Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 6
■v / 6 hnýtti. Stór beinþorn og æxli komu hvar- vetna á líkamann og gengu oft út í gegnum hold og skinn. Innyflin urðu morkin og meyr, en lungu, lifur og hjarta bólgin og blá á sumu, en á öðru visin. Og rifin gerð- ust svo stökk, að þau fengu ekki valdið líkamsþunganum, þegar kindin lá. Runnu þá á þau hnútar og bris, sem lágu oft í beinni röð eftir endilangri síðunni. — Ekki voru nautgripir öllu betur farnir, enda þótt reynt væri að hygla þeim í lengstu lög. Þeir fengu hnefastóra hnúta á gang- limina, eða fótleggir klofnuðu í sundur. Bein og liðamót bríxluðust saman, en af sumum datt halinn. — Fáeinum kúm, sem ekki voru að fram komnar, var bjarg- að með því, að þeim var gefinn mjólkur- lekinn, sem úr þeim togaðist. Annars var ekki neitt fyrir nema lóga þeim skepnum, sem þannig voru komnar. Þeir einir gátu bjargað fénaði sínum, sem áttu nógar fyrningar til þess að gefa með heyjunum frá eldsumrinu. Gömlu heyin hafa löngum reynzt bóndanum giftudrjúg. — En hjá öllum þorra manna hrundu skepnurnar niður úr hungri og hor. — Örlög alls þess, sem unir lífi á landi hér, eru saman slungin, og afkomuvon þjóðar- innar hefir jafnan verið reist á bjarg- ræði bústofnsins. Svo fór og hér, því að hvorki sultur né sóttir létu staðar numið við dýrin. Eftir þau komu mennirnir: hús- gangurinn fyrst, svo bóndinn, konan — og barnið. '— í þennan tíma lifðu íslendingar, að minnsta kosti alþýða manna, mest á þeirri fæðu, sem fæst í landinu sjálfu: fiski, sméri, skyri, mjólk og fjallagrösum. Auk þess var notað eitthvað af kornmat. — Eftir sumarið 1783 voru mjólkurafurðir engar að kalla, og ekki annað búsílag en ketið af þeim skepnum, sem skornar' voru af heyjum, en það þótti lítt ætilegt fyrir megurð og p^starkeim. — Allt þetta sum- ar og fram í maímánuð árið 1784 mátti heita, að ekki fengist bein úr sjó. Fjallgi- grös voru fallin og komu ekki Upp fyrr en sjö árum síðar. Og kaupmenn neituðu um úttekt, þegar þeir þóttust sjá».fram á felli og þverrandi greiðslugetu. Allur þorri manna átti því ekki annað við að vera en mötuna af fénaðinum, sem féll, svo heilnæm -sem hún var, og svo eitthvert lít- ilræði af mjólk. En hvort tveggja þraut, þegar allt var dautt, og þá lá ekki annað fyrir en vergangurinn fyrst, en síðan hung- urdauðinn. Þess er áður_getið, að þegar á árinu 1783 hafi menn dáið úr harðrétti og ófeiti. En eins og nærri má geta ágerðist manndauð- inn eftir því sem lengur leið fram á vetur- inn 1783—1784! Tók nú brátt að bóla á hungursóttum, einkanlega illkynjuðum skyrbjúg, sem hagaði sér raunar l;kt og á skepnunum. Líkaminn þrútnaði, einkum höfuð og útlimir, og runnu á hann bein- æxli og bris. Liðamót stokkbólgnuðu, en sinar hnýtti, svo að sjúklingarnir gátu ekki rétt úr sér og þoldu ekki við fýrir krampa og sinateygjum. Sumir þjáðust af ofsaleg- um kláða um allan líkamann. Tennur losn- uðu, og villihold kom á báða góma, svo úr þeim duttu dauðar og hálffúnar holdflygs- ur. Háls og kok steyptust út í daunillum ýldusárum, og sagt var jafnvel, að á sum- um hefði tungan rotnað burt. — Fleiri sjúkdómar, svo sem hettusótt, geisuðu þá í landinu, og þar að auki svo illkynjuð líf- sýki, að blóð gekk niður af sjúklingunum. Slíkir meltingarsjúkdómar gera oft vart við sig í hallærum og virðast stafa af ó- hollu mataræði. Þegar komið var fram á útmánuði, var T f M I N N* víða algert bjargarleysi, og fólkið tók að hrynja niður. f eldsveitunum var einna íastast að kveðið, eins og ætla má. Þar voru veikindi á hverjum bæ 'og sumstaðar svo, að enginn hafði ferlivist, en þeir sjúklingar, sem verst voru farnir, sáluð- ust af sulti og kröm. Þegar á árinu 1783 voru allir bæir í Fljótshverfi komnir í eyði, nema hinn austasti, Núpsstaður. Einhverju sinni um vorið 1784 komu þangað menn austan yfir Skeiðarársand. Þá var þar eng- in manneskjá uppi standandi, en sumir dánir, og höfðu líkin legið lengi, hvert í sínu fleti, án þess að nokkur væri fær um að gera þeim til góða. . Á Síðu, í Landbroti og Meðallandi dóu menn á hverjum bæ og sumstaðar .margir, svo að mjög varö erfitt að fá efni í kistur að líkunum og koma þeim í jörðina. Á allri Síðu var ekki nema einn hestur fær um að bera lík til grafar úr því komið var fram yfir miðjan vetur. Það var reiðhest- ur, sem séra Jón Steingfímssori átti. — Kuldar voru miklir, eins og áður segir, og jörð freðin djúpt niður, en menn gerðust svo burðalitlir af hungri og vesöld, að þeir höfðu naumast mátt til þess að höggva klakann. Var því það ráð upp tekið, að safna fýrir sex til átta líkum og taka að þeim eina gröf, og hjálpuðust að því allir, sem dregizt gátu til kirkjunnar. Svo var kistunum bunkað í gröfina, unz hún var full, en síðan þakið yfir með torfi. Sum- staðar var ekki unnt að fá smíðað utan um líkin, og voru þau þá sett niður í tötr- um sinum, jafnvel í óvígða mold. Þegar hungursneyðin og dauðinn þrengdu að, tóku menn að flýja, hver sem betur gat, til þess að reyna að bjarga líf- inu í sér og sínum. Allir leituðu vestur á bóginn, því að þar þótti helzt einhver bjarg- arvon. Sumir settust að í Rangárvallasýslu, en aðrir lentu út í Vestmannaeyjar eða vestur um Innnes og Hafnarfjörð. Heima fyrir varð þetta fólk að láta eftir laust og' fast, nema það, sem hver gat borið, því að ekki voru hestarnir. Eigur sínar, er þannig voru'eftir skildar, sáu menn sjald- an aftur. Þar sem þessi flutti burt, kom annar til, og voru margir miður vandaðir, eins og gengur, einkanlega í harðindum. Var því timbur rifið úr húsum til eldiviðar, en hitt haft á burt, sem færilegt var. Alls fluttist um helmingur búandi manna burt úr eldsveitunum með öllu sínu hyski, nema því, sem eftir varð í kirkjugörðunum. All- mjög vildi hlutskipti þeirra verða misjafnt, eins og gengur, og auðvitað fór það mest eftir drengskap og getu þeirra, sem þeir leituðu til. Sumir fengu staðfestu og komust atlvel af, en flestir urðu að flakka um biðja beininga, og margir þeirra dóu loks úr hungri og' hor. Á Norðurlandi var afkomán ekki öllu betri en í eldsveitunum. Sjúkdómar voru þar að vísu ekki eins ægilegir, en hungrið því meira og almennara, enda varð þar langmestur fellir, bæði á mönnum og skepnum. Jarðbönn og fannfergi héldust fram yfir sumarmál, svo að víða var erfitt gð koma líkum til kirkju, og tóku sumir það ráð að draga þau á húðum, eins og gert var til forna. Fériaðurihn hrundi nið- ur. — Og þegar heyin voru þrotin, áttu menn ekki annars úrkosta en hleypa _út á gaddinn og biðja skaparann um bata. — Og þá dróeust vesalings dýrin heim að húsunum, líkt og til þess að biðja menn- ina bjargar og vægðar. Þau reyndu að rífa í sig freðið torfið í veggjunum í örvænt- ingu hungursins — svo lognuðust þau út af allt í kring um bæina. — Mestur var fellirinn í Norður-Þingeyjarsýslu og Húna- vatnssýslu vestanverðri. Góðir bændir urðu sauðlausir og hesjafáir, en sumir misstu hverja skepnu. En þegar svo var komið og búið bjargarlaust, lá ekki annað fyrir en vergangurinn, og leituðu menn helzt til verstöðva og verzlunarstaða. Má nefna það sem dæmi, að í Þistilfirði héldust eftir við bú einir 20 bændur, sem voru þar fyrir harðindin. En víðar voru bágar ástæður. Þannig er þess getið, að í .Tungu í Fnjóskadal hafi búið hjón, sem áttu 13 börn. Af þeim urðu 11 hungurmorða, en 4 voru flutt í einu til greftrunar. — Þessa dapurlegu vordaga mun margt áhyggjufullt auga norður þar hafa horft eftir sumri og sunnanþey. En dag eftir dag og viku 'eftir viku var allt með sama svellgræna harð- ýðgissvipnum, fannþiljan huldi jörðina jafnt og þétt, líkt og náhvítt lín, en haf- ísinn þrumdi fyrir landi og bannaðar allar bjargir til sjávarins. Ágangur gerðist nú svo mikill af ölmusu-' mönnum, að ýmsir bændur tóku það fyrir að neita öllum um málsverð og húsaskjól, hvernig sem á stóð, og gekk sumum nauð- syn til, en öðrum mannúðarleysi. Fyrir því létu margir lífið úti á víðavangi, undir bæjarveggjum eða með vegum fram, og fundust þar helfrosnir, líkt og líkneskjur, karlar, konur og lítil börn. Við Eyjafjörð og ef til vill víðar, áttu hreppstjórar hlut að því, að bændur úthýstu ekki aumingjum, þó að þeir gætu ekki gefið þeim neitt til næringar, heldur leyfðu þeim, að minnsta kosti, að deyja i húsum sínum. Sumarið 1783, þegar skip gengu af ís- landi, bárust fregnir um ástandið hér út til Kaupmannahafnar. Konungur brá við skjótt og sendi þegar um haustið skip upp til Hafnarfjarðar með timbur og matvöru handa fólki, sem flúið hafði undan eldin- urfi og var húsvillt og allslaust. Hinn 10. desember veitti konungur samþykki til þess, að leitað væri samskota í Kaup- mannahöfn til styrktar þeim, er beðið höfðu tjón af eldinum. Sá hét Carl Pon- toppidan, jústitráð, sem gekkst fyrir þessu,. og reyndist hann íslendingum slíkur bjarg- vættur, að nafni hans skyldi lengi á loft haldið hér. Söfnuðust nú um veturinn 9704 rd., sem var mikið fé í þennan tíð. Er því auðsætt, að margur vildi hjálpa, þeirra, er til var leitað. En þetta fé kom ekki til landsins fyrr en með -fyrstu skipum næsta vor, "1784, og þá voru þeir, sem bágast höfðu átt, komnir í gröfina. Þannig tókst oftast til með þá hina miklu hjálp, sem konpng- ur og margt ágætra manna annarra, bæði í Danmörku'og Noregi, létu af hendi rakna við íslendinga. Hún kom of seint. Og nú serQ endranær var' þjóðin að gjalda þess. að hún vari afskekkt og hafði ekki innlenda stjórn. Yfirvöldunum í landinu virðist ekki hafa komið til hugar að beita sér fyrir samskotum eða annarri hjálp í landinu sjálfu. Þau virðast yfirleitt hafa verið fremur framtakslítil og gefin fyrir skrif- finnsku, en heldur amasöm við alþýðu manna. Alls þessa gætti mjög í úthlutun gjafafjárins, enda fór svo, að mestur hluti þess var lagður á vöxtu. En þó að enga hjálp væri að fá og öll sund sýndust lokuð, vildi fólkið ekki gefa upp lífið viðnámslaust, heldur barðist það við hungrið og dauðann með sínum fátæklegu föngum, meðan kostur var. Menn átu allt, sem tönn festi á. — Ólseigt horket þótti herramannsmatur, en margir suðu ólarreipi og átu, eða skinn, og létu sér nægja eitt skæði í mál, bleytt í sýru, oft með einhverju örlitlu feitmeti. Var talið, að eitt húðarskinn væri eigi öllu ódrýgra en 6 fjórðungar af fiski. Sumir tóku töðu, v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.