Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 21
20
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982
21
Um heimsreisur
með Theodorakis
unni, tungumála-
einangrun og
Finnska söng- og leikkonan Arja Saijomaa
í viðtali við Helgar-Tímann:
■ ... allar þjóðir jafn merkilegar, allar manneskjur jafn mikilvægar.
form á finnsku og jafnvel kunna að vera
ýmsir tilfinningalegir múrar á milli svo
ólíkra þjóða sem hindra skilning á
ljóðinu?
Jú, það cr margt til í því, en þá verð
ég fyrst að segja að við Finnar erum ekki
svo ólíkir Grikkjum að skapferli, við
erum hins vcgar dálítið ólíkir okkar
næstu nágrönnum. Finnar eru
tilfinningaríkir og dálítið óagaðir cins og
Grikkir. En tungumálin eru auðvitað
ólík og það er mikið vandaverk að þýða,
fyrst verður að endursegja Ijóðið, koma
til skila tilfinningunni, einlægninni og
síðan þarf að fella Ijóðið á hinu nýja máli
að tónlistinni. Ég þýði ekki sjálf þó að
ég vinni að þýðingum með öðrum en ég
hef mjög góða þýðendur sem ég hef
starfað með, bæði þýðendur á sænsku
og finnsku.
En það er þetta með cinangrunina,
það er nokkuð sem ég hef hugsað mikið
um og þið íslendingar hljóðið að hafa
þurft að taka afstöðu til og bregðast við.
Líttu á þessar stóru þjóðir, cnskumæl-
andi þjóðir sem hafa allt á sinni eigin
tungu og skilja ekki annað, tala og lesa
bara sína ensku. Eða Frakkar, líkt má
segja um þá. Oft hvarflar að mér að
þcssar þjóðir búi þrátt fyrir allt við meiri
einangrun cn við. Við þurfum að hafa
fyrir því að læra önnur mál og þýða af
þeim á okkar, það er krefjandi en það
gefur okkur líka mikið. Sjálf hef ég lært
mörg tungumál og er alltaf að læra
tungumál. Þannig komumst við í kynni
við menningu annarra þjóða og lærum af
henni. Fað er líka þannig sem þjóðir
læra að skilja hverjar aðrar og það er mjög
knýjandi nauðsyn fyrir okkur á Norður-
löndum að -skilja þcssa aðstöðu okkar,
að við getum valið úr öllu því besta,
^Okkar menning verður svo miklu ríkari
ef við erum opin fyrir því sem er gert og
hugsað annars staðar í hciminum. Ver-
öldin er full af yndislcgum bókmennta-
verkum, ljóðum og tónlist sem við
getum haft aðgang að og skilið ef við
viljum.
I>að var með þetta í huga sem við
settum saman dagskrána sem þið sáuð í
gærkvöldi. Hluti hennar var sænskir og
finnskir söngvar en að öðrum hluta
Tímamyndir'GE
textar og tónlist annars staðar frá scm
við höfum tekið upp og er eigtiilega
samcign okkar og sameign allra;1 Við
vildum undirstrika að skandinavísk
mcnning cr ekki bara það sem vaxið er
upp hjá okkur sjálfum heldur höfum við
líka lært af öðrum, þegið frá öðrum,
hlutir sem okkur cru mikils virði og við
viljum hafa með þegar við kynnum
okkar menningu. Það eru allar þjóðir
jafn merkilegar, allar manneskjur jafn
mikilvægar.
Finnsk þjóðarsál og íslensk
Þetta væru ágæt lokaorð en mig langar
samt scm áður að skjóta einni spurningu
að, áður en við hættum. Margir
Islendingar líta á Finna sem þjóð mjög
nána sér og hafa á tilfinningunni að það
sé til citthvað sem við kölluðum finnsk
þjóðarsál, sem er sterk. og sérstæð.
Hvað viltu segja um þetta?
Jú, kannske er dálítill sannleikur til í
þessu, Finnar hafa almennt eins og ég
minntist á áðan skapferli sem er ólíkt
nágrönnum þeirra. Ég hef heyrt marga
Finna tala um að Finnar og íslendingar
séu líkir um margt og það ríki skilningur
á milli þcirra, ég er hér nú í fyrsta sinn
svo að ég veit það ekki, en ég veit að
margir Finnar bera virðingu fyrir íslandi
og elska ísland . Kannske eigum við
sérstöðuna sem við vorum að tala um
áðan samciginlega. Við búum í útkant-
inum á Norðurlöndum, tölum okkar
eigin mál scm engir aðrir skilja, þið eigið
ykkar gömlu sögur og goðsagnir og við
grobbum okkur af Kalevala og svo
framvegis. Alla vega eiga Finnar og
íslendingar sameiginlegan þennan
óskaplega leikhúsáhuga. í Finnlandi er
varla til svo lítið þorp að þar sé ekki
áhugamannaleikhús og mér er sagt að
það sé svipað farið um íslcndinga.
Og þar með er mál að kveðja Örju
Saijonmaa að sinni, hún ætlar ekki að
eyða þessum eina frídegi sínum á íslandi
í blaðaviðtal, heldur rýkur aftur niður í
bæ að skoða sig um. Við þökkum henm
þolinmæðina og vonumst eftir að heyra
hana og sjá aftur áður en langt líður. En
við erum víst ekki einir um það.
JGK
samkennd milli manna og þjóða
■ Arja Saijonmaa, hin víðföria og fræga Gnnska söng- og letkkona kom,
sá og sigraði þegar hún kom fram sem gestur Þjóðleikbússins s.l.
sunnudagskvöld. Áheyrendur vildu heist ekki sleppa henni af sviðinu, eftir
sýninguna og í mannþrönginni á leiðinni út heyrði undirrituður mörg af
ur eru ekkí hinir fyrstu sem hún leggur að fótum sér, hún kom hér við á
heimleið frá Bandaríkjunum þar sem hún kom frá á vegum Skandinavian
today og þar í landi fékk hún stórkostlega dóma gagnrýnenda, hún er
söngkona á borð við Mariene Dietrich og Josephine Baker sögðu þeir og
sem leikkona túlkar sig hún jafnvel. ást einmanaleik eðaleiflrandi húmor.
Persónutöfrar hennar eru ómótstæðilegir scgja þessir vísu menn, hún hefúr
allt til að bera, hæfileika, fegurð, gáfur, kraft, raýkt, kynþokka og hún ræður
yfir þeim galdri að geta heillað áhorfendur með sér og haldið þeim föngnum
meðan á sýningu stendur. Hún gæti orðið skærasta stjama Broadway, ef hún
kærði sig um, bæta þeir við.
Arja var svo vinsamleg að fallast á að eiga stutt spjall við blaðamann
Tímans, við mæltum okkur mót kl. 15 á mánudeginum eftir sýninguna á
Hótel Loftleiðum.
Við setjumst yfir kaffi og kökum og tökum tal saman. Arja byrjar á að
segja okkur frá upphafi hins ævintýralega ferils síns.
Ég er upprunnin í litlum bæ sem
heitir á finnsku Mikkeii og er nálægt
rússnesku landamærunum 230 kílómetra
í norð austur frá Helsinki. Þar ólst ég
upp og gekk í skóla. Nei, ég kom ekkert
nálægt leikhúsi þar. Égfórtil Bandaríkj-
anna og var þar í eitt ár sem skiptincmi
og að því búnu fór ég til Helsinki. Ég
stundaði nám í píanóleik við Jean
Sibelius tónlistarakademíuna þar frá
1965-1970 og stundaði jafnframt nám í
lciklistarfræðum og bókmenntum við
háskólann þar. Og það var á þessum
árum scm ég fór að starfa við Ieiklist.
Nú eru Finnar frægir fyrir sín leikhús
og væntanlcga hefur verið ríkt leikhúslíf
í Helsinki á þessum árum.
Óhemjuríkt. Þctta voru skemmtilegir
tímar, - umbrotatímar. í lok sjöunda
áratugsins fóru að spretta upp alls konar
leikhópar, frjálsir leikhópar og
stúndentaleikhús, sem sýndi pólitíska
kabaretta, söngleiki o.fl. til dæmis var
Brecht mikið á dagskrá. Mikið af þcssu
voru verk sem hóparnir sömdu og unnu
sjálfir og fóru sínar eigin óhefðbundnu
leiðir. Margir af bestu leikurunt, leik-
stjórum og leikhússtjórum Finna fengu
sína fyrstu eldskírn í leikhúsum á
þessum árum. Þetta voru fátæk leikhús
þar sem allir gerðu allt. Ég byrjaði á að
vinna við miðasölu, kaffiuppáhellingar
og skúringar. Einhverjir urðu að vera í
þessu, ef sýningar áttu að verða að
veruleika. Svo kom að því að ég fékk
að vera með í sýningum, fékk smá
hlutverk scm urðu svo stærri með
tímanum og svo endaði ég sem leikhús-
stjóri í stúdentaleikhúsinu.
Óvænt boð um heimsreisu
Svo gcrist það að þú kemst í tengsl
við Mikils Theodorakis og allt breyttist
í einu vetfangi. Hvað gerðist?
Það er mikil saga að segja frá því,
mjög skrítin saga. Nú, - á þessum árum
var herforingjastjórn við völd í Grikk-
landi og margir Grikkir vour í útlegð,
eða þá í fangelsum í heimalandi sínu.
Einn af þeim var Theodorakis. Við
vildum kynna málstað hans og við
tókum upp útvarpsdagskrá um hann þar
sem ég söng nokkur lög eftir hann á
finnsku. Það var í fyrsta sinn sem ég gerð!
dagskrá fyrir útvarp. En svo var The-
odorakis sleppt úr fangelsi og fluttist til
Parísar og síðan ferðaðist hann um
heiminn og flutti verk sín og kynnti
málstað andstöðunnar gegn grísku her-
foringjastjórninni. Meðal annars kom
hann til Helsinki og það var skipulögð
samkoma með honum þar. Ég var þá í
forustu hjá stúdentaleikhúsinu og hann
kom á skrifstofuna til mín og sagði, -Ég
var að hlusta á spólu með lögum eftir
mig, og það var finnsk stúlka sem söng
en ekkert nafn á spólunni, hvar get ég
fundið þessa stúlku. Og ég varð að segja
eins og var, - það er ég. Já, - en fyrir
alla muni þú verður að koma og hitta
okkur. - Þetta var óhemju spennandi,
við áttum að vera með leiksýningu á
stúdentafundinum með Grikkjunum
daginn eftir og ég átti að koma fram með
1 lítilli hljómsveit og syngja lög Theodor-
akis. Ég fór og lærði nokkur ný lög. Þegar
stundin rann upp var Theodorakis í
salnum og svo færði hann sig á fremsta
bekkinn, þegar ég fór að syngja og það
endaði með því að hann stökk upp á
sviðið og ýtti píanistanum mínum til
hliðar og byrjaði að leika undir og syngja
með mér. Kanntu þetta og kanntu hitt-
spurði hann og við sungum dúett í
hverju laginu áfæturöðru, hann ágrísku
og ég á minni finnsku. Allt í einu þrífur
hann míkrófóninn og tilkynnir yfir allan
áheyrendaskarann ,- Arja kemur með
mér í tónleikaferð, við erum að fara í
heimsreisu og Arja kemur með. -
Hugsaðu þér annað eins. Þetta átti fyrir
mér að liggja, og ég fékk þetta boð eins
og þrumu úr heiðskíru lofti á senunni
fyrir fullum stórum sal. Og þetta boð var
í alvöru. Arja skellihlær, þegar hún
rifjar upp þennan viðburð, sem gjör-
breytti öllu lífi hennar.
- Svo þegar ég fór að hugsa minn gang
þá sá ég auðvitað að þetta gat ekki
gengið. Ég hafði mínar skyldur við þetta
litla leikhús, sem ég var með forstöðu
fyrir og ég gat ekki hlaupið á brott. En
boðið stóð samt og við höfðum samband
okkar í milli og eftir eitt ár þegar ég
hafði lokið mínum ráðningartíma hjá
leikhúsinu þá fór ég til Parísar og þar
tókum við upp plötu. Að því búnu sagði
hann, -Nú leggjum við af stað, og svo
lögðum við af stað. Ég hugsaði með mér,
- svona ævintýri standa bara til boða
einu sinni á ævinni, svo að ég yfirgaf allt
í Finnlandi, nám mitt og allt og við
ferðuðumst um heiminn í heil tvö ár.
Geturðu sagt mér citthvað um þetta
ferðalag?
Nei, - veistu að það yrði allt of löng
frásögn, - nema hvað að við fórum
heimsenda milli og héldum tónleika, til
Ástralíu, til Suður-Ameríku, Austur-
landa fjær og svo um alla Evrópu
Auðvitað var þetta gífurleg lífsreynsla
fyrir mig, ég vann með þessu gríska
listafólki sem var í útlegð frá sínu eigin
landi og ég var eini útlendingurinn sem
komst svona nálægt þessu fólki. í
hljómsveitinni voru bara Grikkir og við
vorum þrír einsöngvarar, grískur karl-
maður, og grísk söngkona, mjög fræg.
Maria Farandouri og svo ég, Finninn.
Fyrst varð ég að syngja á mínu móður-
máli, en ég lærði fljótlega grísku svo að
ég gat sungið á því máli sem textarnir
voru samdir á.
Eining texta og tónlistar
Textarnir eru óskaplega stór partur af
þessari grísku tónlist, þetta er dramatísk
tónlist og mikil frásögn í Ijóðunum.
Þetta eru jú útlagar sem eru að segja frá
sínu heimalandi, frá lífi fólksins þar og
tilfinningum þess. Theodorakis samdi
sína tónlist aðeins við það besta í grískri
ljóðlist, Ijóð, sem eru hlaðin af lífs-
reynslu og tilfinningum. Og heiðarleika,
umfram allt.
Já, - þessi grtska tónlist var sem sagt
stór partur í mínu lífi í mörg ár, og er
að vissu leyti enn. Það var mikið um
gríska flóttamenn í Svíþjóð og margir
búa þar cnn, og sænska ríkisleikhúsið
ákvað að setja upp óperu byggða á
tónlist Theodorakis. Ég hafði komið til
Svíþjóðar á tónleikaferðalögum og þeir
vissu að það var kona í grannlandinu sem
hafði fengið sérstaka skólun sem gæti
nýst þeini vel í þessu verkefni. Svo þeir
höfðu samband við mig og ég sló til.
Theodorakis kom frá Aþenu og hjálpaði
til með tónlistina og úr þessu varð
gífurlega fjölsótt sýning svo að nú tóku
við ferðalög um Svíþjóð með þetta verk
og það fékk frábærar undirtektir. Ég
söng tónlist Theodorakis inn á plötur í
Svíþjóð og síðan eina í Aþenu, hún
heitir, „Söngvar mínir munu lifa,“ og
hefur fengið afar góðar móttökur. En
eftir þetta hef ég unnið mikið í Svíþjóð,
haldið tónleika, komið fram á kabarett-
um, leikið á sviði og
sjónvarpsprógrömmum.
Með óperum í Helsinki og
París
Ef við skiljum nú við þennan gríska
og sænska þátt í ferli þínum, - ég las í
leikskrá með sýningunni í gær að þú
hafðir starfað í mörg ár í óperum.
Já, það er rétt, og þar er eiginlega
komið að allt öðrum kafla í mínu-lífi.
Ég tók þátt í þessari óperu sem ég var
að segja frá í Svíþjóð og var einnig með
aðalhlutverk á uppsetningu á óperu
þeirra Brechts og Kurt Weills, Dauða-
syndirnar sjö hjá Þjóðaróperunni í
Helsinki. En þar að auki bjó ég í París
í mörg ár og starfaði með Parísaróper-
unni. Þetta voru ekki klassískar óperur
nei, mig hefur aldrei dreymt um að
verða óperusöngkona og syngja Wagner
og Verdi, mín söngtækni byggist mikið
á aðferðum sem Theodorakis hefur
þróað og miðast við það sem hann kallar
náttúrurödd. En í París starfaði ég sem
söngkona og leikkona í tilraunaleikhópi
á vegum Parísaróperunnar. Stjórnandi
þessarar tilraunaóperu eða
framúrstefnuóperu var bandarísk kona,
stórkostleg leikhúsmanneskja, sem heit-
ir Carolyn Carlsen og er menntuð sem
kóreograf, eða dansameistari. Og við
ferðuðumst mikið um,fórum til fjórtán
landa í Austurlöndum fjær og sýndum,
svo að þú sérð að ég hef ferðast mikið
um heiminn, en ég er ennþá Finni og á
mitt lögheimili í Helsinki.
Violeta Parra
V íkjum að öðru, þú hefur haft suður
ameríska tónlist á þínum söngskrám og
í gærkvöldi söngstu Ijóð og lag eftir
Violetu Parra. Hvar komstu í kynni við
hana og hver er Violeta Parra?
Ég kynntist tónlist hennar og ljóðum
þegar ég var með Theodorakis í Suður
Ameríku, hún var chilensk og þegar ég
kynntist verkum hennar fyrst var hún
dáin fyrir allmörgum árum síðan. Pablo
Neruda kallaði hana „fána latnesku
Ameríku". Það hefur alltaf verið stefna
í minni list að hafa jafnvægi milli texta
og tónlistar, flytja góða tónlist með
textum sem eru gefandi, hafa mikilvæg-
an og sammannlegan boðskap að flytja og
allt þetta er að finna hjá Violeta Parra.
Hún var afskaplega gáfuð kona, sem
hafði sem Ijóðskáld boðskap að flytja
sem varðar allar manneskjur, alls staðar
í heiminum. Hún orti undursamleg
ástarljóð og réðst í Ijóðum sínum gegn
tvöföldu siðgæði og undirferli. Hún setti
■ Arja Saijonmaa.
á fót tónlistarmiðstöð í Santiago de
Chile og það var hún sem lagði
grundvöllinn að hinni nýju tónlistar-
bylgju í Suður Ameríku, hennar tónlist
er ekki þjóðlaga tónlist heldur þróaði
hún áfram þjóðlegar hefðir í tónlistinni
sem hún samdi, en tónlistin var eftir sem
áður hennar eigin. Svipað og Theodor-
akis þróaði grískar tónlistarhefðir áfram
í sínum verkum. Og bæði notuðu
tónlistina til að koma fram og undirstrika
boðskap Ijóðanna.
Ég fékk mikinn áhuga á verkum
þessarar konu og ég hef unnið mikið
með chileönskum hóp tónlistarmanna,
sem kalla sig Inti Illimani, þeir eru
útlagar, búa í Róm og eru frábærir
tónlistarmenn. Við höfum ferðast um
með tónlist Violetu Parra og gefið út
eina hljómplötu með verkum hennar
sem nefnist „Ég vil þakka lífinu."
Að auki hef ég unnið að því að koma
heildarútgáfu á Ijóðum hennar á fram-
færi í Svíþjóð, ég hef fengið í lið með
mér góða þýðendur til að vinna að því.
Við erum ekki ein
í heiminum
Nú kemur þú frá landi sem er mjög
einangrað tungumálalega séð, þið Finn-
ar talið tungu sem fáir útlendingar skilja.
Grískt ljóð,svo að dæmi sé tckið hlýtur
að þurfa mikillar vinnu við áður en það
er komið heilt og óskaddað á sönghæft
. ég byrjaði að vinna við miðasölu, kaffiuppáhellingar og skúringar.
. að því búnu sagði hann - nú leggjum við af stað. Og við lögðum af stað.
...oft hvarflar að mér að þessar þjóðir búi þrátt fyrir allt við meiri einangrun en við.
og frönsku öper