Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 3
T f M I N N ormsstaðaskóg, þar sem afglapi torganna getur orðið skáld? Á fólkið, sem nýtur hins margháttaða hægðarauka og munaðar þéttbýlisins, að telja illa farið og þjóðhagslega rangt, að hin „velmenntu hjón", sem lifa þrekrauna- lífi á litla bænum „uppi við brjóst lands- ins", séu látin hafa skilyrði til að kaupa á næstu hofn við sig lífsnauðsynjar, hafa vegarsamband og ef til vill símasamband við þéttbýlið, og að reynt sé af hálf-u þjóð- félagsins að gæta þess, að starfslaun þeirra vérði ekki sultarlaun frekar en fólksins í strætinu? Vill fólkið í bæjunum taka sér í munn orð hans, sem þyrfti að vera kominn aftur í Hallormsstaðaskóg, og segja, að betur borgaði sig að flytja hjónin á spítala (vit- firringa?) og mata þau þar? Nei. — Ég veit, að fólkið í bæjunum hugsar hvorki þannig né talar, ef það er nægilega mikið með sjálfu sér. •Það finnur hvar skórinn kreppir. Það reynir að koma börnum sínum í sveitir að sumrinu. Og ef það eignast vandræðabarn, vill'það komaþví á sveitaheimiii til fastr- ar dvalar. Hvers vegna?~ Vegna þess að það vill gera sem mann- kostamesta menn úr börnum sínum og tel- ur að til þess séu uppeldisáhrif sveitalífs- ins heppileg. Hvert fer fólkið aðallega 1 orlofum sínum og löngum frium? Leitar það ekki upp að „brjóstum lands- ins"? Fer það ekki út í sveitirnar? Og hvers vegna þangað? Af því að þar fæst náttúrleg þreyta og á eftir henni „ljúfasta hvíld". Þar losna menn að meira eða minna leyti við afglapa sinn frá'torginu. Þar hefjast ennin fyrir áhrif „kvöld- himnaskaranna " Þar þekkir andi hins norræna kynstofns „sig sjálfan og fagnar." Þar finna menn sjálfa sig------------. Hættan'er sú mest, að'„mannfjöldans vitund óg vild" verði „villt um og stjórnað af fám", þegar aðstaða einstaklingsins, til þess að vera góðar stundir einn með sjálf- um sér, er af skornum skammti. Borgalífsreyndar menningarþjóðir hafa slegið því föstu, svo að um það e'r þar ekki lehgur deilt, að blóð borgabúanna þurfi stöðugt að blanda með heilbrigðara blóði sveitafólks, svo eigi verði úrkynjun. Hér á landi heyrist stundum sagt að borgir íslands þurfi ekkert að sækja til sveitanna, annað en líMlsháttar af land- búnaðarmatvælum, sem þó mætti fram- leiða — og væri þjóðhagslega hollara að framleiða — í þéttbýli á jörðum borganna. Það er fávíslega mælt og ógiftusamlega. íslenzka ríkið verður að gæta hagsmuna sveitanna jafnvel enn meira en bæjanna eftirleiðis. Þær mega ekki fara í auðn. Fólk- ið í þéttbýlinu má alls ekki sjá eftir „tug- miljónum" frá rikinu, til þess að bæta aðstöðu þeirra, sem búa „við brjóst lands- ins". Hin „velmenntu hjón" „uppi við brjóst landsins" eru aðalvarðsveitir íslenzks þjóð- ernis. Þaðan hafa bæirnir íslenzku feng- ið-blóð sitt, og þaðan þurfa þeir að geta fengið heifbrigt blóð, þegar úrkynjunin fer að sækja á. Með því móti — og því eina móti — að viðhalda sveitalífinu, getur íslenzka þjóð- in orðið áfram brjóstbarn Fjallkonúnnar, — andlega og Ukamlega heilbrigð og sterk. . Þessu þurfa allir íslendingar að gera sér Ijósa grein fyrir, og það geta þeir, ef þeir gæta þess að vfera nægilega með sjálfum sér. c \: GUÐFINNA FRÁ HÖMRUM: Tsdur o& moío *y Að ströndum útlagi aftur vék, eftir áratöf sína heimbyggð fann. Á vegleysum heims var numið nóg, hér nam hann fyrst hversu jörðin ann, og moldin talar við mann. Hún mœlti svo hljótt: „Ég hlustaði vel, þegar hjarta þitt óx og festi rót sem grös min og tré, eins og blómið blátt, er brosti í fegurð himni mót, og skein við mín gráu grjót. Eins og móðir, er leggur barn við barm og barnsffit geymir í lófa sér, ég rót þína vermdi vetrarnótt,, og vor, er með söngfugl gisti hér, lét ég óma til yndis þér. Ég þakka hvern hlyn um þessi fjöll, en þú varst upprisudraumur minn, 6, maður, sem aldrei barst þitt barr, ef brostinn var rótarsproti þinn sá, er óx mér að barmi inn. Um langvegu komstu hrakinn heim, eins og hind, er sœrð inn í myrkrið flýr. Og œ verður grund mín grœnni en fyr, og gljúfurbragurinn hreinn og nýr, þegar útlaginn aftur snýr. Á jörðu hvert sirá mót röðli rís. Á rót sinni aðeins blómgast kann þín vaka og starf, þitt lán og líf, og Ijóðið, sem þér á vörum brann.' Svo talaði mold við mann. lo> Ú\ /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.