Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 33

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 33
T I M I N'N 33 líkingu er fyllsta ástæða til þess að kveða upp þann dóm, að Hammershaimb hafi reynzt hinum norska samherja sínum snjallari. En þess er skylt að geta, að erfið- leikar Aasens voru mun meiri, þar eð í Nor- egi voru, að minnsta kosti um þetta leyti, töluð tvö mál, en.hins vegar mæltu allir Færeyingar á færeysku, svo að aðstaða Hammershaimbs var mun hagfelldari. Hammershaimb stefndi að því takmarki ævilangt að hjálpa Færeyingum til þess að fá notið betri menntunar en tíðkazt hafði svo og að lyfta þjóð sinni til æðri menn- ingar, reista á þjóðlegum grunni. Það gefur því að skilja, að áhugi Hammer- shaimbs fyrir skólamálunum hafi verið rnikill. Þegar árið 1845 ritaði hann grein í blað í Kaupmannahöfn um færeyska skóla og færeyskt mál. Tilefni greinarinnar var það, að i stéttaþinginu í Hróarskeldu hafði verið lagt fram frumvarp um skólalöggjöf Færéyingum til handa, en i frumvarpi þessu var svo fyrir mælt, að kennt skyldi á dönsku í færeyskum skólum. Hammers- haimb gerði sér þess glögga grein, að skóla- málin myndu komast á glapstigu, ef horf- ið yrði að þessu ráði, og þess vegna ritaði hann grein þessa, sem raunverulega var mótmæli við hina fyrirhuguðu löggjöf. Mál þetta vakti geipilega athygli meðal Fær- eyingavina í Kaupmannahöfn og varð til- efni þess, að Svend Grundtvig, góð^nur ' Hammershaimbs, skrifaði hvassorðan ritl- ing, er bar heitið „Danskan í Færeyjum, hliðstæða þýzkunni í Slesvík."Það sem eink- um oíli þvi, að hinn tuttugu og ejns árs gamli Svend Grundtvig lét mál þetta til sín taka, var það, að á þinginu í Hróars- keldu var færeyskan jafnan nefnd dönsk mállýzka, og sjálfur Sjálandsbiskup lét þennan misskilning meira að segja henda sig. Um það atriði farast Svend Grundtvig orð á þessa lund í ritlingi þessum: „Fylgis- menn frumvarpsins ræða um færeyskuna sem „mállýzku". Hvers konar mállýzku? Það er augljóst, að þeir eiga við það,*að færeyskan sé dönsk mállýzka, enda þótt það sé hin furðulegasta staðhæfing öllum þeim, sem borið hafa þessi tvö mál saman og bera eitthvert skyn á þetta efni. Með sömu rökum mætti segja, að engilsaxneska væri ensk mállýzka, latína ítölsk mállýzka og þar fram eftir götunum. Tunga, sem hef- ir til að bera fullkomið málfræðikerfi, hvað beygingu varðar, kyn og fleira, á að vera mállýzka annarrar tungú, sem hefir glatað þessum eigindum svo að segja gersamlega!" Svend Grundtvig fetaði dyggilega í fót- spor föður síns. Einingarstefna Norður- landabúa stendur í ómetanlegri þakkar- skuld við þennan andans jöfur, sem var svo haukskyggn á sérkenni þjóðanna. Þegar um það var rætt í danska þinginu, hvort Færeyjar ættu að eiga þar fulltrúa, mælti Grundtvig gamli kröftuglega í mót sér- hverjum fjötri, er felldur hafði verið á fær- eysku þjóðina. Hann lagði áherzlu á það, að Færeyingar yrðu að ákveða það sjálfir, hvort þeir vildu játast stjórnarskrá Dan- merkur eða eigi. Hann höfðaði til þess, að auðvelt væri að gefa Færeyingum kpst á þvi að láta áhrifa sinna gæta á löggjöf- ina með því að láta þá efna til þings, er líktist Alþingi íslendinga. Hann lét»í ljós hrifni sína yfir því, að Færeyingum skyldi hafa tekizt að varðveita þjóðleg sérkenni sín og hinn mikla fjársjóð kvæða og sagna á hinu fagra og forna máli sínu. Skoðun hans var sú, að Færeyjar og færeyska þjóð- in skiptu miklu máli fyrir sameinuð Norð- urlönd vegna þjóðlegra sérkenna eyjanna. Hann minnti á það, að éf færeyskan gleymdist og fyrndist, svo og allt það, sem lifað hafði á þjóðarvörum i Færeyjum gegnum aldirnar, væru Færeyjar og fær- eyska þjóðin glataðar hinum sameinuðu Norðurlöndum framtíðarinnar. • Það kom líka í ljós, að Svend Grundtvig og Hammershaimb höfðu lög að mæla. Lög- gjöfin átti lítt. vinsældum að fagna meðal Færeyinga og var lögð niður árið 1854 eftir að hafa verið í gildi um níu ára skeið. En þetta reyndist að hafa óheillavænlegar afleiðingar í för með sér, því að hin forna heimafræðsla var nú víðast hvar úr sögu, þar eð talið var, að skólarnir hefðu tek- . izt á hendur að rækja skyldur þær á vett- vangi barnafræðslunnar, sem áður fyrr höfðu fallið í hlut foreldranna. Árið 1855 var Hammershaimb skipaður prestur í Færeyjum, og nokkrum árum síðar varð hann prófastur eyjanna. Ef.tir það átti hann sæti á löggjafarþingi, sem stofnað var árið 1852. Þar lét hann áhrifa sinna gæta meðal annars á vettvangi skóla- málanna, og það var honum fyrst og fremst að þakka, að barnaskólar voru stofnaðir í flestum sóknum Færeyja um 1870. Hann gekkst og mjög fyrir stofnun kennaraskól- ans, sem kom til um líkt leyti. Áhugi hans fyrir færeyskum skólamál- um og móðurmáli hans ,var jafnan hinn sami, þótt aldur færðist yfir hann. í „Árs- bók Förja bókafelags" árið 1900 birtist grein eftir hann, þar sem hann kveður að orði á þessa lund: „Ég teldi það mjög æski- legt, að heimilað yrði, að færeyska yrði gerð að skyldunámsgrein við gagnfræða'- skólann í Þórshöfn,, svo að- börnin yrðu látin læra að lesa fæíreysku jafnframt* dönskunni og þau þjálfuð í því að beita móðurmáli sínu í riti." Árið 1878 fluttist Hammershaimb bú- ferlum frá Færeyjum til Danmerkur, þar Framh. á, bls. 35. Kaupfélag Arnffirdinga Bilflndal (Útibú á Bakka í Arnarfirði) § selur allar Sáanlegar algengar nauðsynfavörur Þar á meðal; veíaadarvörur, tílbúínn íatnad, skólafatnad og pappírsvörur Tekur ínnlendar afurðir í umboössölu Gleðileg jól * Farsælí komandi áv! Kanpfélag Arnfirðiugfa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.