Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 9
/ T í M I N N J ó l a h j a l „ NÚ ERU JÓLIN í NÁND, og þess vegna verður baðstofuhjalið að þessu sinni jóla- hjal. En þegar jólin ber á góma, leitar hug- urinn yíða. ^JÓLABLAÐ TÍMANS leggur af stað út á landsbyggðina um sama leyti og jólasvein- arnif. Því að það er blað heimilanna í hinum strjálbýlu sveitum bg litlu fiski- þorpunum á ströndinni og á langa leið til síns áfangastaðar. En þangað þyrfti það að komast í síðasta la"gi á aðfangadag, ef vel ætti að vera, því að jólablaðið á að hjálpa til að auka jólagleðina, og það er leiðinlegt, ef það kemur ekki fyr en jólin eru liðin, þótt víða kunni nú svo að fara af óviðráð- anlegum ástæðum. i 24. NÓVEMBER las ég í dagblaði, að jóla- annrfekið væri byrjað í Reykjavík. Um leið var sagt frá því, að fyrstu jólaeplin væru komin frá Ameríku. Þá voru 30 dagar til jóla. Á þessum 30 dögum hefir höfuð- borgin mikið að sýsla. Allar verzlanir í bænum reyna að selja sem mest á þessum tíma, og öllu því, sem þær eiga fallegast, raða þær út í hina stóru sýnisglugga, eink- um á kvöldin í ljósadýrðinni, þegar fólkið gengur sér til skemmtunar um göturnar. Jólamánuðurinn er þeirra síldarvertíð, og þegar seðlaflóðið stígur hátt, gengur sú vertíð vel. Margt þarf að kaupa fyrir jól- in handa sjálfum sér og öðrum, og flestir hafa nú einhverja peninga til að eignast það, sem hugurinn girnist. Fólk þarf að fá sér jólaföt og jólaskó og stúlkurnar jóla- lokka í hárið. Fötin þarf að panta fyrirfram og máta mórgum sinnum hjá skraddaran-. um eða saumakonunni. Svo eru jólagjaf- irnar. Mörgum eru þær til gleði, bæði gef- endum og þiggjendum. En oft eru þær líka plága', sem tízkan leggur á fólk eins og fleira. Búðirnar eru margar, og sumir vilja he.lzt skoða sig um í þeim öllum. Börnin skjótast gótu úr götu með aurana sína í krepptum lófa, því að þau langaretil að kaupa eitthvað handa öllum, en stundum búa þau líka til jólagjafirnar sínar sjálf, og það er mest gaman. Eftir þvi sem næ'r líður jólunum, eykst ösin. Einn góðan veð- urdag koma litlu grænu jólatrén 'frá Kan- ada. Nú er ekki hægt að fá þau frá Nor- egi eins og fyrrum. Og loks kemur að því, að húsmæðurnar verða að fara að hugsa fyrir jólamatnum. Þá er ekki létt verk að vera búðarmaður eða búðarstúlka eða lítill drengur á hjóli með fulla körfu af böggl- um, sem þarf'að flytja út um allan bæ, þó stormur sé\og hálka á götunni. Einu sinni rétt fyrir jólin* eru allar búðir opnar, til miðnættis. Þetta kvöld eru fleiri á ferð um borgina en nokkurt annað kvöld á árinu. EN SUMIR ERU ÚTI A SJÓ. Stóru botn- vörpuskipin i Reykjavík, Hafnarfirði og á Vestfjörðum eru sjaldan í höfn, ef afli er, og stundum koma þau ekki heim á jól- unum. í útvarpinu eru alltaf lesnar kveðj- ur til sjómanna á háfi úti. Þær eru til mannanna á fiskiskipmium, sem ekki geta komið heim. Ef til vill eru þau ein- hversstaðar á siglingu eða í höfn í fjarlægu landi. Og þær eru til mannanna á vöru- flutningaskipunum, hvar sem þau nú kunna að vera stödd þá stundina. Þess vegna -eru líka mörg börn, sem ekki hafa föður sinn heima á jólanóttina, en öll vona þau að honum líði vel og komi bráð- um heim. BÆNDUR OG SJÓMENN eru þær stétt- ir landsins, sem skyldust störf hafa. Báð- ar þessar stéttir manna stunda erfiðis- vinnu undir berum himni og í baráttu við náttúruöflin. Vinnutími þeirra er kominn undir náttúruskilyrðum, sem ekki verður yið ráðið nema að litlu leyti. BÓNDINN í SVEITINNI þarf margt að gera fyrir jólin, ef hann á að geta gert, sér dagamun um hátíðina. Hann þarf að draga að bænum vatn og eldivið og taka hey til tveggja daga. Og ef jarðlaust er og innistaða, þarf ekki einungis að sækja vatn í bæ og fjós, heldur líka í fjárhúsin, eða svo hagar a. m. k. víða til, ef ekki er búið að leggja vatnsleiðslu. En á jólunum eiga skepnurnar að hafa nóg af öllu, ekkijsíður en manneskjurnar. Þannig hugsa menn á sveitabæjunum. Svo þarf að fara kaup- staðarferðina fyrir jólin. Þessi kaupstað- arferð er nú í ýmsum sveitum léttari en fyr, þar sem akvegir eru "komnir og snjóalög eru lítil. En margur hefir fyr og síðar orð- ið að fara jólaferðina í kaupstaðinn gang- andi með poka á baki og vaða ófærðina í kné. Af baggaburði hefir margur orðið lot- inn fyrir aldur fram. En margur hefir líka borið heim mikla gleði í litlum poka. EN BÓNDAKONAN á líka sínar áhyggj- ur og sína lúnu hönd. Hún á að sjá um að enginn fari í jólaköttinn. Hún á jafnan að geta breytt hreysi í höll, a. m. k. eina kvöldstund. ALLIR EIGA AÐ VERA HREINIR Á JÓL- UNUM. Jafnvel í nýtízkubæ, þar sem renn- andi vatni og baðtæki eru á flestum heim- "ilum, þykir það talsvert umsvifamikið að koma þessu í kring á aðfangadaginn. Hvað þá i gömlu torfbæjunum, þar sem öll í- búðin var ein baðstofukytra, lélegt eld- stæði og ekkert v'atn í bænum nema það « sem sótt .var klökugt út í brunn eða læk — og svo er sums staðar enn. Stundum böð- uðu menn sig úr stórum bala frammi í fjósi, og fjósaylurinn hefir orðið margri manneskjunni að liði, þó ekki sé hann nú í hávegum hafður. Kýrnar undir pallin- um hafa gert lífvænt í niargri sveitabað- stofunni, sem ekki var upphituð að öðru leyti. Börnin lærðu kverið sitt í fjósinu. Og sá lærði maður, Oddur Gottskálksson, þýddi Nyja testamentið í fjósi. Við vitum ekki nema eitthvað af okkar frægustu fornbókmenntum hafi verið skrifaðar í fjósi. Og það er rétt að minnast þessa, þó enginn óski eftir þeim erfiðu timum, sem áður voru. Við minnumst þess þá um leið, að kýrin hefir veriðtiarfur þjónn i íslenzku þjóðlífi. Auk fjósaylsins, sem hún lagði til, hefir hún varið sveitafólkið fyrir skyrbjúg á veturna. Sá, sem ekki átti kú, hét þurra- búðarmaður. Á mörgum heimilum var það (og er, held ég) önnur mesta hátíð ársins, þegar kýrin bar. Hún var líka um langan aldur aðalverðmælir landsmanna í staðinn fyrir gull og silfur og bankaseðla. Og eftir kýrverðinu getum við reiknað verðmæti allra hluta hér á landi, lausra og fastra, fyr og síðar, og fært það til nútímaverðlags. En því miður hefir ekki alltaf verið búið að kúnni sem skyldi. ,í fjósunum hefir ljós og loft löngum haft takmarkaðan aðgang. Við slík skilyrði hefir hinn mikli lífgjafi þjóðar- innar orðið að una tvo þriðju hluta af ári hverju eða varð að gera, því að nú er hér víða bót á ráðin. ÁÐUR VAR í sveitum af tansöngur í sókn- arkirkjunni á jólanótt. Nú hlusta þeir, sem útvarp hafa, á aftansöng dómkirkjunnar í Reykjavík, og klukkur hennar hringja ifin jólin í hverri byggð. En á jóladaginn er messað í flestum kirkjum landsins, ef fært er milli bæja. Og þó eru þar, auk vega- lengdar, mikil vandkvæði á. Margar kirkj- ur eru svo illa hitaðar, að áhætta er að sitja þar hreyfingarlaus meðan á messugerð stendur. Enginn getur með góðri samvizku hvatt fólk til, að sækja slíkar kirkjur nema í blíðu veðri um hásumar. Þá er skynsam- legra að messa í hlýrri húsum, þótt óvígð séu. Á ÍSLANDI eru til margar sögur um jól og lýsingar á jólahaldi, og margt af þessu er rifjað upp ár hvert. Jólin í hinum stærri kaupstöðum eru ekki sérstaklega íslenzk jól. Þau eru haldin á svipaðan hátt og við svipuð skilyrði og í borgum annara landa. En gömlu jólin í sveitunum og litlu fiski-^ þorpunum voru íslenzk og eru það enn, og^ þó með nýjum blæ. Við þekkjum þau jól, sem venjulega er lýst á prenti, sem þjóð- legum jólum hér á landi. Það eru jól hinna feitu magála, eins og þau voru til fyrrum á hinum stærri heimilum hér og þar um land. En þannig voru ekki öll jól í fyrri daga. Jólin, sem Jón Trausti lýsir í Heiðarbýlinu, voru ekki af þessu tagi. Sjálfsagt eru marg- ar sárustu endurminningar forfeðra okkar og formæðra í kristnum sið tengdar við jól — jól, sem ekki var hægt að halda vegna hallæris og báginda, börn, sem ekki var hægt að gleðja, sjúkdómsþraut, sem ekki var hægt að lina í snauðum og köldum bæ. Og þó er hátíðagleðin list hinna fátæku. Hinn dýrlegasti fögnuður er löngum byggð- ur á draumsýn hugans, fremur en hinu ytra skinj. Hornið og skelin erú fegurstu leik- föng, sem íslenzk börn hafa átt, af því að engin önnur voru til. Eitt vesalt tólgarkerti getur verið fátæku barni meira virði en öll heimsins ljós þeim, sem ekkert kemur á óvart. JÓLIN FÆRAST NÆR. Stundin nálgast í borg og byggð. Við hið ljómandi Austu'r- stræti, — í fannþöktum dal — við útskaga- strönd, þar sem brimið gnauðar — meðal farmanna og fiskimanna á hinum hvikula sæ — í ókuhnum löndum og stórborgum, þar sem hver nótt og hver upprennandi dagur flytur blóð og tár. Þeir eru margir, sem ekki hlakka til þessara jóla — nær og fjær. Og öðrum finnst, að þeim beri að „ganga hægt um gleðinnar dyr". JÓLANÓTTIN kemur — og líður. Lítið ljós á borði heldur vörð um þá, sem sofa. En drengurinn, sem áað fermast í vor, liggur undir skarsúðinni "og vakir. Hann hugsar um það, sem var og er og mun verða. HUNDRAÐ ÁR - ÞÚSUND ÁR - 1944 ÁR! Pramh. á 41. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.