Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 35

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 35
T í M I N N 35 U. Y. Hammershaimb Framh.. a/ bls. 33. sem honum var veitt nýtt brauð. En því íór alls fjarri, að hann settiáfc í helgan stein eftir að til Danmerkur kom. Hann hélt þvert á móti starfi sínu áfram af kappi og forsjá. Það var einmitt á þessum árum, er hann gaf út „Sýnishorn færeyskra bókmennta,“ sem fyrr er á minnzt. Þetta rit hans hefir haft geysimikla þýðingu, þar eð það hefir valdið því, að fjölmargir menn, meðal annars erlendir fræðimenn, hafa komizt í kynni við færeyskt mál og fær- eyska menningu. Hér skal tekinn upp ör- stuttur kafli úr formála hans að bók þess- ari: „Allt frá barnæsku hefi ég verið hald-, inn þeirri þrá, að verja fyrnsku og bjarga frá glötun þeim minjum fornaldar og for- tíðar, sem í máli, þjóðkvæðum og sögnum lifá enn á þjóðarvör.um í Færeyjum, svo og að kynna þær sem flestum, og mér til mikillar ánægju hefi ég notið góðvilja og margvíslegrar fyrirgreiðslu í því starfi mínu.“ Það gladdi Hammershaimb mjög, þegar stjórn „Sjóðsins til útgáfu fornra norrænna bókmennta" fór þess á leit við hann, að hann annaðist útgáfu á sýaisbók færeyskra bókmennta og stjórn Karlbergssjóðsins bauðst til þess að kosta útgáfu ritsins. Hann er þess fullviss, að „Sýnisbók færeyskra bókmennta“ sé mesta afrek sitt. Hann er glaður og þakklátur, og formáli ritsins verður eins konar lofsöngur, þakkaróður fyrir að honum skuli hafa auðnazt að ná þessu hinu þráða marki. Hann nafngreinir ýmsa góða Dani, sem hafa stutt hann með ráðum og dáð, en landi hans, Jakob Jakobsen hafði þó aðstoðað hann mest og bezt allra manna við útgáfu rits þessa. Eftir að Hammershaimb hafði rætt um það, hversu mjög hann hefði verið önnum kafinn að rækja skyldustörf sín sem pró- fastur, kemst hann þannig að orði: „Ég hefi þó notið góðra aðstoðarmanna. Fyrstan þeirra vil ég nefna Færeyinginn stud. mag. Jakob Jakobsen, sem eigi aðeins hefir að- stoðað mig við afritun og prófarkalestur, helflur og átt mikinn þátt í ritinu með því að annast hljóðritunina og hljóðrit- unardæmin, svo og samningu orðasafns- ins.“ Á öðrum stað kemst hann að orði á þessa lund: „Ég get þó ekki neitað því, að ég hafði áhyggjur af því, að mér myndi~ekki reynast auðið að efna fyrirheit það, sem felst í naf /.i ritsins. Gróöurinn á Færeyjum er fáskrúðugur, og sömu sögu er að segja af vangi bókmenntanna eins og við er að búast, þegar að því er gætt, að hér er um að ræða bókmenntir alþýðufólks á fjar’æg- um eyjum úti í hafsauga, sem hefir lítt af fornaldarbókmenntum að segja en hefir í kirkjum sínum og skólum vanizt máli, sem er mjög ólíkt því máli, sem það mælir á dag hvern og verður að una því, að em- bætfrismenn þess séu danskir, en það veröur að sjálfsögðu til margvislegr-a óþæginda, þar eð þegnarnir mæla á öðru máli en yfirböðarar þeirra.“ „Þjóðfélagsmyndir“ þær, er Hammers- -haimb ritaði í „Sýnisbók færeyskra bók- mennta“ eru kunnar um gervallar Færeyj- ar> og þær sanna betur en flest annaö hæfni hans til þess að lifa sig inn í líf fóiksins, — til þess að skynja hjartaslög Færeyingsins, hvort heldur var á hátíðis- stund eða í hversdágsraun. Hann lifði með þjóð sinni í gleði hennar og sorgum. Hið síðasta, sem hann lét frá sér fara á prent, er smágrein í tímaritinu „Búreis- ingur“. Þá var hann áttatíu og þriggja ára gamall. Greinin nefnist „Samljóð' og Mis- Uóð.“ — Síðustu orð þess^rar greinar má með sanni velja sem einkunnarorð ger- valls ævistarfs hans: „Tað ynskið er mær í hjarta fyri kæra föðilandi mínum og fólkinum sum har býr — Guðs friður yvir öllum!“ f GLEÐILEG JÓL ! % Guðm. Þorsteinsson9 gullsniiður ------ -——--u-— 7 GLEÐILEG JÓL ! Útvarpsviðgerðarstofa Ottó B. Arnar Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki (Stofnað 1889) Mjjólhursaniltiu — Sláturhús — Kjjötfrgstihús — Hra&frystihús — Beitugeymsla — Saumastofa. Selur algengar'verzlunarvörur. Tekur í umboðssölu framleiðsluvörur til lands og sjávar. Vaxandi viðskipti skapa batnandi'viðskipti. En bætt viðskipti létta lífsbaráttuna. Vegna samstarfs, skilvísi og félagslegrar baráttu viðskiptamanna, er Kaupfélag Skagfirðinga mesta og traust- asta verzlunarfyrirtækið við Skagafjörð, og það er eign fólksins sjálfs, sem við það skiptir. Kaupfélagið óshar öllum vi&shiptamönnum sínum árs og friðar. ■■ GLEÐILEG JÓL ! ' I»öhh fyrir viðshipti oy vinsemd. * ð Siyurður Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.