Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 32

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 nútíminn Umsjón: Fridrik Indriðason og Eirlkur S. Eiríksson Stuðmenn/Grýlurn- ar(Gærurnar) -Með allt á hreinu/Bjarmaland sf. ■ Ég verð að segja að það var með mikilli eftirvæntingu að ég beið eftir þessari plötu. Ég hafði séð Stuðmenn í banastuði á þjóðhátíðardaginn í Osló og flutningur þeirra þar var í einu orði sagt frábær, auk þess sem lögin sem þeir fluttu gáfu góð fyrirheit. Ég varð því fyrir nokkrum vonbrigðum fyrst eftir að ég heyrði plötuna, því að hún er nokkuð seintekin, en það var atriði sem lagðist með frekari hlustun. „Með allt á hreinu“ inniheldur lög úr samnefndri kvikmynd sem nú er byrjað að sýna. Þó ekki sé þetta kvikmynda- hornið er rétt að geta þess að myndin (og platan) fjalla um „íslenska draum- inn“, sem er frábrugðinn þeim ameríska að því leyti að auk hundaheppni og glópaláns, þá felur sá íslenski í sér mikla eftirvinnu, en það atriði hefur þó oftast hingað til valdið martröð. Myndin/plat- an lýsa hljómsveitunum Stuðmönnum og Gærunum togstreitunni þeirra í milli og hvernig þessar hljómsveitir reyna að „meika það“ hérlendis sem erlendis. Á plötunni er allt fullt af frábærum lögum, sem ég get varla beðið með að sjá í myndrænu samhengi. Einu lagi man ég sérstaklega eftir frá Osló,„Franskar (sósu og salat?)“ og þó það komi ekki eins vel út á plötunni þá er þar á ferðinni slagari sem á eftir að gera það gott. Lagið „Maó Gling“ er með japönsku ívafi og um tíma hélt ég að japanska hljómsveitin Sadistic Mika Band hefði þvælst inn á þessa plötu. Sem sagt á plötunni eru 14 lög, hvert öðru betra og ef þið gefið þessari plötu tækifæri til að snúast nokkrum sinnum þá verðið þið „Með allt á hreinu". ESE ÞEYR/The Fourth Reich/ Mjöt (Gramm) ■ Það kemst engin íslensk rokk/ nýbylgju hljómsveit með tærnar þar sem ÞEYR hefur hælana og sannast það best með nýjustu skífu Þeysara The Fourth Reich, fjögurra laga 12 tommu plata tileinkuð sálkönnuðinum Wilhelm Reich og baráttunni gegn fasisma. Hreint og beint frábær plata af hendi þeirraiélaga, tekin upp í Kaupmanna- höfn, en eitt lag hennar Blood sem undirritaður telur jafnframt besta lagið af fjórum góðum, er þegar komið á safnplötu í Bretlandi en á þeirri plötu er ÞEYR í ágætum félagsskap hljómsveita á borð við Hanoi rocks, Half Japanese og Blurt. Miðað við plötuna Mjötviður Mær sem ÞEYR gáfu út næst á undan þessari hafa þeir félagar náð enn einum áfangan- um að fullkomnun „Þeyrhljómsins“ ef eitthvað er, er tónlistin á The Fourth Reich kraftmeiri á heildina litið auk þess sem mikið af hljóðeffectum er sett á rödd Magnúsar þannig að hún hljómar eins og eitt hljóðfærið. ÞEYR er eina íslenska hljómsveitin sem einhverja möguleika á erlendis á þessum vettvangi, þ.e. nýbylgunni, en platan er gefin út á Bretlandseyjum samhliða útgáfunni hér. Möguleikarnir eru ekki hvað síst fyrir hendi vegna Killing Joke húllumhæsins hér fyrr á árinu en þótt það hefði ekki komið til væru þeir samt sterkir á þessu sviði vegna tónlistarinnar. í stuttu máli sagt er The Fourth Reich ein af plötum ársins hérlendis, og þótt víðar væri leitað. -FRI Grace Jones - Living my life /Fálkinn ■ Grace blessunin Jones ætti að vera kvenmaður sem ekki þyrfti að kynna, en mér leikur grunur á að enn hafi ekki allir komist í kynni við þetta afbragðs- kvendi. Grace Jones hefur undanfarin ár sent hverja afbragðsplötuna frá sér af fætur annari, en ég held að ég megi fullyrða að með nýju plötunni „Living my life“ hafi hún slegið öll met. Tónlist Grace er reggae með skemmtilegu funk-yfir- bragði. Sem fyrr eru það hinir frábæru Sly Dunbar, Robbie Shakespeare og „Mao“, sem m.a. hafa leikið með Peter Tosh og reggae-bandinu Black Uhuru. Allt eru þetta kappar sem kunna sitt fag og þegar þeir fá Grace sem verkstjóra þá er útkoman frábær. Lög eins og „The Apple Stretching“, sem tileinkað er New York gleymast aldrei. Hefði ég fengið þessa plötu einni viku fyrr þá væri hún á listanum yfir tíu bestur plötur ársins, sem ég afhenti Gsal á DV við hátíðlega athöfn fyrir skömmu. Meira að segja ofarlega á þeim lista. -ESE Fræbblarnir/Warkweld in the west/Fálkinn ■ „Þetta er djöfulli góður brandari hjá þeim“ sagði einn kunningi minn um nýjasta „flippið" hjá Fræbbblunum kán- trýlagið Oh Sally á plötu þeirra War- kweld in the west en að öllu gamni slepptu þá hafa Fræbbblarnir aldrei verið í betra formi en einmitt á þessari plötu og ég skemmti mér konunglega við að hlusta á Valla kyrja um heimþránna og Memphis Tennessy í ofangreindu Sally-lagi. Fyrir utan kántrýlagið eru síðan tvö keyrslulög í gamla Ramónes/Fræbbbla stílnum og ef þau keyra ekki merginn úr eyrum þínum beint á haugana gerir ekkert það. Fjórða lagið er síðan það sem kemur jafnvel enn meir á óvart en kerlingin Sally og það er instrumental lagið Jerusalem lights, léttjazzaður blúes sem kemur manni í svona álíka opna skjöldu og ef maður hefði heyrt að Sjálfsfróun hefði troðið upp í prófkjörs- partýinu hjá Geir Hallgrímssyni. Ýmsir aðilar hafa staðið að gerð þessarar plötu fyrir utan félagana í Fræbblunum. Má þar helstan nefna Mike Pollock en það mun einkum hafa verið hans tilstuðlan sem olli því að Oh Sally var þrykkt á plast. Fræbbblarnir hafa nú verið til í ein fjögur ár og eins og þeir segja á vorkvöldum í vestrinu „are still going strong“ því að mínum dómi er þetta eitt þeirra besta verk. sp9Síe*J MONSTER CABLE, sérsmíöuöu hátalaravírarnir, eru viöurkenndir af gagnrýnendum um allan heim sem bestu hátalaravírar sem vol er á. Fáðu „soundið“ sem þú borgaðir fyriri p ' s LAÍT JlPPljítÉ LAST er eini vökvlnn sem sérfræðingarnir mæla með á hljómplötuna! LAST kemur algjörlega í veg fyrir slit! LAST minnkar afspilunarbjögun (á nýrri plötu) um ailt að 80%! LAST eykur endingu nálarinnar. LAST dregur úr rykmyndun. LAST er sett aðeins einu sinni á plötuna. LAST myndar ekki húð, heldur gengur í beint efnasamband við vínilinn. LAST gerir plötuna betri en nýja! Magnús Firíksson - Smá- myndir / Fálkinn ■ Það þarf engum blöðum um það að fletta að Magnús Eiríksson er okkar langfremsti dægurlagasmiður í dag. Um það vitna lög eins og „Ég er á leiðinni“, „Draumaprinsinn", „Gamli Skólinn“ og ótal fleiri sem ekki verða nefnd hér. Reyndar má segja að fram að þessu hafi Magnús Eiríksson verið nokkurs konar Bruce Springsteen íslands að því leyti að hann hefur löngum samið sín bestu lög fyrir aðra. En nú hefur Magnúsi greinilega þótt mál að linnti og „Smá- myndir" hans fyrsta sólóplata á örugg- lega eftir að verða upphafið að nýjum og glæsilegum kafla á ferli tónsmiðsins Magnúsar Eiríkssonar. Hér að framan eru nefnd nokkur af þekktustu lögum Magnúsar, en það kæmi mér ekki á óvart að á „Smámynd- um“ fælust nokur lög sem ættu að geta gert það álíka gott. „Þorparinn", sem Pálmi Gunnarsson syngur, „Hvað um mig og þig“ sem Ragnhildur Gísladóttir syngur og „Reykjavíkurblús" sem Magnús raular sjálfur, eru allt lög af besta kalíber og sem fyrr hefur Magnús Plötur margt athyglisvert fram að færa í textum sínum. Það er eiginlega óþarfi að segja meira um þessa plötu. „Smámyndir“ er plata sem greinilega hefur verið nostrað við af álíka natni og myndlistarmenn nostra við sínar allra smæstu og oft um leið sínar stærstu myndir. Það er rétt að geta þess að ég ætla ekki Magnúsi Eiríkssyni það illt að hafa samið suðið sem alls staðar var í bakgrunni á þessari plötu. Þar hlýtur pressunni að vera um að kenna og vonandi finnast ekki aðrar slíkar suðplötur í þeim „smámynda- pakka“ sem dreift hefur verið. -ESE Rod Stewart/Absolutley Live/Steinar ■ Þetta tvöfalda „live“ albúm Rod Stewarts er einn eigulegasti gripurinn á plötumarkaðinum í dag, rúmur klukku- tími af velpeppuðu fjöri og algerlega ómissandi fyrir aðdáendur kappans. Fyrir utan gamla trausta slagara eins og The Stripper, Passion, Young Turks og Da Ya Think Tm Sexy eru tvö ný lög á þessu tvöfalda albúmi þ.e Guess I’ll Always Love You og The Great Pret- ender en það síðamefnda þykir undirrit- uðum besta lag albúmsins. Þó nokkur munur er á að heyra þessi lög „live“ með kappanum og að heyra þau á fyrri plötum hans, einkum virka þau frískari og tilfinningaríkari enda er Rod öðru fremur það sem kallað er „performer" á hinu sígilda poppmáli enskunni þ.e. hefur mjög lifandi sviðs- framkomu, góður í að fá áheyrendur með sér og fá þá jafnframt til að peppa sig upp. Valinn maður skipar hvert sæti í hljómsveit Rods, þeir Jim Cregan og Robin Le Mesurier á gítara, Jay Davis á bassa og Tony Brock á trommur svo einhverjir séu nefndir auk þess má geta Jimmy Zavala á saxófón og hljómborð en hann er einnig þekktur fyrir að fara úr buxunum á almannafæri eins og getið er um á albúminu. -FRI Þú og ég - Aðeins eitt líf /Steinar ■ Hvurnig stendur á því þegar diskó- bylgjan er svo til dauð að menn eins og Gunnar Þórðarson leyfa sér að senda frá sér annað eins „trums" og er að finna á nýjustu plötunni með Þú og ég? „Aðeins eitt líf“ heitir platan og þrátt fyrir góðan vilja hef ég engan fundið sem segja vill góð orð um þessa plötu. Jafnvel eigin- konan sem hefur gjörólíkan tónlistar- smekk, fussar og sveiar. Ég hélt reyndar að hinn ágæti dúett Þú og ég væri löngu hættur en ég fékk fregnir af þessari plötu. Síðan kom platan og aðra eins lágkúru hvaö efni varðar hef ég sjaldan heyrt. Jóhann Helgason og Helga Möller, einir af okkar ágætustu dægurlagasöngvurum megna ekki einu sinni að gæða þessa plötu lífi. Ef ekki nyti við laganna „Don’t try to fool me“ (gamla Jóhanns G.-lagið) og „Don’t go to strangers" (gamla Gunna Þórðar-lagið) þá hefði ég hent plötunni í öskutunnuna og er ég þó ekki þekktur fyrir að fara illa með plötur, hvorki á þessari síðu né heima hjá mér. Rétt er að nefna það að eitt lagið heitir „í kvöld“, en þar er á lummulegan hátt verið að endurtaka „í útilegu” af síðustu Þú og ég-plötu. Fyrsta Þú og ég - platan fékk fimm stjörnur þegar ég fjallaði um hana á þessum vettvangi fyrir nokkrum árum, en þegar þessi nýja plata er annars vegar þá er ég fegin að stjörnugjöfin hefur verið lögð niður. -ESE Phil Collins - Hello, I must be going / Steinar ■ Phil Collins fyrrum trommari Genes- is er sá tóniistarmaður sem kom mér hvað mest á óvart á síðasta ári. Platan „Face Value“ þótti mér meiri háttar afrek og það var þvt' með tilhlökkun að ég beið nýju plötunnar „Hello, I must be going“. Og Phil Collins brást ekki mínum björtustu vonum. Þessi frábæri trommari og afbragðs góði söngvari hefur sent frá sér enn eitt trompið. En Collins er ekki bara trommari og söngvari hann leikur einnig á hljómborð og sér um öll ásláttarhljóðfæri. Þeir sem unna fáguðu rokki ættu ekki að verða sviknir af þessari plötu. -FRI -ESE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.