Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 8
T I M I N N Guðmundur lngi: \ ^a - Aíw a> Bjartur er enn um Bægisá bjarminn af séra Jóni. Hús voru þröng og þökin lág. — Það var svo títí á Fróni. Kynlega dýrð úr kytru sá klerjcurinn heimagróni. Málið á tungu litríkt lá, r\ íistin var gerð að þjóni. Blés hann*í eld, en ekki í kaun, andhverfis margt þótt gengi. Legðist á herðar lífsins'raun, lék hann á skœra strengi. 'páði hann að lokum þjóðskálds laun, þó að um seinan fengi. Óðurinn fagri upp um Hraun ómaði vél og iengi. Tungunnar bar.hann blóm og stál, blíður þeim hélgu dómum. Alþýðumanns og Eddu sál ómuðu í^sömu hljómum. Honum var Klopstocks kviða þjál kveðin méð Ijúflingsómum. Fléttaði hann í Miltons mál mikið af íslands blómum. Drengurinn heima í Hrauni þá hlustaði sœll og feginn. Fegurðin, sem í Ijóði lá, lék um hann öllum megin. Sproti þess máls, er ísland á, opnaði honum veginn. Titrandi var í von og þrá vaknandi strengur sleginn. Hvarvetna dró hann efnin að. "* íslandi vann hans máttur. Selárdalsbarni í brjósti kvað bárunnar andardráttur. Fljótshlíðar átti hann blóm og blað, blíður var hennar þáttur. Öxnadáls ,gamni og griðastað gefinn var margur háttur Enn skulu slíkar auðnuspár íslandi möttul skera. Enn er í bjatma Bœgisár barni þess gott að vera. Þar er sinn harm og hjartasár hlcejandi létt að bera. Ylhýra málsins mennt og þrár mannshjartað auðugt gera.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.