Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 15
T I M I N N 15 VIGFÚS GUÐMUNDSSON: Gamlar minningar Vigfús Guðmundsson, gestgjafi, hefir einstaka sinnum flutt mjög vinsæl erindi í útvarpið, einkum ýmsar frásagnir úr lífi sínu. Hefir hann víða farið og tekið eftir mörgu. Komst ritstjóri Tímans að því, að V. G. myndi vera að skrifa ævisögu sína og fór þess þá á leit við hann, að fá að birta einhverjar frásagnir úr endurminningum hans í jólablaðinu. V: G. 1913 Júlí var að heilsa sumarið 1913, þegar útþráin hafði unnið stundarsigur yfir átt- hagaást minni og ég lagði af stað frá æsku- stöðvunum með þeim ásetningi að dvelja fjarri þeim, a. m. k. í nokkur ár. Norður- land — Noregur — Ameríka heilluðu hug- ann í leyni, án þess að um hað vissi nokkur annar maður. Tveir duglegir ferðaklárar mínir, rauður og grár, báru mig fyrsta daginn frá æsku- heimili mínu, Eyri í Flókadal, að Sveina- tungu til Jóhanns bónda Eyjólfssonar, er þar bjó þá með konu sinni og mörgum mannvænlegum börnum á æskuskeiði. Þekkti ég hann lítils háttar frá því að hafa rekið fjárrekstra fyrir hann nokkur undanfarin haust úr Borgarfjarðardölun-; um suður yfir Botnsheiði og Svínaskarð til Reykjavíkur. Jóhann var hinn mesti athafna- og dugnaðarmaður og hafði m. a. hýst Sveinatungu, — harðbalafjallajörð — svo vel, að fágætt var. Reisti hann m. a. myndarlegt íbúðarhús úr steinsteypu árið 1895 og mun það hafa verið fyrsta steinsteypuhúsið hér á landi. Þurfti þá að flytja allt steinlímið í húsið frá Borgarnesi, á hestbökum, en það er 50 km. eftir þjóð- veginum nú, en mun hafa verið talsvert lengra þá, vegna króka, er varð að fara með klyfjahestana. Daginn eftir hélt ég einn á klárunum mínum norður yfir Holtavörðuheiði. Var fremur ömurlegt á heiðinni, rigning og þoka. Mætti ég aðeins þremur "mönnum á háheiðinni. Voru það tveir íslendingar frá Vesturheimi, ásamt fylgdarmanni, þeir merku bræður Sveinn og Þorvaldur Þor- valdssynir frá Riverton á Nýja-íslandi. Spjölluðum við Iitla stund saman og hurf- um svo í þokuna — þeir suður, en ég norður. Þegar niður í Hrútafjörðinn kom, glaðn- aði til og gerði sólskin og blíðu. Heldur þótti mér lágar byggingar þar í firðinum. Hefi ég skrifað í dagbók mína, þegar ég reið þar með bæjunum: „Svo eru lágreist manna- og búfjárhí- býli hér um sl£ðir, að það liggur við að komi vígahugur í grenjaskyttuna." Við eitt kothreysið hafði ég tal af krökk- um og spurði pau nokkurra spurninga. Voru þau björt yfirlitum, kurteis og greind- arleg og svöruðu skýrt þvi, *er ég spurði. Um nóttina gisti ég á Staðarbakka, en hélt þaðan að morgni austur yfir Húna- þing. Brá ég mér inn að Hnúki í Vatnsdal til þess að fá aðeins að renna augunum yfir þá fögru sveit í miðsumarsólskininu. í Borgarfirði hafði hvergi verið byrjaður sláttur, en hér var hann byrjaður á stöku bæjum og mest þó á Másstöðum, sem blasti við þarna beint á móti. — Ferðamað- urinn fær margar fagrar myndir í nuga sinn, er geymast þar vel og lengi.' Mið- sumarmyndin, sem ég eignaðist þarna af _ Vatnsdalnum, hefir jafnan síðan verið í ' hópi minna ljúfustu hugarmynda. Að kvöldi, nokkru fyrir náttmál, kom ég að Geitaskarði og baðst gistingar. Var hún velkomin. Hittist þá svo á að elzta dóttir Árna bónda — mjög elskuleg ung- meyja — hafði verið að gifta sig um dag- inn, og komst ég í leifarnar úr brúðkaups- veizlunni. Var Árni bóndi glaður og reifur og sýndi mér m. a. vandað stórhýsi á ís- lenzkan sveitamælikvarða, sern hann var þá að reisa og enn blasir við áberandi og myndarlega og.einkar snyrtilega við sjón- um þeirra mörgu, er ferðast um Langadal. Morguninn eftir var sama bjarta og indæla veðrið. Á unglingsárum, mínum hafði ég það oft fyrir sið, að synda á morgn- ana, og þá jafnan í köldu vatni, og hikaði þá stundum ekki við að fara nokkuð djarft, þó að ég væri ekki góður sundmaður. Hafði ég litla tilsögn fengið í sundi. Þennan morgun synti ég talsvert út á Blöndu, sem fellur fram rétt neðan við túnið á Geita- skarði. Var hún straumþung og köld. Sagði Árni bóndi, að gestir sínir væru óvanir svona tiltektum og fannst mér honum þykja nóg um. . . Næstu nótt var ætlunin að gista í Skaga- firðinum hjá Sigurði, skólabróður mínum frá Hvanneyri, sem. þekktur varð síðar undir nafninu Skagfield. Þetta var stutt- ur áfangi. Ég, ásamt tveimur ferðamönnum úr Borgarfirði, er slógust í fylgd með mér frá Geitaskarði til Akureyrar, fórum því seint af stað. — Meðfram yegna til- mæla Árna fórum við með honum til. kirkju að Holtastöðum og hlýddum þar messu. Var þá mikil umferð í hinu bjarta, fagra júlíveðri um Langadalinn og glumdu sí og æ hófahljóðin inn í kirkjuna, þegar menn skelltu á skeið fram hjá henni. En um 20 hræður sátu undir messunni hjá presti, og man ég það eitt úr ræðu hans, að hann fór mörgum hörðum orðum um þá, er vanhelguðu guðshús með því að fara fram hjá því á helgum dögum! En við, sem á hlýddum, fórum með hreina samvizku(!) á~bak klárum okkar og héldum inn Langa- dal, yfir Vatnsskarð að Brautarholti í Skagafirði og gistum þar við hinar beztu viðtökur hjá Sigurði söngmanni og fólki hans. Næsta dag fylgdi Sigurður okkur út Skagafjörðinn, og man ég, að við komum þá m. a. að Páfastöðum í gamlan torfbæ, þar sem var svo vel búið inni að húsmun- um og allri fegurð og umgengni, að ég hafði ekki áður séð til jafns við það á sveitabæ. Fyrir nokkrum árum hafði kom- ið frá þessum bæ svo fögur stúlka suður í Borgarfjörð til vetrardvalar þar, að ynd- isþokki hennar og fegurð var um mörg ár ljóslifandi í hugumBorgfirðinga.En égslapp nú óskemmdur út á Sauðarkrók, þrátt fyrir fegurðina, eins og Þorsteinn Erlingsson forðum úr Hvalfirði. Og eins og Sauðár- krókur var þá, skyldi hann eftir hálf ömur- lega mynd í huga mínum, eftir fremur stutta viðdvöl. Yfir vestri hluta Héraðsvatna fórum við á ferju, sem knúin var áfram með sterk- legum áratogum knálegs, trausts, en þög- uls ferjumanns. Hestarnir syntu í kjöl- far bátsins. Rjómabú var austan við Vötnin, og var bústýra þess ung og fögur stúlka, er bauð af sér sérstaklega góðan þokka, og dáðumst við a. m. k. að búrekstri hennar. Þorsteinn slapp forðum fyrir Hvalfjörð, en það er bezt að vera ekki að rifja upp áhrifin, sem Skorradalshlíðarnar yfir vatnsfletin- inum bláa höfðu á hann. Heim að Hólum komum við um kvöldið og gistum þar í hinu bezta yfirlæti. Var Sigurður (síðar búnaðarmálastjóri) byrj- aður að rækta skóg að Hólum, en það var fátítt á bæjum í þá daga. Eftir að hafa gist í góðu yfirlæti, og dvalið talsvert fram á dag við að skoða staðinn, héldum við áleiðis norður yfir Heljardalsheiði í björtu og ágætu veðri. Undraði mig, hve urið var landið í Kolbeins- dalnum eftir búfé, og hafði ég aldrei séð svo urið land áður. En fagurt þótti mér og gróðursælt í Skagafirði, svo að lítið gæfi eftir mínu æskuhéraði. Þegar uppí brúnir Heljardalsheiðar kom, var þar- blindþoka og kuldasúld og riðum við á jökli talsverðan kafla á háheiðinni. Var ömurlegt að koma þarna upp í kalsa- þoku og vetur. Klettadrangarnir, er stóðu þarna hér og þar úpp~úr fönninni, líktust helzt í þokunni fylkingum trölla, er væru þarna á ferð. Duttu mér í hug orð Stein- gríms um fósturjörðina: „Hið efra helfríð, hrikavæn, þú hreyfir vetrarkífi, en neðra sólblíð, sumargræn, þú svellur öll af lífi." Þegar þokunni fór að létta o'g sjást norður af, opnaðist hin víðfeðma og fagra sveit, Svarfaðardalurinn, allur grasi vaf- inn upp á fjallabrúnir. Riðum við greitt niður dalinn og ætluðum að reyna að ná háttum að prestssetrinu Völlum. En þegar þangað kom var liðið að miðnætti og allir gengnir til hvílu, nema prestsfrúin. Hún hafði róið til fiskjar, eins og hennar var siður, úti á Dalvík um daginn og reitt nokkuð af aflanum við söðul sinn heim að kvöldi og var nú nýkomin úr veiðiför- inni. Sauð hún nú í snatri fisk af afla sínum og reiddi fram fyrir okkur, ásamt ýmsu fleira góðgæti, og bjó okkur svo dúnmjúkar sængur meðan við snæddum kvöldverðinn. Var hún allt í senn: einhver

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.