar. Þeir sem áttu leið hjá skiptu sér heldur ekkert af þessum mönnum, sem þeir sáu vera að kasta einhverjum þungum hlut yfir handriðin á brúnum. Sunnudag nokkurn undir haust er loks allt klappað og klárt. Heller æfir stökkið á um það bil tveggja metra hárri brú í „Enska garðinum" í Munchen. Hann klifrar út yfir handriðið, festir línuna og stekkur. Sjónvarpsmenn sem hann hefur kallað til, mynda „stökkið." Þeir munu mynda allan aðdraganda raunverulega stökksins, - svo að það sjálft að vonum. Sýna skal myndina í sjónvarpi, því Heller telur að það „sé eftirspurn eftir svona efni.“ Að aðalæfingunni í „Enska garðinum" lokinni birtist læknirinn Manfred Lukas með lítinn pakka. Hann var skurðlæknir á sjúkrahúsi í Munchen, en þar sem það starf tók of mikinn tíma til þess að hann fengi sinnt eftirlætisáhugamáli sínu, - drekaflugi, - sneri hann sér að því að græða hár á menn. í pakkanum er nýjasta gerð af björgunarfallhlífum fyrir svifdreka- menn. Læknirinn mælir með þeim. Hann hefur þó ekki reynt þær. Hann hefur að vísu þrívegis hrapað, en þá notast við aðrar gerðir. Ferðin frá „Enska garðinum" til brúarinnar tekur fimm stundir. En þá tekur alvaran við. Eftir vart tvær mínútur er allt afstaðið. Failhlífin opn- aðist eins og best var á kostið, en einhverjar fellingar höfðu ekki lagst rétt í brotin, því fallhlífina bar örlífið af leið í átt að brúarstólpunum. En Heller gat leiðrétt þetta auðveld- lega og lenti fagurlega. Læknirinn Lúkas fékk því neyðarfallhlíf sína ónotaða til baka. „Sem betur fór,“ sagði Heller. Árið 1963 stökk 17 ára gamali piltur ofan af Mangfall brúnni við Munchen, vegna þess að móðir hans vildi ekki lofa honum að stökkva úr flugvél. Hann útvegaði sér fallhlífina hjá hernum og lét vini sína halda henni opinni og fleygja henni á eftir sér, um leið og hann stökk. „Þetta var ekki „base“ fallhlífar- stökk,“ segir Heller. „Þetta var fyrst og fremst brjálæði og þar að auki var fallhlífin opin.“ Vönduð gjöf fyrir börn og unglinga V* éSO í rétta stólnum situr þú rétt og í réttri hæö viö borðið. Þannig þreytist þú síður. PE 82 er þægilegur stóll framleiddur hérlendis í tveimur útfærslum. fyrir byrjendur (skólafólkið) og þá sem lengra eru komnir í lífinu. PE 82 stóllinn er bólstraður. á hjólum og með gaspumpu. Einnig fáanlegur með örmum og veltusæti. Og varöið er aðeins kr. 1.490.- — ja, það ættu allir að hafa efm a að eignast slíkan stól. Hver hefur annars efni á að eyðileggja heilsu sína vísvit- andi með rangri setu? Sendum í póstkröfu. HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211 ELSE-MARIE IU0HR I1VER ER ÉO? i Ástin blómstrar á öllum aldursskeiöum SIGGE STARK SKÓGAR' VÖRÐURINN ÞÆR ERU SPENNANDI í ÁR, SKEMMTISÖGURNAR FRÁ SKUGGSJÁ! Barbara Cartland Ástin blómstrar á öllum aldursskeiðum Eftir lát konu sinnar segir Malcolm Worthing- ton skilið við starf sitt í utanríkisþjónustunni og fer til Miðjarðarhafsins í þeim tilgangi að gleyma fortíðinni og hefja nýtt líf. Þar verða tvær konur á vegi hans og þær eru ólíkar eins og dagurinn og nóttin. Elísabet er fínleg, lífsglöð og óeigin- gjörn og kennir honum að elska á ný. Marcia er há og grönn, fögur og fönguleg, en Malcolm metur hana einskis. En þegar Marcia er að því komin að hverfa að fullu úr lífi hans, ske óvæntir atburðir, sem Malcolm hafði ekki séð fyrir... Theresa Charles við systurnar Althea er fögur, alvörugefin og mjög gáfuð og stjórnar yngri systur sinni, full afbrýðisemi og öfundar. Rósamunda er lífsglöð og skemmtileg, aðlaðandi og kærulaus, en full af mannlegri hlýju. Adrían er aðstoðarprestur föður þeirra og þær eru báðar ástfangnar af honum. Hann kvæn- ist Altheu. Cecil er frændi Adríans, glæsilegur og sjálfsöruggur. Hann kvænist Rósamundu. Þessar systur voru mjög ólíkar, en áttu þó svo margt sameiginlegt í fari sínu, að mennirnir, sem urðu á vegi þeirra hrifust af þeim báðum. Sigge Stark Skógarvöröurinn Anna frá Hlíð var sautján ára og mjög þögul og fáskiptin. Hún tjáði engum hug sinn, heldur hélt sig út af fyrir sig, rölti ein um skóginn með hundinum sínum, sem í raun var hennar eini félagi. En einn indælan sumardag, þegar sólin hellti geislum sínum yfir skóginn, fjöllin og mýr- arnar, hitti hún skógarvörðinn nýja. Þessi sumar- dagur festist henni í minni sem einn mesti hamingjudagurinn í lífi hennar, enda þótt hann bæri í senn með sér sorg, biturleika og tár... Erik Nerlöe Hvítklædda brúðurin Karlotta var á leið til kirkjunnar þar sem Jesper og veizlugestirnir biðu hennar. Hún var klædd í brúðarkjólinn hvíta, með fagran brúðarvönd í fanginu og fyrir brúðarvagninn voru spenntir tveir fagrir gæðingar. En hún komst aldrei alla leið til kirkjunnar, — og enginn vissi um mennina tvo, sem í brúðarvagninum sátu og óku á brott með Karlottu, tvo illskeytta menn, sem til alls voru vísir. Og þar með fékk Benedikta Liljen- krona möguleika til að vinna ástir Jespers á ný... Francis Durbridge Með kveöju frá Gregory Fáir útvarpsþættir hafa vakið jafnmikla spennu meðal íslenzkra útvarpshlustenda sem Gregory-þættirnir sællar minningar. Með kveðju frá Gregory er sagan sem þessir æsilegu þættir voru byggðir á, — og sagan er ekki síður spennandi. Hver var hann þessi leyndardómsfulli glæpamaður, sem skildi eftir orðsendinguna „Með kveðju frá Gregory,“ ritaða með rauðu bleki, sem minnti óhugnanlega á blóð, og festi á fórnariömb sín? — Það kostar vökunótt að byrja lestur þessarar bókar. Else-Marie Nohr Hver er ég? Eva Birk er að undirbúa brúðkaup siti og Henriks Borg, þegar hún fær þær óvæntu upp- lýsingar, að af vígslunni geti ekki orðið, þar sem hún sé þegar gift öðrum manni. Eva verður að sjálfsögðu skelfingu lostin. Hún hafði orðið fyrir bifreiðarslysi og þjáðst af minnisleysi um tíma, en þegar hún tekur að kanna málið, kemst hún að því að hún er þegar gift, og það manni sem henni er ákaflega ógeðfelldur, — og að með þessum manni á hún þriggja ára gamla dóttur...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.