Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.01.2009, Qupperneq 8
8 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL „Við vitum að núver- andi flokkakerfi hentar mörgum konum illa enda er það byggt upp á gildum sem við þurfum að brjóta upp. Við viljum því skapa nýjan vettvang með það að leið- arljósi að auka jafnrétti, virð- ingu og velferð al lra,“ segir Katrín Anna Guðmundsdótt- ir, viðskipta- og markaðsfræðingur og meðlimur í samtökunum Neyðarstjórn kvenna. Samtökin hafa boðað til stofnfund- ar nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna í kvöld. Neyðarstjórn kvenna var stofnuð í október til að bregðast við efna- hagskreppunni. Yfirlýst markmið samtakanna er að stuðla að upp- byggingu þjóðfélagsins þar sem höfð eru í heiðri viðhorf og gildi sem fela í sér virðingu fyrir mann- eskjunni, samfélaginu, lífinu, nátt- úrunni og umhverfinu. Katrín segist vonast til að sem flestar konur, sem áhuga hafa á kvennaframboði, láti sjá sig á fundinum sem haldinn verður á Hallveigarstöðum við Túngötu klukkan 20.00 í kvöld, fimmtudag. „Meginkjarninn er að við þurfum breytingar. Við þurfum að skipta út þeirri hugmyndafræði sem hér ræður ríkjum og stuðla að rétt- látu samfélagi þar sem jafnrétti og virðing eru í hávegum höfð,“ segir Katrín. - kg Við þurfum að skipta út þeirri hugmyndafræði sem hér ræður ríkjum og stuðla að réttlátu samfélagi þar sem jafnrétti og virðing eru í háveg- um höfð KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Í NEYÐARSTJÓRN KVENNA Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Auglýst er eftir listum vegna kosningar 4 stjórnarmanna og 82 fulltrúa í trúnaðarráð skv. 3. tölulið 20. gr. laga VR. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 1. hæð, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 12. febrúar nk. Berist fleiri listar en listi trúnaðarráðs og trúnaðarmanna sem þegar liggur fyrir skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla í félaginu um framkomna lista. Nánari upplýsingar eru á vef VR www.vr.is. Þá má fá frekari upplýsingar hjá kjörstjórn með því að hringja í síma VR 510 1700 eða senda tölvupóst á kjorstjorn@vr.is. Kjörstjórn VR. Framboð lista við kjör stjórnar og trúnaðarráðs BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur heimil- að ríkisstjórn Kaliforníu að setja strangari reglur en alríkið um útblástur bifreiða. Heimildin þykir sigur fyrir Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóra Kaliforníu, sem fékk ekki þessa heimild hjá George W. Bush, fyrrverandi forseta. „Of lengi hefur stjórnin í Washington verið sofandi við stýrið í umhverfismálum,“ segir Schwarzenegger. Önnur ríki Bandaríkjanna geta nú valið hvort þau fylgja alríkis- reglunum um útblástur bifreiða eða hinum strangari reglum Kali- forníu. - gb Sigur Schwarzeneggers: Obama fellst á strangari reglur ARNOLD SCHWARZENEGGER Strangar reglur um útblástur bifreiða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TYRKLAND, AP Saksóknarar í Tyrk- landi hafa ákveðið að ekki verði höfðað mál á hendur hópi manna, sem skipulögðu herferð á netinu um að Tyrkir biðjist afsökunar á þjóðarmorði á Armenum fyrir um níutíu árum. Meira en 28 þúsund manns skrifuðu nafn undir afsökunar- beiðni á netinu, en á móti var sett upp önnur herferð á netinu þar sem um 65 þúsund manns skrif- uðu undir yfirlýsingu um að þeir biðjist ekki afsökunar. Hjá tyrkneska ríkissaksókn- araembættinu var hafin rannsókn á afsökunarherferðinni og hvort hún varðaði við lög um þjóðníð.- gb Afsökunarbeiðni til Armena: Tyrkir falla frá málshöfðun Neyðarstjórn kvenna boðar til stofnfundar nýrrar stjórnmálahreyfingar: Vill stuðla að breytingum KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR 1 Hverjir fengu Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir árið 2008? 2 Hvaða íslenska hljómsveit flytur lagið Such Mistakes sem vinsælt er á BBC? 3 Hvað hefur Manchester United haldið hreinu í mörgum leikjum í röð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 Bjarndís Friðþjófsdóttir, starfs- maður á innheimtuskrifstofu Mér finnst þetta frábært. Ég hef meiri trú á vinstri stjórn en Sjálf- stæðisflokknum og vonandi breytist eitthvað. Jóhanna er rétta manneskj- an í starfið. Erla Wigelund, kaupmaður Ég vona bara að vinstri stjórnin ráði fram úr þessu. Mér lýst ágætlega á Jóhönnu, en ég er Sjálfstæðis- manneskja og held meira upp á Geir Haarde. Áki Jónsson, starfsmaður í tölvu- verslun Mér lýst vel á þetta, en maður þarf að bíða og sjá hvað gerist. Mér lýst mjög vel á Jóhönnu Sigurðar- dóttur. Það vantar nýtt fólk. Halldóra Halldórsdóttir, starfar hjá Stígamótum Ég held að Jóhanna sé eini kosturinn í stöðunni eins og er. Hún er eina manneskjan sem virðist hafa traust fólksins þessa dag- ana. Vonandi verða kosningar. Stefan Sabramowicz, starfsmaður á bensínstöð Ég er frá Póllandi og gengur frekar illa að botna í öllum þessum umræðum. En ég er hér með fjölskylduna mína, við ætlum að búa hér í nokkur ár í viðbót og þess vegna verða hlutirnir að breytast. Soffía Óskarsdóttir, heimavinn- andi húsmóðir Er þetta ekki bara ágætt? Ég ætla rétt að vona að stjórnin sem tekur við verði skárri en sú sem var. Það getur ekki versnað. HVERNIG LÝST ÞÉR Á VINSTRI-STJÓRN OG JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR SEM FORSÆTISRÁÐHERRA? BANDARÍKIN Barack Obama hefur ekki setið auðum höndum fyrstu viku sína í embætti og hraðar sér að snúa af stefnu forvera síns, George W. Bush, í hverju málinu á fætur öðru. Strax fyrsta daginn hóf hann undirbúning að lokun Guantánamo-fangabúðanna með því að fara fram á að öllum réttarhöldum yfir föngum þar verði frestað. Fáeinum dögum síðar undir- ritaði hann tilskipun um að búðunum verði lokað innan árs. Daginn eftir embættistökuna hringdi hann í ráðamenn Ísraela, Palestínumanna, Egypta og Jórdana og tók þar skýrt fram að hann vildi leggja sitt af mörkum til að leysa deilur Ísraela og Palestínumanna. Áhersla Obama á bætt samskipti við Mið- Austurlönd, arabaheiminn og múslima kom síðan enn betur í ljós þegar hann ákvað að fyrsta sjónvarpsviðtal sitt í embætti yrði við arabíska sjónvarpsstöð og bauð múslimaheim- inum útrétta sáttahönd. Strax fyrir helgi hafði hann skipað þá George Mitchell og Richard Holbrooke að sinna erind- um Bandaríkjanna í Austurlöndum nær og fjær. Mitchell hafði átt stóran þátt í að miðla málum á Norður-Írlandi en Holbrooke hefur reynslu af friðarsamningum í Bosníustríðinu. Á þriðjudaginn greip Obama síðan aftur sím- ann og hringdi í Dmitrí Medvedev Rússlands- forseta til að fullvissa hann um vilja sinn til að bæta samskipti ríkjanna. Þetta símtal bar árangur strax daginn eftir, þegar Medved- ev skýrði frá því að Rússar hefðu hætt við að setja upp flugskeyti á Kaliningrad-svæðinu við Eystrasalt, skammt frá landamærum Póllands. Rússar höfðu ætlað sér að setja upp flugskeyti þar sem svar við áformum Bush-stjórnarinnar um að koma sér upp flugskeytavarnakerfi í Pól- landi og Tékklandi. Efnahagsmálin gætu samt reynst Obama erf- iðari viðureignar en utanríkismálin. Obama hefur kynnt efnahagsráðstafanir, sem eiga að koma fyrirtækjum og fjölskyldum til bjargar, en deilur hafa verið um þær. Repúblikanar hafa sagt þær kosta ríkissjóð of mikið og óvíst hvort þær komi að tilætluðu gagni. Umhverfismálin eru einnig komin á dagskrá. Á mánudaginn undirritaði Obama tilskipanir um hertar útblástursreglur og endurnýjanlega orkuvinnslu, sem gerði Bandaríkin síður háð innflutningi á olíu. Þá hikaði Obama ekki við að taka á einu við- kvæmasta deilumáli bandarískra stjórnvalda, sem eru fóstureyðingar. Á þriðja degi nam hann úr gildi tilskipun Bush-stjórnarinnar, þar sem lagt var bann við því að alþjóðleg samtök fengju styrki úr ríkissjóði ef þau styðja með einhverj- um hætti fóstureyðingar. gudsteinn@frettabladid.is Obama tekur til hendinni Barack Obama hefur ekkert verið að tvínóna við hlutina fyrstu vikuna í embætti. Áherslan hefur einkum verið á utanríkismál og efnahagsmál. Hann vill leggja sitt af mörkum til að leysa deilu Palestínu og Ísraels. ÖNNUM KAFINN FORSETI Barack Obama undirritaði á mánudag tilskipanir um orkusparnað og loftslagsbreytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.