Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 12
Hann er talinn upphafs- maður hryllingssagna.... ■ Mjög hefur á því borið undanfarið að menn kvarti yfir því hversu þungur spurningaleikurinn sé orðinn. Spurn- ingasmiðurinn vísar þessu algjörlega á bug og hefur fyrir satt að nær væri að segja að þjóðin væri orðin vitlausari! Engu að síður tókst með herkjum að fá hann („sjálfur fæ ég alltaf kringum 40 stig,“ emjaði hann) til að létta keppnina nokkuð og hér er hún þá komin í öllu sínu veldi. Núorðið vita allir hvernig leikurinn er byggður upp og við höfum ekki fyrir því að skýra formið, minnum aðeins á að menn skulu aðeins athuga eina vísbendingu í einu. Fimm stig fyrir rétt svar í fyrstu tilraun, fjögur fyrir aðra og svo koll af kolli. Svör við þessari hlægilega léttu spurningakeppni munu svo leynast við hlið krossgátunnar, ef að líkum lætur. 1. spurning Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending Fjórða vísbending Fimmta vísbending Enginn maður mun hafa gefið fleiri borgum sitt eigið nafn... Faðir hans hét Filipus og var myrtur. Fn okkar maður hjó á Gordi- um-hnútinn. Hann sigraði Daríus III Persa- kóng... ...og lagði undir sig geysilegt landflæmi á þeim slóðum. 2. spurning Þetta ár varð Winston Chureh- ill öðru sinni forsætisráðherra Bretlands... ...en landar hans, spíónarnir Burgess og Maclean, ilúðu til Sovét. Jean Paul Sartre og Simone de Beauvoir gistu ísland um stund. Þrír Loftleiðamenn unnu þrek- virki er þeir björguðu flugvél ofan af Vatnajökli. Og bandaríski herinn kom aftur til landsins, þvert oní vonir flestra. 3. spurning Þar sem þetta land er nú hét áður Illyria. Þar réðu seinna Tyrkir og enn seinna lagði Mússólíni landið undir sig. Höfuðborgin er Tirana. Fyrir skömmu var kosið í landinu og var 100% kjörsókn, eini listinn í kjöri fékk öll atkvæði nema átta ógild og eitt á móti... ...og Enver Hoxha var þannig endurkjörinn leiðtogi með glæsibrag. 4. spurning Þessi rithöfundur skóp leyni- iögguna Auguste Dupin. Hann skrifaði líka skáldsögu um sióarann Arthur Gordon Pym. Hann er talinn upphafsmaður hryllingssagna... ...en meðal slíkra má nefna Hjartsláttinn, The Tell-Tale Heart, sem Þórbergur þýddi á íslensku. Frægasta kvæði hans þýddi Einar Ben., Hrafninn. 5. spurning Maður þessi var um skeið ritstjóri vikublaðsins Utsýn, og útgefandi ásamt öðrum. Hann fæddist að Fremra-Arn- ardal við Skutulsfjörð árið 1906. Undir ritstjórn hans hófst Al- þýðublaðið eitt sinn til vegs og virðingar. Hann ng kona hans voru fyrstu heiðurshorgarar Kópavogs. Hann er bróðir Hannibals... 6. spurning Breskir togarasjómenn köll- uðu þessa eyju m.a. Flour Sack, eða Hveitipoka. I námunda við hana er talið að neðansjávargos hafi orðið 1970-71. Hún var fyrst klifin svo vitað sé 1894, þar voru Hjalti Jóns- son og félagar á ferð. Undanfarið hafa Vestmanney- ingar á borð við Arna Johnsen klifið hana öðru hvoru.. Þar er mesta súlubyggð í heimi. 7. spurning Um þessa bók sagði Einar 01. Sveinsson, að í henni sé „reynt að varpa Ijóma riddaralífsins á hinar íslensku hetjur." Sumir hafa giskað á að Ólafur Hvítaskáld sé höfundur hennar. En aðrir telja að söguna hafi ókunn kona ritað. í henni er m.a. sagt frá írsku stúlkunni Mclkorku... ...en síðar koma til sögunnar Kjartan, Bolli og Guðrún Ósvífursdóttir. 8. spurning Þessi fiskur er af ættkvíslinni „somniosus" sem þýðir „hinn syfjaði“... Nýtt kjöt hans er eitrað. Hann er raunar frægur ránfisk- ur. Frægt skip sem veiddi hann hér við land var Ófeigur. Hér er hann aöallega étinn kæstur og er bragðið mjög umdeilt... 9. spurning Tónlistarmaður þessi samdi það lag sem selst hefur meira en nokkurt annað að talið er, hin síðari ár. Hann er líka sagður vera sá ríkasti í bransanum. Sat um hríð í fangelsi í Japan. Kona hans heitir Linda. Hann var einu sinni í hljóm- sveit sem hét Bítlamir. 10. spurning Fyrir þessa kvikmynd var fund- in upp kvikmyndavél sem gat tekið upp við kertaljós, segir sagan. Hún var gerð eftir sögu Wil- liam Thackarays. Aðalkvenhlutverkið var í höndum Marisu Berenson. En Ryan O’Neal sá um karl- hetjuna. Leikstjóri var gamla brýnið Stanley Kubrick. 1 Enn sigrar Stefán ■ Þeir sem síðastir leiða hesta sína til keppni í spurningaleiknum okkar fyrir jólin eru þeir Stefán Hermannsson, starfsmaður straumfræðideildar Orku- stofnunar, en hann sigraði keppnina síðast, og Sverrir Gauti Diego, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Oct- avio. Keppnin er ívið léttari í dag, eins og að ofan greinir, og má sjá það á því að stigin eru með hærra móti hjá keppend- um í dag. Fyrsta spurning: Þennan volduga höfð- ingja þekkti Stefán í öðru skoti, en Sverrir í þriðja. Stefán fjögur stig og Sverrir þrjú. Önnur spurning: Þetta ártal þekkti Stefán við aðra vísbendingu, en Sverrir við þriðju. Stefán aftur fjögur stig og Sverrir þrjú. Þriðja spurning: Stefán svarar strax og fær fimm stig, en Sverrir fær þrjú stig. Fjórða spurning: Báðir könnuðust við þann gamla í þriðju tilraun og báðir fá þrjú stig. Fimmta spurning: Stefán þrjú stig og Sverrir tvö. Sjötta spurning: Eyjuna „hvítu“ þekkti Stefán strax og fær fimm stig, en Sverrir þrjú stig. Sjöunda spurning: Hér fær Stefán fjögur stig en Sverrir þrjú. Attunda spurning: Báðir fá fjögur stig. Níunda spurning: Stefán svarar í þriðja, en Sverrir samstundis. Sverrir fær fimm stig og Stefán þrjú stig. Tíunda spurning: Hér var spurningin báðum ofviða. Hvorugur þekkti þessa kvikmynd og báðir fá 0 stig. Stefán ber því hærri hlut frá borði í annað sinn og fær 35 stig, en Sverrir fær 29. ■ Stefán Hermannsson. ■ Sverrir Gauti Diego

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.