Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 38

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 38
38 T I M I N N Kaupiélag Rangæinga !:. M Rauðalæk. Fallnir félagar: Guðfinna í Hvammi 1862 — 1942. bAb Þorsteinn á Berustöðum 1857 — 1943. iiitwsiiiiit Sigurþór á 1860 - Gaddstöðum - 1944. „Merhið stendur' þó maðurinn í'ciíli". Stofnað 1930. Ávarpsorð. Fyrir aldarfjórðungi sóttu Rangæingar alla verzlun út úr sýslu sinni. Allur verzlunararð- ur gekk úr greipum héraðsbúa. Og við það bættust erfiðar og tímafrekar aðdráttaferðir, oft á ári hverju. Á þessu er orðin góð og gagn- ger breyting. Lestaferðirnar lagðar niður. Plestir bændur í sýslunni orðnir kaupfélagsmenn. Verzlunin, nálega öll, komin í hendur innanhéraðsmönnum. Á rúmum einum áratug hafa kaupfélögin í Rangárþingi safn- að sjóðum, sem raunverulega nema rúmri miljón króna. í Rangárþingi starfav; sem kunnugt er, tvö sambandskaup- félög. En hið þriðja samkeppn- is-kaupfélagið Þór á Hellu, berst hart og/ ósigurvænlega við fé- lögin hin, sem fyrir voru á und- an því. Og öll er sú barátta ó- eðlileg. — Orðasv.eimur er um það, að nú sé i undirbúningi 'sameining K.f. Þór og K'.f. Ár- nesinga á Selfossi. —. / ; Líklegt má þó telja, aðhéraðs- metnaður Rangæinga segi til sín, áður e.n sú sameining kemst í kring með öllu. — Rangæingar 13. aldar gengu allra íslendinga tregastir und- ir Árnesinginn Gissur jarl. — Rangæingar 20. aldar verða að líkindum litlu fúsari til að af- henda Árnesingum yfirráð verzl- unar sinnar. Svo kippir þeim í kyn forfeðranna. — Hitt er og líklegra að friður semjist og sameining takist með félögum innanhéraðs, þegar þörf krefur. Héraðsandinn rangæski lætur lítið yfir sér. Þó býr hér í hvers manns brjósti þvílík játning, sem þessi: Vinir og jafnokar Árnesinga óskum við aðvera. En einskis héraðs undirsátar. — Rangárþing fyrir Rangæinga. KaupféIag,Rangæinga kaupir vörurnar hjá Sís, heiðarleg-' ustu heildverzlun landsins. Leggur kapp á lítinn kostnaiJ.' Greiddi síðastliðið ár hæstan verzlunararð á Suðurlandi. — Seldi þar af leiðandi ódýrast af öllum. Kaupfélag Rangæinga selur og útvegar allar algengar vörur, sem í sveit eru þarfar. Leggur einkum alúð við: bú- vélar, sáðvörur og byggingarefni — og selur við lágu sann- virði. Hefir í haust selt timbur einum sjötta ódýrar en næsta nágrannaverzlun. 1 Kaupfélag Rangæinga hefir oftast fyrirliggj andi: Lýsi handa litlu krökkunum, lopa handa húsmæðrunum, rokka handa gömlu konunum, kjarnahveiti, grænmjöl og púður- sykur handa öllum, sem halda vilja heilsu sinni. — Fyrir-* taks fóðurblöndu handa mjólkurkúnum. — Saltstein handa sauðfé og hrossum. Kaupfélag Rangæinga minnir héraðsbúa á innlánsdeild sína, sem borgar hærri vexti en nokkur annar hérlendur sparisjóður. Kaupfélag Rangæinga minnir að síðustu á hið merkileg- asta: Gleymið hvorki börnunum né bústofnssjóðnum, félag- ar! Börnin verða búfólk framtíðarinnar. — Bústofnssjóður bezti styrkur frumbýlingsins. — Hundrað krónur, gefnar barni og lagðar í Bústofnssjóð, fimmfaldast á næstu 26 ár- um. Árleg 100 kr. afmælisgjöf, lögð í Bústofnssjóð 25 ár sam- fleytt, nemur að þeim tíma liðnum: FIMM ÞÚSUND KRÓNUM. Einn félagsmaður K. RÁ^ skiptir verzlunararðinum, sem félagið borgar honum, milli barna sinna og leggur í Bú- stofnssjóð. — Verja aðrir arði sínum betu'r? Rústofnssjóður Kaupfélags Rangæínga. Fyrir nokkrum árum, stofnaði Kaupfélag Rangæinga á Rauðalæk sjóð einn og nefndi hann Bústofnssjóð. Síðan hefir félagið eflt'sjóðinn með nokkru árlegu fjárframlagi og hyggst að halda því áfram. Reglugerð sjóðs þessa hljóðar svo: 1. gr. Sjóðurinn heitir Bústofnssjóður Kaupfélags Rangæ- inga. Hann er aðgreindur í tvo hluti: Sameignar- og sér- eignardeild. — Sameignardeildin fær fé aðallega frá kaup- félaginu sjálfu. Þó má hún einnig taka við fé annars s'tað- ar frá. Séreignardeildin er mynduð af séreignarfé sjóðfé- laga. En sjóðfélagar nefnast þeir allir, sem færðir verða í bók, sem eigendur í sjóðnum. l 2. gr. Markmið sjóðsins er í fyrsta lagi: Að taka til geymslu og ávöxtunar gjafir til barna og fósturbarna fé- "lagsmannanna — svo sem skírnar- og afmælisgjafir, og annað gjafafé, sem gefendur eða aðstandendur vilja koma í veg fyrir að strax verði að eyðslueyri. Ennfremur spafifé, sem sjóðfélagar sjálfir safna og vilja geyma. ¦— í öðru lagi: Að stuðla að því, að ungt fólk eigi nokkurt handbært fé að grípa tii, þegar að því kemur, að það vill stofna bú eða "sjálfstætt heimili. — ' 3. gr.-Um leið og fyrsta innbprgun á nafn nýs sjóðfélaga er innt af hendi, skal færa á nafn hans úr sameignardeild sjóðsins, a. m. k. 10 krónur, með þvi skilyrði þó, að minnst 15 krónur komi annars staðar frá. Heimilt er, ef fjáráð l«yfa, að hækka það tillag til muna. Einnig að færa slík til- lögvið fleiri tækifæri, Félagið greiðir og leggur við sjóðinn- stæður 6% ársvexti a. m.*k.. 4. gr. Innstæður sjóðfélaga skulu standa óskertar og safna við sig vöxtum, þar til sjóðfélagi stofnar eigið heimili. Stofni hánn sveitabú á félagssvæðinu, greiðist innstæðan öll. Stofni hann heimili annars staðar, skal helmingi þess hluta af bústofnsjóðsinnstæðu hans, sem frá framlagi félagsins sjálfs stafar, haldið eftir. Deyi sjóðfélagi áður en hann hefir stofnað heimili, geta aðstandendur ráðstafað innstæðu hans óskertri til annara sjóðfélaga, eins eða fleiri. Að öðrum kosti er eigi skylt að greiða til erfingja nema þann hluta sjóðsinnstæðunnar, sem frá beinum utanaðkomandi fram- lögum stafar. Svipað gildir um innstæðu hvers þess sjóðsfé- laga, sem aldrei stofnar eigið heimili. Þegar hann er sex- tugur, getur hann hvort sem hánn vill heldur, fengið út— borgaðan þann hluta sjóðs síns, söm ekki stafar frá sam- eignarsjóðstillagi í sjóð hans, eða ánafnað öðrum yngri sjóðfélögum innstæðu sína alla. Fé það, sem af ofangreind- um ástæðum ekki ber að borga út, rennur aftur í sam- eignardeild sjóðsins. 2. gr. Þar til öðru vísi verður ákveðið, skal sjóðurinn vera í vörzlu Kaupfélags Rangæinga, á sama hátt og eigin sjóðir þess. Hætti félagið störfum, skal séð fyrir sjitöhum og fram- tíð hans, eins og bezt verður þá við komið. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.