Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 22
22 T I M I N N gólfinu. Hún fór því út á baksvalirnar, þar sem garðyrkjumaöurinn geymdi mottu- ræmur, sem notaðar voru til þess að þekja .með viðkvæmar plöntur, þegar nætur voru kaldar, og tók með sér armfylli af þeim. En þegar hún kom aftur inn í stof- una. sá hún, að það var um seinan. Blóð- ið hafði þegar komizt gegn um umbúð- irnar og hafði eyðilagt mottuna þar und- ir sem maðurinn lá. „Ó, sjáðu mottuna!" hrópaði hún. „Já, hún er nú eyðilögð," anzaði Sadó kæruleysislega. „Hjálpaðu mér við að snúa honum," sagði hann skipandi. Hún hlýddi honum orðalaust og Sadó byrjaði að þvo- bak mannsins varfærnislega. „Yunú vildi ekki þvo honum," sagði Hanna. „Þvoðir þú honum þá?" spurði Sadó án þess að bætta við verk sitt eitt augnablik. „Já," svaraði hún. Hann virtist ekki heyra, hvað hún sagði, en hún var vön því, að hann væri mjög önnum kafinn, þegar hann var að vinna. Eitt augnablik hvarflaði að henni að spyrja Sadó að því, hvort það væri starfsins vegna, sem hann leysti þetta svo vand- virknislega af hendi, eða vegna þess, að maðurinn væri veikur.-------- „Þú verður að svæfa hann, ef þess þarf með," sagði hann. „Ég?" át hún upp eftir honum með tóm- læti í röddinni. „Ég er algerlega óvön þVí!" „Það er ofur auðvelt," svaraði hann óþol- inmóðlega. Hann var farinn að losa um umbúðirn- ar og blóðið tók að vætla örar út úr sár- unum. Hann athugaði sárin við ljós frá skurðlæknalampá, sem festur var á enni hans. „Byssukúlan er hér ennþá," sagði hann fálátlega. „Nú þyrfti ég bara að vita, hve djúpt sárið er. Sé það ekki of djúpt, getur verið, að ég nái kúlunni. En það er ekki svo lítið, sem honum blæðir. Hann er búinn að missa mikið blóð." En nú varð Hönnu flökurt. Sadó varð* litið upp og hann sá, hversu nábleik hún var í framan. „O — ekki gefast upp," sagði hann harð- lega. En ekki lagði hann þó frá sér rann- sóknaráhöld sín eitt augnablik. „Ef ég nem staðar nú, mun hann áreiðanlega deyja." En hún setti hendur fyrir munn sér og hljóp út úr stofunni. Hann heyrði hana kasta upp úti í garðinum. En hann- hélt áfram við verk sitt. „Hún hefir gott af því að tæma mag- ann," hugsaði hann. Hann gleymdi því, að hún hafði auðvitað aldrei verið viðstödd uppskurð. En þessi lasleiki hennar og sú freisting að ganga út til hennar nú strax, gerði hann óþolinmóðan og æsti skap hans. Hann var gramur út í hvíta manninn, sem lá þarna eins og dauður undir skurðar- hnífnum. „Það er ekki til nein ástæða fyrir því milli himins og jarðar," hugsaði hann, ,.að þessi maður haldi lífi." Ósjálfrátt varð hann kæruleysislega h*lrðbrjósta við þessar hugsanir sínar og hélt áfram starfi sínu í hálfgerðu flaustri. Maðurinn stundi gegnum svefninn, en Sadó ' gaf því engan gaum, utan hvað hann taut' aðiyfir honum. „O — emjaðu bara," tautaði hann. „Emj- aðu rétt eins og þig lystir. Ég er ekki að þessu mér* til þægðar. Eiginlega skil ég ekkert í því, hvers vegna ég er að þessu." Dyrnar opnuðust, og þar var Hanna kom- in inn aftur. Hún hafði ekki gefið sér tíma til að greiða hár sitt aftur á hnakkann. „Hvar er svæfilyfið?" spurði hún á- kveðin. Sadó benti með höfðinu. „Þáð var eins gott, að þú komst aftur," sagði hann, „hann er farinn að hreyfa sig." Hún hélt á flösku og bómull. „En hvernig á ég að fara að þessu?" spurði hún. „Bara að hella í bómullina og halda henni að vitum hans," svaraði Sadó, án þess aö hætta hinum margvíslegu viðvik^ um, sem verk hans útheimti, eitt anda*- tak. „Þegar hann fer að anda mjög hægt, skaltu taka bómullina frá stundarkorn." Hún laut varfærnislega niðúr að Am- eríkumanninum, þar sem hann hvíldi með andlitið á gólfábreiðunni. Þetta var vesallegt, magurt andlit, fannst henni. og munnsvipur þess var afmyndaður. Maður- inn þjáðist auðsjáanlega, hvort sem hann var sér þess fyllilega meðvitandi, eða ekki. Hún horfði sífellt á hann. — Og hana fór allt í einu að langa til þess að vita sönnur á því, hvort þær væru á rökum reistar sögurnar, sem henni bárust stund- um til eyrna um illa meðferð á stríðs- föngum. Þess háttar orðrómur barst manna á milli sem'hver önnur munnmæli, en var jafnan mótmælt á hærri stöðum. í dagblöðunum voru sífelldar frásagnir af því, að hvar sem japanskir herir kæmu, tæki fólkið fagnandi á móti þeim með \ gleðihrópum yfir fengnu frelsi. En stund- um varð henni hugsað til manna eins* og Tahíma hershöfðingja, sem barði konuna sína grimmilega. enda þótt énginn væri til frásagnar um það, að hann hefði sýnt svo mikinn og sigursælan dugnað í orrustum t r { Kaupfélag Stykkishólms, Stykkishólmi, ÓAnar öllum feiaatsmörLnum oa vidóhi/iíavinum gledile-ara /óla oa. tarf á ////.//.í oa- haAríar aotí Aam\> auarð oa árinu. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.