Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 4
4 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is -2kr. ... með ÓB-lyklinum – alltaf! TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A DÓMSMÁL Karlmaður um fimm- tugt hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa föstudag- inn 11. júlí 2008 í Fógetagarð- inum við Kirkjustræti í Reykja- vík, slegið mann hnefahöggum í andlit og líkama svo að sá síðar- nefndi féll í götuna. Árásar- maðurinn hélt barsmíðunum og spörkunum áfram í höfuð og lík- ama mannsins þar sem hann lá, með þeim afleiðingum að hann fékk lífshættulega blæðingu utan við heilahvel vinstra megin. Fórnarlambið krefst nær 600 þúsunda króna í skaðabætur. - jss Ríkissaksóknari ákærir: Lífshættuleg heilablæðing VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 9° 3° 2° 4° 4° 4° 3° 3° 19° 6° 15° 3° 22° -1° 5° 17° 1° Á MORGUN 8-15 m/s Hvassast SA til. LAUGARDAGUR Fremur hægur vindur um allt land. 5 2 4 4 3 2 2 3 3 5 2 5 -1 0 -2 -1 -3 -2 -2 2 0 1 -8 -1 -2 -3 -2 1 1 -1 -3 -3 0 SKÍÐAVEÐUR Stund er milli stríða í veðrinu í dag, hægur vindur og lítil úrkoma. Það horfi r því ágætlega fyrir skíðaiðkendur og aðra unnendur útivistar. Í kvöld eða fyrramálið kemur lægð upp að suðausturströnd landsins með tilheyrandi úrkomu og meiri vindi. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður VINNUMARKAÐUR Ögmundur Jónas- son mun draga sig í hlé sem for- maður BSRB verði hann gerð- ur að ráðherra í stjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Ögmundur hefur verið orðaður við heilbrigðisráðuneytið. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nái flokkarnir saman um stjórn, verði tilkynnt á föstu- dag að Ögmundur dragi sig í hlé. Þing BSRB verður haldið í haust og þá verður staðan endurmet- in. Verði Ögmundur ráðherra þá gefi hann ekki kost á sér sem for- maður á ný. Rætt er um að stjórn Vinstri grænna og Samfylking- ar haldi áfram eftir kosningar. Ögmundur hefur verið formaður BSRB síðan 1988. - kóp Ögmundur verður ráðherra: Dregur sig í hlé frá starfi BSRB EFNAHAGSMÁL Starfsstöð Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS), sem hefur störf í byrjun mars, hefur verið úthlutað skrifstofu í hús- næði forsætisráðuneytisins við Hverfisgötu. Franek Rozwad- owski, hagfræðingur AGS til margra ára, mun fara fyrir starfi sjóðsins hér á landi til ársloka 2010 samkvæmt upplýsingum frá Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytisins. Auk Rozwadowski verða tveir íslenskir starfsmenn ráðnir til stöðvarinnar og verða þeir því einnig starfsmenn AGS. Þau störf verða auglýst til umsóknar fljót- lega. Rozwadowski, sem er bæði með pólskan og svasílskan ríkisborg- ararétt, var á landinu í vikunni í húsnæðisleit. Hann mun búa hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. - kg Starfsstöð AGS á Íslandi: Tveir Íslending- ar verða ráðnir STJÓRNMÁL Vinna að málefna- samningi nýrrar ríkisstjórnar gengur mjög vel að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur frá Samfylkingu, sem taka mun sæti forsætisráð- herra, og Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstri grænna. Jóhanna segir að stjórnin verði mynduð annað hvort á föstu- dag eða laugardag. Steingrímur sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi að ef samstarf nýrrar minnihlutastjórnar gengi vel fram að kosningum væri eðlilegt að álykta sem svo að hún héldi áfram eftir kosningar. „Við erum svo sem ekkert farin að segja opinberlega um það ennþá,“ sagði hann. „Fyrst þarf nú að mynda ríkisstjórnina en það væri eðlilegt að álykta sem svo að gangi þetta vel þá auki það náttúrulega líkurnar á því að þetta samstarf haldi áfram, að sjálf- sögðu.“ Í málefnasamningnum, sem lík- lega verður tilbúinn í dag, er þó hvorki tekið á Evrópumálum né stóriðjumálum. „Þau eru ekki inni í þessum aðgerðapakka“ sagði Stein- grímur J. að loknum fundi í gær. „Aðalinntak þessarar samstarfs- yfirlýsingar verður aðgerðapakki gagnvart heimilum og atvinnulífi í þessum landi, hreinsun í stjórn- kerfinu; þessi brýnustu verkefni næstu vikna.“ Steingrímur segir að rætt hafi verið um verkaskiptingu en ekki verið gengið frá ráðherraskipan. Aðspurður um þá tilgátu að hann verði fjármálaráðherra, Ögmund- ur Jónasson heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra, segir hann „þetta eru ekkert ólíklegar tilgátur þegar menn horfa á það hvaða ráðuneyti eru að losna og hvaða fólk tekur sæti fyrir okkar hönd en þetta er þó allt ófrágengið.“ Heimildir Fréttablaðsins herma að ráðherrarnir verði tíu talsins og verði fjórir frá hvorum flokki en síðan tveir utanþingsráðherr- ar. Líklegast yrði Kolbrún Hall- dórsdóttir fjórði ráðherra Vinstri grænna og þá sem umhverfisráð- herra. Kosningadagur hefur ekki verið ákveðinn en Vinstri grænir leggja á það mikla áherslu að hann verði sem fyrst og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins er sömu skoðun- ar. Sigmundur Davíð var nokk- uð efins um að skilyrði Vinstri grænna um að kyrrsetja eignir auðmanna við rannsókn á hruni bankanna yrði með í málefna- samningum. „Þetta hefur komið fram í fjöl- miðlaumræðu og okkur þótti það heldur óheppilegt að einstök mál væru sett af stað meðan verið er að mynda nýja stjórn. En þó Fram- sóknarflokkurinn vilji ganga jafn- vel flokka harðast fram í rannsókn á því sem gerðist í aðdraganda bankahrunsins þá erum við jafn vel meðvitaðir um að við verð- um að starfa eftir þeirri stjórnar- skrá sem er í gildi, enn að minnsta kosti.“ jse@frettabladid.is Langtímastjórn ef vel gengur fram á vorið Formaður Vinstri grænna segir eðlilegt að minnihlutastjórn starfi áfram eftir kosningar ef vel tekst til fram að þeim. Málefnasamningur liggur væntanlega fyrir í dag. Framsókn vill ekki kyrrsetningu eigna eins og Vg hefur boðað. SAMGÖNGUMÁL Kristján L. Möll- er samgönguráðherra tók nýlega á móti þremur mönnum frá Bandaríkj- unum sem kanna hugs- anlega lagn- ingu sæstrengs milli Íslands og Bandaríkj- anna. Þeir kynntu ráð- herra áform sín en engar ákvarðanir hafa verið teknar. Fyrir hópn- um fór Steve Cowper, fyrrver- andi landstjóri frá Alaska. Í við- skiptahugmynd mannanna felst að nýting sæstrengsins byggist á gagnaverum hér á landi. Fjárfestarnir kynntu sér aðstæður í því skyni að meta frekar áætlanir sínar og kynn- ingu meðal fjárfesta vestanhafs. - shá Bandarískir fjárfestar á Íslandi: Hafa áhuga á nýjum sæstreng KRISTJÁN L. MÖLLER FERÐBÚINN EFTIR LANGAN FUND Steingrímur J. Sigfússon gerir sig ferðbúinn eftir að hafa setið langan fund í þinghúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR VIÐSKIPTI Sex fyrrverandi fram- kvæmdastjórar og forstöðumenn Gamla Kaupþings afsöluðu að fullu húseignum sínum til eig- inkvenna sinna á tímabilinu 31. ágúst til 8. október á síðasta ári. Þann 9. október var ljóst að bank- inn var kominn í þrot. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjón- varpsins í gær. Á þessu sama tímabili höfðu hins vegar yfir- menn bankans fullyrt að bankinn stæði ekki höllum fæti. „Kannið þið hvort það sé eitt- hvert vit í þessu áður en þið spyrj- ið svona heimskulegra spurn- inga,“ sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings þegar Fréttablaðið ræddi við hann. „Það er til hell- ingur af fjölmiðlamönnum sem spyrja og spyrja en skrifa svo rugl. Kannaðu það fyrst.“ - jse Yfirmenn Kaupþings: Eiginkonur yfir- tóku eignirnar SJÁVARÚTVEGUR Allar frysti- geymslur eru fullar af fiski hjá Samskipum og sumum fiskfram- leiðendum. Gunnar Kvaran, for- stöðumaður útflutnings hjá Sam- skipum, segir að samtals um 6.500 til 7.000 tonn af frystum fiski bíði eftir að vera skipað út. Það sé fimmtungi meira en í fyrra og ekki hægt að taka við meiru. Í frystigeymslum Samskipa eru nú samtals um 5.000 tonn af fiski. Til viðbótar eru rúmlega 1.500 til 2.000 tonn af frystum fiski í geymslu í gámum. „Þetta er óvenjulega mikið. Til viðbótar er hellingur í gámum þannig að það er ákveðin birgðasöfnun í gangi og sölutregða,“ segir Gunnar. Birgðasöfnun- in hefur staðið í fjóra til fimm mánuði. Gunnar telur að það hafi haldist í hendur við það þegar krónan féll, þá hafi byrjað að hökta í sölumál- um. „Svo eru stórir markaðir mjög erfiðir, til dæmis baltnesku ríkin, Úkraína og fleiri lönd. Það eru erfiðleikar þar og menn ná ekki að selja fisk þangað eins og venju- lega.“ Ekki hefur verið óeðlilega mikil birgðasöfnun í geymslum hjá Eimskip. Ólafur Hand, markaðs- stjóri hjá Eimskipum, bendir á að skipaferðum til og frá landinu hafi fækkað um tæpan þriðjung þannig að frystur fiskur bíði leng- ur í geymslunum. Gunnar Tómasson framkvæmda- stjóri segir Þorbjörn í Grindavík einungis eiga birgðir af gulllaxi sem sé óvenjulegt miðað við árs- tíma. Hægt hafi á sölunni til Aust- ur-Evrópu vegna efnahagsþreng- inga. Um leið og gulllaxinn hafi farið að staflast upp hafi veiðum á honum verið hætt og áhersla lögð á aðrar tegundir. - ghs Allar frystigeymslur eru fullar af frystum fiski hjá Samskipum: Treg sala til Austur-Evrópu ÓLAFUR HAND GENGIÐ 28.01.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 190,9445 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,20 117,76 167,24 168,06 155,19 156,05 20,820 20,942 17,465 17,567 14,691 14,777 1,3118 1,3194 176,87 177,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.