Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 39

Tíminn - 19.12.1982, Blaðsíða 39
SUNNUDAGUR 19. DESEMBER 1982 S'iill'U 39 Hér ógnar hann systkinunum með kústi í reiðikasti. Sjaldan er svo inniiegt á milli JoeJoe og móðir hans Efigeniu. hann 32 daga í skólann, en skóladagar voru 182. Hann fullyrðir að hann geti alls ekki fylgst með kennslunni. Frásögn Steve 15.maí hafði JoeJoe mætt dag hvern í skólann um skeið. Hljóðið gott í skólastjoranum og kennarinn einnig jákvæður. En þennan dag hringdi JoeJoe í mig frá unglingafangelsinu í Spofford í Suður Bronx. JoeJoe og annar til höfðu verið teknir fastir fyrir þjófnað í vöruhúsinu Alexanders. JoeJoe sver og sárt við leggur að hann hafi aðeins klætt sig í peysuna, til þess að máta hana. 4.6.1982 Unglingadómstóllinn í Bronx. Af tillits semi við unglingana eru réttarhöldin ekki opin. Efigenia móðir hans situr ein og yfirgefin frammi á gangi. Málin eru afgreidd á færibandi. Dómararnir hafa ekki undan. Fátækralögmaðurinn er strangur á svip, en ekki gjörsneyddur kímnigáfu. Hann sér um þeir ákærðu nái þeim rétti sem þeim ber, - honum kemur ekkert á óvart lengur. Við komumst að því að Joe Joe hefur verið hér 20 sinnum áður. Tíu sinnum hefur hann verið sendur heim eða verið dæmdur til að vera undir eftirliti. Afbrotin hafa oftast verið léttvæg, krot á veggi í neðanjarðarlestinni eða þá smáþjófnað- ur. Einu sinni vegna „meiðsla á dyra- verði, er hann sýndi honum mót- spyrnu.“ Lögfræðingurinn segir: Hann er enginn afbrotaunglingur. Hann er ekki heimskur. En djúpt í eðli hans er alltaf þessi hvöt: „Gríptu, meðan þú getur.“ Hvað væri hægt að gera fyrir hann? Helst væri að koma honum á hæfilega stranga stofnun þar sem hann lærði að ná árangri með langtímafyrir- höfn, fremur en miða alltaf á skyndiár- angur.“ En er slík stofnun þá til? „No, Sir.“ JoeJoe er fölur eftir fangavist- ina.Hann stendur fyrir framan skrifborð fröken Robinson, móðurlegrar svertingja konu. Hún segir: „Þú hefur komið þér í dálaglegt klandur. Ætlar þú að halda áfram að gera af þér skammarstrik?" „Nei, það ætla ég ekki að gera." „í hvert sinn sem þér dettur það í hug, þá skaltu hugsa um Spofford og hvað þér leiddist þar. Finnst þér það þá tilvinnandi?" „Nei." Láttu þetta þá ekki henda þig aftur, - og nú vil ég ekki sjá þig hér framar.“ Úti á götunni er tekið á móti frelsingjanunt eins og base-ball hetju.Síðar er hann lagstur upp í rúm og hjólar með fótunum. Hann segir að sá sem var í herberginu við hliðina á hans herbergi í Spofford hafi hengt sig í beltinu sínu. Þeir skáru hann niður. Andlitið á honum var svart og þrútið, segir JoeJoe. 29.6 1982 Það er komið sumarfrí. Án aðstoðar af okkar hálfu fær JoeJoe að setjast í Junior High School. Hann er orðinn of gamall fyrir barnaskólann. í nýja skóla- num er hann þó minnstur allra vexti. Hann mun bæta sér það upp á sirn hátt. Við minnumst orða eftirlitsmanna ung- lingadómstólsins: „í níu tilfellum af tíu sigrar umhverfið." Frásögn Steve JoeJoe er það sent sjaldgæft er að börn séu: kaldhæðinn. Hann hleypti mér aldrei of nálægt sér. Það læra börnin á götunni: Sýnið engan veikleika Treystið engum! Þetta er voðalegt lögmál. Þetta er lögmál sem nógu erfitt er fyrir fullorðna að bera, - að sýna aldrei neinum minnstu tilfinningalegar hrær- ingar. Það er bannað að vera barn. Einu sinni sagði ég viðJoeJoe: Þú getur ekki spilað með mig, því ég hef ekki minnsta áhuga á neinu sem þú gerir og er alveg sama um þig. Svo hlálegt sem það var, þá varpaði hann öndinni af feginleik, þegar hann sá að ég var honum yfirsterkari. Ekki veit ég hvað úr honum verður. En eitt veit ég: Ef heimurinn aetti að farast, þá mundi ég fara til barnanna í Bronx. Þau mundu vita hvernig ætti að lifa af! 26.10 1982 Raunar er JoeJoe hættur að fara upp á Times Square. Hann hefur fengið sér nýja vinnu og betri, sem hann fær fyrir 300 dollara á viku. Þetta hefur breytt valdahlutföllunum á heimilinu og stjúpfaðirinn hefur orðið að setja ofan. JoeJoe er nú orðinn hæstráðandi innan veggja í íbúðinni. Nokkuð eraugljóst í hverju nýja vinnan er fólgin: Kaupahéðinn nokkur telur litla samanbrotna bréfböggla niður í vasa hans sem hann ber á milli ýmissa karla og kvenna, sem þurfa á innihaldi þeirra að halda. Þýtt úr Stern-AM OLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ddddct hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 MYNDABÓK PAULS GAIMARDS r\i i í.i/i/i/f/j sjOVAC^ IXLA 'ndE * Myndir úr Islandsferðum franska vís- indamannsins Pauls Gaimards 1835 og 1836. Heillandi og fróðlegar teikningar sem gefa glögga mynd af lífsháttum Is- lendinga á þessum tímum, klæðnaði þeirra híbylum og bæjarbrag á ís- lenskum heimilum. Dr. Haraldur Sigurðsson ritar fróð- legan inngang. Þessi fagra bók er kjörgripur og heim- ilispryði — og auk þess tilvalin gjöf handa hollvinum erlendis. Við eigum fleiri góða gripi í bókum og -- viljum benda mönnum á að enn er til nokkuð af KORTASÖGU ÍSLANDS I—II eftir dr. Harald Sigurðsson. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS SKÁLHOLTSSTÍG 7 Sími 13652

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.