Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 44

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 44
44 T í M I N N því að hún var af frægum Iglulik-kynstofni frá Heklusundi. Hún vildi því ógjarnan skipta á langfeðgum við granna sína, enda átti hún og fólk hennar koppa. Aðrir létu sér lynda að kasta af sér vatni úti við veggina. „Foreldrar mínir eignuðust oft börn, sem dóu,“ sagði hún. „Faðir minn var orð- lagður særingamaður, og þegar hann lang- aði til að eignast barn, fór hann langt inn í land til heilags einsetuhimbrima og bað hann ásjár. Til dæmis fæddist ég með tilstyrk himbrimans — þessa undarlega himbrima, sem stundum var fugl og stund- um maður. Og ég lifði.“ Þegar Mannfælan hafði fært kjötið upp úr og tevatnið sauð, komst gleði hennar yfir hinni óvæntu gestakomu á slíkt há- stig, að henni nægðu ekki lengur frásagnir einar, heldur tók hún líka að syngja lítið stef, er hún flutti á setinu milli mín og Bátsmannsins. Rödd hennar fól í sér and- streymi sextíu vetra, en það var eins og raust gömlu konunnar hæfi hreinleik hins hrífandi stefs til aukins máttar: • Æ-æjá æjá jæja Löndin umhverfis bústað minn verða fegurri daginn, sem mér leyfist að sjá andlit, ' er við litum aldrei fyrr. Allt verður fegurra, og lífið verður þökk. >■ Gestir gera vegsamlegt mitt hús. Æ-æjá — æjá — jæja. Að þessu ljóði sungnu tókum við til við matinn. En Mannfælan snæddi ekki með okkur. Þá fórn færði hún Háröddinni, því að í þessari kynkvísl verður kona með ung- barn að sjóða í sérstökum ílátum handa sér, og enginn annar má neyta matar úr þeim. Undir eins og við höfum matazt, opnar hún rangala út úr snjóhúsinu og dregur fram heilan hreindýrsskrokk. Hún lítur á okkur með góðlátlegu brosi, bendir á skrokkinn og segir: „Ég geri það eitt, er maðurinn minn hefði gert, ef hann hefði verið heima. Far- ið út og gefið hundunum ykkar þetta.“ Þetta' var í fyrsta skipti á ævi okkar Bátsmannsins, að kona hafði gefið okkur hundafóður. Kvöldið varð langt og eftirminnilegt. Sambyggðarfólkið kom annað veifið inn til okkar til þess að taka þátt í samræð- unum. En þó var það ætíð Mannfælan, sem mest kvað að. Um miðnætti sofnaði Báts- maðurinn, og þegar allir höfðu læðst út litlu siðar, sagði Takornaoq gamla mér átakanlegustu minningu sína: „Ég hefi séð mörg lönd frá æsku til elliára, og á langri ævi hefir líf mitt ekki skort tilbreytingu. Stundum hefi ég lifað við' allsnægtir og stundum þolað nauð. Ég hefi líka einu sinni séð konu, sem bjarg- aði lífi sínu með því að éta lík manns síns og barna. Við vorum á ferð frá Iglulik til Tjarnar- mynnis, ég og maðurinn minn, og eina nótt- * ina dreymdi hann, að vinur sinn hefði verið étinn af vandafólki sínu. Daginn eftir héldum við áfram, og þá brá svo kyn- lega við, að sleðinn okkar festist hVað eftir annað í snjónum. Við vorum jafn nær, þótt við aðgættum, hverju þetta sætti: Þannig héldum við áfram daglangt, og reistum loks tjald að kvöldi. Morguninn eftir vappaði rjúpa yfir tjaldið. Ég kastaði fyrst rostungstönn á eftir henni, en hæfði hana ekki. Þá kastaði ég öxi, en hæfði & ekki heldur. Síðan lögðum við af stað. Snjórinn var nú orðinn svo mikill, að við urðum sjálf að hjálpa til að draga sleðann. Þá heyrðum við hljóð, sem stundum var eins og stuna deyjandi dýrs en á næsta augnabliki eins og mannsrödd í fjarska. Við gátum greint orðin, er við nálguðumst. Fyrst skildum við ekki, hvað sagt var, því að það var eins og röddin kæmi svo langt að. Það voru orð og þó ekki orð, og röddin var brostin. Við hlustuðum, og við héldum áfram að hlusta til þess að greina orðin sundur, og loks skildum við, hvað hrópað var. Röddin olli ekki orðunum, en það, sem hún leitaðist við að segja, var á þessa leið: „Ég er þess ekki verð að lifa meðal manna; ég hefi étið skyldulið mitt.“ Við heyrðum, að það var kona, og við litum hvort á annað og sögðum: „Mannæta! Hvað bíður okkar?“ Fyrst sáum við ofurlítið hreysi úr snjó og snepli úr hreindýrsskinni. Við heyrðum röddina sífellt muldra ógreinilega. Þegar við komum nær, sáum við nagaða höfuð- kúpu. Og í hreysisnefnunnl sat kona í hrauk og sneri' andlitinu að okkur. Blóð vætlaði úr augnakrókunum, svo mikið hafði hún grátið. „Kíkoq — Þú nagaða beinið mitt — sagði hún; „ég hefi étið manninn minn og börnin mín.“ Kíkoq var auknefni, sem hún hafði gef- ið manni sínum. Hún var ekkert nema skinn og beina- grind, og það var eins og enginn blóðdropi væri eftir í henni, og hún var mjög fá- klædd, því að hún hafði étið mestöll föt sín, bæði ermarnar og skálmarnar. Þegar maðurinn minn laut niður að henni, hvísl- aði hún: „Ég hefi étið hann félaga þinn í víxlsöngnum." Maðurinn minn svaraði: „Þú ert gædd lífsþrá, og þess vegna lifir þú.“ Við tjölduðum þegar rétt við afdrep hennar, skárum sundur forhengið og reistum af því lítið tjald handa henni. Hún var óhrein og mátti ekki búa í sama tjaldi og við. Hún reyndi að rísa á fætur, en valt út af í fönnina. Við reyndúm að gefa henni frosið hreindýrakjöt að eta, en þegar hún h'afði gleypt fáeina munn- bita, tók líkami hennar að titra, og hún gat ekki nærzt meira. Við hættum við ferðalagið og ókum henni til Iglulik, því að þar átti hún bróður. Síðan hresstist hún, og er nú gift ígtúss- arssúak veiðigarpi — orðin eftirlætiskona hans, þótt hann ætti aðra konu fyrir. Já, svo hefi ég ekki meira að segja um þennan óhugnanlegasta atburð ævi minnar.“ Morguninn eftir kvöddum við Bátsmað- urinn og ókum heim í Vindbelginn, bæki- stöð okkar. Þær fréttir, er við fengum í könnunar- ferð okkar, sönnuðu okkur glögglega að mörgum mikilvægum verkefiTum var hægt að sinna úr áðsetursstað okkar á Danaey. GLEÐILEG JÓL ! íshúsið Herðubreið Fríkirhjuveg 7 GLEÐILEG JÓL ! Prentsmiðjjan Eddd h.f. GLEÐILEG JÓL ! f Vclsniiðjan Héðinn h.f. ~~~_______________________ GLEÐILEG JÓL ! Snœlandsútgáfan h.f. \ ' GLEÐILEG JÓL ! Edinborg GLEÐILEG JÓL ! Tíntinn. | I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.