Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 29

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 29
T I M I N N 29 f isk þarna, en þú verður að éta hann ósoð- inn. Eldur myndi sjást."v „Allt í lagi," sagði pilturinn og varp öndinni. - Hann hafði klæðst japönskum búningi, sem Sadó hafði gefið honum og að lokum sveipaði Sadó dökkleitum klút yfir ljóst hár hans. „Jæja þá," mælti Sadó. Án þess að mæla orð tók pilturinn í hönd Sadós, innilega, gekk síðan hljóðlega út úr stofunni, niður þrepin, út í myrkrið. Tvisvar varð Sadó var við, að hann brá upp ljósi til þess að átta sig á veginum. En það myndi ekki vekja neina tortryggni. Hann beið, unz hann sæi enn einu sinni kveikt, þegar maðurinn væri kominn niður að ströndinni. Síðan lagði hann vænghurð- ina aftur. Og um nóttina svaf hann ágæt- lega. „Þér segið, að hann hafi komizt undan?" spurði hershöfðinginn, daufur í dálkinn. Fyrir viku síðan, hafði hann verið skorinn upp, — þeim uppskurði hefði ekki mátt fresta, og Sadó hafði þurft að fara um hánótt til þess að framkvæma hann. í tólf klukkustundir hafði Sadó verið í óvissu með lif hershöfðingjans. Gallblaðran var mjög veik fyrir. En svo hafði gamli mað- urinn tekið að anda dýpra og biðja um einhvern mat. Sadó hafði ekki fengið af sér að spyrja hann að neinu varðandi böðl- ana. Að svo miklu leyti sem hann vissi, höfðu þeir aldrei komið. Þjónustufólkið var aftur komið heim á heimilið og Yunú hafði þvegið herbergi gestsins vandlega, hátt og lágt, og brennt reykelsi þar inni til þess að útrýma lyktinni af hvíta manninum. Enginn minntist á neitt. Aðeins gamli garðyrkjumaðurinn var önugur vegna þe&s, að hann hafði komið of seint til i>ess að annast um skrautjurtir sínár. En að viku liðinni fannst Sadó hershöfð- inginn vera orðinn það hraustur, að tíma-; bært væri að minnast á fangann við hann. „Já, yðar hágöfgi, hann komst undan," mælti Sadó og hóstaði til þess að gefa í skyn, að hann ætti eitthvað ósagt, en vildi ekki ónáða hershöfðingjann um of. En gamli maðurinn opnaði augun skyndilega. „Já, — fanginn," sagði hann af þunga. „Lofaði ég yður ekki, að hann skyldi verða drepinn?" „Jú, það gerðuð þér, yðar hágöfgi," mælti Sadó. „O-jæja," sagði gamli maðurinn og virt- ist hissa á sjálfum sér. „Svo ég lofaði því, já. — En, sjáið þér, — ég v'ar svo mikið þjáður. — Sannleikurinn er sá, að ég hugs- aði ekki um neitt nema sjálfan mig. f stuttu máli: Ég gleymdi algjörlega því, sem ég hafði lofað yður." „Það hefir vakið undrun mína, yðar há- göfgi," tautaði Sadó. „Vissulega var það mjög hirðuleysislegt af mér," mælti hershöfðinginn. „En eins og þér sjáið, þá var það hvorki skortur á þjóðrækni né vilji til þess að vanrækja' skyldur mínar." Hann hirfði alvarlegur í augu læknisins. „Ef þetta kæmist upp, þá mynduð þér sýna, að þér skiljið þetta?" „Vissulega, yðar hágöfgi," sagði Sadó. Hann áttaði sig allt í einu á því, að hers- höfðinginn hafði lagt hönd sína í lófa hans, og það fannst honum merki þess, að sjálfur væri hann úr allri hættu. „Ég gæti svarið það, að þér hafið til að bera ríka drottinhollustu og vandlætingu / gagnvart óvinunum," sagði hann við hinn aldna hershöfðingja. i „Þér eruð drengur góður," 'mælti hers- höfðinginn lágt og lokaði augunum. „Yður mun launast fyrir það." En þegar Sadó skyggndist inn í rökkrið í, Ijósaskiptunum fékk hann laun sín. Þar sást ekki hin minnsta ljósögn. Enginn var á eynni. Fanginn var farinn, — veg allrar veraldar, — hann hafði frelsazt, — án En þegar Sadó skyggndist um í rökkrinu nokkurs efa, því Sadó hafði varað hann við því að gera ekki öðrum viðvart um fiski- bátinn frá Kóreu. Um stund stóð hann og horfði út á sjó- inn; þangað, sem pilturinn hafði komið fyrir nokkrum dögum. Og upp í huga hans kom allt í einu annað hvítt andlit, sem hann hafði eitt sinn þekkt, — prófessorinn, sem Hanna hafði verið stödd hjá, þegar hann mætti henni í fyrsta skipti, — dulur maöur, kvæntur heimskri og málugri konu> sem kom manni þannig fyrir sjónir þrátt fyrir vilja sinn til þess að vera alúðleg í framkomu. Hann minntist gamla skurð- læknaprófessorsins, sem alltaf hafði verið með hugann við skurðarhnífinn. Og svo muhdi hann ekki hvað sízt eftir andlitinu - á feitri og subbulegrí húsmóður sinni. Það hafði valdið honum mikilla erfiðleika að reyna að finna einhvern samastað í Am-1 eríku, vegna þess að hann var Japani. Ameríkumenn voru hleypidómafullir menn og það hafði verið leiðinlegt að búa við það o gvera sjálfur fremri þeim í einu og öllu. Hversu hafði hann ekki fyrirlitið hina óþrifnu og heimskulegu kerlingu, sem á endanum hafði látið tilleiðast að hýsa hánn á lítilfjörlegu heimili sínu! Hann hafði einu sinni staðið í þakklætisskuld við hana, því síðasta árið, sem hann var þar, hjúkraði hún honum, er hann lá í inflúenzu, — en það var þó ekki án erfiðleika, því hún vakti ekki síður viðbjóð hans með vingjarnlegri framkomu sinni. En undir þeim kringum- stæðum er hvítt fólk einna ógeðfelldast. Það var verulegur léttir að vera loksins kominn í opinskátt stríð við það. Og nú minntist hann unglegs andlits grannvak- ins fangans, — það var hvítt og viðbjóðs- legt. „Undarlegt," hugsaði hann. „Ég er hissa á mér, hvers vegna ég lét ekki verða af því að drepa hann." Hnignun skipastólsins var á sínum tíma ein helzta orsök þess, að íslendingar gerðust háðir öðrum þjóðum og glötuðu sjálfstæði sínu. Nægur skipakostur er ekki síður nauðsynlegur sjálfstæði landsins nú en þá. Og það má aL drei framar henda, að fandsmenn vanræki að viðhalda skipastól sínum, og tvímælalaust er nauðsynlegt að efla hann frá því sem nú er. Hlynnið því að hinum íslenzka flota. Með þvj búið þér í haginn fyrir seinni tímann, og eflið sjálfstæði þjóðarinnar. Takmarkið er: Fleiri skip . Jíýrri skip . Betri skip

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.