Fréttablaðið - 29.01.2009, Blaðsíða 62
46 29. janúar 2009 FIMMTUDAGUR
„Ég kom bara í gær, var eiginlega
bara á landinu yfir byltingu,“ segir
heimildarmyndagerðarmaðurinn
Helgi Felixson sem búsettur er í
Svíþjóð. Hann hefur undanfarna
hundrað daga eða svo unnið að
gerð heimildarmyndar um efna-
hagshrunið á Íslandi. Sagan er sögð
frá sjónarhóli sex einstaklinga sem
upplifa hversdagsleikann hrynja á
augabragði og hvernig þeir tak-
ast á við þann veruleika sem blas-
ir við þeim eftir þjóðargjaldþrot.
„Þetta var í raun yfirþyrmandi,
að fylgjast með sjálfsmynd Íslend-
inga brotna og molna. Landinn fór
úr því að vera málsmetandi meðal
þjóðanna yfir í að verða að hálf-
gerðum hundum.“ Myndinni hefur
verið gefið vinnuheitið Point of no
Return og hefur sænska ríkissjón-
varpið þegar lýst áhuga á að sýna
myndina. Þá eru þýskir framleið-
endur áhugasamir og Helgi veit
sem er að mynd um Ísland og
íslenska efnahagshrunið á eftir að
vekja mikla athygli erlendis. „Við
erum hálfgerður ísbrjótur í þess-
ari alþjóðlegu fjármálakreppu. Við
erum aðalmálið í heimspressunni
þótt ástæðurnar séu okkur ekki
alveg að skapi.“
Helgi var staddur á Íslandi fyrir
algjöra tilviljun þegar Geir H.
Haarde bað guð að blessa þjóðina
í beinni útsendingu. Hann fór til
Svíþjóðar nokkrum dögum seinna
en þá tóku tilfinningarnar öll völd.
„Ég varð eiginlega friðlaus, mér
fannst eins og ég þyrfti að vera á
Íslandi og fanga þessar heitu til-
finningar sem voru að brjótast um
meðal þjóðarinnar,“ útskýrir Helgi.
Hann bætir því við að Íslendingar
hafi alltaf verið skapheitir en það
hafi aðallega átt við um útvarps-
þætti og heita potta. „En á þessum
tímapunkti gaus eldfjallið, þjóðin
vaknaði eftir að hafa verið kúguð
og bæld í hundruð ára og látið allt
yfir sig ganga.“
Einn af þeim sem kemur fyrir
í myndinni er Sturla Jónsson, for-
sprakki vörubílstjóra. Helgi tekur
þó skýrt fram að hann vilji einn-
ig fá sögu þeirra sem sagðir eru
hafa sett Ísland á hausinn; hinna
svokölluðu útrásarvíkinga. „Ef
þeirra saga er ekki sögð væri það
svona svipað eins og að sleppa mik-
ilvægum kafla í bók, láta áhorfend-
ur horfa á stillimynd.“ Helgi hefur
þegar fengið jákvæð viðbrögð frá
Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og bætir
því við að hann vilji fyrst og fremst
nálgast mannlegu hliðina. „Helst
vildi ég bara ná þeim með nátthúfu
og tebolla yfir morgunverðarborð-
inu.“
Helgi er einn fremsti heimildar-
myndagerðarmaður Íslands þótt
nafn hans sé ekki á hvers manns
vörum. Hann hefur verið að í rúm
tuttugu ár en unnið flestar sínar
myndir úti í Svíþjóð þar sem hann
býr. Myndir hans hafa unnið til
fjölmarga alþjóðlegra verðlauna
en þeirra þekktust er sennilega
Beneath the Stars sem vakti athygli
umheimsins á bágri stöðu munað-
arleysingja í Cape Town í Suður-
Afríku. Áætlað er að myndin um
Ísland verði frumsýnd í september
á þessu ári. freyrgigja@frettabladid.is
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
MORGUNMATURINN
LÁRÉTT
2. planta, 6. sjúkdómur, 8. frosts-
kemmd, 9. keyra, 11. kringum, 12.
glaður, 14. slór, 16. nafnorð, 17. í
viðbót, 18. hress, 20. ung, 21. velta.
LÓÐRÉTT
1. fyrirhöfn, 3. kúgun, 4. vanhelgun,
5. angan, 7. hvasst horn, 10. maka,
13. kvk nafn, 15. greinilegur, 16.
tangi, 19. nudd.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. mosi, 6. ms, 8. kal, 9. aka,
11. um, 12. kátur, 14. hangs, 16. no,
17. auk, 18. ern, 20. ný, 21. snúa.
LÓÐRÉTT: 1. ómak, 3. ok, 4. saurgun,
5. ilm, 7. skáhorn, 10. ata, 13. una,
15. skýr, 16. nes, 19. nú.
„Ég fæ mér lýsi og djúsglas til
að skola því niður. Svo er það
bara kaffið. Mikið af því.“
Kolfinna Baldvinsdóttir athafnakona.
HELGI FELIXSON: SÝNIR MANNLEGU HLIÐINA Á ÓGÖNGUM ÍSLENDINGA
Gerir heimildarmynd um
íslenska efnahagshrunið
EKKERT AFTURHVARF
Helgi Felixson hefur fylgst með
sex einstaklingum og hvernig þeir
takast á við þá atburði sem áttu sér
stað fyrir rúmum hundrað dögum
þegar efnahagskerfið hrundi. Sturla
Jónsson er einn þeirra sem kemur
við sögu í myndinni.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Einar Kárason og
Þorvaldur Kristinsson.
2 Cliff Clavin.
3 11.
Jónsi í Sigur Rós og kvikmyndaframleiðandinn Sig-
urjón Sighvatsson verða gestgjafar í kynningarteiti
sem verður haldið á heimili Sigurjóns í Los Angeles
laugardaginn 25. apríl.
Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu verður
íslensk tónlist þar kynnt fyrir áhrifafólki innan tón-
listar- og kvikmyndaiðnaðarins í von um að koma
henni að í bandarískum kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum.
Lanette Phillips, sem er einn virtasti framleið-
andi tónlistarmyndbanda í heiminum, tekur þátt í
skipulagningu veislunnar. Hún kynntist Jónsa er
hún var stödd hér á landi á tónlistarráðstefnunni
You Are In Control og óskaði eftir því að hann tæki
að sér hlutverk gestgjafans. „Ég átti fund með Jónsa
í síðustu viku og hann brást vel við þessu. Hann er
að lána okkur nafnið sitt til að styðja þetta verk-
efni,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir hjá Útón
sem hefur unnið að verkefninu, sem nefnist Made
in Iceland. Hún efast ekki um að Jónsi eigi eftir að
standa sig vel í þessu hlutverki. „Ég á von á að hann
verði mjög skemmtilegur eins og hann er alltaf í
partíum. Þetta er alltaf barátta um að ná athygli og
réttum „kontöktum“. Við erum mjög þakklát fyrir
að hann skuli styðja við verkefnið.“
Send verða út fjögur hundruð boðskort í veisluna í
byrjun apríl og er búist við að um 150 manns láti sjá
sig. Líklega munu einhverjar Hollywood-stjörnur
leynast þar innan um sé miðað við föngulegan vina-
hóp Sigurjóns. Einnig hafa þeir Veigar Margeirsson
og Atli Örvarsson, kvikmyndatónskáld í Hollywood,
boðað komu sína. „Við ætlum að leggja öll tengsla-
net í púkkið,“ segir Anna Hildur og vonar það besta.
- fb
Jónsi gestgjafi í Los Angeles
LISTAMAÐURINN AÐ STÖRFUM Pacas sýnir tólf olíumálverk á Kaffi Sólon.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta eru frábærir tímar fyrir
listina. Það er bylting í loftinu og
listamenn eiga að vera í broddi
fylkingar,“ segir sjónvarps-
stjarnan og kokkurinn Pacas.
Hann lætur ekki sitt eftir liggja
því málverkasýning hans verður
opnuð á Kaffi Sólon á sunnudag-
inn. „Ég sýni tólf ný olíumálverk.
Þemað í sýningunni er hvernig ég
sé Ísland. Þetta er náttúrulega
alveg rosalega fallegt land. Uppá-
haldsstaðurinn minn er Snæfells-
nesið en Landmannalaugar eru
líka stórkostlegur staður. Mynd-
irnar mínar eru undir áhrifum
frá þessum stöðum. Og fleiri stöð-
um til.“
Pacas hefur sótt myndlistar-
námskeið og áður haldið sýning-
ar. Fyrir fimmtán árum mátti
sjá málverkin hans á 22, en síðan
hefur hann meðal annars sýnt á
ýmsum kaffihúsum og á Vínbarn-
um.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Pacasi því hann verður
fimmtugur á Valentínusardegi, 14.
febrúar. „Úff, þetta er ótrúlegt,
hálf öld! Ég lít samt mjög vel út
miðað við aldur, ekki spurning!,“
segir Pacas og hlær. „Við Beggi
verðum í Smáralind um daginn
með Valentínusar-prógramm,
en um kvöldið verður veisla með
þeim nánustu. Beggi er að skipu-
leggja veisluna með vinum okkar
og ég er að sjálfsögðu fjarskalega
spenntur.“
- drg
Fimmtugur Pacas opnar málverkasýningu
JÓNSI OG LANETTE Jónsi verður gestgjafi í kynningarteiti á
heimili Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles í apríl.
Menn hafa í fjölmiðl-
um keppst við að
finna líkingamál um
kreppuna, efna-
hagshrunið og
bankagjaldþrotið.
Veðurfræðihugtök
á borð við efna-
hagslægðir og
efnahagslegt fár-
viðri hafa verið vinsæl auk þess sem
sjávarútvegsmálfarið hefur notið
töluverðrar hylli. Hefur þar verið
talað um brotsjó og þjóðarskútu.
Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri,
nýtti sér hins vegar sinn bakgrunn
úr kvikmyndunum í viðtali við þýska
dagblaðið Zeist þegar hann líkti
íslenska efnahagnum við skrímsli
Dr.Frankenstein. „Það er auðvelt að
búa til skrímsli, það er erfiðara að
stjórna því,“ sagði Friðrik.
Íslensku bókmenntaverðlaun-
in voru afhent á Bessastöðum í
skugga stjórnarmyndunar og karps
um vald forseta. Og var samdóma
álit viðstaddra að sjaldan
eða aldrei hefði verið
jafn gaman á þessum
verðlaunum og nú. Einar
Kárason fór heim með
verðlaunin í flokki
fagurbókmennta
fyrir bók sína Ofsa
og hafði tvöfalda
ástæðu til fagna.
Því sama dag tókust samningar við
þýsku útgáfuna btb um að gefa
bókina út á þýsku en sama forlag
gaf einnig út Óvinafagnað, fyrri bók
Einars um Sturlungaöldina.
Ingvi Hrafn Jónsson er ánægður
um þessar mundir og segir hverjum
sem heyra vill að sjónvarpsstöð
hans, ÍNN, sé farin að skila hagnaði.
Þó stöðin sé umtalsvert minni í
sniðum en Ríkissjónvarpið getur
meistari ljósvakans ekki stillt sig
um að stríða stóra bróður. Því
fylgir það jafnan sögunni að honum
gangi mun betur en Páli
Magnússyni sem tapi
einni milljón fyrir hádegi
og annarri eftir
hádegi.
- fgg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
föstudagur
Allt sem þú þarft
föstudagur