Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 23
T í M I N N 23 sínum í Mansjúríu. Ef maður, eins og hann, gat veriö níðingslegur við kvenmann og látið konu sína gjalda aflsmunar, myndi hann þá ekki verða harðbrjósta gagnvart þessum manni til dæmis? Það var einhver kvíði í sál hennar. Hún óskaði þess, að þessi maður hefði aldrei verið kvalinn. Einmitt á þessu augnabliki veitti hún eftirtekt djúpum, rauðleitum örum á hálsi hans, rétt fyrir neðan eyrað. „Sko þessi ör þarna,“ sagði hún lágt og leit til Sadós. En hann svaraði ekki. Einmitt á þessari stundu kom tangarbroddur hans við eitt- hvað hart, sem lá hættulega nálægt nýr- anu. Allur hugur hans varð gripinn af þessari uppgötvun. Hann fann til óbland- innar ánægju. Hann fór höndum um sárið af nákvæmni þess manns, sem þekkir út í æsar hverja eind mannslíkamans. Gamli líffærafræði-prófessorinn hafði veitt hon- um þessa þekkingu. „Fáfræði um bygg- ingu mannslíkamans er höfuðsynd hvers skurðlæknis, herrar mínir!“ hafði hann þrumað yfir skólabekkjunum ár eftir ár. „Það er hreint og beint morð að gera upp- skurð, án þess að hafa jafn-alhliða þekk- ingu og þið hljótið í þessum skóla!“ „Það er nú ekki alveg hjá sjálfu nýr- anu, vinur,“ tautaði Sadó. Það var venja hans að tala við sjúklinginn, þegar hann hafði sökkt sér niður í læknisaðgerðina, sem hann var að vinna að. Hann sagði alltaf „vinur minn“ við þá, og sama sagði hann nú, því hann gleymdi því algerlega, að sjúklingurinn. var óvinur hans. Vc!n bráðar hafði hann náð kúlunni út úr sárinu eftir uppskurð, sem útheimti töluverða nákvæmni. Maðurinn kipptist við, en var þó ennþá meðvitundarlaus. Samt heyrðist hann segja, ofurlágt, nokkur orð á ensku. „Innýflin,“ tautaði hann. „Þeir tóku .... úr mér .... innýflin . ...“ „Sadó!“ hrópaði Hanna áköf. „Þei-þei!“ sagði Sadó. Maðurinn þagnaði aftur, og hann varð svo rólegur og máttlaus, að Sadó fannst ástæða til þess að taka um úlnlið hans og finna slagæðina, en fann þó til óbeitar, við að gera það. Jú, — ennþá sló slagæðin, en magnlaust og óreglulega; — það var naumast von til þess að maðurinn héldi lífi. „Vissulega æski ég þess þó ekki, að hann lifi,“ hugsaði Sadó. „Ekki meira svæfilyf," sagði hann við Hönnu. Hann sneri sér við eins og án umhugs- unar og greip til flösku einnar, sem lá innan um önnur m,eðalaglös, hellti úlr henni á sprautu, sem hann síðan dældi úr í vinstra handlegg. Hann lagði sprautuna frá sér og aVhugaði slagæðina aftur. í fyrstu sló hún óreglulega, en<J)rátt varð sláttur hennar örari. „Hann hefir það af, þrátt fyrir allt,“ sagði Sadó við Hönnu og kastaði mæðinni. En ungi maðurinn vaknaði. Það var mikið af honum dregið, hin bláu augu hans skelfd, er hann sá, hvar hann var niður komi. Og Hanna sá sér ekki annað fært en tauta einhverja afsökun. Síðan þjónaði hún honum, því að enginn af þjónunum vildi koma inn í herbergið. Þegar hún kom inn í herbergið í fyrsta skiptíð, sá hún að hann beitti öllum kröft- um sínum til þess að vera viðbúinn öllu því versta. „Ekki vera hræddur," sagði hún róleg og biðjandi. „Hvernig komst ... Þér talið ensku ... ?“ sagði hann og stóð á öndinni af undrun. „Ég hefi verið lengi í Ameríku," svar- aði hún. Hún sá, að hann langaði til þess að svara því einhverju, en hann gat það ekki, og síðan kraup hún við sæng hans og mat- aði hann á virðulegan hátt með postulíns- skeið. Hann borðaði af ólyst, en myndað- ist þó við að þiggja það, sem að honum var rétt. „Nú verður ekki langt þangað til þú verður heilbrigður,“ sagði hún til þess að hughreysta hann, en þó án þess að fallast hann hið minnsta í geð. Hann svaraði ekki. Þegar Sadó kom inn í herbergið á þriðja degi eftir uppskurðinn, fann hann sjúkl- inginn sitjandi upp, fölan í andlitivaf áreynslunni, sem hann lagði á sig viffþað. „Leggstu niður!“ hrópaði Sadó. „Eða langar þig til þess að drepast?“ Með hægum og ákveðnum tökum lagði hann manninn út af aftur og aðgætti sár- ið. „Þú drepur þig á því að gera þess háttar,“ sagði hann í ávítunartón. - % „Hvað ætlizt þér fyrir með mig?“ spurði pilturipn í hálfum hljóðum. — Hann leit ekki út fyrir að vera meira en seytján ára. „Ætlið þér að framselja mig?“ Andartak leið án þess að Sadó svaraði. Hann lauk við athugun sina og breiddi því næst ábreiðuna yfir sjúklinginn. „Ég veit satt að segja ekki, hvað ég á að gera við þig,“ svaraði hann. „Auðvitað ætti ég að afhenda þig lögreglunni. Þú ert stríðsfangi, — nei, — ekki tala!“ Hann rétti höndina út, er hann sá, ^ð ungi mað- urinn ætlaði að segja eitthvað. „Þú skalt ekki einu sinni segja mér, hvað þú heitir, nema ég spyrji þig að því.“ • ________ Kaupfélag Suður-Borgfirðinga Akranesi * | ; Heiðruðu viðskiptamenn! Lelðin tll bagkvæmra viðskipta liggnr I kaupfélagtð. ÞaSf saunar hinn öri vöxtur þess undanfarin ár. Skiptið þvl við kaupfélagið. Með því rcnnur verzlunarhagnaðurinn til yð- ar sjálfra. Tekjjuafganyurinn síðastliðið tír var 11%. 0 ) V » ' •. V GLEÐILEG JÓL. • FARSÆLT KOMÆNDI ÁR. ÞÖKK FÍRIR VinSKIPUN Á ÞVÍ LIÐNA. ~~ ~~ -------------------w~ — V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.