Tíminn - 23.12.1944, Blaðsíða 8
8
T í M I N N
v
Bjartuv er enn um Bægisá
bjarminn af séra Jóni.
Hús voru pröng og pökin lág.
' — Þaö var svo títi á Fróni.
Kynlega dýrð úr kytru sá
klerkurinn heimagróni.
Málið á tungu litríkt lá,
listin var gerð að pjóni,
i - /
Tungunnar bar hann blóm og stál,
ijlíður peim helgu dómum.
Alpýðumanns og Eddu sál
ómuðu í sömu hljómum.
Honum var Klopstocks kviða pjál
kveðin með Ijúflingsómum.
Fléttaði hann í MiLtons mál
mikið af íslands blómum.
Hvarvetna dró hann efnin að.
íslandi vann hans máttur.
Selárdalsbarni í brjósti kvað
bárunnar andardráttur.
Fljótshlíðar átti hann blóm og blað,
blíður var hennar páttur.
Öxnadals gamni og griðastað
gefinn var margur háttur
Blés hanrm. eld, en ekki í kaun,
andhverfis margt pótt gengi.
Legðist á herðar lífsins'raun,
lék hann á skœra strengi.
Þáði hann að lokum pjóðskálds laun,
pó að um seinan fengi.
Óðurinn fagri upp um Hraun
ómaði vel og lengi.
Drengurinn heima z Hrauni pá
hlustaði sæll og feginn.
Fegurðin, sem í Ijóði lá,
lék um hann öllum megin.
Sproti pess máls, er ísland á,
opnaði honum veginn.
Titrandi var í von og prá
vaknandi strengur sleginn.
■#
Enn skulu slíkar auðnuspár
íslandi möttul skera.
Enn er í bjarma Bœgisár
barni pess gott að vera.
Þar er sinn harm og hjartasár
hlœjandi létt að bera.
Ylhýra málsins mennt og prár
mannshjartað auðugt gera.
0