Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 21

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 21
TIMINN 21 Börnin heyrðu rödd móSur sinnar og hún gat ekki stilit sig um það að ganga inn til þeirra eitt augnablik, brosa fram- an í þau og gæla við litla-snáða, sem var tæpra þriggja mánaða. Hún grúfSi andlitiS niSur í mjúkt og svart hár barnsins. f þeim stellingum benti hún Yunú að koma með sér. „Ég ætla að koma barninu í rúmið," anzaði Yunú. „Og nú er þaS senn búiS." Hún fylgdist meS Yunú inn í svefnher- bergi hjónanna, viS hliS barnaherbergis- ins, og hélt á drengnum meSan Yunú breiddi svefnvoðirnar á gólfið. Síðan lagði hún barniS niSur á milli þeirra. Hanna gekk á undan Yunú fram í eld- húsiS, meS hröSum skrefum og mjúkum hreyfingum. Þjónarnir. tveir voru ótta- slegnir af því, sem húsbóndi þeirra hafði sagt þeim. Garðyrkjukarlinn, sem einnig var innanhússþjónn, strauk gisið yfirvar- arskegg sitt. „Herrann ætti ekki að lækna sár hvíta mannsins," sagði hann við Hönnu, óhik- andi. „Hvíti maðurinn ætti fyrir því að deyja. Fyrst verður hann fyrir skoti, síðan lendir hann í sjóinn þar á klöppunum. Ef herrann fer að lækna skotsárið og skein- urnar eftir sjóvolkið, mun okkur hefnast fyrir það." „Ég skal segja honum álit þitt," svaraði Hanna kurteislega. En sjálf -var hún ekki síður óttaslegin, enda þótt hún væri ekki eins hjátrúarfull og gamli maðurinn var. Gæti það nokkurntíma stýrt góðri lukku að hjálpa óvini sínum? Þrátt fyrir þetta skipaði hún Yunú að ná í heita vatnið og fara með það inn í herbergið, þar sem hvíti maðurinn lá. Hún tók sig til og renndi vængjahurðinni frá. Sadó var enn ekki kominn. Því næst lagði Yunú tréfötu sína frá-sér og gekk yfir að hvíta manninum. Þegar hún sá hann, geiflaði hún þykkar varir sínar harðneskjulega. „Ég hefi aldrei þvegiS hvítum manni," sagði hún. „Og ég kæri mig ekkert um aS þvo hvítum manni 'núna, — svona líka óhreinum." Hanna kallaSi til hennar .ströngum rómi: „Þú verSur nú aS gera þaS sem húsbóndi þinn segir þér!" „Herrann ætti ekki aS skipa mér aS þvo óvini okkar," svaraSi Yunú þrákelknisleg. Það var slíkur hræðilegur mótþróasvipur á búlduleitu andliti hennar, að Hanna fylltist ótta, sem reyndar var ástæðulaust. — Ef þjónustufólkið færi nú aS segja eitt- hvað, sem ekki væri sannleikanum sam- kvæmt? „Jæja þá," sagði Hanna af göfugmann- legri kurteisi. „Þú skilur það þó, Yunú, að við ætlum okkur aðeins að vekja hann úr rotinu, svo við getum afhent hann lögregl- unni sem fanga?" „Já; — en ég vil ekkert vera við það rið- in," sagði Yunú, „ég er manneskja, sem ekkert hefir að segja og þetta stendur ekki í mínum verkahring." „Ég bið þig þá að gera svo vel og halda áfram við þín verk," sagði Hanna í þeim virðulega tón, sem henni var sam- boðinn. ' - En Yunú fór hið bráðasta út úr her- berginu. ~ Hanna vafð eftir ásamt hvíta mannin- um. Hún hefði þó orðið of hrædd til þess^að verða kyrr, hefði gremja hennar yfir mótþróa Yunú ekki verið efst í huga hennar. „Mikið fífl er Yunú," tautaði hún önug- lega. „Eins og hann sé nokkuð annað en mennskur maður?! Og það særður og hjálparlaus!" Sannfærð um hugrekki sitt tók hún til að leysa hinar hnýttu druslur, sem bundn- ar voru utan um manninn. Þegar hún hafði flett frá brjósti hans, deyf hún lítilli, hreinni rýju, sem Yunú hafði sótt, niður í sjóðandi vatn. Síðan þvoði hún andlit hans varfærnislega. Þrátt fyrir volkið, var húð mannsins frekar áferðarfögur, og hafði auðsjáanlega verið mjög ljós, þegar hann var barn. Það var þó ekki svo að skilja, að henni líkaði neitt betur við þennan hvíta manh nú en fyrr. Og hún hélt áfram að þvo honum, unz hann var orðinn hreinn að of- anverðu. En hún þorði ekki að snúa hon- um. Hvar var Sadó? Gremja hennar út í Yunú var nú rénuð og aftur var hún orðin áhyggjufull, stóð á fætur og þurrkaði hendur sínar á samanböggluðu handklæði. Síðan breiddi hún voðina yfir manninn aftur til þess honum yrði ekki kalt. „Sadó!" kallaði hún lágt. Hann hafði verið í þann veginn að koma inn, þegar hún kallaði. Hann hafði verið með hendina á hurðarhúninum, og nú opn- aði hann. Hún sá, að hann hafSi með- ferðis töskuna með lækningaáhöldunum og hann var kominn í skurðlæknajakkann sinn. » „Þú hefir ákveðið að skera hann upp!" hrópaði hún. „Já," svaraSi hann stuttur í spuna. Hann sneri sér viS og breiddi sótthreinsaS klæSi á gólfið og lagði áhöld sín á það. „Sæktu handklseo'i!" sagði hann. Hún hlýddi og gekk kviðafull yfir að tauhillunum og tók fram handklæði. Sömuleiðis þurfti að ná í gamlar mottur, til þess að blóðið skemmdi ekki áklæðið á íííítííííííí: ««««««««««««««««««««««««««««««««««:«««: ? ???*??*¦ :««:««»«««mm««««««««««««««mK: ::«««««:««m«mm gxaupfétciQ "gSorgarfiaroar, ' ^orgctrftrðt, Við leitumst jjafnan við að haia sem ilestav þœr vörur, sem viðshiptamenn t?«r- ir þurta á a& halda — oa ávallt turir sanngjarnt ver&. ö&xtm í xtm&o&zzöZxt aCCar foamtex&zCxxx>öxxtx. JÞokhum viðshipti þessa árs, og óshum öllum viðshiptamönnum ohhar gle&i- legra Jóla og tarsœldar á homanda ári. ^aupféCag ^SorgarfjarÖar n utmtt \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.