Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 20

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 20
20 T I M I N N til þess, að hann sé amerískur," mælti Sadó. Hann tók upp samanvöðlaða húf- una. Já, — þarna var máð áletrunin, næst- um því horfin með öllu. „Sjómaður," sagði hann. „Af amerísku herskipi." Svo stafaði hann sig fram úr áletruninni: „U. S. Navy." — Maðurinn var stríðsfangi! „Hann er flóttamaður," kallaði Hanna upp yfir sig hægt og lágt. „Og þess vegna er hann svona særður — "'•> „Og það einmitt á bakinu," mælti Sadó * til samþykkis. • Þau voru á báðum áttum hvað gera . skyldi og horfðu hvort á annað. Síðan sagði Hanna einbeittum rómi: „Jæjá, — getum við kastað honum í sjóinn, eða getum við það ekki?" „Ef ég get þaö, — getur þú það þá?" spurði Sadó. „Nei," svaraði Hanna. „— En ef þú getur það einsamall ... ." Sadó var ennþá hikandi. „Tilfellið er," sagði hann, „að væri maðurinn heill heilsu, gæti ég komið honum til lögreglunnar án nokkurra erfiðleika. Mér er alveg sama um hann. Hann er óvinur minn. ¦— Allir Ameríkumenn eru óvinir mínir. Og þetta er aðeins óbreyttur almúgamaður. Sjáðu bara, hvað hann er heimskulegur í framan. — En úr því hann er særður ... ." „Þú færð þá ekki heldur af þér að kasta honum í -sjóinn?" .sagði Hanna. „Þá er ekki heldur nema um einn kost að velja. — Við verðum að flytja hann heim í hús." „En þjónustufólkið?" spurði Sadó. „Við verðum ofur einfaldlega. að segja því, að við ætlum að afhenda hann lög- reglunni — eins og við verðum líka að gera, Sadó. — Við verðum að hugsa um velferð barna okkar og stöðu þína. Það myndi stofna okkur í hættu öllum, ef við ekki framseldum þennan mann sem stríðs- fanga." „Vissulega," sagði Sadó. „Mér kæmi , ekki heldur annað til hugar." Að þessu samþykktu lyftu þau mannin- um upp á milli sín. Hann var mjög léttur, rétt eins og fugl, sem hefir verið hálf- sveltur um langan tíma, unz hann er ekk- ert orðinn nema fiður og bein. Þau héldu honum uppi á milli sín og studdu hann upp þrepin og inn um liliðardyr hússins. Dyr þessar lágu inn í gang í húsinu, og gegn um ganginn leiddu þau hann að dyr- um á tomu svefnherbergi. Það hafði verið svefnherbergi föður Sadós, en ekkert verið notað eftir lát hans. Þarna lögðu þau manninn á gólfið, sem var alþakið tepp- um. Þetta herbergi var að öllu leyti jap- anskt. Það var gert til þess að þóknast gamla manninum, sem aldrei vildi sitja á stól á sínu eigin heimili, né heldur sofa í erlendu rúmi. Hanna gekk yfir að vegg- skápnum, renndi hurð til hliðar og tók út úr honum mjúka vattábreiðu. Það kom hik á hana. Utan um ábreiðuna var róssaum- að silki og hún var fóðruð hvítu silki. „Haiín er svo óhreinn," tautaði hún vandræðaleg. „Já, það væri betra að þvo honum," samj þykkti Sadó. „Ef þú vilt sækja heitt vatn, skal ég þvo honum." „Ég get ekki þolað, að þú snertir á hon- um," sagði hún. „Við verðum bara að segja þjónustufólkinu frá því, að þessi máður sé hérna. Ég ætla að segja Yunú það. Hún getur farið frá börnunum í nokkrar mín- útur og þvegið honum." Sadó hugsaöi sig um eitt andartak. „Lát- um svo vera," sagði hann. „Þú segir Yunú frá því, — ég skal segja hinum það." En hann hætti við það, þegar hann sá, hversu náfölur í andliti maðurinri var. Og hann fór að þreifa á slagæð hans. Hún sló ofurhægt. Hann þreifaði með hendi sinni um brjóst mannsins. Það var kalt og blautt. Hjartslátturinn mjög daufur. „Hann deyr, ef hann verður ekki skor- inn upp," mælti Sadó íhugull á svip. „Spurningin er bara sú, hvort hann deyr ekki, þrátt fyrir það." Hanna hrópaði upp í skelfingu sinni. „Reyndu ekki að bjarga honum!" sagði hún. „Hvernig fer, ef hann heldur lifi?" „Hvernig fer, ef hann deyr?" anzaði Sadó. Hann stóð og einblíndi á meðvitund- arlausan manninn. Þessi maður hlaut að hafa óvenjulega lífsorku, — annars væri hann dauður. En hann var auðsjáanlega mjög ungur, — ef til vill ekki meira en tuttugu ára. _ „Þú meinar, að hann þoli ekki læknis- aðgerðlna?" spurði Hanna. „Já," anzaði Sadó. Hanna hugleiddi þetta, efablandin á svip, og þegar hún lagði ekkert frekar til mál- anna, sneri Sadó sér á brott út úr herberg- inu. „Að minnsta kosti verður að gera eitt- hvað við hann," mælti hann. „Og fyrst og fremst þarf að þvo honum." Hanna fór á hæla Sadós út úr herberg- inu. Hún kærði sig ekkert um að vera ein eftir inni hjá hvítum manni. Þetta var fyrsti hvíti maðurinn, sem hún hafði séð, síðan hún fór frá Ameríku, — og nú orðið fannst henni sem hún hefði ekkert með þá að gera lengur, sem hún þekkti úti þar. Hér var óvinur hennar staddur. Hann verkaði á hana sem ögrun. Og það voru áhöld um það, hvort hann var lifandi eða dauður. • Hún fór inn í barnaherbergið og kallaði til Yunú. W Seljjum eftirfarandi vörutegundir beint frá erlendum firmum oa af laaer í Reyhjjavík: Metravörur, í mjög fjölbreyttu úrvali. Tilbúinn fatnaour: Barnafatnaður, sokkar, prjónafatnaður, undirföt karla og kvenna, blússur, pils, treyjur pg fjöldi fleiri tegunda. Ritföng ojí pappír. Snyrtivörur og sápurf Búsáhöld og leirvörur. Smávörnr fyrir vefnaðarvöruverzlanir í miklu úrvali. f o o o Ofangreindar vörur eru frá U. S. A., Englandi og Sviss. <$$e\Zbx>ex%Zun ^rna góneeonar. Aðalstræti 7. Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.