Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 64

Fréttablaðið - 29.01.2009, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur 10.17 13.41 17.06 10.15 13.26 16.37 Í dag er fimmtudagurinn 29. janúar, 29. dagur ársins. Ja hérna, ný ríkisstjórn, nýtt Ísland og allar líkur á að for- sætisráðherrann verði kona. Það var sannarlega kominn tími til. ÉG FAGNA ÞVÍ að kona setj- ist loks í forsætisráðherrastól- inn. Það eru gleðileg tímamót. En eftir allan þann vitleysisgang sem á undan er genginn í þjóðmálun- um stend ég mig að svartsýni yfir þessari nýju ríkisstjórn. Finnst einhvern veginn að það skipti engu máli hver fari með völdin, þetta lið sé allt saman eins inn við beinið. SAMFYLKINGIN tók þó loks af skarið þegar þjóðfélagið var við það að springa. Eitthvað þurfti að gera og það strax. Ungir sjálfstæðismenn hafa þó hátt um að Samfylkingin hafi brotnað undan álaginu og hafi ekki getað tekist á við ástandið. Það held ég að sé ekki satt. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN er síst skárri til að takast á við ástandið enda ber hann í mínum huga talsverða sök á því. Allt var líka orðið stíflað í höndum hans. Flokkurinn getur ekki hróflað við valdakerfinu innan flokks vegna hefða, hlýðni og vinatengsla, á kostnað málefnanna sem virðast ekki í forgangi. Egill Helgason sagði í morgunþætti í útvarpi um daginn eitthvað á þá leið að fólk- ið í landinu væri orðið langþreytt á eiginhagsmunapoti stjórnmála- manna sem hugsuðu um það eitt að verja sín lén og átti þar við rót- gróið valdakerfi Sjálfstæðisflokks- ins. VIÐ ERUM orðin langþreytt á þessu, sjálf er ég orðin þreytt á öllum flokkunum, poti þeirra og valdaklíkum sem setja sjálfar sig ofar málefnum. Þess vegna lætur gleðitilfinningin á sér standa þrátt fyrir nýja stjórn, því deila má um aðferðir Samfylkingarinnar við að sprengja upp stjórnarsamstarfið. Eiginhagsmunapot og valdaklíkur koma óneitanlega upp í hugann. ÞAÐ ER jafnvel spurning hvort hægt er að nota orðið „ný“ um þá ríkisstjórn sem er að myndast. Hvort ný sýn á hlutina komi til, því það fólk sem heldur um stjórnar- taumana og ætlar að byggja upp nýtt Ísland hefur svo sem setið á ráherrastólum áður. Það verður spennandi að sjá hverjir veljast í hvaða embætti í nýju stjórninni og hvort valdakerfið og lénaskipting- in séu jafn rótgróin innan þeirra raða eins og hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Þau andlit sem orðuð eru við æðstu embættin eru sannarlega ekki ný. Nýtt en ekki nýtt

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.