Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 19
T I M I N N 19 PEARL S. BUCK O V I N U R I N N SMÁSAGA - ELÍAS MAR ÞÝDDI Pearl S. Buck Hús Sadós Hókís læknis var byggt á þeim stað japönsku strandarinnar, þar sem hann hafði oft leikið sér, þegar hann var barn. Það var lágreist, ferhyrnt steinhús, byggt á klettum ofan við lágan fjöru- sandinn, sem var vaxinn hallandi greni- trjám. Sem drengur hafði Sadó klifrað upp um trén og treyst á mátt sinn og megin. Þetta hafði hann séð menn gera á eyjunum í Suður-Kyrrahafi, þegar þeir klifruðu upp til þess að ná í kókóshnetur. Faðir hans hafði oft tekið hann með sér til þessara eyja, — og aldrei hafði honum láðst að segja við son sinn. sem sat við hlið hans á skipinu, alvarlegur á svip. „Eyjarnar þær arna, ¦— þær eru nú leiðin að framtíð Japans." „Hvert liggur sú leið?" spurði Sadó al- varlegur. „Hver veit það?" spurði faðir hans. „Hver er fær um að segja hvar takmörkin liggja fyrir framtíðarmöguleikum okkar?" Þessi orð hafði Sadó lagt ^, minnið, eins og allt annað sem faðir hans sagði við hann, — faðir hans, sem aldrei gerði að gamni sínu svo að hann heyrði til, eða lék sér við hann, — en lagði á sig óend- anlega fyrirhöfn vegna hans, sem var einkasonur hans. Af þeirri ástæðu hafði hann verið sendur til Ameríku, 22 ára gamall, til þess að læra allt viðvíkjandi sáralækningum og lyflæknisfræði. Þrjátíu ára gamall hafði hann snúið heim aftur, og áður en faðir hans dó, sá hann son sinn verða frægan, ekki eingöngu se^n skurðlækni, heldur einnig sem visinda- mann. Vegna þess, að hann vann nú að því að fullgera uppgötvun varðandi hreinsun sára, hafði hann ekki verið sendur að heiman ásamt hersveitunum. Sömuleiðis vissi hann, að líkur voru til þess, að hinn aldni hershöfðingi þyrfti læknisaðgerðir við sökum sjúkdóms, sem olli því, að hann varð stöðugt að vera undir læknishendi. Þess vegna var Sadó haldið kyrrum heima í Japan. Um þessar mundir komu skýin siglandi utan frá hafinu. Nokkra undanfarna daga hafði verið óvæntur hiti. En um nætur hafði þokuna lagt upp af köldum bylgj- um úthafsins inn yfir landið. Sadó stóð og horfði á þokuna, sem lá utanvert við smáeyju, örskammt frá ströndinni, en kom nú svífandi feáttina til lands og leið upp með ströndinni neð- an við húsið og vafði sig utan um greni- trén. Innan lítillar stundar væri þokan búin að umlykja húsið. Þá ætlaði hann að fara inn í stofuna, þar sem Hanna, konan hans, sat ásamt börnunum tveim- ur og beið hans. En í þessu opnuðust dyrnaf og hún kom út; — dökkblátt ullarsjal lá yfir slopp hennar. Hún gekk til hans ástúð- leg á svip, tók utan um handlegg hans, þar sem hann stóð, og brosti, án þess að mæla orð. Hann hafði kynnzt Hönnu i Ameríku; en hann hefði frestað því að kynnast henni náið, unz hann var full- viss um það, að hún var af japönsku bergi brotin. Faðir hans hefði aldrei tek- ið hana inn í ættina, hefði hún ekki verið af hreinum japönskum kynstofni. Stundum braut Sadó heilann um það, hverri hann kynni að hafa gifzt, hgfði Hanna ekki orðið á vegi hans. Hversu mikil heppni og hrein tilviljun hafði það ekki verið, að hann skyldi hitta hána! Það var á heimili amerísks prófessors. Erófessorshjónin höfðu verið vingjarnlegt fólk, með allan hugann við það, að gera hinum' fáu útlendu nemendum sínum eitthvað til geðs. Og nemendurnir höfðu móttekið þessa hlýju, en þó ekki án ein- hvers leiða. Oft hafði Sadó sagt Hönnu frá því, hversu litlu munaði, að' hann færi ekki heim til Harleys prófessors þetta kvöld; — herbergin voru svo lítil, — mat- urinn svo lítilfjörlegur, — prófessorsfrú- in sífellt masandi. En hann hafði þó látið „ verða af því að fara, — og þar hefði hann mætt Hönnu, sem var nýútskrifaður stúd- ent, — og hann hafði fundið það á sér, að hann átti eftir að elska hana, væri ekkert því til fyrirstöðu. Nú fann hann, hvaf hendur hennar hvíldu á handlegg hans og honum var nautn að finna það. Þó voru þau búin að vera gift í nokkur ár og eignast tvö börn. Þau höfðu ekki farið að gifta sig í fljótfærni út í Ameriku. Þau höfðu lok- ið við námið og síðan farið heim til Jap- ans. Og eftir að faðir hans hafði fengið tækifæri til að sjá hana með eiginaugum hafði brúðkaup þeirra verið undir- búið á forna, japanska vísu. Reyndar höfðu þau Sadó og Hanna verið búin að ræða um hvaðeina fyrirfram. Þau voru full- komlega hamingjusöm. — Hún lagði vanga sinn upp að öxl hans. Það var á þessu augnabliki að þau sáu, bæði í senn, eitthvað dökkleitt koma utan úr þokunni. Það var maður. Honum hafði skolað í land, kastast til í fjörunni og misst fótanna í briminu. Hann reis þó upp aftur og reikaði fáein skref. Það mót- aði fyrir honum gegnum þokuna, með uppréttar hendur. Síðan huldi þokuflók- inn hann aftur. „Hver er þetta?" hrópaði Hanna. Hún sleppti hönd Sadós og þau hölluðu sér fram á grindverkið á svölunum. Aftur sáu þau honum bregða fyrir. Hann skreið á fjórum fótum. Síðan sáu þau hvar hann féll á grúfu og lá grafkyrr. „Ef til vill fiskimaður," svaraði Sadó „kannske hefir hann tekið út af bátnum sínum." Hann stökk í flýti niður þrepin og á.eftir honúm trítlaði Hanna með víðar sloppsermarnar flaksandi á hlaupunum. Eina eða tvær mílur til hvorrar áttar voru fiskiþorp, en hér var ekkert nema ein- manaleg ströndin, alsett hættulegum klöppum. Og framundan ströndinni var brimgarður. Maðurinn hlaut að vera hræði- * lega útleikinn eftir að hafa hrakizt gegn um hann. Þau urðu þess líka fullviss, er þau nálg- uðust hann. Við hlið hans var kominn blóðpollur í sandinn. „Hann er særður," hrópaði Sadó. Hann flýtti sér til mannsins þar sem hann lá heyfingarlaus með andlitið niður í sand- inum. Hann hafði rennvota og þvælda húfu á höfði, og íklæddur tötrum, sem nú voru rennblautir eftir volkið. Sadó nam staðar og Hanna við hlið hans. Þau sneru höfði mannsins við og sáu framan í hann. „Hvítur maður!" hvíslaði Hanna. Já, — þetta var hvítur maður. Blaut húfan féll af höfði hans. Og nú sáu þau rennvott, ljósrautt hár hans, sem var svo mikið, að auðsjáanlega hafði það ekki verið klippt í margar vikur. Á unglingslegu, þjáningarfullu andlitinu var úfið, ljósrautt skegg. Maðurinn var í roti og vissi ekkert hvað fram fór í kring um hann. Nú áttaði Sadó sig á því, að maðurinn var særður, og byrjaði að rannsaka sár hans, fimur í hreyfingum. Þegaf" hann hreyfði hann, blæddi mikið. Hægra megin við mjóhrygginn sá Sadó hvar sár eftir byssukúlu hafði opnazt. Holdið var orðið svart eftir púðrið. Einhvern tíma, ekki alls fyrir löngu, hafði maðurinn orðið fyrir skoti, en ekki notið neinnar hjúkrunar. Það versta var, að sárið skyldi hafa nudd- azt við fjörugrjótið. , „Ó, hvað blæðir mikið úr honum " hvísl- aði Hanna alvarleg. Hvarvetna umhverfis grúfði þokan, og um þettta leyti dags var enginn á ferli á þessum slóðum. Fiskimennirnir voru farn- ir heim; — og jafnvel þokuhuldir brim- boðarnir sýndu það, að degi var tekið að halla. „Hvað skal gera við þennan mann?" tautaði Sadó í hálfum hljóðum. En leikn- ar hendur hans virtust sem staðráðnar í því, að gera hvað eina, sem hægt væri, til þess að stöðva hinn hræðilega blóðstraum. Hann þakti sárið með fjörumosa. sem óx víðs vegar tim ströndina. Þrátt fyrir með- vitundarleysið andvarpaði maðurinn af kvölum, en raknaði þó ekki við. „Það bezta, sem hægt er að gera við hann, er að kasta honum aftur í sjóinn," sagði Sadó við sjálfan sig. Þar sem blóðstraumurinn hafði nú stöðv-! azt í bili, reis Sadó á fætur og núði sand- inn af höndum sér. / - i,Já. — vafalaust er það bezt," svaraði Hanna ákveðin. En húh hélt áfram að horfa á manninn, þar sem hann lá, meðvit- undarlaus. „Ef við skytum skjólshúsi yfir hann, myndum við verða sett í fangelsi; — og ef við framseldum hann sem fanga, myndi hann verða líflátinn," sagði Sadó. „Það langbezta er að kasta honum afttff í sjóinn," sagði Hanna. En hvorugt þeirra hreyfði legg eða lið. Þau störðu í undar- legri óbeit á hreyfingarlausan líkamann. „Hvað er hann?" hvíslaði Hanna. „Það er eitthvað við hann, sem bendir r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.