Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 Mælikvarða hins málu lega verður að finna ■ Verið er að leggja síðustu hönd á afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár þegar þetta er skrifað. Sitthvað óskemmtilegt hefur verið sagt um þetta frumvarp, ekki aðeins af stjórn- arandstöðunni, heldur einnig af stjórn- arsinnum. Um það leyti sem það var lagt fram í haust kallaði sjálfur fjármálaráðherrann það kreppufrum- varp og ekki alls fyrir löngu skrifaði Ingólfur Guðnason alþingismaður grein í þetta blað og sagði frumvarpið eins og gatasikti. Engum dylst að ekki dugir lengur að setja saman fjárlög sem bera fremur keim af óskalista en raunverulegri getu efnahagslífsins til að standa undir þeim útgjöldum sem ríkisreksturinn hlýtur að byggjast á. Síauknar þjóðar- tekjur með aukinni hagsæld hafa einkennt síðustu áratugina. Nú er málið að snúast við. Efnahagskreppa í útlöndum og minnkandi fiskstofnar segja til sín með þeim hætti, að þjóðartekjur minnka og þar af leiðandi verða einstaklingar, fyrirtæki, stofnan- ir og sjálft ríkið að draga við sig í eyðslu. Erlendar skuldir eru meiri en svo að á þær sé bætandi, fremur verður að grynnka á þeim á sama tíma og tekjur fara lækkandi innanlands. Þótt svona sé komið og horfur ekki betri en raun ber vitni er óþarfi að vera með einhverjar hrakspár um að allt sé að fara fjandans til og að framundan sé ekki annað en basl og örbirgð. Það er langt í frá. íslendingar eru rík þjóð sem komið hefur sér vel fyrir í landinu, byggt upp mannvirki og atvinnuvegi sem þjóðin mun njóta góðs af á komandi tímum. Þjóðartekjur eru miklar, þrátt fyrir að samdráttur hefur orðið á þeim, og engin ástæða er til að ætla annað en að framleiðsla og tekjur muni áfram standa undir umtalsverðum lífsgæðum. Það er góðs viti að stjórnvöld átta sig á ástandinu og það er mannlegra af fjármálaráðherra að kenna fjárlaga- frumvarp sitt við kreppu en að berja höfðinu við steininn og leggja fram óskalista, eins og stjórnmálamönnum er oft tamt, sem ekki er í ætt við neinn raunveruleika eða greiðslugetu þjóð- arbúsins, og verður ekki uppfylltur með öðru móti en að auka lántökur erlendis. Heilagt vé Samneysla og velferð eru samtvinn- uð hugtök sem sífellt taka meira rúm í rekstri ríkis og sveitarfélaga og eru orðnir mestu útgjaldaliðir þjóðarbús- ins. Sumir tala um samneysluna eins og heilagt vé sem hvergi megi skerða og þykir aldrei nóg af opinberri forsjá og vilja auka hana jafnt og þétt. En er ekki búið að spenna bogann full hátt í þessum efnum? Kostnaður við heil- brigðisþjónustu, menntun og fleira af því tagi er orðinn slíkur að þjóðarbúið fær vart undir risið. Þeir sem að þessum málum standa setja markið hátt og telja að aldrei sé of miklu fé varið til þessara málflokka og annarra af samneyslutoganum. En sú hætta er fyrir hendi að velferðin verði eyðilögð fyrir þeim sem hennar njóta ef þess er ekki gætt að afla tekna á móti útgjöldunum. Þá er átt við raunveru- legar tekjur, sem skapast af fram- leiðslu, en ekki einvörðungu tekjur sem búnar eru til með skattaáþján alls konar. Það er framleiðslan sem skapar þjóðarbúinu tekjur en tollar og skattar, hvaða nafn sem þeim er gefið, er ekki annað en það sem ríkið tekur til sín af verðmætunum og dreifir síðan aftur í formi samneyslu og velferðar til dæmis. Verulegur hluti teknanna fer einnig í báknið sem innheimtir og úthlutar og heldur kerfinu gangandi. ■ Það getur orðið þungt fyrir fæti í skammdegishryðjum en öll él birtir upp um síðir, Tímamynd Róbert. í kreppufjárlögunum sem nú er verið að afgreiða er einn liður sem hækkar verulega á sama tíma og öðrum útgjaldaliðum er naumt skammtað. Það eru þau útgjöld sem falla undir félagsmál. Þar hefur fjármálaráðherra ekki séð sér fært að spara, enda erfitt fyrir hann að ganga á móti óskum flokksformanns síns sem fer með þennan málaflokk í ríkisstjórninni. Bruðl eða nauðsyn En einn af flokksbræðrum þeirra, formaður fjárveitinganefndar, gat ekki orða bundist er hann mælti fyrir nefndaráliti við 2. umræðu fjárlaga. Hann benti á að útgjöld til allra sjúkrahúsa í landinu og til trygginga- bóta almannatrygginga sem nema 33% af heildargjöldum ríkissjóðs, hækka um 61.4% á fjárlögum fyrir næsta ár, en annars miðar hækkun á öðrum liðum við 42% verðlagshækkun. Það þrengist því um aðra þætti í fjárlagafrumvarpinu, einkum þegar sú stefna er grundvallaratriði í fjárlaga- gerðinni, að félagsleg þjónusta sé hvergi skert heldur þvert á móti aukin á ýmsum sviðum á sama tíma og nágrannaþjóðirnar mæta fjárhags- erfiðleikum með því að stórskerða opinbera þjónustu. Formaðurinn sagði: „Hin síðari ár þegar þjóðartekjur jukust, hefur fé- lagsleg þjónusta og félagsleg réttindi verið aukin á margvíslegan hátt. Má þar til nefna greiðslur úr almanna- tryggingum, á nýjum þjónustuþáttum, greiðslu fæðingarorlofs, hækkun raun- gildis tekjutryggingar, bætta heilsu- gæslu, aukna aðstoð við þroskahefta og ellihruma. Ég hef áður minnst á, að slík stórfelld árleg aukning þjónustu hlýtur að jafnaði að verða að byggjast á verðmætaaukningu í framleiðslu at- vinnuveganna ef slík þjónusta á ekki að draga úr ráðstöfunarfé þjóðfélags- þegnanna á öðrum sviðum.“ Þarna kemur formaður fjárveitinga- nefndar að kjarna málsins, að aukning opinberrar þjónustu verður að byggj- ast á verðmætaaukningu þeirra at- vinnuvega sem fást við framleiðslu. Þegar við nú stöndum frammi fyrir minnkandi þjóðarframleiðslu er ekk- ert annað að gera en að draga úr opinberri þjónustu sem því nemur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. En það er ekki víst að lægri fjárveitingar þurfi að draga úr eðlilegri og nauðsynlegri þjónustu við sjúka og ellihruma. Byggingar og rekstur opin- berra stofnana er oft með þeim hætti að engu er líkara en að þeir sem trúað er fyrir slíku álíti það skyldu sína og hlutverk að bruðla með opinbert fé á þann hátt að á stundum jaðrar við siðleysi. Þessir aðilar eru oft í förum um heimsbyggðina á kostnað hins opinbera að kynna sér hið nýjasta og fullkomnasta í rekstri hliðstæðra stofn- ana og þeir ætla að byggja fyrr og reka hér á landi. Þegar heim kemur dugir ekki annað en taka sér til fyrirmyndar það sem þeir sáu fínast í útlandinu. Þá er ekki spurt hvort við höfum efni á flottheitunum eða ekki. Það er áreiðanlega hægt að spara víða í opinberum rekstri án þess að það komið niður á þeim stofnanirnar eru raunverulega reistar og reknar fyrir, eða þeirri þjónustu sem þeir eiga að njóta. Krossgötur Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra skrifaði grein í Morgunblaðið sem birtist 10. des. s.l. undir fyrirsögninni Á Krossgötum. Grein þessi er um margt athyglisverð, ekki síst vegna þess að höfundur hefur vegna starfs síns góða yfirsýn yfir íslenskt efnahagslíf og ekki síður vegna hins að áhrifamaður í Alþýðu- bandalagi gerir sér far um að líta á efnahagslegt samhengi af raunsæi og að lausn þjóðfélagsvandamála byggist ekki á hrokafullum og einstrengings- legum slagorðum og að sama skapi gjörsamlega innihaldslausum slagorð- um sem marxistar og sósíalistar hafa tamið sér. Niðurstaða Þrastar er, eftir að hafa rakið hina pólitísku og efnahagslegu kreppu sem þjóðin stendur frammi fyrir, að við þurfum að standa að gerð einhvers konar þjóðarsáttmála, sem bindi ákvarðanir einstakra hópa við getu þjóðarheildarinnar. Eftir að hafa rakið þriggja áratuga efnahagslega velmegun segir Þröstur: „Þessi ár rugluðu mörg okkar í ríminu, fylltu okkur ofmetnaði og ofbjartsýni. Við sáum framtíðina í hillingum og með hillingunum komu hástemmdar yfirlýsingar og glæstar framtíðarsýnir. En nú er þessi glansmynd að litverpast og það er gott og ég vona að svona glansmynd eigi aldrei eftir að koma aftur. Þær kynslóðir sem nú eru að verða fulltíða þekkja ekki annað en þessi hástemmdu fyrirheit, um áfram- haldandi og sívaxandi velmegun. Við vorum byrjuð að trúa á stóru auglýs- ingarnar um ágæti og brýna nauðsyn ofgnótta hversdagsgæða. Mælikvarði hins mátulega glataðist." Mælikvarði hins mátulega „Mælikvarði hins mátulega“ er hug- tak sem sá er hér hripar hefur stundum velt fyrir sér án þess að kunna að koma orðum að því og skuldar Þresti þökk fyrir. Þetta er mælikvarðinn á hvers við þörfnumst sem þjóð og sem einstaklingar, eitthvað í þá áttina að vera bjargálna. Þennan mælikvarða verður að finna, jafnt hvað við kemur útdeilingu á velmegun, til að verjast bruðl í opinberum rekstri, í kröfugerð um lífsgæðin, hvað við er átt með kaupmætti, yfirleitt það hvað við teljum nauðsyn og hvað eru lífsgæði þar framyfir. Aðstoðarmaðurinn dregur saman hvert stefnir í efnahagsmálum og skrifar: „Nú er svo komið að saman- safnaður fjárhags- og rekstrarafkomu- vandi margra helstu framleiðslufyrir- tækjanna í landinu er svo mikill að þeim er fleytt frá mánuði til mánaðar með lánum og skammtíma fyrir- Oddur Olafsson, skrifar greiðslum. Víxlaverkanir kauplags,- gengis, fiskverðs og vaxta eru orðnar fullkomlega sjálfvirkar. Verðbótakerf- ið tryggir viðgang verðbólgunnar". Síðan eru klassískar hugleiðingar um verðbólguna og máttlitla baráttu stjórnmálaflokka gegn henni, en takist ekki að höggva að rótum hennar er efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í húfi og að óbreyttu ástandi er ekki hægt að tryggja áframhaldandi vel- megun almennings. Tilraun til að bregðast við vandan- um: „Við þurfum að standa að gerð einskonar þjóðarsáttmála, sem bindi ákvarðanir einstakra hópa við getu þjóðarheildarinnar. Sú þjóðfélagsgerð sem við búum nú við hyglar þeim sterku og ósvífnu ekkert síður en í óheftu markaðskerfi. Núverandi þjóð- félagsgerð er eins konar samábyrgð fyrir afkomu hagsmunahópa og einstaklinga án þess að skuldbinda þá eða eiga íhlutunarrétt í gerðir þeirra þannig að heitdardæmið gangi upp. Baráttan Verkfallsrétturinn sem upphaflega átti að vera vopn þeirra smáu og fátæku, er nú miskunnarlaust nýttur af hagsmunasamtökum með einokunar- aðstöðu þeirra sterku. Þjóðfélags- heildinni sem er varnarlaus gegn þessu er stillt upp við vegg eins og í svæsnum bófamyndum, þar sem krafan um peningana eða lífið gildir ein. í stríðsdansi hagsmunasamtakanna er almannavaldið ákaflega veikburða.“ Ekki er lýsingin falleg, en raunsönn. Hagsmunasamtök, ekki síður atvinnu- rekenda en launþega, setja stjórnvöld- um stólinn fyrir dyrnar hvenær sem þeim ber svo við að horfa og eru ekki aðrir úrkostir en að ganga að kröfum þeirra hvað sem þjóðarhag líður. Um langa hríð græddu margir á verðbólgunni þótt enn fleiri töpuðu. En nú er svo komið að allir tapa á henni, en samt er hún aldrei sprækari en nú og stefnir óðfluga upp á við. En samt er kröfugerð og yfirboðum haldið áfram. Greinilegt er að innan tíðar verður að grípa til róttækra ráðstafana til að halda skipum úti og fiskvinnslan verður að fá sitt. f kjölfar þeirra ráðstafana verður að jafan bilin annars staðar. Enginn hagsmunahópur teflir á þá hættu að verða útundan og allir verða að fá sína krónutölu hvort sem er fyrir laun eða selda þjónustu eða framleiðslu og svo áfram koll af kolli. Verðmætasköpun og eyðsla Á þessa sífelldu víxlverkun verður að höggva og það er kominn tími til að þjóðin hætti að leggja við hlustir þegar forystumenn hagsmunasamtaka orga hvað hæst um að verið sé að kippa grundvelli undan fyrirtækjum þeirra eða um kjaraskerðingar, eða að verið sé að ráðast á þá sem minnst mega sín eða hvað það er kallað hverju sinni þegar reynt er að hemja verðbólgu- skrímslið, sem er á góðri leið með að leggja efnahag þjóðarinnar í rúst. Það er tími til kominn að menn staldri við og hugsi sitt ráð og leiti upp mælikvarða hins mátulega. Hann hlýtur m.a. að byggjast á því að eyðslan fari ekki fram úr verðmæta- sköpun. En á þá staðreynd eru menn furðu glámskyggnir og kunna ekki að sníða sér stakk eftir vexti. Uppbygg- ing, framfarir og umbætur eiga sér takmörk og er eins gott að gera sér grein fyrir hvar þau liggja því ella er hætta á að þeir sem sjást ekki fyrir í uppbyggingunni og félagsmálavafstr- inu standi upp sem mestu niðurrifs- mennirnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.