Fréttablaðið - 29.01.2009, Page 54
38 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Popparinn Michael Jackson er að
undirbúa nýjan söngleik í Banda-
ríkjunum sem verður byggður á
myndbandinu við
lag hans Thrill-
er. Að sögn fram-
leiðandans James
Nederlander, sem
á níu leikhús á
Broadway, ætlar
Jackson að eiga
fullan þátt í sköp-
un verkefnisins.
Í myndbandinu
við Thriller frá
árinu 1983 lék Jackson varúlf auk
þess sem dansandi uppvakningar
komu við sögu.
Jackson tók engan þátt í gerð
söngleiksins Thriller-Live sem
var frumsýndur í West End í
London fyrr í mánuðinum. Bróðir
hans Tito mætti engu að síður á
frumsýninguna.
Thriller fer á
Broadway
Sala á dvd-diskum með breska
grínhópnum Monty Python hefur
aukist um tuttugu og þrjú þúsund
prósent eftir að valin atriði voru
sett í góðum gæðum á Youtube.
„Við leyfum þér að sjá þetta allt
ókeypis en við viljum eitt í stað-
inn. Ekki hugsunarlaust blað-
ur í athugasemdakerfinu heldur
viljum við að þú kaupir mynd-
irnar og sjónvarpsþættina okkar
og linir þar með sorgir okkar og
andstyggð yfir því að hafa látið
féfletta okkur í öll þessi ár,“
eru skilaboð hópsins á Youtube.
Ákallið svínvirkaði.
Monty selja
gríðarlega
SÖLUAUKNING Monty Python í ham.
MICHAEL
JACKSON
Íslenska heimildarmyndin From
Oakland to Iceland hefur verið
sett í dreifingu í Kanada. Myndin
fjallar um ferðalag plötusnúðs-
ins Dj Platurn (Illuga Magnús-
sonar) til Íslands eftir 25 ára dvöl
í Bandaríkjunum. Greint er frá
því hvernig hann upplifir heima-
landið og hipphoppmenninguna
sömuleiðis.
Myndin var sýnd á MTV-vef
Skandinaívu í fimm vikur síð-
asta haust og í Ríkissjónvarpinu
í nóvember í fyrra. Einnig hefur
hún verið sýnd í flugvélum Ice-
land Express. Myndin er á ensku
og tónlistin í henni er samin af
Dj Platurn. Handritshöfundur og
leikstjóri er Ragnhildur Magnús-
dóttir, systir Illuga.
DJ Platurn
til Kanada
DJ PLATURN From Oakland to Iceland
hefur verið sett í dreifingu í Kanada.
Nýbylgju-
rokkbandið
Yeah Yeah
Yeahs er til-
búið með
þriðju plöt-
una sína.
Platan heit-
ir It‘s Blitz
og kemur út
með vorinu. Þetta verður fyrsta
skífa sveitarinnar frá árinu 2006.
Hljómsveitin segir þessa nýju
plötu ekki líka nokkru af því sem
hún hefur gert til þessa en hljóm-
ar samt eins og Yeah Yeah Yeahs.
Ný plata frá
Karen og kó
IT‘S BLITZ
Ný plata í vor.
Lay Low spilaði á Café
Rósenberg á þriðjudags-
kvöld við góðar undirtektir.
Þetta voru síðustu tónleikar
hennar áður en hún hélt af
stað í tónleikaferð um Evr-
ópu með Emilíönu Torrini.
Ferðast þær meðal annars
til Belgíu, Þýskalands og
Frakklands, þar sem fyrstu
tónleikarnir verða haldnir
í kvöld. Til að stilla síðustu
strengi sína fyrir ferðina
ákvað Lay Low að spila á
Café Rósenberg og miðað
við móttökurnar eru hún
tilbúin í slaginn og rúmlega
það.
Lokatónar fyrir Evróputúr
LAY LOW Á RÓSENBERG Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, spilaði flest af sínum þekktustu lögum á tónleikunum. Hún held-
ur nú í þriggja vikna tónleikaferð um Evrópu með Emilíönu Torrini. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þær Eva Aradóttir og Berglind Ólafsdótt-
ir voru brosmildar á Café Rósenberg.
Óli Þór og Eygló Valdimarsdóttir létu sig
ekki vanta á tónleikana.
Þau Linda Björk og Axel Fannar hlust-
uðu á ómþýða tóna Lay Low.
Sigurborg Magnúsdóttir og Gunnar
Andrésson skemmtu sér greinilega vel.
„Nýsköpun og frjó hugsun er eitt af því
örfáa jákvæða sem verður kreist út úr
þessari kreppu. Maður finnur að nú eru
gildin að breytast og öll sköpun fær loks-
ins þá viðurkenningu sem hún á skilið,“
segir Andrea Róbertsdóttir, fjölmiðla-
kona og mannauðsstjóri, sem hófst nýver-
ið handa við að búa til handgerð hjörtu
sem hafa fengið nafnið Jórunn. „Hjörtun
eru virðingarvottur við Jórunni Brynj-
ólfsdóttur sem rak verslun á horni
Skólavörðustígs og Klapparstígs þar
til í fyrra, en hún lést seint á síðasta
ári, 98 ára gömul. Hún átti það til að
láta hjarta fylgja með í kaupbæti í
versluninni og gaf vinkonu minni eitt
hjarta sem hún gaf svo syni mínum í
nafnaveislunni sinni,“ útskýrir Andrea
sem eignaðist soninn Dreka í september.
„Ekkert hjarta er eins. Ég er að endur-
vinna til dæmis gardínur úr fal-
legu og skrautlegu efni sem ég
skreyti enn frekar með perlum,
semelíusteinum, blúndum og dúlla
við hvert og eitt þeirra. Handtökin
úr Húsmæðraskólanum hér um
árið koma sér vel núna,“ segir
Andrea og brosir, en hjörtun
koma í verslanir fyrstu helg-
ina í febrúar og fást í Epal,
Kraumi og versluninni Börn
náttúrunnar.
Aðspurð útilokar hún
ekki að hún muni fást frek-
ar við hönnun á komandi
mánuðum. „Það verður
svo spennandi að sjá hvert
þetta tekur mig. Ég held
áfram að fá útrás á einhvern
hátt og hönnun er ein leiðin til
þess. Svo bíður maður bara
spenntur eftir að sjá hvern-
ig nýja Ísland verður þegar
fæðingarorlofið endar
og hvaða tækifæri
maður skapar sér
þá.“ - ag
Býr til handgerð hjörtu
ENDURVINNUR
GARDÍNUR Andr-
ea Róbertsdóttir
hefur breytt og
saumað föt frá
því hún man
eftir sér, en hún
býr nú til handgerð
hjörtu úr fallega
skreyttu gardínuefni og
engin tvö eru eins.
> HAFNAÐI PLAYBOY
Leikkonan Jennifer Aniston hefur
hafnað tilboði um að sitja nakin
fyrir í tímaritinu Playboy. Gamli
Playboy-kóngurinn Hugh Hefn-
er var svo hrifinn af myndum
sem birtust af Aniston í GQ
á dögunum að hann bauð
henni háar fjárhæðir fyrir að
fækka fötum. Alls hefði An-
iston getað fengið yfir hundr-
að milljónir króna fyrir tiltæk-
ið hefði hún haft áhuga.
Léttöl
PILSNER Drukkinn í 92 ár
G
ot
t
fó
lk
Það er ekki að ástæðulausu að sumt stenst tímans tönn.
Íslendingar hafa haldið tryggð við Egils Pilsner í blíðu jafnt
sem stríðu í tæpa öld, þökk sé hressandi bragði og hagstæðu verði.
Endurnýjaðu kynnin við ölið sem Íslendingar hafa drukkið allar götur síðan 1917.