Fréttablaðið - 29.01.2009, Síða 22
22 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Sem ég stóð ásamt konu minni í miðju mannhafinu á Aust-
urvelli á laugardaginn var og
hlýddi á þrumuræðu Guðmund-
ar Andra Thorssonar rithöfund-
ar, síðasta ræðumannsins að
því sinni, hélt ég, að hápunkti
fundarins hlyti að vera náð, svo
firnagóð þótti mér ræðan. Fund-
inum var þó ekki lokið. Að loknu
máli Guðmundar Andra tók fríð-
ur flokkur söngvara sér stöðu
við tröppur Alþingis og söng
Land míns föður og Hver á sér
fegra föðurland? Við þurftum að
færa okkur nær til að heyra vel.
Sjaldan hef ég heyrt þessi ægi-
fögru ættjarðarlög betur sungin
og af dýpri og innilegri tilfinn-
ingu. Tilefnið var ærið, einlæg-
ur samhugur á Austurvelli og
einvalasöngvarar í kórnum, þar
á meðal heimssöngvarinn Gunn-
ar Guðbjörnsson tenór, sem býr
sig nú undir að syngja Siegfri-
ed í samnefndri óperu Wagners í
Þýzkalandi, og Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn, reyndur og
rómaður kirkjukórsöngvari.
Hvað geta stjórnarvöldin
gert, þegar óbreyttir borgarar
og borðalögð lögreglan taka sér
stöðu hlið við hlið fyrir framan
Alþingishúsið og syngja ástríðu-
fulla ættjarðarástarsöngva?
Spurningin svarar sér sjálf: rík-
isstjórnin baðst lausnar tveim
sólarhringum síðar. Slíkur er
máttur söngsins og kröftugs
bumbusláttarins, sem síðustu
vikur hefur verið eitt helzta
kennimark friðsamlegra mót-
mæla almennings gegn þeim,
sem keyrðu Ísland í kaf. Bús-
áhaldabyltingin hefur nú ásamt
öðrum atburðum leitt til stjórn-
arslita með sterkan málstað,
söng, sleifar, potta og pönnur
að vopni. Söngur kennir mönn-
um kurteisi og alúð, og hvors
tveggja er nú rík þörf, þegar
ríki, land og þjóð leika á reiði-
skjálfi af mannavöldum.
Söngvabyltingin
Söngur gegndi úrslitahlutverki
í uppreisn Eystrasaltsþjóðanna
gegni hernámi Sovétríkjanna
1990. Eistar segja sumir, að þeir
hafi þraukað undir oki Sovét-
valdsins í hálfa öld, þar eð menn-
ing þeirra, þjóðerni, tunga og
saga bundu þá saman og blésu
þeim kjark í brjóst. Þessi lýs-
ing á einnig við um Ísland allar
götur frá lokum þjóðveldisald-
ar fram að heimastjórn og allt
fram á okkar daga. Þegar færi
gafst og Eistar, Lettar og Lithá-
ar, samtals aðeins um átta millj-
ónir manns, áræddu að rísa upp
gegn ofurefli Sovétveldisins með
sínar næstum 300 milljónir, batt
söngur þjóðirnar saman. Fólkið í
Eystrasaltslöndunum bjó að gam-
alli kórsöngshefð líkt og Norður-
landaþjóðirnar og tók nú höndum
saman og söng ættjarðarsöngva
af lífs og sálar kröftum. Söngur
þúsundanna fór eins og eldur í
sinu um svæðið og heiminn. Við
söngnum áttu Kommúnistaflokk-
urinn og Rauði herinn ekkert
svar. Hver ræðst gegn syngj-
andi fólki? Sigurinn var í höfn.
Fyrsti forseti Litháens eftir fall
Sovétríkjanna var tónlistarpróf-
essorinn Vytautas Landsbergis.
Það er Íslandi til mikils sóma, að
Íslendingar skyldu fyrir áræði
og réttsýni Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, þá utanríkisráðherra,
verða fyrstir þjóða til að viður-
kenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna 1990. Fólkið þar austur frá
gleymir því aldrei.
Dýrð um vík og vog
Þegar ég hugsa um söng og
stjórnmál, rifjast einnig upp
fyrir mér sagan af því, þegar ég
var fyrir fáeinum árum kvadd-
ur til Þórshafnar í Færeyjum til
fundar við landsstjórnina þar
um sjálfstæðismál. Fundinn í
Þórshöfn sátu ráðherrarnir sjö,
sem áttu þá sæti í landsstjórn-
inni, og sjö ráðuneytisstjór-
ar auk mín. Fundurinn hófst á
því, að Jóannes Eidesgaard lög-
maður kvaddi sér hljóðs, bauð
mig velkominn og sagði síðan:
Við skulum syngja. Ég hugsaði
með mér: Einmitt svona ættu
allir fundir að byrja, einkum ef
mönnum semur ekki nógu vel
eftir öðrum leiðum. Allir stóðu
upp og sungu saman Dýrd á vík
og vág, öll fjögur erindin í fal-
legum ættjarðaróði eftir Jens
Dam Jacobsen, skáld og prent-
ara á dagblaðinu Dimmalætt-
ing. Ég tók undir síðari erindin
tvö, þegar ég hafði áttað mig á
laginu. Lokaerindið hljómar svo:
„Fagra, fjálga stund! Silvitni um
sund. Fróir flúgva fuglar mill-
um fjalla. Teirra káta mál berst
um vall og vál. Gævi dagur aldri
fór at halla!“ Mér fannst ég vera
heima. Við ræddum sjálfstæð-
ismál Færeyja fram og aftur,
en um þau var og er djúpstæð-
ur ágreiningur um eyjarnar. Ég
sagði við gestgjafa mína og vini:
Kvíðið engu. Íslendingar tóku
rétta ákvörðun í sjálfstæðismál-
inu á sínum tíma. Engin áföll
munu nokkurn tímann raska
þeirri niðurstöðu.
Máttur söngsins
Í DAG |
ÞORVALDUR GYLFASON
UMRÆÐAN
Ragnhildur Sigurðardóttir skrifar um
stjórnmál
Neyðarstjórn kvenna er grasrótar-hreyfing sem spratt upp á vef-
síðunni Facebook í kjölfar efnahags-
hrunsins í október 2008. Markmiðið
með grasrótinni var að leggja okkar
af mörkum til að byggja hér upp betra
samfélag með jafnrétti, virðingu og vel-
ferð allra að leiðarljósi. Við í Neyðar-
stjórninni finnum að mikil þörf er
fyrir hreyfingu sem kemur sjónarmiðum kvenna
á framfæri og styður þær til áhrifa í stjórnmálum
og atvinnulífi. Neyðarstjórn kvenna mun vinna að
þessum markmiðum með öllum tiltækum ráðum,
þar á meðal með kvennaframboði í komandi
alþingiskosningum.
Í „gróðærinu“ voru hafin til vegs og virðing-
ar gildi sem fram að því höfðu verið talin fólki til
lasts fremur en lofs. Græðgi og fífldirfska töldust
nauðsynlegir drifkraftar og forsenda þátttöku í
nýjum og hnattvæddum heimi. Á meðan færðust
hógværð, umhyggja og fyrirhyggja niður virðing-
arstigann. Fjórflokkakerfið skapaði gróðærið og
hefur allt frá upphafi, skipt efnum og
gæðum þessa lands bróðurlega á milli
sín. Þessi sama klíka hefur leynt eða
ljóst staðið fyrir einkavinavæðingu á
eigum okkar og látið almannahagsmuni
lönd og leið. Þessu verðum við að breyta.
Nú eftir hrunið, stöndum við frammi
fyrir meiri efnahagsþrengingum en
nokkur önnur þeirra þjóða sem við
berum okkur gjarnan saman við. Það
hvernig við tökum á kreppunni kemur
til með að hafa úrslitaáhrif á hversu
djúp hún verður og hversu lengi hún
mun vara. Uppbygging til framtíðar
verður að byggja á nýjum grunni velferðar og sið-
ferðis. Þess vegna verður hvert og eitt okkar að
þora að takast á við breytingar og fylgja sannfær-
ingu sinni og gildismati.
Í kvöld fimmtudaginn 29. janúar kl. 20, verður
hreyfingin Kvennastjórn, formlega stofnuð á Hall-
veigarstöðum. Kosið verður í stjórn hennar, nýr
samfélagssáttmáli lagður fram, ásamt kröfugerð.
Því hvetjum við alla, sem vilja endurreisa íslenskt
samfélag með jafnréttishugsjónina að leiðarljósi,
til að mæta.
Höfundur skrifar fyrir hönd Neyðarstjórnar
Nýtt kvennaframboð
RAGNHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR
Gjaldþrotagenið
Gengi Decode hefur verið mikið í
umræðunni síðustu árin. Fyrir nokkru
keypti hálf þjóðin sér hlutabréf í
fyrirtækinu og ætlaði að græða á tá
og fingri. Síðan hefur allt legið niður
á við.
DV birti úttekt á stöðu fyrirtækisins
í gær og fullyrðir að samanlagt tap
frá stofnun Decode sé 55 milljarðar.
Engu að síður mallar allt áfram hjá
fyrirtækinu og nýverið fékk það
lánafyrirgreiðslu frá Landsbank-
anum.
Gárungarnir síkátu hafa stungið
upp á því að sennilega hafi Dec-
ode fundið upp lækningu við
gjaldþroti. Það væri þá eitthvað
sem íslenska þjóðin gæti nýtt
sér.
Hið íslenska Guantánamo
Mikil sigling er á Vinstri grænum
þessa dagana og flokkurinn á leið
í ríkisstjórn. Það er enda völlur á
formanni flokksins þessa dagana.
Steingrímur var á fjölmennum flokks-
ráðsfundi á þriðjudag og tilkynnti þá
vígreifur að hans fyrsta verk yrði að
hreinsa út úr Seðlabankanum. Þetta
yrði eins og með Guantánamo
og Bandaríkin, en nýr forseti
lét það verða sitt fyrsta verk
að tilkynna lokum búðanna
alræmdu.
Kannski
Steingrím-
ur líti á
sig sem
Obama
Íslands?
Tónlistarkjördæmið
Guðmundur Steingrímsson hefur
tilkynnt að hann vilji leiða lista
Framsóknarflokksins í Norðvestur-
kjördæmi. Þar er löng hefð fyrir
góðum árangri harmonikkuleikandi
frambjóðenda, samanber Gísla S.
Einarsson frá Akranesi.
Á Akranesi býr einnig Friðrik
Jónsson, sem íhugar framboð í
sama sæti og Guðmundur. Sá
samdi einmitt Framsóknars-
mellinn Árangur áfram ekkert
stopp! Óvíst er hvað Magnús
Stefánsson, þingmaður
flokksins í kjördæminu
og meðlimur Upplyft-
ingar, gerir.
kolbeinn@frettabladid.is
Söngur og stjórnmál
V
erkefnin sem bíða þeirrar ríkisstjórnar sem væntan-
lega tekur við völdum áður en vikan er öll eru ærin.
Mörg þessara verka hefði löngu átt að vera búið að
vinna en reyndust fráfarandi ríkisstjórn ofviða.
Nú eru liðnir tæpir fjórir mánuðir frá setningu
neyðarlaganna í byrjun október. Fyrstu dagana á eftir virtist
ríkisstjórnin hafa tök á málum en fljótlega eftir fyrstu bráða-
aðgerðir virtist ákvarðanatökufælni taka völdin.
Aðgerðaleysi og vanmáttur ríkisstjórnarinnar olli stöðugt dvín-
andi trausti í garð stjórnvalda, ekki síst sú staðreynd að mánuð-
irnir liðu án þess að nokkur stjórnmálamaður eða embættismaður
axlaði ábyrgð með brotthvarfi af pósti sínum. Greinilegt var að
vaxandi óánægja var með ríkisstjórnina, traustið fór minnkandi
og tiltrú almennings á stjórnvöld. Skoðanakannanir hafa endur-
speglað þetta; fyrst hrundi fylgið af Sjálfstæðisflokknum og á
síðustu vikum einnig af Samfylkingunni. Til tíðinda hlaut því
að draga.
Fulltrúa fráfarandi stjórnarflokka greinir á um ástæður þess
að upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu slitnaði. Samfylkingarmenn
segja að aðalásteytingarsteinninn hafi verið ágreiningur um það
hvort bankastjórn Seðlabankans ætti að fara frá. Sjálfstæðismenn
skýra þetta hins vegar með því að Samfylkingin hafi krafist þess
að skipt yrði um forystu í ríkisstjórninni, eða verkstjórnarvald,
eins og það er orðað.
Ef að er gáð er þó um sama hlut að ræða því meðan forsætis-
ráðherra hafði ekki mátt til að taka á bankastjórn Seðlabankans
þá hlaut að liggja fyrir að ekki væri á það treystandi að flokks-
systir hans kæmi því borðleggjandi verki í framkvæmd, verki
sem fræðimenn og stjórnmálaskýrendur og raunar meirihluti
þjóðarinnar sá og taldi að vinna ætti strax á fyrstu dögum eftir
hrunið. Þó ekki væri nema af þeirri ástæðu var ljóst að skipta
þurfti um í brúnni.
Mikið þurfti þó að ganga á áður en ráðherrar Samfylkingar
horfðust í augu við að meðvirkni þeirra með hinum stjórnar-
flokknum var komin út yfir öll mörk. Í grasrót flokksins kraum-
aði óánægjan með ríkisstjórnarsamstarfið allt frá því í haust
en það var ekki fyrr en óánægja almennings var komin að þol-
mörkum og vikuleg mótmæli, misfjölmenn, breyttust í allt að því
sólahringsvaktir og búsáhaldasláttur tók við af ræðuhöldum, að
höggvið var á hnútinn.
Frá félagsfundum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík og félaga
út um landið í síðustu viku komu skýr skilaboð um að slíta bæri
ríkisstjórnarsamstarfinu og viðskiptaráðherrann fann loks sinn
vitjunartíma og sagði af sér.
Sú ríkisstjórn sem nú tekur við völdum hefur ekki nema úr
fáeinum vikum að spila. Á þeim vikum verður hún að láta verkin
tala. Almenningur verður að finna að unnið sé að því að bjarga
því sem bjargað verður, bæði hvað varðar fjárhag heimila og í
atvinnulífinu. Það er fyrsta skrefið til þess að endurreisa tiltrú
almennings á stjórnvöld í landinu.
Vítahringur meðvirkni rofinn:
Betra seint en
ekki
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR