Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 32

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 32
32 T f M I N N vann kóngsdótturina, er numin hafði ver- ið brott og verið í tröllahöndum. Hann var gæddur þeirri ást og einlægni, sem, ásamt starfsþrá og starfshæfni, eru nauðsynleg- ir eiginleikar öllum þeim, sem leiða vilja móðurmál sitt fram í dagsljósið. Nú vissu Færeyingar, að þeir áttu sér móðurmál, sem var fagurt, þróttugt og hljómþýtt. Nu reið á því að hefja það til nýs vegs og nýrrar virðingar — láta það ná þeim þroska sem nauðsynlegur er sérhverri þjóðtungu — svo að það gæti'að nýju skipað öndvegi á þeim stöðum, þar sem mestu máli skipti, að það nyti ástar og virðingar: í skólum landsins og guðshúsum. Prásaga sú, er Hammershaimb ritaði um för sína um Færeyjar 1847—1848, vitnar gleggst um það, hvílíka gleði hann hefir haft af þessu starfi sínu og hversu inni- lega hann hefir unnað móðurmáli sínu: „Ég er fæddur í Færeyjum af færeysku foreldri og ólst þar upp með færeyskuna á vörum mínum, og enda þótt ég kæmi þrettán ára gamall til Danmerkur, var ég þó ávallt í tengslum við Færeyjar, þar sem ættingjar mínir og bernskuvinir bjuggu, svo að ástin og áhuginn fyrir Færeyjum og öllu því, sem færeyskt er, hefir ávallt átt 'hug minn allan. Hetjukvæðin og fornsögurnar, sem ég hafði hlýtt á mér til mikillar ánægju í æsku minni endur- ómuðu því ávallt fyrir eyrum mínum og vöktu í huga mínum ákafa þrá eftir að heyra þau af vörum Færeyinga í heim- kynnum þeirra. Þegar ég hafði lokið stúd- entsprófi, brá ég mér til Færeyja og endur- nýjaði þannig hinar draumkenndu æsku- minningar, sem ég átti þaðan. Þær urðu nú raunhæfari og gleggri en fyrr og mér skildist, að í lífi Færeyingsins, hugarheimi hans og söngvum, var svo margt fagurt, er gengið hafði í arf frá kynslóð til kyn- slóðar, að það var í fyllsta máta þess vert að rannsaka'st og bjargast frá gleymsku og fyrnsku." Hér hefir verið leitazt við að sýna fram á það, hversu mikils virði þetta tíu ára starf Hammershaimbs hefir reynzt Fær- eyingum. En þó ber þess að minnast, að hann þurfti ekki að byggja allt af grunni. Áður en Hammershaimb hófst handa um starf sitt, voru ýmis færeysk kvæði til í afritum, sem hann hefir efalaust haft við hendina. Sér í lagi er í þessu sambandi vert að minnast Jens Kristjáns Svabos hins lærða, sem annars var afabróðir Hammershaimb og Hammershaimb kynnt- ist í æsku sinni í Þórshöfn. Afrit þessi munu að sjálfsögðu ávallt hafa geysiþýð- fyrir alla þá, sem kynna vilja sér færeyskt mál og skáldskap. . Eitthvert hið vandasamasta verkefni Hammershaimbs var áð móta stafsetn- ingu þá, er á skyldi komið. Stafsetning sú, eða réttara sagt hinar ýmsu réttritunarreglur, sem til þessa hafði verið fylgt í færeysku máli, svo sem í af- ritum Svabos, útgáfu Lyngbys á „Færeysk- um kvæðum um Sigurð Fáfnisbana og ætt hans", útgáfu Schröters á Nýja Testament- inu og útgáfu Schröters og Davidsens á „Færeyingasögu" Rafns, varð, engan veg- inn lögð til grundvallar af Hammershaimb. í þessu efni eins og svo mörgum öðrum varð Hammerhaimb að byggja frá grurini. En hann stóð líka betur að vígi en fyrir- rennarar hans, þar eð hann kunni góð skil á íslenzku máli. Skoðun hans var sú, að mestu skipti að gera ritmálið sem lík- ast fornmálinu. Hann kemst að orði á þessa lund í formálanum að málfræði sinni: „Rit- háttur færeyskunrtar er hér miðaður við fornmálið — mál það, sem Færeyingar not- uðu fyrrum — þegar hinn núgildandi framburður gerir það ekki ókleift. Öll á- herzla er lögð á það, að varðveita sem bezt hin sönnu sérkenni færeyskunnar." Hammershaimb hafði rannsakað staf- setningarmálið vendilega eftir að hafa þrauthugsað það langa hríð. í formálanum að „Sýnisbók færeyskra bókmennta" kemst hann að orði á þessa lund eftir að hafa rætt um viðleitni Norðmanna til þess að mynda sameiginlegt ritmál fyrir landsmál- ið: „Ég valdi hinn upprunalega rithátt, þar eð ég taldi það mest 'um vert fyrir málið, ef það ætti að eiga einhverja framtíð, að færeyskan yrði auðlesanleg ókunnugum og áferðarfögur, svo og að Færeyingar leit- uðu til þeirra tungna, sem eru skyldastar móðurmáli þeirra, íslenzkunnar og dönsk- unnar, og legðu áherzlu á að tileinka sér það, sem er málum þessum sameiginlegt í stað þess að einangra mál sitt sem mest með því að láta hin ýmsu afbrigði afbakaðs framburðar hafa áhrif á ritmálið. —" Færeysk málfræði líkist mjög íslenzku málfræðinni, en enda þótt þessi væri raun- in höfðu þeir, sem ritað höfðu á færeysku fyrir daga Hammershaimbs, tamið sér staf- setningu, er var þannig, að samkvæmt henni liktist færeyskan engu ritmáli frænd- þjóðanna á Norðurlöndum. En það taldi Hammershaimb hið mesta óvit og lagði því áherzlu á það að bæta úr þessu. Ritmál það, sem hann notaði, er nú notað af öllum Færeyingum, er rita á móðurmáli sínu, og máður hlýtur að viðurkenna fullkomlega fegurð þá og hugsanasamkvæmni, er staf- setning Hammershaimbs býr yfir. Hvað stafsetninguna varðar er ef til vill ómaksins vert að líkja starfi Hammer- shaimbs við starf Ivars Aasens, því að hann þreifaði sig einnig áfram, unz hann fann það form norsks ritmáls, sem hann sætti sig við. Og í sambandi við þessa sam- »»««:«« ??????????¦ ««»««««««:»«: «•?*•??*???*?????.?.???*??»?? ? ??????????????*"T" :«:::::«:::««::«:::««:«:«::«:««:«««::««:::::«::«::::««««««:: <ESX*ú*+ rifela, OyLiri^eLaa Osírefté>/jsardar býður yður ar vörur. œtíð góðar og ódyr- Eflið yðar eigin verzlur i. Þökk árinu. fyrir viðskiptin á liðna ©kðifeg jól! (5ott og fctrscelt nýtt átl :«« :««:«:m:««:»«t»««»»}»::»»»

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.