Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 26

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 26
26_________ bókatldindi SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 TRUARSAGA UNNARS STEINGRÍMSSONAR Ólafur Ormsson. Boðið upp í dans. Skáldsaga. Almenna bókafélagið. Reykjavik. ■ Verkefni höfundar í þessari sögu er að segja frá ungum manni sem elst upp í blindri trú kommúnismans en verður um síðir fyrir vonbrigðum af honum. Þetta er efni sem við þekkjum vel og víst væri góðu skáldi samboðið að kryfja til mergjar. Sagan byrjar 30. mars 1949 og segir þá og oftar frá atburðum sem reyndust örlagaríkir. Frá þeim ætti að segja rétt. Það gengur misjafnlega. T.d. er rangt að láta bardagann á Austurvelli ná hámarki eftir að lögreglan hefur dreift táragasi. Þrásinnis er vitnað í frásagnir Þjóðvilj- ans af atburðum. Það er þó yfirleitt ekki gert orðrétt, heldur endursemur höf- undur. Bæði þar og eins þegar hann leggur sögupersónum orð á tungu finnst mér honum fatast. Þegar Stalin lá banaleguna sagði Þjóðviljinn t.d. frá því hvernig eðlisþyngd þvagsins breyttist frá degi til dags. Það var engin nauðsyn að endursemja fréttaburð Þjóðviljans. Hann nýtur sín fullvel óbreyttur. Þó að okkur hafi fundist nóg um aðdáun sumra á erlendu frægðarfólki, leikurum og stjórnmálamönnum, hef ég aldrei heyrt sama orðalag og hér: elsku Clark, Gréta okkar, Nonni okkar (John Kennedy) eða orðalag Pálínu um Stalin. Barnaskapurinn og trúarhitinn var alveg nógur svo að ekki þarf að skrumskæla hann. Hitt er þó sennilega öllu lakara að ekki kemur glöggt fram hverjar draum- sýnir Unnars voru í sambandi við kommúnisma. Það vita þó þeir sem þessa tíma lifðu að þar voru fagrar draumsýnir. Og það vantar mikið þegar þeim er sleppt. Drykkjuskapur þeirra félaga skipar ærið rúm í sögunni. Aftur og aftur er blvgðunarlaus skepnuskapur samfara drykkju Unnars, síðast í Kaupmanna- hafnarferðinni með Bragðlaukunum. Hann lofar Maríu sinni að vísu í sögulok að áfengi skuli ekki framvegis verða sama vandamál á heimilinu og verið hafi. Slíkt hefur margur sagt og lítið orðið úr efndum. Unnar hefur alltaf sagt að sér væri óhætt að enda gáfumerki að kunna að umgangast brennivínið. Eins finnst mér þátturinn um Nun Guntang Soon sé ekki sannfærandi. Að vísu er Unnar fullur og timbraður þegar hann ánetjast þeim söfnuði. Hins vegar er þarna farið mjög nærri því sem raunverulega hefur átt sér stað um fjárdrátt og svik innan sértrúarflokks. Unnar hefði þó frekar átt að vera veikur fyrir þeim áróðri áður en hann kynntist afturhvarfi Björns Lárussonar. Hér hefur einkum verið dvalið við það sem mér virðist vera annmarkar þessarar sögu. Höfundur hefur tilhneigingu til að ýkja svo að úr verður afkáraskapur. Það mótar t.d. þá bræður, Steingrím og Aðalstein í Látalátum. Það hefði orðið sterkara að minnka ýkjurnar. Efni þessarar sögu er sótt í þjóðlíf okkar og á að spegla örlagadrætti úr þjóðarsögunni. Sumir munu fyllast andúð við lesturinn af því þeir eiga ekki samleið með höfundinum. Aðrir viður- kenna og meta tilgang höfundar og þ eim sárnar að vonum þegar þeim finnst að ekki hafi nógu vel tekist. Hér var þó efni sem var hverju stórskáldi samboðið. Þrátt fyrir það sem hér er sagt í aðfinnslutón skal það sagt að lokum afdráttarlaust að í þessari sögu eru góðir þættir sem benda til þess að vænta megi betri verka af höfundinum. H. Kr. ■ Vilmundur Gylfason. Hressi- leg frásögn Kristján P. Magnússon Við í Vesturbænum. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja. Reykjavík. ■ „Bók þessi er skáldsaga. Engin per- sóna, ‘Staðúr eða atburðir hafa átt sér stað í raunve: ultikanum. Telji eirthver sig þekkja persónu, staði eða atburði er það misskiln- ingur eða algjör tilviljun." Þessi orð minna á varúð sem er einskonar tíska þegar höfundum finnst skáldskapur sinn bera sterkan svip af minningum sínum. Hér munu þó ýmsir eiga erfitt með að taka þetta í fullri alvöru. «Til þess þyrfti að afneita Melaskólanum og gamalli fréttamynd úr Morgunblaðinu af Gísla Amkelssyni og fjölskyldu hans á förum til Konsó. En kannske er þetta bara sett upp í m inningu Sigurðar A. Magnús- sonar og annarra slíkra. Látum svo vera þó að sögumaður sé kallaður Vimmi, annar afi hans og nafni heiti Vilmundur en hinn hét Þorsteinn og var skáld. Hér verður ekki þreytt nein leit að höfundi en trauðla mun það verða spennandi íþrótt að leita höfundar þessa rits líkt og h öfundar Njálu eða Egilssögu. Það er rétt sem sagt er í bókarkápu að hér er sagt frá uppvexti atorkusamra stráka í vesturbænum í Reykjavik. Frásögnin er lipur og það eru innan um atriði sem vissulega sóma sér vel í bókmenntum. H. Kr. LIKNARHENDUR JÓHANNESAR Óskar Aðalsteinn. Fyrirburðir á Skálmöld. Skáldsaga Bókaútgáfan Litbrá. 1982. ■ Söguhetjan í þessari bók heitir Jóhannes, bóndasonur úr afskekktri sveit. Hann gerist farmaður. Hann er lækningamiðill og stjórnast oft af hug- boðum sem hann fær. Ekki veit hann hvernig á hugboðunum stendur en hann eins og aðrir viðurkennir þá staðreynd að sumum líður betur þegar hann er nærri og stundum ná sjúkir menn heilsu þegar hann leggur hendur yfir þá. En ' misjafnlega er á þetta litið. Jóhannes er hvorki spámaður né trúboði. Honum var á unga aldri sagt að hann hefði líknarhendur og á því þreifar hann þrásinnis. Að öðru leyti virðist hann næsta reikull í ráðum. Samt liggja leiðir hans heim á æskustöðvarnar. Þangað kemur hann til að færa Ágústu á Hamri heilbrigði lífsins, en sú kona stjórnar togaraútgerð, skemmtistað og mörgu öðru sem Ihún er köllið eigandi að. Jóhannes þjónar henni af trú- mennsku enda fær hann að sænga hjá henni eina nótt. Samt bregður hún á það ráð að fara til Ameríku með herforingja í von um að auður hans dugi til að rétta við fjárhag hennar sem annars er í rústum. Þetta er mikið áfall fyrir Jóhannes því að þetta er kona sem hann þráir. Því hugsar hann sér að elta hana vestur um haf í þeirri von að hún þurfi sín með þar eins og hér. En Jóhannesi er annað betur gefið en stefnufestan. Hann hittir Dómhildi gömlu og segir henni að hann þurfi að ná í bílstjóra til að komast með suður svo hann komist í siglingar. En sú gamla segir að hann ætti að hinkra við því að það sé beðið eftir honum á þessum bæ. Hjónin séu öldruð og ein á bænum og bóndinn lasinn en hún hefur sagt þeim að hann myndi líta til þeirra og ekki yfirgefa þau meðan neyð þeirra sé mest. Hann svarar því til að hann muni doka við í Ási. Það gerir ekkert til með siglingamar. Og niðurlagsorð sögunnar eru þessi: „Jóhannes hvataði för sinni. Hann var ekki lengur einn. Það var beðið eftir honum heima á bænum.“ Þessi söguþráður vænti ég að gefi nokkra hugmynd um skáldverkið. Lífs- gátan er ekki leyst og lítt þekkjum við ■ Óskar Aðalsteinn. hin duldu svið tilverunnar og þann örlagavef sem þar er ofinn. En sá, sem beðið er eftir og kemur til liðs við þá sem þurfa hans með er ekki lengur einn. Hann þarf ekki að kvíða. Þetta er sá boðskapur sem Óskar Aðalsteinn flytur nú. H.Ki Nýlr menn verða tíl Egill Egilsson. Pabbadrengir. Almenna bókafélagið Reykjavík. n Þeir pabbadrengir sem hér segir frá fæðast ekki fyrr en bókin er hálfnuð. Sagan þangað til fjallar þó um þá, enda þótt þeir komi þar ekki fram sem sjálfstæðar persónur. Þetta er saga um foreldrana, vonir þeirra og áhyggjur í sambandi við tilkomu nýs manns í fjölskylduna - en í þessu tilfelli reynast þeir menn tveir, og í kringum það verða líka nokkrar áhyggjur. Þetta er saga um erfiðleika, áhyggjur, vonir og gleði í sambandi við meðgöngu, fæðingu og umönnun nýfæddra barna. Fjölskyldusaga. Þessir foreldrar vildu bæta við barni og ætluðu sér að eiga það saman og ala það upp saman. Hér var því allt eins og það á að vera. Allt með ráðum gert. Allt í sómanum. Höfundur gerir efni sínu góð skil. Sumum kann að virðast að viðfangsefnið sé ekki stórt að þessu sinni en þó skyldu menn hugsa sig um áður en þeir segja slíkt. Hvað er stórt fyrir þann sem er á leið að fæðast eða nýfæddur ef ekki foreldrarnir og sambúð þeirra? H. Kr. I HaUdór Krístjáns- son skrifar um bxkur ■ Egill Egilsson. ■ Ólafur Ormsson. Upplýsing og saga Upplýsing og saga. Sýnisbók sagnaritun- ar Islendinga á upplýsingaröld. Ingi Sigurðsson bjó til prentunar. Rannsóknarstofnun í bókmenntafræði og Menningarsjóður 1982. 212 bls. ■ Upplýsingaröldin svonefnda var á margan hátt mikið gróskuskeið í ritun sögulegs fróðleiks á íslandi, en margir þeir höfundar, sem þar voru að verki eru enn furðulega lítt þekktir á meðal landsmanna. Það kemur til af því, að ýmsir þeirra féllu í skuggann af mönnum 19. aldar, verk sumra þeirra hafa aðeins varðveist í handritum og enn aðrir rituðu á latínu. Sumir þessara manna eru þó næsta vel þekktir og margir kunna enn dágóð skil á sagnaritun Jóns Espólíns, ritum Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensens konferenzráðs, að ekki sé minnst á Baldvin Einarsson og Tómas Sæmundsson. Hinir eru miklu færri, sem lesið hafa kirkjusögu Finns biskups Jónssonar, eða kunna nokkrar greinir rita Halldórs Jakobssonar. Af þessum sökum var það vel ráðið, að velja upplýsingaröldina og rit frá þeim tíma er ráðist var í að gefa út sýnishorn af íslenskri sagnaritun fyrri alda. Dr. Ingi Sigurðsson hefur annast útgáfuna og ritar hann ýtarlegan inngang, þar sem hann gerir rækilega grein fyrir íslenskri sagnaritun á upplýs- ingaröld. Er sá inngangur allur fróðlegur vel, enda höfundur flestum öðrum fróðari um þessi efni. Meginefni ritsins eru sýnishorn af ritverkum íslenskra sagnaritara frá upp- lýsingaröld. Má þar nefna þá biskupa- feðga, Hannes Finnsson og Finn Jónsson, Skúla Magnússon landfógeta, Jón Eiríksson, Ólaf Stefánsson, Jón Espólín, Magnús Stephensen í Viðey o. fl., en yngsti höfundur, sem tekinn er með er sr. Tómas Sæmundsson og er þó vafamál hvort telja megi hann upplýsing- armann í þrengsta skilningi í þess orðs. Hann var að mörgu leyti menntaður í anda upplýsingarinnar en starfaði meira með þeim, sem jafnan eru taldir til rómantísku stefnunnar. Ekki ætla ég mér þá dul að setja út á val efnis í þessa sýnisbók. Úr mörgu var að velja frá þessu tímaskeiði og vafalaust hefðu engir tveir menn hagað vali sínu á sama hátt. Skal það eitt sagt, að mér virðist sem efnið sé vel valið, en hlutur Jóns Espólíns þó heldur mikill og hlutur Finns biskups Jónssonar full lítill. í bókarlok eru allar nauðsynlegar skrár og allur er frágangur ritsins með ágætum. Jón Þ. Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.